Forvitin rauð - 01.10.1980, Page 3

Forvitin rauð - 01.10.1980, Page 3
Áhrif skilnaðar á f jölskyldumeðlimi fara, að sjálfsögðu mikið eftir því hvernig að honum er staðið og hann getur þegar til lengdar lætur verið sú lausn sem minnstan skaða hef- ur í för með sér fyrir fjölskylduna. Þar með er ekki sagt að skiln- aður sé alltaf eina lausnin sem fyrir hendi er því fjölskylduvanda- mál geta, verið af mjög ólíkum toga og þar er engin ein lausn sem gildir fyrir alla,. Hann er samt sem áður ein þeirra, leiða sem^ fyrir hendi eru og þótt skilnaður sé í öllum tilfellum sársaukafull- ur fyrir þá sem málið varðar getur það auð- veldað fólki að gera sér grein fyrir og vita um þau vandamál sem kunna. að koma upp meðan á skilnaði stendur og á eftir. Hér er ætlun- in að fara. að no^kru út í þau atriði einkum með tilliti til barna. Hvernig taka börn skilnaði? Áhrif skilnaðar á börnin fara mest eftir því hvernig foreldrun- um tekst að komast frá honum. Það er ætíð erfitt fyrir börn að búa, í f jölskyldu þar sem er stöðugt ósam- komulag milli foreldra. í slíku tilviki kynni skilnaður að hafa í för með sér minni spennu fyrir alla aðila. eftir að hann er um garð genginn. Og þótt börn eigi erfitt með að tala um vanlíðan sína gefa þau oftast vísbendingar um hana. án orða. Þau ^eta. ver- ið uppspennt, att erf- itt um svefn, farið að pissa undir eða orð- ið hrædd og óróleg, sem gefur til kynna að þeim líður ekki vel og að þau hafa áhyggjur af einhverju sem þau ekki skilja. Barnið veit að pabbi og mamma eru van- sæl en ekki hvers vegna - "er það kannski útaf mér?" Skilnaður sem leiðir til þess að for- eldrarnir stuðla ekki lengur að óhamingju hvors annars getur því orðið til að auka öryggi barnsins. Það er ekki aðallega' skiln- aðurinn sjalfur sem skaðar barnið heldur fyrst og fremst þau vandamal sem eru orsök hans. Það er hverju barni betra, að lifa. í sátt og samlyndi með einu foreldri en í úlf- úð og illindum með tveim. Eigum við að fórna okkur fyrir börnin? Sambúð sem byggist á £ví að foreldrar "fórna" sér fyrir börn- in leiðir sjaldan gott af ser. Allar fórnir krefjast einhverrar borgunar sem síðan bitnar á börnunum þegar þau vaxa úr grasi. Þar að auki kann hin svo- kallaða fórn að vera yfirhilming á ótta for- eldranna við að breyta aðstæðum sínum. Það er erfitt að brjóta upp vanabundið líferni og eiga jafnvel líka á hættu að hagurinn versni. En þegar fólk er ófúst að skilja get- ur það einnig verið vísbending um að það vilji reyna að leysa vandann og búa saman við betra samlyndi. Það fólk gæti þurft á utanaðkomandi aðstoð að halda, t.d. fjöl-^ skylduráðgjafa eða fél- agsráðg^afa. Kannski nægir lika einfaldlega að tala hvort við annað um tilfinningar sínar og hvers það óskar af hinu. Hvernig segjum við frá skilnaðinum? Það fer að sjálf- sögðu eftir því á hvaða aldri barnið er hvað því er sagt um skilnað- inn. Áður en það verð- ur þurfa foreldrarnir sjálfir að hafa tekið ákvarðanir í málum sín- um. Það á ekki að tala um skilnaðinn við barn- ið sem hugsanlegan möguleika. Það á held- ur ekki að hóta skiln- aði í bræðiskasti því þá óttast börnin að sér hvert rifrildi leiði til skilnaðar. Þegar foreldrarnir hafa tekið sína ákvörðun eiga börn- in að fá að vita um það sem fyrst svo ekki verði einhver annar til að segja þeim frá því. Ekki er heldur nauð- synlegt að segja þeim í smáatriðum hvers vegna foreldrarnir ætli að skilja enda myndu smærri börnin varla skilja. slíkt. Vanalega eru börnin sér meðvit- uð um vandamál foreldr- anna. Kannski hafa þau skellt skuldinni á sjálf sig og þess vegna verða foreldrarnir að gera þeim ljóst að skilnaðurinn eigi ekki rætur að rekja til þeirra. Jafnvel þegar osamkomulagið tekur til uppeldis barna og annars slíks er það svo að það er sjálft ósam- komulagið sem er astæð- an en ekki barnið. Minnstu börnunum er nóg að segja að mamma og pabbi ætli að búa sitt í hvoru lagi en að að barnið muni að minnsta kosti halda sámbandi sínu við bæði. Eldri börnum sem gera sér betur grein fyrir vandamálunum er hægt að segja að það gangi betur ef foreldrarnir búa sitt í hvoru lagi, það verði þá ekki rif- ist o.s.frv. Áður en foreldrar ræða við börn sín um skilnaðinn þurfa þeir líka að hafa komist að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barnið verður, að minnsta kosti á næst- unni. Eitthvert öryggi varðandi samastað verð— ur barnið að hafa þótt ekki sé komist að end- anlegri niðurstöðu strax. Elstu börnin, frá u.