Forvitin rauð - 01.10.1980, Qupperneq 8

Forvitin rauð - 01.10.1980, Qupperneq 8
WmWm — Frásögn nafnlausrar konu Frásögn nafnlausrar konu Frásögn nafnlí í pillunum Viðmœlandi: 27 ára, bamlaus Taugaáfallið Þetta byrjaði allt saman þegar ég var tólf ára. Þá fékk ég tauga- áfall. Pabbi var sjó- maður, það var oft drykkja og gleðskapur þegar hann var í landi en aldrei neitt ofbeldi eða vesen. Mér þótti óskaplega vænt um pabba hann var svo hlýr og yndislegur, svo léttur og kátur, ég leitaði til hans ef að eitthvað hvíldi á mér og hann var mér mjög mikils virði. Mamma var kald- lyndari og sambandið á milli okkar var ópers- ónulegt. Ég treysti henni ekki. Eitt kvöldið þegar pabbi var heima að drekka, trylltist hann og gekk berserksgang. Hann braut allt sem fyrir varð og barði bæði mömmu og mig.Þetta var hræðilegra en orð fá lýst, ég var tólf ára og ég fékk taugaá- fall. Ég lamaðist, var flutt til eins og dauð- ur hlutur, borðaði ekk- ert og komst í raun og veru ekki til meðvitund- ar fyrr en ég^var búin að vera viku á lyfjum. Mér fannst að ég hefði misst allt hald og traust í lífinu, misst það eina sem ég átti og var mér einhvers virði. Ég veit ekki hvort þabbi tók þetta nærri sér, ég var alltof langt niðri sjálf til að taka eftir hans líðan. Þegar ég hafði legið svona nokkra daga leit- uðu pabbi o^ mamma til geðlæknis her í bænum og hann^setti^mig á lyf. í tæ^t ár át ég amfeta- mín á daginn og nobríum á kvöldin. Ég var nán- ast út úr heiminum en mér leið ekki illa á meðan. Mér tókst að halda skammtinum Eftir árið ætlaði læknirinn að minnka skammtinn minn. Ég gat ekki afborið tilhugsun- ina. óttinn rauk upp, óttinn við fólk, óttinn við allt mögulegt... Það sem var að gerast^ var hreinlega það að ég lagðist aftur ofan í sama sálarástand og eftir taugaáfallið - ég vissi það - ef lyfja- skammturinn yrði minnk- aður. Mig langaði ekk- ert til þess. Ég skipti um lækni. Ég fann annan og fékk hjá honum sama skammt og ég hafði haft áður. Það gekk í nokkra mán- uði og þá leitaði ég uppi þriðg'a lækninn og svo gekk ég á milli þeirra. Þetta var enginn vandi. Ég var þrettán ára. Mamma skipti sér^ ekkert af þessu. Hún Hún vildi að ég væri sjálfstæð, hörð og dug- leg eins og hún. "Fólk ber sig ekki illa nema það eigi verulega bágt',' sagði hún, "og þú átt ekki bágt". Eg gat aldrei leitað til pabba eftir það sem gerðist þarna um kvöldið. Skólinn Þegar ég var fjórtán ára fékk ég annað áfall og svo aftur þegar ég var fimmtán. Þá herti ég á lyfjaátinu og var að mestu út úr heimin- um. Ég var hins vegar búin að ná svo miklu valdi yfir lyfjunum þegar ég var sextán að ég var farin að geta, stjórnað þeim nokkurn veginn. Eg var orðip svo sniðug þá að ég át ekki meira en svo að ég mundi að kvöldi hvað ég hafði gert^og sagt að morgni. Þá mannaði ég mig upp og tók annan bekk aftur og náði prófinu. önnur efni bætast við Á þessu tímabili var ég komin með geysilegt þol, yfirþol, gagnvart lyfjum og ég var líka komin með hegðunarþol þannig að ég hafði vald yfir því sem ég gerði og sagði í rús- inu. En þá voru önnur efni komin til sögunnar Þegar ég drakk ofan í lyfin vildi stjórnin á öllu saman týnast ansi verklega. Það átti að heita svo^að ég byggi heima en ég þvældist mest um með drykkjufélögum. Ég vann af ogj til en föst