Alþýðublaðið - 09.04.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.04.1958, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið Miðvikudagur 9. apríl 1958 Áfmælissamtal við Arsæl Brynjóljsson sjómann.- * I. EINN AF ELZTU staríandi togarasjómönnum Reykiavíkur, Ársæll Brynjólfsson, Seljavegi 9, háseti á togaranum ,,Askui'“, várð sjötugur í síðasta mánuði. Eg ætlaði að heilsa upp á hann fyrir afmælisdaginn og rabba við hann, en hann var þá þot- ínn á sjóinn, svo að ég varð að bíða með að hitta hann þar til hann kæmi í land í næsta skipti. En ég náði ekki í hann fyrr en tveim dögum fvrir páska. Þá kom hann úr túr, stóð við heima hjá sér einn dag — og fór aftur út. Ársæll Brynjólfsson tók mér vel, þrekvaxinn maður, heldur lágur vexti, dálítið harður á brúnina og veðurbarinn, en þó að ótrúlegt sé, virðist hann vera enn óslitinn, svo sterklegur er hann og hreyfingarnar léttar, en hann mótmælir því ákveð- ið: „Nei, hvaða fásinna,“ segir hann, „ég er farinn að gefa mig, enda stundað sjó frá blá- bernsku, og á togurunum næst- um því í fjóra áratugi í alls kon ar veðrum, viðstöðulaust — og alltaf verið eins og gestur heima hjá mér. Það hefur oft verið strangt, en allt kemur upp í vana. Ég slitnaði á gömlu togurunum þrátt fyrir óbilandi þrek og hestaheilsu framan af. — Hin síðustu ár hafa líka ver ið ströng, þó að aðbúðin hafi verið allt önnur, viðvaningarn- ir koma svo ört um borð, og þá verðum við eldri jaxlarnir að kenna þeim. Þeir koma og fara eins og þegar kría sezt á stein, þeir eru svona rétt búnir að læra fyrstu nauðsynlegustu handtökin, þegar þeir fara aft- ur í land.“ II. — Þú ert Árnesingur? „Já, ég fæddist að Bjálm- holti í Holtum 11. marz árið 1888, sonur hjónanna Önnu Jónsdóttur úr Þykkvabæ og Brynjólfs Baldvinssonar, en hann var ekki Árnesingur. Ég missti föður minn þegar ég var á áttunda ári, og móðir mín vann fyrir mér og systur minni meðan við vorum börn að aldri En maður var ekki lengi barn í þá daga. Ég var ráðinn í skips rúm til útróðra af Miðnesi þeg- ar ég var 16 ára gamall, og gekk þá alla leiðina austan úr Holtum og suður á Miðnes, og bar á bakinu þrjá fjórðunga. Þarna reri ég svo í tvær ver- tíðir á skipi, sem Milljónafé- lagið átti, en síðan reri ég dá- lítið úr Grindavík. Við- vorum margir saman vermennirnir, höfðumst við í timburhjalli, saltfiskurinn var niðri, en við vorum áttatíu og fjórir s-aman á loftinu. Þar var oft subbu- legt, blautt og kalt, en maður var ekki að súta það í þá daga. — Ég var vinnumaður þá þeg- ar og húsbóndi minn fékk all- an afrakstur vinnu minnar, en ég fékk tuttugu og fimm krón- ur yfir árið og fjórar flíkur. Svo reri ég úr Þorlákshöfn, fyrst með Ivari Geirssyni og síð an með Þórarni Einarssyni báð um frá Eyrarbakka. — Þó að ég segi sjálfur frá, þá þótti ég ósérhlífinn og duglegur, enda lét ég mér fátt fyrir brjósti brenna, en efnin fóru ekki eft- ir uppistöðunum og stritinu og loks þegar ég eignaðist unnustu Ársæll Brynjólfsson átti ég ekkert til. Þá fór ég líka fyrst að reyna að eignast eitthvað. Þó fór það nú svo, að