þ.b. 12 ára hljóta. að fá að ráða því sjálf hjá hvoru foreldrinu þau vilja^ vera. Þetta er oft á- kaflega erfitt val og ekki öll börn sem treysta sér til að segja af eða á um það sem þau vilja. Mörg þeirra kjósa t.d. að foreldrarnir haldi áfram sambúðinni til að þau losni við að taka afstöðu til þess. En þau þurfa fyrst og fremst tíma til að hugsa um hvað skilnað- urinn hefur í för með sér fyrir þau. Það mikilvægasta er samt ekki hvað þeim er sagt heldur hvernig það er sagt, þ.e. að^barnið fái skilning á^því að skilnaðurinn sé besta lausnin fyrir alla. Jafnvel þótt það sl býsna erfitt fyrir það um stundarsakir. Poreldrarnir verða samt að bera ábyrgð á ákvörðun barnsins jafn- vel þótt það sé hændara að öðru þeirra og vilji fremur búa hjá því. Barnið á ekki að þurfa að líða fyrir það að hafa valið annað for- eldrið umfram hitt. Að búa hjá pabba Enn er það sjald- gæft að börn séu hjá föður sínum eftir skiln- að enda vinna ríkjandi venjur og almennings- álit á moti^því þótt foreldrar séu sammála um að faðirinn hafi barnið fremur en móðir- in. Verst er að í slíkum tilfellum ligg- ur móðirin oft undir því ámæli að hún sl "slæm móðir" og það getur gert henni ákaf- lega erfitt fyrir. Ofan á það leggst hræðslan um að barnið haldi að henni sé sama um það. Allt þetta getur orðið til þess að hún þorir ekki að fara einungis eftir því hvað barninu er fyrir bestu. Og merki- legt nokk bregst um- hverfið ekki við á sama hátt þegar um föð- ur er að ræða í nákvæm- lega sama tilfelliT Á að skilja að systkin? Ekki er hægt að taka einhliða afstöðu til þess hvort skilja eigi að systkin eða láta þau fylgjast að við skilnað. Stundum getur það verið auð- veldara fyrir foreldri að sjá um eitt barn eða tvö. Einnig eru bæði foreldrar og börn mis- jafnlega hænd hvort að öðru. Það sem mestu máli skiptir þarf ekki að vera að foreldri og barn séu af sama kyni (því vonandi finnast aðrir fullorðnir í um- hverfi barnsins) heldur er aðalatriðið það nána samband sem bindur barn og foreldri saman. Það getur verið erf- itt fyrir barn^að yfir- gefa systkinahójjinn. Stundum kemur þó syst- kinum það illa saman að þeim er jafnvel betra að búa sitt í hvoru lagi. Dæmi: Níu ára gamall strákur sem átti tvær systur á unglingsaldri fylgdi pabba sínum eftir skiln- að. Áður hafði honum fundist systurnar hafa hann útundan og var erf- iður oft og ódæll. Það hafði í för með slr að báðir foreldrarnir voru stöðugt ergilegir út í hann. Eftir skilnaðinn komst hann nær pabba sínum og þurfti nú ekki að keppa við systur sínar um athygli for- eldranna. Hann varð því rólegri og öruggari með pabba sínum. Umgengnin við „hitt“ foreldrið Barnið verður að finna það að foreldrið sem það býr hjá ann því þess að hafa ánægju- legt samband við hitt foreldri þess. Það er hverju barni eðlilegt að þykja vænt um báða foreldra sína og því getur orðið illa við að finna að mömmu eða pabba líkar ekki að það láti væntumþykju sína í ljós. Afleið- ingin getur orðið sú að barnið veigrar slr við að hitta foreldrið því það er auðveldara að neita sér um að hitta það en að burðast með sektarkennd út af því að manni þykir vænt um einhvern. Að standa við loforðin Pátt veldur barni eins miklum vonbrigðum og að treysta á loforð sem ekki erstaðið við. Að bíða t.d. eftir for- eldri sem síðan lætur ekki sjá sig getur auð- veldlega komið barninu til að halda að foreldr- ið kæri sig ekkert sér- staklega um það. Vorr- brigðin beinast síðan gegn forráðamanni barns- ins sem sjálfur verður ergilegur fyrir hönd þess sem síðan eykur þá tilfinnin^ur barns- ins að það se yfirgefið, Mikilvægt er því að lofa ekki meir en maður stendur við ef samband- ið á að vera traust. Vill barnið ekki sjá mig? Ef barn vill ekki hitta það foreldri sem flutt hefur frá því getur það stafað af því að barninu finnst það hafa verið yfirgefið og svikið. Það ræður ekki við tilfinningar sínar heldur afneitar þeim og forðast foreldrið til að komast ekki í uppnám. Það má reyna að tala varlega við barnið og fá það til að segja frá tilfinn- ingum sínum og von- brigðum. Eftir eitt skipti ætti það að reyn- ast auðveldara. Por- eldrinu reynist^líka auðveldara að sýna þol- inmæði ef það gerir sér gjrein fyrir því að and- uð barnsins stafar af of mikilli væntumþykju - ekki of lítilli. Margir foreldrar hafa þörf fyrir að gagnr rýna hvort annað eftir skilnað og láta freist- ast til að nota börnin sem einskonar sendiboða milli sín í þeim efnum. Þetta er hins vegar ákaflega erfitt hlut- verk fyrir barnið sem tekur á sig ábyrgðina og oft kemst gagnrýnin ekki áleiðis vegna þess að barnið treystir sér ekki til að bera hana f ram. Ný mamma eða nýr pabbi Eftir skilnaðinn kemur oft ný mamma eða nýr pabbi inn í líf barnsins. Slíkt hefur í för með sér bæði kosti og galla, svo sem að þörf foreldris fyrir annan fullorðinn BW 14

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.