Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 14

Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 14
hverri einingu, en það er 50% afkastaaukning. Á hverri klst. sparar hann pá l/2 klst. og á 8 klst. (sparar hann 4 klst. Launauppgjör hans gæti litið þannig út: Dagkaup er 8 x 150 = kr.1.200.- Kaupauki (bónus.) er 4 x 150 : 2 = kr. 300.- kr.l.500.- Ákvæðishagnaður er pví kr.300.- eða 25% ofan á dagkaup. Samkvæmt pví bónuskerfi, sem hér er tekið sem dæmi parf verkmaðurinn að skila tvöfalt meiri afköstum umfram staðal til pess að fá sama ákvæðishagnað og hinn sem vinnur eftir hreinu ákvæði. Sé skiptahlutfallið annað, t.d. 30/70 (verkmaður 30% og fyrirtæki 70%) parf verkmaðurinn að skila tilsvarandi fleiri einingum til pess að "hafa sama uppúr" ákvæð- inu. LaunakQ3tnaðurinn Af pyí' sem hér hefur verið sagt er ljóst, að með kaupaukakerfinu fer launakostnaður á hverja framleiðslue-iningu lækkandi eftir að staðalafköstum er náð og hann lækkar því meir sem afköst verkmannsins aukast og skiptahlut- fallið er honum óhagstæðara. 1 hreinu ákvæði er beinn launakostnaður á framleiðslueiningu alltaf hinn sami, en ávinningur fyrirtækisins er fólginn í lækkandi heildarkostnaði á einingu, pví fastur kostnaður lækkar hlutfalls- lega með betri nýtingu tækjabúnaðar og aðstöðu. 1 "teoríunni" er sagt að hagkvæmt geti verið að nota kaupaukakerfi par sem erfiðleikar eru á því að afla haldgóðra upplýsinga m meðal- vinnuafköst og þar með áð ákvarða nákvæma tima— staðla. Hér gæti t.d. verið átt við mjög breyt: legt hráefni eða ýmsar aðrar aðstæður sem valda miklum sveiflum i vinnuafköstuifi, án þess að verkmaðurinn eða fyrirtækið fái par nokkru um ráðið. Áður en samið er um bónuskerfi þarf auð- vitað að athuga hvort pær breytilegu að- stæður, sem kerfið er réttlætt með, séu fyrir hendi, og ef svo er þá i hve rikum mæli. Skiptahlutfallið er engin óhaggan- leg stærð og eðlilegt er að launalinan sé pvi "brattari" sem auðveldara er að fylgjast með afköstunum og setja út ná- kvæma timastaðla. Þar getur hlutfallið 90/10 verið jafneðlilegt og 50/50. Samræmi skortir Þegar talað er um nákvæmni i setningu timastaðla þeirra sem lagðir eru til grundvallar bónuskerfinu og öðrum tima- mældum ákvæðislaunakerfum fer ekki hjá þvi, að menn leiði hugann að samræmdnu milli þeirra nákvæmniskrafna, sém gerðar eru i hinum ýmsu atvinnugreinum þar sem ákvæðislaunakerfi eru notuð. Margir hafa orðið.til þess að lýsa ókost- um bónuskerfanna, en vel mættu menn taka til umræðu uppmælingakerfin svonefndu, sem út- breidd eru i ýmsum greinum byggingariðnaðar- ins, eins og áður er getið. Kannski er það tilviljum ein, að við ákvæðisA vinnu þá sem konur vinna að miklum meirihluta (fiskiðnaður, verksmiðjustörf) skuli beitt langtum meiri nákvæmni við mælingu staðal- tima, heldur en við ýmsa þá vinnu sem karlar vinna i ákvæðisvinnu. -Með þessu er ekki verið að hafa á móti nákvæmni í þessum efnum, öðru nær. -Hitt hlýtur að varða miklu, rétt eins og um svo margt annað, að allir starfs- hópar séu jafnir fyrir þeim kerfiun sem verka- lýðsfélögin sjálf og heildarsamtökin semja um. Á sama tíma og timastaðlar við "sum störf".» eru gefnir upp með nákvæminni 1/100 úr mín- útu (þje. i svonefndum centiminútum), þá viðgengst það i ýmsum starfsgreinum, sem karlar vinna aðallega i, að við tímaákvarðanir á ákvæðisverkxun sé beitt meira og minna handa- hófskenndum vinnubrögðum sem ekkert eiga skylt við þá vinnurannsóknartækni, sem annars staðar er notuð og liægt er að nota til að ákvarða meðalverktima. Þær greinar sem ég á hér fyrst og fremst við, eru ýmsar greinar byggingariðnaðarins, sem nota hinar svonefndu verðskrár eða uppmælingartaxta sem byggjast á umsömdum (en sjaldnast mældum) timum. Sé reyndin sú, að i þessum greinum sé erfiðara að ákvarða nákvæma timastaðla en i mörgum þeim greinum þar sem timamæld ákvæði eru notuð, þá vaknar sú spurning hvers vegna þessi störf séu ekki unnin eftir einhverjum kaupauka — eða bónuskerfum í stað þess að nota hrein ákvæði. Einmitt af þvi að þarna eru notuð,hrein ákvæði með oft á tiðum "slump- kenndum" emingartimum, verða frávikin i ákvæðishagnaðinum oft æfintýralega mikil i verkum sem eiga að heita sambærileg. Og á sama hátt er verðið til vinnuþiggjandans mismunandi. Hér er fyrst og fremst verið að vekja athygli á miklu ósamræmi, sem er óverjandi frá hvaða sjónhorni sem það er litið. Om þessa tegund launakerfa mættu gjarnan verða álika gagnrýnar umræður og átt hafa sér stað um önnur launakerfi i landinu. Verkalýðshreyfing sem vill gera meira en hampa orðum um launajöfnuð og aukið jafn- ræði kynjanna, hlýtur að verða að láta það ósamræmi sem hér hefur verið tæpt á, til sin taka. Meðan þetta ósamræmi milli launa- kerfa einstakra starfshópa er ekki lagfært, og menn láta sér nægja að tala sig hása um launajöfnuð, verður afar erfitt fyrir verka— lýðsfélögin að semja um launakerfi, sem hvila á haldgóðum upplýsingum um meðalverk- tima við hin ýmsu störf. n

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.