Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 19
Reyndu aldrei að telja neinum, allra sízt
börnum, trú um að uppvask og hreingerningar
séu skemmtiverk. Þetta eru leiðindaverk en
bráðnauðsynleg. Þess vegna verða allir að
skipta þeim bróðurlega með sér.
Bittu hendur þínar á bak aftur, þegar þú
finnur hjá þér löngun til að vinna eitthvert
verk fljótar og betur en þau litlu, óhagsýnu
eða óvönu.
Taktu ekki til náttföt og rýjur áður en þú ferð
af stað. Það hefur enginn fært sönnur á það,
að það sé óhollt að sofa á skyrtunni og með
rýjuna skakka. Karlmaður, sem hefur með
höndum ábyrgðarmikið starf, lærir áreiðan-
lega smám saman að leita í skúffunum að
þvi, sem hann þarfnast.
3. dæmi: Yngsti krakkinn fékk niðurgang þegar
hún var i þann veginn að fara, og
maðurinn var alveg uppgefinn þetta
kvöld.
MUNDU, AÐ ÞAÐ ER A ÞESSUM ÁRUM, SEM
MENN FÁ HJARTAKÖST!
4. dæmi: Maðurinn verður samvizku sinnar vegna
að neita. Rök sin. setur hann fram á
eftirfarandi hátt:
1. Ef við hjónin eru sammmála i
stjórnmálum, þurfum við ekki að vera
bæði félagsmenn i flokknum - og greiða
félagsgjöld. í þvi tilfelli verð ég
fulltrúi fjölskyldunnar.
2. Ef konan min ætlar að ganga i annan
stjórnmálaflokk en ég er i, get ég ekki
samvizku minnar vegna látið hana hafa
peninga til að greiða félagsgjöld þar.
Þar með væri ég að styðja starfsemi
andstæðinga minna i stjórnmálum.
(Lesendabréf i dagblaði.)
Þegar svona stendur á
heimsækja margar gamla veika frænku sina.
Láttu hann fara á annan hvern foreldrafund i
leikskólanum og skólanum. Þar færðu sjálf
næði nokkur kvöld og pabbi kemst að þvi, að
hann á lika börn.
Ef áætlanir ykkar á kvöldin rekast enn á,
þá láttu hann útvega barnfóstru i annað
hvert skipti.
Örþrifaráð!
Þau eru notuð - svo til samvizkulaust - eft
konur komast að þvi, að menn þeirra lita
öðrum augum á réttindi kvenna en karla. Karl-
mönnum af þessari gerð var lýst i norskri könnun,
sem gerð var 1969. 11% kvennanna, sem tóku þátt
i henni, sögðust fegnar vilja starfa utan heim-
ilisins, en gætu það ekki vegna þess að menn-
irnir leyfðu þeim það ekki. Það er heldur ekki
auðvelt fyrir þessar konur að komast út á kvöldin.
Mótmælin eru ekki alltaf orðuð beinlinis, en það
gerist alltaf eitthvað:
fÞað sýnir svo indælan og kvenlegan eigin-
leika, að karlmaðurinn getur bara hrósað
þér.)
nokkrar fara i saumaklúbb. (Hann getur
verið viss um, að þar verður aðeins
talað um hégómamál, sem ekki ógna valda-
hlutföllum heima fyrir.)
aðrar dansa djassballett. (Það er fint,
og hún verður svo sexi og sæt.)
það er lika hugsanlegt að láta kjósa sig
i barnaleikvallanefnd húsmæðrafélagsins.
(Það bendir til þess að hún sé sifellt
að hugsa um velferð barna sinna.)
Örfáar segjast ætla að leika fóbolta.
Úr "Kvinnens lille röde"
þýð. Silja Aðalsteinsdóttir.
1. dæmi: Pabbi gamli kemur i heimsókn. Hann
verður sármóðgaður, ef hann fær ekki
kaffi, inniskó og góða aðhlynningu.
MINNSTU ÞESS SEM HANN HEFUR GERT FYRIR ÞIGf
2. dæmi: Maðurinn hafði nú búizt við að hún
yrði heima þetta eina kvöld mán-
aðarins, sem hann hafði ákveðið að
vera heima.
KANN HÚN EKKI AÐ META HANN? EÐA SKILUR
HUN EKKI HVAÐ STÖRF HANS ERU MIKILVÆG?
19