þegar ég kvæntist konu minni, Arndísi Helgadóttur, árið 1912, og fluttist til Reykjavíkur, átt- um við ekki neitt, byrjuðum með tvær hendur tómar eins og raunar var tíðast með ungt fólk í þá daga og fengum leigt herbergiskytru og smákompu til að elda í inni á Hverfisgötu. Þá fór ég á skútu og var á skútum í sex úthöld. Ég var á Slettanesinu með Erlendi Hjartarsyni, á Bergþóru með Símoni Sveinbjörnssyni og á Hafsteini með Ingólfi Lárus- syni. Fyrsti togarinn, sem ég fór á varil Ingólfur Arnarson gamli og var ég þar kyndari. Arin 1918 og 1919 eða liluta úr báðum árunum fór ég í sigling ar og sigldi með þurrkaðan fisk til Englands á Francis Heide, þar dvöldum við alllengi vegna viðgerða á skipinu, en þaðan sigldum við svo til Ameríku og svo hingað heim og til Fær- eyja og þaðan til Englands og hingað með kol. III. Og vorið 1919 fór ég á Jón forseta og síðan hef ég verið óslitið á togurunum. Einstaka sinnum hef ég dvalið um hríð í landi, en þá hef ég alltaf unn ið á einn eða annan hátt að fiski. Þorskurinn er vinur minn, lagsmaður, en gælur mínar hafa oft verið heldur óvingjarn legar held ég . . . Við unnum á togrunum í gamla daga alveg eins og skepnur. Ég man grein þá, sem Vilhjálmur Vigfússon skrifaði í Alþýðublaðið um þrælkunina á togurunum. Lýs- ingar hans voru ljótar en þær voru sannar. Veiztu það, að það var eins og við kipptumst loks ins við, sjómennirnir, þegar þessi grein birtist. Það var eins og okkur hefði ekki verið full- komlega ljós sú helvíska þrælk un, sem við vorum beittir. Há- setaverkfallið 1916 og þessi grein, var eiginlega eldskírn sjómannasamtakanna, togara- vökulaganna og svo framvegis. Upp frá þessu héldum við hóp inn, snerum bökum saman og unnum einhuga að frelsiskröf- um okkar. Það þurfti jafnvel ekki nema eina grein í þá daga til þess áð vekja heilar stéttir — það þurfti hvorki málskrúð eða tiltektir, bara að segja hlut ina eins og fólkið þekkti þá og skildi. Ég var stofnandi að Sjó- mannafélaginu, og er nú heið- ursfélagi. Ég lenti aldrei í sjáv- arháska, það er að segja ég var oft úti í fárviðrum, en okkur henti aldrei slys. Minnisstæð- ast er mér Halaveðrið mikla þegar togararnir fórust. Þá var ég á Tryggva gamla. Klakinn ætlaði allt niður að kevra og svo ofsinn í veðrinu. Við vor- um á sömu slóðum og togararn ir, sem fórust. Tryggvi gamli kastaðist tvisvar til og ýmislegt brotnaði ofan þilja, en hann stóð sig, þó var þetta oft tyí- sýnt, en með guðshjálp, góðri stjórn og framúrskarandi dugn aði tókst að komast heim heilu og höldnu. Það er nefnilega það, lagsi, það er nauðsynlegt að þetta allt fylgist að á sjó. Þá fer vel . . . Og svona hefur þetta gengið til í alla þessa áratugi. Ég hef verið á sjó við- stöðulaust svo að segja. Við hjónin eignuðumst tíu börn og þar af eru níu á lífi, allt sam- an myndarbörn og góð, vinnu- söm og alvörumanneskjur. Þetta er fyrir öllu. Ekkert er betra en barnalán. Tveir synir mínir hafa lært til skipstjórn- ar • • • Þetta var oft erfitt hjá okkur með allan hópinn en ég ,vann og vann myrkranna á milli, var ekki