vinna þotti alger óþarfi^og vitleysa í þeim hópi sem ég var í. Við lögðum saman í púkk og okkur lagðist alltaf eitthvað til. Mamma vissi að ég drakk en hún réði ekk- ert við mig. Stundum hringdi ég í hana og lét hana vita af mér ef ég hafði þvælst út á land eða^eitthvað - en oft var ég týnd dögum og vikum saman og þá var leitað eða lyst eftir mér. Maður var orðin hálfgerð útvarps- stjarna á þessu tíma- bili. Oft leið langur tími þar sem ég borðaði ekki neitt - en ég passaði alltaf^lyfin mín. Þau voru mér eins og máltíð- ir - ef ég fékk þau var allt í lagi. Ég þorði ekki að hætta að taka þau, læknarnir höfðu allir sagt að ég ætti við alvarleg geðræn vandamál að stríða.... Heroin ,Ég held að ég hafi prófað allt sem hs^t er að prófa. Þe^ar ég var sextán ára profaði ég herom. Ég^hafði að- eins snert á því er- lendis, einu sinni eða tvisvar áður,en hér heima fór ég að nota það að stpðaldri. Ég notaði eiina til tvaar sprautur á tveggja til þri^gja daga fresti í þrja mánuði. Ég man ekki lengur hvað am- búlan kostaði en þetta var dýrt. Þessi heroin- veisla endaði á því að allt komst upp, strák- arnir voru teknir og allt stoppaði. Ég náði mér niður með því að nota metadon fyrst, svo möbbann (mebúmal-natrium) og svo koll af kolli niður í Valium. Þetta tók mig um sex mánuði, ég var alveg að farast. Stundum hugsa ég samt um það að ef þetta hefði ekki komist upp.. þá væri maður eflaust kominn niður á sex fet- in. Meðferðir Einu sinni þegar ég var sautján ára voru mamma og pabbi kölluð til viðtals við sál- fræðing vegna mín. Það varð aldri neitt meira úr því. Þau urðu víst alveg vitlaus og rifu kjaft við sálfræð- inginn og neituðu ein- faldlega allri samvinnu. Ég fór hins vegar einu sinni inn á deild þrjú á Kleppi^í meðferð. Jesús Kristur.' Á þeim tíma var ég búin að bryðja pillur eins og brjóstsykur árum saman, drekka mikið og nota sterk efni - og þeir á deild þrjú settu mig á Diazepami, 5 milligrömm fjórum sinnum á dag. Þetta var eins og léleg- ur brandari. Ég bætti fimtán dísum við í hvert skipti. Ég lá þarna inni á deildinni í viku. Ég hafði komið með fulla. töskuna af Valium og þegar ég var búin með "nestið" mitt nennti ég ekki að li^gja, þarna lengur í rusi og sagði vlð yfirlækninn að nú væri ég farin. Ég þyldi ekki fólkið þarna inni, misalvarlega geggjað og þessar fífla- legu hringborðsumræður þar sem allir áttu að tala um það hvað væri helsta vandamálið. Þeir vissu ekki að é§ var með birgðir með mer en ég sá í sjúkra- skýrslunni minni að þar stóð eitthvað á þessa leið: drafar, er í sterkri vímu. Samt tóku þeir ekki af mér pillurnar og ræddu mál- ið ekki frekar. Þetta er það sem heilsugæslu- kerfið okkar býður fólki eins og mér upp á - þetta er meðferðin sem almenningur borgar fyrir okkur. „Black-out“ Ég gleymi aldrei fyrsta "black-outinu" minu. Ég fór á ball með vinkonu minni og vaknaði á^hádegi daginn eftir í rúminu mínu. Vinkona mín sagði mér í óspurðum fréttum að ég hefði stungið sig af og hún^hefði hitt mig í partýi úti í bæ o.s. frv. Ég mundi ekkert af þessu. Seinna, urðu götin stærri. Maður rankaði kannski við sér á gangi eftir Vestur^ötunni. Maður lítur a klukkuna sína og sér að hún er átta. Fólk er greini- lega að tínast til

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.