Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 8

Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 8
°o <S» Þróun getnaðarvarna á undanförnum árum sannar, að karlmenn hafa hingað til stjórnað vísindarannsóknum. Áherzla hefur einkum verið lögð á að finna upp getnaðarvarnir handa konum, því að karlmenn álíta, að þar sem konur verða barnshafandi, sé það þeirra að annast getnaðarvarnir. Körlum líkar ekki, að hróflað sé við eðlilegu líkamsástandi þeirra og halda, að þá sé vegið að karlmennsku þeirra. Þessir hleypidómar karlmanna hafa komið i veg fyrir framleiðslu hentugra getnaðarvarna fyrir karla. Sú áhætta, sem talin er sjálfsögð fyrir þær konur, sem notaðar eru eins og tilraunadýr við gerð getnaðarvarna, og þær, sem siðan nota þessar varnir eftir að þær eru komnar á markaðinn, eru í engu samræmi við þá áhættu, sem vísindakarlmaður telur hæfilega fyrir sig og kynbræður sína. Hér eiga áðurnefndir hleypidómar einnig hlut að máli. 1 nýútkominni skýrslu um lykkjur og skyld tæki er t.d. sagt frá því, að þessi tæki valdi sárum 1 legi og legbólgum. Oft er svo, að konur vita ekki, að verið er að gera tilraunir á þeim. Úr því að tilraunir á fólki eru nauðsynlegar til að árangur náist, því eru þá konur frekar lagðar í þá hættu en karlar? Uppfinning pillunar er nærtækasta dæmið í þessu sambandi. Hún var reynd á tiltölulega fámennxim hópij 200 konum frá Puerto Rico. Rannsóknin beindist einkum að því, hvort pillan kæmi í veg fyrir getnað, og hafin var sala á henni áður en aukaverkanir hennar höfðu verið kannaðar til fulls. Hér á landi hafa ýmsar gerðir pillunar verið í notkun undanfarinn áratug. Konur geta fongið hana, jafnvel árum saman, án þess ac iæknir athugi heilsufar þeirra. Engin viðvörun er á umbúðunum við þeirri hættu, sem er samfara notkun pillunnar, og þar er heldur ekki nein hvatning til kvenna að fara reglulega í skoðun. En hvers vegna er ekki til nein pilla fyrir karlmenn? Árið 1968 sagði vísindakona, að framleiðsla karlapillu væri möguleg, en fyrst þyrfti að upplýsa karlmenn um líkamsstarfsemi þeirra, því að flestir karlar vissu engan mun á frjósemi og kyngetu. Pilla fyrir karlmenn hefur verið fundin upp og reynd á föngum. í ljós kom að hún var örugg getnaðarvörn, en fangarnir veiktust, ef þeir neyttu áfengis. Hvort skyldi nú vera erfiðara að ganga í bindindi, eða að deyja úr blóðtappa eða krabbameini eins og konur eiga á hættu af sinni pillu?? önnur karlapilla hefur komið fram, sem inniheldur testosteron hormón. Hún veldur að vísu ekki bléðtappa, en ef maður, sem notar hana að staðaldri, hefur þegar sýkzt af krabbameini, getur hormónin aukið og magnað sjúkdóminn, einkum ef um er að ræða krabbamein í þvag- eða kynfærum. Sú pilla sem konur hafa notað i meira en áratug getur valdið krabbameini í brjóstum og öðrum liffærum, en það hefur ekki komið i veg fyrir sölu og notkun hennar. Eins og stendur eiga karlmenn um fátt að velja, ef þeir vilja annast sinar getnaðarvarnir sjálfir eða hlifa konum við aukaverkunum pillunnar eða þeim óþægindum, sem eru samfara öðrum getnaðarvörnum kvenna. Smokkurinn dregur úr ánægju af samförunum, og vönun (sem er alls ekki það sama og gelding) er ekki nothæf nema fyrir þá karlmenn, sem ekki ætla að eiga fleiri börn. Tiltölulega litlu fjármagni og fyrirhöfn er varið til rannsókna á getnaðarvörnum karla, og visindamenn gæta þar meiri varúðar en i tilraunum sinum & komAm. Samt eru til nokkrar aðferðir sem lofa góðu, en þarfnast frekari athugunar, t.d. að setja klemmur & sáðgöngin eða að sprauta sæðisfrumum inn i blóðrásina og fá þannig

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.