Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 10
Á Isafirði
(Hnífsdalur ekki talinn með)
búa um 2570 sálir. Helmingur þeirra eru
konur. Kvenmenn, sem geta talizt vera á
vinnumarkaði eru um 800, en þá eru undan—
skildar þær sem ekki hafa náð sextán
ára aldri, 450 samtals. Allmargar stúlkur
eru í framhaldsnámi t.d. 21 frá Isafirði í
Menntaskólanum þar. Við notum þess vegna
töluna 780 konur á vinnumarkaðsaldri. Þar
eru þó taldar með allar rosknar konur, sem
e.t.v. eru ekki vinnufærar lengur, og þær, :
stunda framhaldsnám annars staðar.
Hingað til hafa gjöld verið mjög lág, eða
1200 krónur á barn. Nú nýlega var ákveðið
að hækka þau í 2400 - 3000 krónur auk þess
sem áætlað var að opna heimilið fyrir há-
degi. Konunum var nóg boðið og þær mótmæltu
allar sem ein. Var í mótmælunum fólgin
gagnrýni á hvernig bæjarfélagið stæði að
gæzlumálum auk gagnrýni á fyrirhugaða
hækkun. Sérstaklega var lögð áherzla á
að með þessum gjöldiim var gert ráð fyrir
að foreldrar greiddú allan kostnað við
rekstur heimilisins.
Mjög lausleg könnun sýndi, að u.þ.b. 300
konur vinna úti allan daginn eða hluta úr
degi. Stærstu atvinnurekendur eru innan
fiskiðnaðarins, en þar eru 130 konur, hjá
sjúkrahúsinu eru 44 konur, og við verzlunar-
og skrifstofustörf eru 35 (þessi tala er fengin
frá verzlunarmannafélaginu).
Á Isafirði eru fiskafurðir aðalframleiðslan,
eins og í flestum strandbæjum á Islandi.
Flestir vi'ta að fiskiðnaður er háður vinnuafli,
sem get'ur farið og komið eftir aflabrögðum
hverju sinni. Þetta vinnuafl er og hefur
löngum verið sótt til kvenna. Hægt er að
slá því föstu, að þessi höfuðframleiðslugrein ^
byggi mjög á ihlaupavinnu eða fastri vinnu
kvenna.
Mótmælin höfðu þau áhrif að hækkuninni
hefur verið frestað, og á að athuga hvort
atvinnurekendur séu fáanlegir til að taka
þátt í kostnaði við heimilið. Á Patreks-
firði er nú verið að gera tilraun með slíka
samvinnu bæjarfélags og frystihúss.
Þar eð sjaldnast er nægjanlegt vinnuafl
á Isafirði má það teljast undarleg stefna
hjá forráðamönnum bæjarfélagsins að koma
ekki til móts við það fóllc, sem vill vinna,
t.d. með því að reka gott og ódýrt dag-
heimili auk leikskóla.
Starfshópur rauðsokka á Isafirði.
Hvernig er svo búið að þessum konum? Hér
verður ekki dæmt um vinnuaðstöðu þeirra, en
þess í stað litið litið eitt á barnagæzlimiál.
Á Isafirði reynist vera eitt lítið gæzluheim-
ili, sem starfar frá kl. 1 til 6 eftir hádegi.
Við barnagæzluna vinna fjórar stúlkur, og er
engin þeirra lærð fóstra. Börnin eru 49 (eiga
að vera 35-40) í fjórum herbergjum. Snyrti-
aðstaða er í lakasta lagi og húsið sjálft svo
gamalt og lélegt, að allt fer á flot, ef klaki
sezt á þakið eða rignir í vissum áttum. Nú
má spyrjaí. Nægir þetta heimili 300 fjöl-
skyldum, þar sem konan vinnur úti? Ekkert
liggur fyrir um, hversu mörg börn á barna-
heimilisaldri þessar konur eiga. Samt sem
áður er auðvelt að sjá, hversu skammt þetta
heimili nær. Á biðlista eru 44 börn. Auk
þess tekur það aðeins börn á aldrinum 3-6
ára.
MuS
IsaFíroI
Mestur hluti útivinnandi kvenna á Isa-
firði starfar i fiskiðnaðinum. Bæði
frystihúsin nota svokallað bónuskerfi, sem
tekið hefur verið upp og/eða lagt niður víða
um land á síéari árum.
1 framkvæmd er bónuskerfið þannig. Við
hvert borð vinna tvær stúlkur. Fiskurinn
er veginn á borðið og síð£m talinn fjöldi
pakka sem fer af þvi. Er þannig auðvelt
að skrá afköst þ.e. hve lengi tiltekið borð
er með tiltekið magn af fiski.
Annað aðalatriði er nýtingin, þ.e. hve
mikill úrgangur kemur aftur frá borðunum.
BlálalálaláláBlálaBlalaBIáBláBlalalalaBlalalaBlalalálálaBlaBIalalalálalalaS
láláláláláláláláBBIáláBláláláláláláláláláláláláláláBIálálálálálálálálálálálálálálS
IO