Alþýðublaðið - 19.04.1958, Síða 6
Alþýðublaðið
Laugardagur 19- apríl 1958.
Sfefán Júlíusson:
1
GARÐAR A ÁLFTANESI
hafa löngum verið ein mesta
jörð á Innnesjum, og í margar
aldir þótti Garðaprestakall eitt
af vildarbrauðum hér á landi.
Vafalaust hefur það verið að
miklu leyti vegna útræðis, en
útræði hefur verið frá Görðum,
Álftanesi og Hafnarfirði svo
lengi sem sögur herma. Garðar,
ásamt býlunum í kring, mynda
heilt byggðarhverfi, sem ávallt
er kallað Garðahverfi. Þessi
býli eru öll gamlar hjáleigur
frá Görðum, og hafa þau verið
milli tíu og tuttugu. En ýmis
önnur býli í Garðahreppi voru
einnig eign Garðakirkju, enda
lítur helzt út fyrir, að kirkjan
hafi um eitt skeið átt mestan
hluta hreppsins.
Garðar á Álftanesi eru ekki
nefndir í Landnámu, en um
landnám á þessum slóðum seg-
ir svo: „Ásbjöm hét maður
Özurarson, bróðurson Ingólfs.
Hann nam land 'milli Hrauns-
holtslækjar og Hvassahrauns,
Álftanes allt, og bjó á Skúla-
stöðum.“ Um Ásbjörn segir
ekki meira í Landnámu, en
minnzt er þar á, að einn afkom
andi hans hafi búið á Seltjarn-
arnesi.
Ekki er líklegt, að Ingólfur
Arnarson hafi gefið svo nánum
frænda sínum, sem Ásbjörn
var, lélegt land, jafnvel þó
hann hafi kosið að hafa hann
nálægt sér. Þótt hraun hafi þá
iverið í upplandi Ásbjarnar
eigi síður en nú, hefur „Álfta-
nes allt“ verið hlunnindaland,
ekki sízt fyrir sjósóknara. Og
öll holtin beggja vegna Hafn-
'arfjarðaihrauns og ein-s Garða-
holt, hafa þá verið viði vaxin.
Það furðulega í þessum fræð
um er, að Skúlastaðir fyrirfinn
ast hvergi í landnámi Ásbarn-
;ar Özurarsonar. Hsfur þstta ver
ið mönnum ráðgáta löngum, og
ýmsum getum hefur verið að
því leitt, hver hafi verið land-
námsjörðin. Hafa ýmsir viljað
halda Bessastöðum fram, en
aðrir hallast að minni jörðum
og ómerkari.
Allt frá því ég fór að leiða
hugann að þessum efnum, hef-
ur mér þótt einsætt, að Garðar
væru landnámsjörðin. Þetta
var aðeins leikmannstilgáta,
dregin af aðstæðum og lands-
lagi, en aldrei hef ég getað
sleppt þessari hugmynd, þótt
ýmsir hafi statt og stöðugt hald
ið öðru fram. Sú gáta verður
afiur á móti aMrei ráðin, hvern
ig Skúlastaðir hafa breytzt í
Garða, ef hér er þá ekki um
einskæra villu að'ræða í Land-
námu. Vera má einnig, að bær-
inn hafi verið nefndur svo um
skeið, og þá einmitt á þeim
tíma, er höfundur Landnámu
þekkti til.
Eg áttí margar ferðir hjá
Görðum í uppvexti rnínum á
leið „fram á Álítanes“, en ég
ólst upp í hrauninu nálægt
miðju vegar milli Hafnarfiarð-
ar og Garða. Aldrei taldi ég þá
Garða vsra á Álftanesi, því að
nssið var almennt talið byrja
vestan Álamýrar og Selskarðs.
Hins vegar sá ég þetta í bókum
og þótti skrýtið. En þótt vegur
Bessastaða vær.i þá þegar orð-
inn meiri, en Garðar að setja
ofan, fannst mér alltaf meira
Jon biskup Vídalín,
fædduj- í Görðum árið 1666
og prestur þar 1695—1698.
til Garða koma. Mér þótti senni
legt, að einmitt þar hefði
frændi Ingólfs, landnámsmað-
þannig yfir allt landnám Ás-
bjarnar Özurarsonar, frá
Hvassahrauni að Hraunsholts-
læk, og þó heldur betur, því að
enn eru býlin Vífilsstaðir, Hofs
staðir og Arnarnes í Garða-
hreppi. Hafa þessi býli vafa-
laust fallið undir Garðakirkju
síðar. Þegar Álftaneshreppi var
skipt árið 1891 í Garða- og
Bessastaðahrepp, hefur verið
farið að líta á Bessastaðahrepp
einan sem Álftabes, og þannig
, er það í rauninni kallað nú, en
hið foma Álftanes hefur verið
milli Hafnarfjarðarbotns og
Arnarvogs, eða vestan vegarins,
j þar sem hann liggur frá Hafn-
arfirði að Silfurtúni. Eins verð
ur ekki fram hjá því gengið, að
Bessastaðakirkja hefur jafnan
verið útkirkja frá Görðum, en
í Görðum hafa margir höfuð-
klerkar setið öld fram af öld.
