Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 16

Forvitin rauð - 01.05.1973, Blaðsíða 16
Þakka kærlega fyrir blaðið "Forvitin rauð" frá þvi i haust. Ég hafði mjög gaman af þvi. Mér datt i hug að skrifa og leita ráða i dálitlum vanda, sem ég er staddur i. Þannig er mál með vexti að fyrir tæpum sjö árum gifti ég mig og konan mín hefur háskólapróf og starfar hjá því opinbera en ég hef sveinspróf i.............Um það bil sem eldra barnið okkar fæddist varð meistarinn, sem ég lærði hjá að hætta rekstri verkstæðisins og ég þar með atvinnulaus. Konan min hafði hærri laun en ég hafði haft, svo að það varð að samkomulagi hjá okkur, að hún notaði bara þriggja mánaða fæðingarorlofið, sem rikis- starfsmenn eiga rétt á og byrjaði siðan afttir að vinna, en ég var heima að hugsa um heimilið og barnið á meðan ég sæi til með annan vinnustað. Tveimur árum seinna fæddist yngra barnið og á timabili hafði ég meira en nóg að gera sérstaklega af því að konan min vinnur oft eftirvinnu og er þreytt þegar hún kemur heim og getur þá lltið hjálpað mér með börnin, svo að þau hafa mest af mér að segja. En annars gengur allt vel hjá okkur og það eru aldrei nein vandræði með peningamálin. Ég hefi fjölskyldubæturnar alveg fyrir mig, og ef það eru einhverjar sérstakar þarfir hjá mér t.d. fatakaup eða þ. uj. 1. þá hleypur konan min undir bagga. Heimilisstörfin eru ekkert leiðinleg og ég reyni að nota stuttan tima við þau og vera sem mest með börnin. Stundum fer ég í kaffi til annara foreldra hér i blokkinni, sem lika eru heima að gæta bús og barna og oft spjalla ég við afgreiðslufólkið í mjólkur- og fiskbúðinni. Það er pöntunarfélag, þar sem konan min vinnur, og hún sér þessvegna um önnur innkaup. Einu sinni i mánuði hitti ég gömlu félagana úr iðnskólanum - maður verður nú að halda sambandi við fólk þó að maður gifti sig. Þegar þeir koma til min þá sér konan min um veitingarnar og kemur börnunum i ró, svo að ég geti alveg verið með minum gestum. En þó allt sé i góðu lagi hjá okkur og ég uni hag minum bara vel er sumt, sem bögglast fyrir mér. Þegar gömlu vinntifélagarnir eru að spjalla saman þá finn ég að sumt, sem þeir tala um kemur mér óktmnulega fyrir - ég hefi ekki heldur viljað taka peninga frá húshaldinu til þess að kaupa blöð og timarit i minni starfsgrein, en það hefði auðvitað verið hjálp til þess að fylgjast með þvi að þróunin er svo ör i tæknigreinum. Við hjónin gerðum fjölskylduáætlun þegar við giftum okkur og samkvasmt henni ætti þriðja barnið að vera komið af stað núna. En konan mín var að fá stöðuhækkun og er nú fulltrúi í sinni deild og vill ekki vera frá starfi fyrst um sinn á meðan hún er að festa sig i sessi i nýja starfinu - lika af því að hún var alltaf svolitið lasin á meðan hún gekk með börnin. Mér hefur dottið i hug að núna i vor þegar eldra barnið byrjar i forskóla að koma því yngra á leikskóla á sama tima og fá svo igripavinnu hjá gömlum skólabróður, sem nú er orðinn sjálfstæður atvinnurekandi og meistari i okkar grein. Það mundi hjálpa mér til þess að halda við kunnáttu minni og endurþjálfa mig. Ég spurði eftir plássi á Xeikskólanum í hverfinu og var spurður spjörunum úr m.a. hvort fyrirvinna fjölskyldunnar væri í námi, hvers vegna móðir barnanna væri ekki heima svo að ég gæti unnið fyrir þeim og hvort það væri ekki óhollt fyrir þau að vera svona mikið með föður slnum. \(o

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.