Forvitin rauð - 01.10.1980, Side 15
15
Úr k vennas ögusagninu
Hjarðarhagi 26 er
afskaplega venjulegur
stigagangur í afskap-
lega venjulegri íbúð-
arblokk. Sennilega
vita ekki margir að
uppi á fjórðu hæð þar
til hs^ri er Kvenna-
sögusafn íslands til
húsa, í íbúð Önnu Sig-
urðardóttur sem veitir
safninu forstöðu.
En hvað er kvenna-
saga? Flestir setja
hana trúlega í samband
við kvenréttindabarátt-
una en saga kvenrétt-
indabaráttunnar er að-
eins sáralítill hluti
af sögu kvenna á ís-
landi. Hins vegar hef-
ur þessum þætti hennar
- baráttunni fyrir
jafnrétti með konum og
körlum á vettvangi
stjórnmála - að lögum,
verið gerð meiri og
betri skil en öðrum
þáttum kvennasögu á ís-
landi.
Við Rauðsokkar brugð-
um undir okkur betri
fætinum kvöld eitt fyr-
ir skömmu og litum inn
á Kvennasögusafnið,
aðallega til að forvitn-
ast um hvers konar efni
þar væri að finna.
"Hér eru öll möguleg
tímarit", sagði Anna.
"Þau eru þýsk, sjensk,
dönsk, norsk og svo eru
hér íslensk tímarit
sem sérstaklega varða
konur." Og Anna benti
okkur á hillurnar þar
sem tímaritin voru í
löngum röðum en of
langt mál yrði að fara
að telja þau öll upp
hér.
"Svo eru hér úrklipp-
ur og samsafn af alls
kyns ritgerðum sem
varða stöðu kvenna og
upplýsingar um Kvenna-
sögusöfn á hinum Norð-
urlöndunum", hélt Anna
áfram og dró út skúffu
í^skjalaskápnum. Þar
rákum við augun í möpp-
ur með merkingum svo
sem Menntun og skóla-
ganga íslenskra kvenna,
Réttindi barna, Verka-
konur á íslandi,'Heim-
ilisstörf og Hjónaband,
svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir utan allt þetta
er þarna dálítið safn
bóka sem Anna hefur
keypt með hagstæðum
hætti, þó ekki séu
styrkir til safnsins
margir né^miklir, auk
þess sem ýmsir hafa
orðið til að gefa safn-
inu bækur. Og eru þær
vel þegnar. Þar eru
bækur um konur og eftir
konur, æfisögur, ljóða-
bækur, skáldsögur o.fl.
Anna sagði okkur að
aðsóknin að safninu
væri töluverð. "Mest
eru það konur en þó
slæðingur af karlmönn-
um. Svo koma hingað
erlendir gestir til að
forvitnast."
Opnunartími safnsins
er ekki reglulegur og
best er að hringja og
boða komu sína til að
örug^t sé að Anna sé
viðlatin. Og menn sem
áhuga hafa á kvennasögu
ættu ekki að koma að
tómum kofanum í safninu
því.
Að lokum vildi Anna
koma því á framfæri að
æskilegt væri að fá frá
konum sem skrifað hafa
greinar eða ritgerðir
í tímarit eða blöð,
lista yfir^þær greinar,
hvar þaar séu birtar og
hvenær. Sömuleiðis frá
þeim konum sem skrifað
hafa bækur ásamt gagn-
rýni á bókunum og hvar
og hvenær
birst.
það hafi
BG/EI
Hér látum við svo
fylgja með gamalt^efni
sem við fundum hjá
önnu og hugsanle^t^er
að við höldum þvi á-
fram í næstu tölublöð-
um að birta eitthvað
fróðlegt og gott úr
jafnréttisbaráttu fyrri.
tíma. - Að þessu sinni
gefum við séra ólafi
ólafssyni frá Gutt-
ormsha^a orðið en hann
hafði ymislegt að at-
huga við ^afnrétti kynj-
anna á þvi herrans ári
1891. Sýnist okkur
sem enn hafi maðurinn
sá haft . hælana þar
sem ýmsir karlmenn nú
hafa tærnar, tæplega
hundrað árum seinna...
...Það skyldi þó ekki vera að álíka sje ástatt með
olnbogabörnum þeim, sem sögurnar tala um, að með
nútíðar-olnbogabarninu, kvennfólkinu,^að £ví er
snertir uppeldi, meðferð og allan aðbúnaðT Vjer
skulum virða þetta. dálítið fyrir ossT/ Oinboga-
börnin sátu í öskustónni, þvx enginn óvirðulegri
staður var til á heimilinu. Vjer höldum kvenn-
fólkinu líka svo langt fyrir neðan oss í fjelags-
lífinu, sem vjer framast getum; það er því líkast
sem sumum karlmönnum finnist það aldrei nógu auð-
mjúkt, nógu niðurlútt, nógu undirgefið undir harð-
stjórnarvald karlmannanna. Breytni sumra karl-
manna við kvennfólkið sannar þetta betur en nokkur
röksemdafsersla. Þó er hin^líkamlega niðurlæging
sem kvennfólkið á við að búa, svo sem ekkert á
móti hinni andlegu niðurlægingu þess. Munurinn
á því að vera karlmaður eða kvennmaður er mikill
í augum sumra manna. Þessi kynferðishroki hjá
sumum brókarklæddu vesalmennunum er sannarlegt at-
hlægi. Það ber vott um fremur smávaxna sál, að
stæra sig af því, annaðhvort beinlínis eða óbein-
línis, að vjer klæðumst buxum, en ekki pilsi.