Hér verður ekki á nokkurn
hátt leitazt við að rekja sögu
Garða á Álftanesi. Samt langar
mig til að stikla hér á stóru í
persónusögu staðarins, þó að-
eins eftir prentuðum heimild-
um, enda nægir það til að sýná,
Síðasta GarðakirKja, reist af' sr. Þórarni öoovarssyni 1880.
Og
FYRIR NOKKRU var ég beðinn að tala á
samkomu i félagsihéimiiinu á Garðáhoiti
var þess helzt óskað, að ég segði eitthvað
frá Görðum á Álftanesi. Eg varð .við þeim
tilmælum og flutti þar óskrifaða og
sundurlausa pistla um staðinn eftir
prentuðum heimildum. Nú hef ég hripað
inntakið í rabbi þessu niður og birtist það hér.
Aðeins vil ég taka það skýrt fram, að ég er
enginn fræðimaður, og því ber ekki að líta á
þetta sem ritgerð, heldur er hér á ferðinrii
leikmannsþáttur um merkan stað. — S. J.
urinn Ásbjörn Özurarson, vilj-
að búa, Staðurinn blasir við sól
og firði, að baki bungumyndað
holt, skógi vaxið á landnáms-
tíð; víðsýnt er og fagurt heima
á staðnum, sér inn til fjalla, út
á flóann og „fram á nes“. Þetta
var kjörið bæjarstæði land-
námsmanns. Auk þess eru Garð
ar svo að segja í miðju land-
námi Ásbjarnar, en Álftanesið
hlýtur að hafa talizt byggileg-
asta skákin í því. Og nafngift-
in, Garðar á Álftanesi, virtist
einmitt benda til þess, að höf-
uðbólið ætti nesið allt.
3.
Eitthvað á þessa lund voru
æskuhugmyndir mín-ar um
Garða s.em iandnámsjörðina, en
nú hefur merkur fræðimaður í
þessum efnum, Magnús Már
Lárusson prófessor, í rauninni
tekið af skarið. Hann segir sv.o
|í grein, sem hann reit í síðasta
jólablað Alþýðublaðs Hafnar-
fjarðar: „Að vísu má leiða all-
góð rök að því, að Garðar, hin
týmla landnámsjörð Skúlastað-
ir,. hafi snemma klofnað upp í
fleiri smærri einingar •— —“.
Fram til ársins 1891 var alit
það land, sem nú er Bessastaða
hreppur, Garðahreppur og Hafn
arf jörður, einn hreppur, og hét
hann Álftnesheppur. Náði hann
hvert höfuðból og merkiskirkju
staður jörðin hefur verið frá
öndverðu.
4.
Garðar á Álftanesi munu að-
eins vera nefndir í einni íslend
ingasögu, Hrafnkels sögu Freys
goða, sem gerist um miðja 10.
öld. Þar er sagt, að Þormóður
búi í Görðum á Álftanesi.
„Hann á Þórdísi, dóttur Þór-
ólfs Skalla-Grímssonar frá
Borg.“ Hrafnkatla mun yfir-
leitt talin skáldsaga, skrifuð á
ofanverðri 13. öld, en samt verð
ur það ljóst af þessu, að höfundi
hefur fundizt sjálfsagt, að í
Görðum byggju merkismenn,
sem tengdir voru sjálfum Mýra
mönnum.
í Sturlungu er Garða á Álfta
nesi að minnsta kosti tvívegis
getið. í Þórðar sögu kakala
stendur svo:
„Þenna vetur var Þórður
Bjarnarson í Görðum með Ein-
ari Ormssyni, frænda sínum.
Hann hafði verit með Órækju í
jReykjaholti at drápa Klængs
^Bjarnarsonar.
I Orrnr Bjarnarson reið víð
ítólfta mann í Garða til Einars.
höndum. Leiddu þeir hann þá
inn til stofu. Þórðr varð við alla
vega sem bezt ok bauð fyrir sik
allt þat, er hpnum sómði. En þá
er hann sá, at Ormr vildi. ekki
annat hafa en líf hans, þá beidd
ist hann prestfundar. Ok svá
var gert. Eftir þat var hann
leiddr í ýtri stofuna. Lagðist
Þórðr þá niðr -opinn ok bað þá
hyggja at, hvárt honum blöskr
aði nökkut. Ormr fekk þá mann
til at höggva hann. Sá hét Ein-
arr munkr. Eftir þat reið Ormr
heim austr á Breiðabólstað.“
Þessi atburður gerðist árið
1243. Af frásögninni má fá ýms
ar upplýsingar um staðinn.
Bóndinn, Einar Ormsson, er
Svínfellingur að ætt, afkom-
andi Flosi Þórðarsonar, eða
Brennu-Flosa. Voru þeir Svín-
fellingar mikils háttar menn,
enda ein merkasta ætt á Sturl-
ungaöld. Er því fullvíst, að
Garðar hafa verið stórbýli, er
svo ættgöfugur maður bjó þar.
