Forvitin rauð - 01.12.1980, Blaðsíða 4

Forvitin rauð - 01.12.1980, Blaðsíða 4
4 Þarft þýðingarverk Þá er hin umtalaða bók The Wanen's Roan eftir Marilyn French, kanin út hjá bókaútgáfunni Iðunni í íslenskri þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur Segja má, að þessi bók sé dænigerð fyrir svo- kallaðar kvennabókmenntir síðari ára; höfundurinn er kona og bókin auðvit- að skrifuð af sjónarhóli konu, hún segir frá kon- um, lifi þeirra, samtöl- un og hugsunum og skiln- ingi þeirra á sjálfum sér og umhverfinu, en hann vaknar ekki síst með aukinni þekkingu þeirra á öðrum konum og hlutskipti þeirra. Sagan skiptist í þrjá meginþætti: 1. Ung kona að leita að sjálfri sér í andsnúnum heimi og finnur elcki, en lendir i hjónabandi sem eru einu dyrnar san virðast standó opnar. 2. ung eiginkona og móðir í útborg, hluti af þvi gleymda samfélagi barna og kvenna san þar grær og 3. fullorðinn stúdent kaninn i háskóla eftir skipbrot hjóna- bandsins til að fullnuma sig i fræðunum sem hún hafði raunar alltaf haft áhuga á og föndrað við upp á eigin spýtur i tónstundum. Svið þessarar sögu er vissulega Bandarikin á árunum 1948-1975 eða svo, en eigi að siður sýnir hún okkur i hnotskurn svo mikið af þvi san mér finnst eólilegt að kalla saitmannleg (eða samkven- leg) vandamál, að ég tel að erindi sögunnar sé ekkert minna hér og nú en þár og þá. Þvi er ekki að leyna að saga þessi er bæ5i löng og þung i hendi, en ég geri ráð fyrir að flestan, a. m.k. mjög mörgum þyki þeir hafa haft erindi san erfiði að loknum lestrinum. Hún geymir ekki i sér einurgis sögu einnar konu, heldur má likja henni við kistil Steinars i Hlióum að þvi leyti að þar leynist viða saga innan i sögu. Vera má að einhverjum þyki nærri sér höggvið i lýsingum Marilyn French á eigirmannastéttinni. Þei Þeir eru margir hverjir ótrúlega leiðinlegir, ógeðfelldir, óáhugaverðir ómerkilegir, tillitSlaus- ir, skilningslausir, mis- kunnarlausir og náttúru- lega heimskir, frekir cg latir. Getur veruleikinn verið svona? Auðvitaó er erfitt að öðlast yfirsýn, einkum þar san hver kona á yfirleitt einn eigin- mann eða engan og víðtæk- ur samanburður þvi haapinn nana helst í gegnum góóar skáldsögur. Ýmsa hef ég heyrt hafa það út á bók- ina að setja, að karllýs- ingar séu þar of grunnar og einhafar, en geta má þess að hún segist sjálf ekki leggja mikið upp úr júpun og margþættum karl- lýsingunr,' hér sé hún að lýsa kvennaheimi og saga karlanna san kana við þann heim sé e.t.v. allt önnur, t.d. segir hún um eigirmann söguhetju, Miru, að þann mann hafi hún eiginlega aldrei þekkt almennilega (þ.e. Mira) heimur hans hafi verið allt annar og heim- ar þeirra tveggja hafi aðeins snerst lausl-ega. Auk þess segir Marilyn French, að kvenfólkið veki áhuga hennar uififram það sem karlmenn geri og þar að auki sé stöðugi verið að gera karllýsing- um skil í skáldverkum. Ekki vil ég fjölyrða um efni bókarinnar, lestur hennar er svona allt að þvi nauðsynlégur fyrir þá sem vilja vera með á nótunum í kvennamálaum- raaðunni þessa dagana. En nokkur arð um þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur á þessari stóru skáldsög- u. Texti MF er viða snúinn og talsvert við- kvænur, sannarlega ekk- ert hismi sem hægt er að þýða af fingrum fraæ umhugsunarlítið. Ég fæ ekki betur séó en það jaðri vió þrekvirki að snúa þessum texta á lif- andi mál, mál sem ekki er litlaust og dauft, heldur lifandi og hlýtt, cg það finnst mér henni hafa tekist. V.S. Kristín Bjarnadóttir Maríuljóð 1 stóibogum er lítið um gras sem grætur en fólkið grætur þvi rneir þennan vetur sá ég mörg tár \erða að engu.... María var lítil læknisdóttir með bláar kinnar rauósokka með rautt nef stálgrá augu og litlar hendur hún lagði aldrei leyndarmálin frá sér nema einhver tæki við þeim hún nætti stundum seint stindum blá og rauð af barsmíðum Hún átti irann sem hét Morten og var í nöp við leikhús og blaðinu sem hann vann við var í nöp við ham eða honum í nöp við það því....harm varð að halda sér fljótandi Því rreira sem Morten drakk þv£ minni varð María Að lokum gat María ekki orðið itrikið minni ef hún átti líka að.stunda vinnu og að lokum farm Mbrfcen ekki annað ráð en sjálfsmorð sem hann hótaði á hálfsmánaðar fresti Eftir hálfan \etur í óvissu milli alvöru og sjúkrahúss flutti María að heirran Eftir arman hálfan \etur milli alvöru og dauða skrifaði Morfcen sína síðustu ástarjátningu til Maríu María fékk frí í viku og jafnaði sorg sína við jörðu Hélt síðan áfram að virma um borð Leikhúsið flaut á síkinu Kristín Bjarnadóttir Þá heldur fólk. . ég er svo skrítin suma daga sagðún þá man ég ekki neitt en ég man ég var héma um daginn man ég sá héma bók eftir hann þama þú veist nei það er ég sem er skrítin sagðún það stendur bara svo illa á surra daga ég veit bara ekki hvort það er svoleiðis dagur í dag því ég fór I bankann og lagði inn og næ því ekki aftur út fyrr en eftir þrjá mánuði og þá er svo sniðugt að hafa þá sex en maður er bara að þykjast ég held það sé ekkert sniðugt þegar illa stendur á en það er bara suma daga af því ég dó einu sirrni sagðún já ég veit nú alveg hvernig það er að svífa þama um mikið -weri það spennandi fyrir ffivar og alla þessa ég segi það bara engum því þá heldur fólk að maður sé skrítin sagðún já sagði ég og afgreiddi þann næsta

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.