Forvitin rauð - 01.10.1980, Side 4
Hvað er Femö?
Femö er eyja í Smá-
landshafinu milli Sjá-
lands og Lollands. Þar
eru sumartjaldhúðir á
vegum dönsku Rauðsokka-
hreyfingarinnar og les-
bisku hreyfingarinnar.
Karlmönnum er bannaður
aðgangur, þar mega bara
vera^konur, og svo börn
af báðum kynjum undir
12 ára aldri.
Hver vika sumarsins
hefur sitt ákveðna þema
og kemur alltaf nýr hóp-
ur á laugardögum, þ.e.
maður getur verið viku
og viku í senn.
Þemun í sumar voru
t.d. þessi:
1) Konur og atvinnu-
leysi.
2) Konur og áfengi
og lyf.
3) Samband móður og
dóttur.
4) Dreymir þig um
nýja sambýlishætti ?
(konur - karlmenn
- börn).
5} Lesbisk vika.
6) Ofbeldi gagnvart
konum. Hvernig verðum
við sterkar ? Við krefj-
umst réttar allra kvenna
til þess að ráða yfir
sínu eigin lífi.
7) Styrkur og veik-
leiki kvenna. Hvernig
lærum við að viðurkenna
okkur sjálfar eins og
við erum.
8) Kynferði. Er kyn-
ferði okkar okkar eig-
ið?þekkjum við þarfir
okkar ? Viðurkennum við
þær, og þorum við að
láta þær í ljós?
9) Leiklist og tón-
list.
Auk þessa voru tvaar
vikur í byrjun^til þess
að setja upp búðirnar
og tvsar síðast til þess
að taka allt niður.
Við undirritaðar vor-
um á Femö vikuna 9/8
- 16/8 '80. Þemað var
tónlist og leiklist.
Hér fer á eftir^lýsing
á því hvernig sú^vika
gekk fyrir sig, ásamt
viðtali sem við áttum
við Ellen og Ane-Marie
úr Femö-starfshóp '80^
en þær sögðu okkur frá
sögu búðanna, skipulagi
og ýmsu praktísku varð-
andi þær.
Dvölin á Femö
Þegar við komum til
Kaupmannahafnar fórum
við í "Kvindehuset"j að-
setur Rauðsokka o.fl.
kvennahópa í Kaupm.h.,
höfðum samband við Femö
starfshóp og borguðum
gjaldið, sem var 544
Dkr. Fannst okkur það
vel sloppið að borga
rúml. 5o þús. ísl.kr.
fyrir ferðir og uppi-
hald í eina viku.
Lagt var af stað í
sól og hita frá "Kvinde-
huset" í tveimur rútum
fullum af konum og börn-
um. Eftir 3 klst. akst-
ur komum við til hafn-
arinnar á Lollandi þar
sem taka átti ferjuna
til Femö. Þegar við
komum að höfninni var
Femö
ferjan að leggja að, og
konurnar sem höfðu dval-
ist vikuna áður á Femö
stóðu í stafni og sungu
allar skreyttar blóma-
krönsum, sem þær síðan
krýndu okkur í nýja
hópnum með þegar þær
komu í land. Þessi hefð
hefur við^engist frá
upphafi búðanna.
Þegar við komum til
búðanna var byrjað á
því að setjast við lang-
borð, drukkið kaffi og
raðað í tjöldin..
Þær konur sem eru
saman í svefntjaldi
mynda grunnhóp. Grunn-
hóparnir skipta á milli
sín praktískum verkefn-
um, svo sem matargerð,
uppþvotti og taaningu
kamranna.
Á fyrsta allsherjar-
fundinum var valið í
nokkra smærri starfs-
hopa. sem áttu að sjá
um ýmis verkefni þessa
viku, t.d. taana rusla-
tunnurnar, panta bjór
og gos, panta mat, sjá
um bóksölu, sjá um
lyfjakassa o.fl.
ÞÓ vikan hafi verið
fljót að líða,^fannst
okkur mjög fljótt að
við hefðum dvalið
þarna í óratíma, sem
kemur eflaust til af
því annarsvegar að
Femö er eins og lítill
heimur^þar sem maður
er fijótt kominn inn í
alla hluti, og hins
vegar ve^na, þess, að
það var ákaflega stór
og djúp upplifun að
vera bara með konum
þennan tíma.
Þarna voru konur
alls staðar að úr Dan-
mörku, og auk þess
ea. 25 frá Svíþjóð.
Þess má líka geta,
að þessa viku voru 3
hreyfilamaðar konur,
sem ekki hefur verið
áður.
Það sem gert er,
byggist^fyrst o§
fremst á grunnhopnum
sjálfum, og var nokkuð
mismunandi hvað hóp-
arnir voru duglegir
við að reyna að fá
eitthvað útúr vikunni.
Þemun eru einungis
tillögur um umræðuefni
eða starf, og var mjög
mismunandi hvort kon-
urnar kaanu til að
vinna,með leiklist og
tónlist, eða hvort þær
kæmu baha til þess að
vera saman eða slappa
af.
Fæstar úr okkar hóp
komu út af þemanu, en.
við vorum 15 + 1 barn.
Við byrjuðum á að
kynna okkur lauslega
fyrir hópnum, en vor-
um síðan a.m.k. þrjá
daga að kynna okkur
ýtarlegar, þ.e. þar
sem við sögðum frá,
hver um sig, hvað
væri mikilvægast í dag
og hver væru helstu
vandamál okkar.
Lærum af reynslu annarra
Við komumst ekki að
neinum stórmerkum niður-
stöðum um eða útfrá
þemanu, en það var bæði
uppbyggilegt og lærdóms
ríkt að vera með hópnum
og kynnast viðhorfum og
reynslu þessara kvenna.
