Alþýðublaðið - 09.04.1958, Blaðsíða 9
ÍMTiði'i'kudag'ur 9. apríl 1958
AlþýðublaSið
9
( iÞróttir
Skíðalandsmótið:
isíiriin&ar hluðu ílesia Islandsmeisfara
Yfirbyrðir Siglfirðinga í skíðastökki
SKIÐAMOT ISLANDS, hið
21. í röðinni, var haldið í ná-
grenni Reykjavíkur um pásk-
ana við frekar óhagstæð veð-
urskilyrði. Mótið gekk samt vel
Og var mótstjórninni og Skíða-
ráði Reykjavíkur til sóma.
Þar sem skýrt befur verið
frá úrslitum mótsins í útvarp-
inu og keppninni lýst, verður
hér aðeins drepið á stærstu við
burðina og helztu úrslitin síð-
pn birt.
Marta Bíbí, ísafirði
Á.skírdag var keppt í stór-
svigi karla og kvenna og urðu
þau Eysteinn Þórðarson, Rvík,
og Marta B. Guðmundsdóttir
ísafirði íslandsmeistarar. Sigur
Eysteins var mjög naumur, en
í öðru sæti var Magnús Guð-
mundsson frá Akureyri. fslánds
meistarinn frá í fyrra, Stefán
Kristjánsson, Rvík, varð þriðji.
Ekkert var keppt á föstudag-
ganga. Þau óvæntu úrslit urðu,
að ísfirðingar sigruðu með
miklum yfirburðum, en í öðru
sæti var A-sveit Þingeyinga.
Höfðu víst flestir búizt við
þineyskum sigri eftir úrslit-
in í 15 km göngunni fyrsta dag
mótsins. í sveit ísfirðinga voru
Hreinn Jónsson, Jón Karl Sig-
urðsson, Árni Höskuldsson og
Gunnar Pétursson.
MAGNÚS GUÐM. AK ÍSL.M.
í BRUNI.
Magnús Guðmundsson frá
Akureyri sigraði með miklum
yfirburðum í brunkeppninni,
en Eysteinn Þórðarson, íslands
meistarinn frá í fyrra, datt og
missti af sér skíði og var þar
með úr leik. Svanberg bróðir
Eysteins varð annar í bruninu,
en hann er stöðugt vaxandi
skíðamaður.
Marta Bíbí sigraði í svigi eft
ir harða keppni við Kárólínu
Guðmundsdóttur, Rvík, en
Jakobína Jakobsdóttir, Rvík,
íslandsmeistari í bruni kvenna.
YFIRBURÐASIGUR
EYSTEINS.
Eysteinn sigraði með yfir-
burðum í svigi, annar varð
Stefán Kristjánsson og þriðji
Einar Yalur Kristjánsson, Ól-
afsfirði. í Alpaþríkeppni varð
Magnús Guðmundsson, Akur-
eyri, íslandsmeistari.
GLÆSILEGT STÖKK.
Stökkkeppnin á sunnudaginn
var mjög skemmtileg og yfir-
burðir Siglfirðinga mjög mikl-
ir, það lá við, að um sýningu
væri að ræða. Skarphéðinn Guð
mundsson var í algjörum sér-
flokki og stökk mjög glæsilega.
,,Öldungarnir“ Jón Þorsteins-
son og Jónas Ásgeirsson stóðu
inn langa, en á laugardag var sig með prýði og voru í öðru og
m.a. þreytt 4X10 km boð-þriðja sæti. í aldursflokki
drengja 15—16 ára vöktu flest
ir drengjanna mikla athygli, en
samt var sigurvegarinn, Birgir
Guðlaugsson, sá, sem vakti
mesta hrifningu, enda stökk
hann djarflega og fallega-. Svan
berg Þórðarson sigraði í flokki
unglinga 17—19 ára.
Sveinn Sveinsson frá Siglu-
firði sigraði með yfirburðum í
norrænni tvíkeppni (15 km
ganga og skíðastökk), en annar
varð Haraldur Pálsson, Rvík.
Jón Kristjánsson varð ís-
landsmeistari í 30 km göngu,
en Haraldur Pálsson kom mjög
á óvænt í öðru sæti.