Þá kemur frarn að kirkja er á
staðnum, og þar er prestur.
Ekki er líklegt, að kirkjan hafi
verið nýreist, enda má gera ráð
fyrir, að kirkja hafi mjög fljót-
lega verið reist á þessu forna
höfuðbóli. Hins vegar er bónd-
inn ekki prestur, heldur hefur
hann prest, en það var stór-
bændasiður á fyrstu öldum.
kristninnar á landi hér.
Á öðrum stað í Sturlungu,
ísleridingabók, stendur svo:
„Gizurr jarl reið suðr á Kjal-
arnes ok gisti í Görðum á Álfta
nesi at Einars bónda Ormsson-
ar. Var honum þar vel fagnat
ok var þar nokkurar nætr.“
Þessi atburður gerðist árið
1264. Eru nú liðin tuttugu ár
frá því, sem um getur í fvrri
tilvitnunni, og enn er Einar maður
Ormsson bóndi í Görðum. Ekki síðasta
þarf frekar vitnanna við um
það, að hann hefur verið stór-
bóndi, því að varla hefur Gizur
jarl gist nema á höfuðbólum.
háfi skipt á Görðum og annarri
jörð, t.d. á Seltjarnarnesi, nerna
Einar hafi vérið kvséntur inn í
ættina éða tengdur henni á ánn
an hátt. ■ j
5.
Garða er ekki mikið getið í
prentuðum heimildum á næstu
öldum, en þó koma þeir allmik
ið við sögu í deilumálum Staða-
Árna biskups Þorlákssonar við
leikmenn á ofanverðri 3. öld.
Þessar deilur voru sem kunn-
ugt er urn það, hvort kirkjan
skvldi eiga jörðina, þar sem,
hún stóð, og aðrar jarðir, sem
undir kirkjustaðinn lágu. I
Árna biskups sögu eru Garðar
ávallt kallaðir Garðastaður, og
eru þeir nefndir í sömu andrá
og merkustu kirkjustaðir lands
ins á þeirrj tíð. Settust leik-
menn og klerkar á jörðina á
víxl, eftir því hvorum veitti
batu.r, Áma'biiiskupi'eðiaforingjái
leikmanna, Hrafni Oddssyni.
Þessir atburðir hafa gerzt eftir
daga Einars bónda Ormssonar.
Gara má fastlega ráð fyrir því,
•að prestur hafi verið ábúandi
í Görðum frá því staðamálum
lauk fyrir 1300 til ársins 1928.
En átökin um Garða síðast á
13. öld benda til þess, að kirkj-
an hafi þá þegar átt nokkurn
hluta jarðaxinnar og fleiri jarð
ir í kring. Og upp úr þessu
tóku kennimenn að gérast hér-
aðshöfðingjar o,g stórbændur.
Kómu þeir þar síð um kveldit
í þann tíma, er þeir Einarr ok
Þórður ætluðu at ganga til
baðs. Tóku þeir Ormr Þórð þar
6.
Árni stiftsprófastur Helgason,
prestur í Görðum 1825—1858.
Ekki er þess getið, hvernig Ein
ar fékk Garða til ábúðar, enda
skiptir það ekki máli fyrir það
efni, sem verið er að leitast við
að draga hér fram: Garðar á
Álftanesi voru mikið höfuðból
á Sturlungaöld. Vera má, að
ætt Ásbjarnar landnámsmanns
Um siðaskiptin situr í Görð-
um sr. Einar Olafsson, umboðs
Skálholtsbiskups, þ.e.
kaþólska biskupsins,
Ögmundar Eálssonar, og hins
fyrsta lúterska, Gizurar Einars
sonar. Þá átti Skálholtskirkja
orðið víða ítök, enda segir Magn
ús Már Lárusson prófessor í
fyrxnefndri grein, að Skálholts
kirkja hafi eignazt nokkrar
iminni jarðannaí Álftaneshreppi
þegar um 1200, Einar Ólafsson
var fyrst prestur í Nesi við Sel-
tjörn, siíðan í Laugarnesi, en
fluttist þá að Görðum og var
þar prestur í 21 ár, eða þar til
hann gerðist ráðsmaður í Skál-
holti árið 1552. Það er eftirtafc
anlegt, að hann sækir að Görð-
um frá Nesi og Laugarnesi, en
báðar þessar jarðir voru vildar
setur fyrr á tímum.
Eftir siðaskipti sitja margir
frægir klerkar Garðastað, og
verða nú heimildir auðugri.
Hér verður þó aðeins hlaupið
á nokkrum staksteinum, ella
yrði of langt að rekja. Fyrst
skal getið tveggja nafnkunnra
feðga, sr. Þorkels Arngríms-
sonar og Jóns biskups Vídalíns.
Sr. Þorkell var sonur Arngríms
lærða Jónssonar, sem einna
frægastur var íslendinga á
sinni tíð, vegna vináttu við og
embætti fyrir Guðbrand bisk-
up Þorláksson og varnar- og
kynnisrit hans á latínu um ís-