Á allsherjarfundun-
um á kvöldin var
drukkinn bjór, og
sagði þá hver hópur
fyrir sig frá því hvað
þær hefðú afrekað yfir
daginn. Einnig voru
þar tekin fyrir mál sem
komu upp varðandi búð-
irnar, sungið, spilað
og stundum dansað. Ann-
ars var yfirleitt farið
í einhverskonar söng-
dansa fyrir kvöldfund-
ina, og þá úti. Var
mjög áhrifaríkt að
dansa svona með næstum
loo konum meðan myrkrið
læddist yfir.
Veðrið var misjafnt,
en þá daga sem var sól,
var mikið farið í sjó-
inn og gengu þá flestar
um naktar. En þegar
rigndi þá var gjörsam-
lega allt á floti og
við vorum dúðaðar.
Yfirleitt var matast
úti, nema ef veðrið
var svo vont að ekki
var hægt að hemja mat-
inn á diskunum.
Annað slagið voru
haldnir ýmsir kynningar
fundir, danska Rsh.
hélt einn slíkan, les-
biska hreyfingin annan,
og eitt kvöldið kom
"slides"myndasýnin^ um
Grevinde Danner, husið
sem danska Rsh. og les-
biska hreyfingin "tóku"
og eiga núna.
Töluvert var um les-
biskar konur, bæði mæð-
ur og barnlausar, þannr-
ig að við íengum þó
nokkra nasasjón af -lesb-
isma, sem hefur lítið
verið til umræðu eða.
komið frarri 1 dagsljósið
hér heima. Margar
þeirra hafa valið það
að vera lesbiskar, og
virtist okkur sú skoðun
njóta mikils fyl'gis
margra þessara kvenna,
að besta., áhrifaríkasta
og sterkasta leiðin
fyrir konur í kvenna-
baráttu, sé að gerast
lesbisk, þurfa ekki á
nokkurn hátt á karl-
manninum að halda.
Um þetta má eflaust
deila, og förum við
ekki nánar útí þá sálma
hér.
Síðasta kvöldið
sýndu þeir hópar sem
höfðu verið aktívir
hvað þeir hefðu'helst
gert. Það kom margt út
úr því. Einn hópurinn
flutti verk um kynferði
konunnar, sem var hljóð
látbragðsleikur, ljóða-
lestur og dans sem allt
tvinnaðist saman á
skemmtilegan hátt.
Aðrir hópar höfðu lát-
bragðsleiki þar sem
áhorfendur þurftu að
taka þátt. Þar komum
við að stórum punkti.
Þarna á Femö, þurfti
maður ekki að vera
feiminn og óöruggur,
maður þorði að taka
þátt.
Það væri hægt að
halda lengi áfram, en
við viljum frekar benda
konum á að fara sjálfar,
meira að segja hvetjum
við ykkur eindregið til
þess.
Konur skyldu þó var-
ast að gera sér _of há-
ar hugmyndir um eyjuna,
við rákum okkur á það,
að við vorum með helst
til miklar væntingar
um hana, gerðum að
mörgu leyti ráð fyrir
að við færum í alsælu
þar sem_allt gengi af
sjálfsdáðum vel. En viC
lærðum alla vega það,
að þú verður sjálf að
vera ákveðin í að gera
þett besta til að hlut-
irnir gangi vel.
Þeir sem hafa áhuga
á að fara til Femö,
geta fengið bæklinga og
umsóknareyðublöð í
Sokkholti, Skólavörðu-
stíg 12, 4.hæð,
lol Reykjavík, s.28798.
Opið kl. 17-18:30
virka daga.
Þið sem hafið áhuga.,
hvort sem þið eruð í
Rauðsokkahreyfingunni
eða ekki, hafið endi-
lega samband í Sokk-
holt.
F.r.: Hvenær og hvern-
ig byrjuðu sumarbúðirn-
ar ?
A+E: Við vitum ekki ná-
kvæmlega hvernig búð-
irnar byrjuðu en þær
hafa verið starfræktar
frá 197o og hugmyndin
að þessu^kom fyrst upp
í grunnhópum Rsh. Fyrst
voru það Rauðsokkar sem
sáu um þær en eftir
1975 hefur Lesbiska
hreyfingln verið með.
Þá var það líka í
fyrsta sinn sem við
höfðum sjálfstæða. les-
biska viku sem síðan
hefur haldist.
F.r.: Hvernig hefur
aðsókn verið ?
A+E: Við höfum ekkl
nákvæmar tölur yfir
fjölda kvenna á hverju
sumri,en hér er pláss
fyrir 12o konur, 2o
börn og svo 6 mann-
eskjur til að sjá um
börnin. Og yfirleitt
komast færri að en
vilja.
F.r.: Eru það aðallega
konur úr Rsh. og les-
bisku hreyfingunni sem
koma ?
A+E: Nei,^yfirleátt er
stærsti hópurinn konur
sem ekki hafa verið
virkar í kvennahreyf-
ingu.
F.r.: Eru þetta alþjóð-
legar sumarbúðir ?
A+E: Þessar búðir eru
ætlaðar til þess að
konur komi og tali sam-
an og lsari af reynslu
hver annarrar og þar
af leiðandi er nauð-
synlegt að skilja og
tala tungumálið. Og
þess vegna höfum við
takmarkað okkur við
Norðurlöndin. Eina vik-
an sem konur af öllu
þjóðerni geta komið er
lesbiska vikan.
F.r.: Vitið þið um ein-
hverjar hliðstæðar búð-
ir ?
A+E: Það er einhver
vísir að svona búðum í
Noregi og Svíþjóð en
allt miklu minna í