Mótinu var slitið með sam-
sæti í Skátaheimilinu á ann-an
í páskum og verðlaun afhent.
Næsta Skíðalandsmót verður
haldið á Siglufirði um páskana
1959.
ÚRSLIT:
4X10 KM BOÐGANGA.
íslandsmeistarar sveit fsa-
fjarðar. Hreinn Jónsson, Jón
Karl Sigurðsson, Árni Hösk-
uldsson, Gunnar Pétursson. —
3.24.37 klst.
Önnur A-sveit Héraðssam-
bands S.-Þingeyinga. Helgi V.
Helgason, Steingrímur Krist-
jánsson, ívar Kristjánsson, Jón
Kristjánsson. 3.30,18 klst.
Þriðja sveit Héraðssambands
Strandamanna. Árni Halldórs-
son, Baldur Sigurðsson, Sigur-
karl Magnússon, Halldór Ólafs-
son. 3.34,13 kls.
Fjórða sveit Skíðafél. Fljóta
manna. Guðmundur Sveinsson,
Búi Sigurjónsson, Lúðvík Ás-
mundsson, Páll Guðbjörnsson.
3.46.37 klst.
Fimmta B-sveit Héraðssamb.
S.-Þingeyinga. Hreinn Her-
mannsson, Þorlákur Sigurðsson
Sigurður Dagbjartsson, Stefán
Þórarinsgon. 3.49,37 klst.
Framhald á 8. síðu.
Sundmót ÍR
Innilega þökkum við öllum nær og fjær, sem sendu okk-
ur vinar og samúðarkveðjur við fráfall okkar elskulega son-
ar og bróður,
RAGNARS FRIÐRIKS RAGNARS. ]
Guð blessj ykkur öll. !
Ágústa og Ólafur Ragnars og börn.
Hjartkær móðir og tengdamóðir okkar.
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Yillingadal andaðist í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 7.
apríl. . i
Arnfríður Ámórsdóttir i
Jóhann Arnórsson
Jón Arnórsson.
Birgir Guðlaugsson, Sigluf. vakti mikla atliyglj í skíðastökki.
SUNDMÓTI ÍR hefur verið
frestað um eina viku, í stað 21.
og 22. apríl verður mótið háð
28. og 29. apríl. Danski sund-
kappinn L"ars Larsson, scm kepp
ir á mótinu setti danskt met í
200 m. skriðsundi fyrir páska á
móti í Málmey og synti á hin-
um frábæra tíma, 2:08,1 min.
Um svipað leyti synti Karin
Larsson, sem einnig keppir á
mó'tinu, 100 m. skriðsund á
1:06,8 mín. Met Ágústu er
1:07,0 toín. á þessari vegalengd,
svo að á því sézt, að keppnin
kemur til með að verða hörð
milli þeirra,
Dr. VICTOR URBANCIC !
verður jarðsuuginn frá Kristkirkju Landakoti', fimmtud. 10.
apríl kl. 10 f. h. — Þeim, sem vildu minnazt hins látna skal
vinsamlegast bent á Minningagjafasjóð Landspítalans.
Dr. Melitta Urbancic
Ruth og James Br. Erd. Sibyl Urbancic.
Ebba og Pétur Urbancic. Eiríka Urbancic.
Dr. theol. MAGNÚS JÓNSSON fyrrv. prófessor
verður jarðsu'nginn frá dómkirkjunni, fimmtudaginn 10. þ. m.
kl. 2 e. h.
Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á
Earnaspítalasjóð Hringsins.
| , *• ]
Börn og tengdabörn.
Hiartanlegt þakklæti viljum við færa hinum mörgu nær
og fjær er sýndui okkur hluttekningu bæði með blómum,
minningarkortum og nærveru sinni við andlát og jarðarför
hjartkæru konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR
Sigurður Guðmundsson.
börn, tengdabörn og barnabörn.
1
Maðurinn minn, , 1
JÓN E. JÓNSSON !
sem andaðist 1. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
kl. 10,30, föstud. 11. apríl. — Blóm vinsamlegast afbeðin.
Þórunn Jónsdóttir
*■' .Skólavörðustíg 33. , !
Happdrætti Háskóla Islands.