óreglusamur og fór sjálfur sæmilega með, en það var næstum því að allt yrði meira virði, sem konan mín snerti á. Mig furðaði oft á því, hvað mikið gat orðið úr sjó- mannskaupinu mínu í höndun- um á henni. Allt blessaðist hjá okkur, óx svona smátt og smátt; börnin og afkoman — og nú á ég eða réttara sagt við, þessa íbúð. Það er mikið fengið þeg- ar maður á sjálfur þak yfir höf uðið, en það var varla að mað- ur þorði að láta sig dreyma svo stóra drauma í gamla daga . . .“ IV. Ég svipast um í stofunum hans. Þar er framúrskarandi myndarskapur á öllum hlutum. Konan gengur kyrrlát um og | áminnir okkur að tala varlega, | ef þetta eigi að koma í blöðun- um. Og allt í einu kemur korn- ung kona á rokkbuxum; eða ein hverri slíkri flík, þjótandi inn til okkar: ,,Jæja,“ segir hún og snýr sér að mér, „það er bezt þú fáir að sjá bæði gamla og nýja tímann í einu lagi.“ — Hvemig ætlarðu að byrja þegar þú giftir þig? segi ég. „Þriggja herbergja íbúð,“ svarar hún, „ekki að tala um minna.“ — Og tekur honum ekki, ef hann hefur ekki þau ráð? segi ég. Þá koma vöflur á hana. „Mamma þín byrjaði með ekki neitt, lítil kompa, þvotta- bali, þvottabretti, engin þvotta vél, ekki hrærivél, ekki ísskáp- ur, ekki ryksuga.“ „Já, ég hef heyrt þetta þús- und sinhum,“ segir hún enn hlæjandi og kát, svo að það birt ir í stofunni. „En ég vil fá þetta allt. Það er nýi tíminn.“ Ársæll ekur sér og hlær: „Svona láía þessir krakkar. En ég skal segja þér, að það er bættur skaðinn þó að krakka greyin okkar aldamótafólksins þurfi ekki að standa í sama stríði og við. En það er bara þetta, að þau skilji það til fulln ustu, að það hefur kostað sjálfs . afneitun og átak að koma ís- landi og fólkinu, sem það bygg ir, á það stig, sem við erusn nú á. Ekki svo að skilja, eg þarf ekki að kvarta undan skilningsleysi krakkanna minna . , — Og hvenær ætlarðu að hætta á sjónum? „Hætta? Það veit ég ekki. En ég á víst að fara að hætta. Þetta er orðið-fjári langt út- hald hjá mér, en það hefur sann arlega borgað sig . . . Ég kom inn í morgun og fer út á morg- un.“ Þegar ég geng út úr húsinu eftir að hafa kvatt hjónin kem ur unga konan á rokkbuxunum þjótandi upp úr kjallaranum brosandi út undir eyru. „Vertu blessaður,“ segir hún og tekur svo fast í hendina á mér. að mig kennir næstum tíl. Það var meira kvenhandtakfð. „Ég skal segja þér alveg eins og er, að pabbi minn er góður pabbi, mundu það . . .“ vsv. ger 1 N y s míð i Útvegum eikar fiskibáta frá fyrsta flokks dönskum og norskum skipa- smíðastöðvum. Byggða eftir íslenzkum teikningum. Hagkvæmt verð og afhendingartími. N ý smíði Einnig stál fiskiskip af öllum stærðum, frá norskum og hollenzkum skipasmíðastöðvum. Góður afgreið slutími. Kynnið yður verð og greiðsluskilmála. Til sölu Höfum til sölu og afhendingar strax nokkur nýleg norsk stál fiski- skip af ýmsum stærðum. Skipin eru með fullkommnasta úfbúnaði. Leitið upplýsinga. Við erum fyrsf og fremsf umboðsmenn kaupenda. Magnús Jensson h.f. Tjarnargötu 3 — Pósthólf 537 —- Sími 14174

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.