Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 18

Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 18
 ur -bok; nm 5 herbrögð til að komast á pólitlslca fundi eða aðferðir til að komast að heiman. Hefðbundnar aðferðir: Að ákveða á fjölskyldufundi að verja fé til barnagæzlu öll þau kvöld mánaðarins, sem pólit-ískir fundir eru fyrirhugaðir. Ef fjárráð eru naum, þá verði komizt að samkomulagi um, að hjónin fari til skiptis á fundina. Aðferðir byqgðar á samfélagskennd kvenna: (Ætlaðar þeim konum, sem ekki komast að samkomulagi við manninn sinn um ofangreindar aðferðir,- einnig þeim, sem giftar eru mönnum sem þegar hafa skipulagt öll sín kvöld, ein- stæðum foreldrum, eiginkonum sjómanna, sölu- manna, rithöfunda og listamanna, sem krefjast frelsis til að þjöna innblæstri.) Reyndu að komast að samkomulagi við þær vinkonur þínar, sem hafa áhuga á stjórnmálum, um að þið skiptist á um barnagæzlu, þannig að allar komist á sem flesta fundi. (sýndu skilning ef einhverjar þeirra eiga menn, sem eru mótfallnir því, að konur þeirra passi börn annars staðar. Bjóddu fram íbúð- ina þína, ef þú býrð ein.) Leitaðu uppi mál, sem koma þínu hverfi við, t.d.: Hættulegar götur í grennd við skóla. Skort á leiksvæðum fyrir börnin. Gatnamót, sem þurfa lagfæringar við vegna umferðar húsnaðra, barna og gamals fólks. Skort á dagheimilum. Skort á atvinnu handa konum. eða: "Djarfar" aðferðir: Ef þig langar á fund, þá segirðu manninum þínum frá þvi. Segist ekki verða heima í kvöld. Kærðu þig kollótta, ef hann verður fúll við. Farðu rólega í kápuna. Ef til vill hefur hann ekki trúað sínum eigin eyrtim. Ef til vill kemur hann fram á eftir þér og segir: "já en ég vil ekki passa krakkana.." "Er það ekki," segir þú þá. "En í kvöld ætla ég út og mér er alveg sama um krakkana." 1 fyrstá skipti, sem þú segir þetta, fær hann svo mikið áfall, að hann heldur sig heima. Þegar kemur að næsta fundi, verður hann vonandi búinn að hugsa rækilega um ábyrgð og frístundir, og þá gengur þér betur. bannig getum við kennt karlmanninum félagskennd gagnvart þér sjálfri og ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart börntinum. Þetta verður karl- maðurinn að læra, og þú ert kennarinn. Uppeldisfræðilegar aðferðir: (Uppeldið tekur oft tímana tvo, og þú verður að skipuleggja langt fram í tímann. Þetta getum við nefnt:) Hvernig á að kenna fjölskyldunni að borða kvöldmatinn án þin að lifa af þótt þú sért frá i nokkra klukkutima. Reyndu ekki að verða ómissandi. Það er kannski indælt við og við, en það er ennþá yndislegra að Xoka dyrum að baki sér meðan sá sex ára sker brauð (þykkar sneiðar eru mjög nærandi), sá fjögra ára smyr sneiðarnar (lifrarkæfa er jafngóð í bitum) og sá tveggja ára hellir mjólk í glösin (kaupt\» nóg af herjni þessa daga), pabbi veit hvar gólftuskan er geymd! Talaðu við konurnar, sem þú hittir í verzlunum, á strætisvagnastöðvum, og á heilsuverndarstöðinni. Reyndu að koma á samtökum, þannig að frambjóðendur verði varir við. Efndu til fundahalds og bjóddu frambjóðendum. /2 Dagsverk er dagsverk, hvort sem það er unnið utan eða innan heimilisins. Því getur þú með góðri samvizku sagt manni þínum, að nú ætti störfum ykkar beggja að vera lokið. (Margar kannanir hafa leitt í ljós, að vinnudagur húsmóður með lítil börn er afar langur og þreytandi.) Kvöldin eiga að vera frítími. Þeim störfum, sem þá eru óunnin, ber að skipta með hjónunum, og nú eru þau hans verk.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.