Þessi kynferðishroki á aðra hliðina og kynferðis-
niðurlæging á hina hliðina er vakinn og glæddur
hjá börnunum, þegar þau hafa vit á, og það enda
af sjálfum mæðrunum; þær eru í þeim efnum blind-
aðar af gömlum vana. Þegar móðirin er að gefa
börnum sínum sætindi og Gunna fær minna en Nonni,
þá segir Gunna: "Mamma.' Þú gefur honum Nonna
meira en mjer". "já, það er náttúrlegt, elskan
mínr" segir móðirin; "hann er drengur, en þú ert
stúlka". "Því fær hann Nonni að fara til kirkju,f
en jeg ekki?" segir Gunna við pabba sinn. "Af því
að hann er drengur, en þú ert stúlka", segir faðir-
inn. Þessa sömu röksemdafærslu heyrir kvennfólkið
alla sína æfi, hvenær sem. talað er um einhver rjett-
indi. Fyrst er sagt: "af því að þú ert stúlka,
en hann drengur", því næst: "af því að þú ert
kvennmaður, en hann karlmaður", og síðast: " af því
að þú ert kerling, en hann karl". Allt miðar að
því að glæða hrokann hjá strákunum, en rótfesta
auðmýktina og undirgefnina hjá stelpunum. Þó að
strákarnir komi ekki hjálparlaust upp um sig bux-
unum, þessu veglega tignarmerki karlmannsins, þá
ráða þeir sjer ekki fyrir monti gagnvart stelpunum
yfir því, að þeir eru strákar, en ekki stelpur, að
þeir eru á buxum, en ekki á pilsi. Þegar svo
lengra er komið út í lífið, þá finnur bæði piltur-
inn og stúlkan, að £essi orð, sem þau heyrðu fyrst
af vörum föður og móður, eru meira en orðin tóm.
Þegar lög mannfjelagsins fara að skipta með þeim,
þá skammta þau karlkyninu rjettindin, kvennkyninu
skyldurnar, karlkyninu frelsið, kvennkyninu þræl-
dóminn, karlkyninu menntunina og þekkinguna, kvenn-
kyninu fáfræðlna og vanþekkinguna; og allt af^er
sama viðkvæðið, allt af sama astæðan: "Af því að
þú ert kvennmaður, en hann karlmaður"........
.......Jeg vil ekki ætla öllum mönnum það, að þeir
sjeu svo blindir, að þeir sjái ekki þörfina, sem
á því er, að gjöra meiri jöfnuð karla og kvenna,
svo tilfinningarlausir, að þeir finni ekki rang-
lætið, sem í þessu er, svo ranglátir, að þeir
vil^i ekki gjöra jöfnuðinn meiri. Jeg álít, að
umbótaleysið stafi mikið frá því, að menn ganga
kengbognir undir oki gamallar, óhæfilegrar venju,
sem hefir legið sem martröð á þjóðinni í margar
aldir. En það er komið meir en mál að velta slíku
fargi af sjer; nóg er sofið. Jeg segi því enn:
Veitum kvennfólkinu fullkomið jafnrjetti við oss
karlmennina í menntun, framförum og frelsi. Vel-
ferð þjóðarinnar heimtar það; rjettlætið^heimtar
það og sómi sjálfra vor heimtar það. Bróðirinn
á að setja systurina við hlið sjer, ^því að þar hef-
ir guð ætlað henni sæti. Það er ósómi að s^arka
henni niður í duptið, þó að hún sje minni máttar.
Meðan að við sama stendur með menntunarleysi, fram-
faraleysi og frelsisskort kvennþjóðarinnar, þá
verður þjóðlíkaminn einlsegt sem hálfvisinn maður;
það verður líf í honum öðrum megin, en^dauði í
honum hinum megin. Karlmannahliðin snýr^að sól-
unni og ljósinu, fær bæði yl og birtu, nýtur allra
lífsskilyrða; en kvennmannahliðin snýr að myrkrinu
og kuldanum, og brestur öll eða flest öll skilyrði
fyrir sönnu andlegu lífi og blóðsumrás. Báðar
hliðar þjóðlíkamans eru að vísu stórskemmdar af
kalsárum og fúablettum frá þeim tímunum, er stjúp-
inn "af guðs náð" sat með þjóðina í knjám sínum;
en sá er munurinn, ,að karlmannahliðin er ^akin
græðiplástrum, sem læknahendur hafa lagt á sárin
og meinsemdirnar; ótal læknahendur eru á lofti til
að ráðleggja meðul, leggja á plástra, skipta um
meðul, halda við bökstrum; þeir fá reyndar orð
fyrir, sumir þessir- meinagræðarar, að vera hálf-
gerðir skottulæknar, en það er ekki svo hægt ætíð
að sanna það, því að þeir girða sumir svo rækilega
skottið ofan í buxurnar. En á sama tíma er kvenn-
mannahliðin látin eiga sig að mestu í samanburði
við hina hliðina. Hvernig má nú vonast eftir góðri
heilsu og góðum framförum fyrir þann líkama, sem
svo er á sig kominn! Hvernig á þjóðin í heild
sinni að vinna ætlunarverk sitt, ef önnur höndin
er bundin á bak aptur, visin, líflaus og afllaus?