Morgunblaðið - 29.03.1914, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.03.1914, Qupperneq 2
682 MORGUNBLAÐIÐ Hlutafjáraöfnuntil Eimakipa- fólagsins heldur enn áfram. Eru nú als komin loforð fyrir kr. 350.500 en þar af enn ógoldið aðeins tæp 16 þús. Fífuhvamminn hefir Yilh. tann- læknir Bernhöft selt Gunnari kaupm. Gunnarssyni með allri áhöfn. Kaup- verðið er 13 þús. kr. Tekur Gunnar við eigninni í vor. Fisksöluáskorunin hefir þeg- ar fengið 180 undirskriftir, Má eftir því telja víst að bæjarstjórnin veiti ekki Hirti Fóldsted leyfi til þess að reisa hór fisksöluhús, eða semja við hann að neinu leyti. Veðrið í gær: Hv. a. kul, frost 5.0 íf. logn, frost 7.5 Ak. logn, frost 9.3 Gr. s.a. kaldi, frost 12.0 Sf. logn, frost 7.5 Vm. a. stormur, frost 2.2 Þh. F. a.n.a. kaldi, frost 0.3. Þ r j ú færeysk fiskiskip komu hing- að í gær. Heita þau »Maritana«, »Karen« og »Örvingur«. Öll af veiðum. 60 þúsand kvikmyndahús. Langford Reed, brezkur maður, sem álitinn er að vera nákunnugastur allra núlifandi manna öllu er kvikmyndum viðvíkur, hefir nýlega skrifað ritgjörð um það efni. Segir hann kvikmynda- hús í heiminum vera orðin 60 þúsund alls. Á Bretlandi telur hann 8 milj. manns fara í Bíó á viku hverri, 120 þús. manns muni hafa fasta atvinnu við leikhúsin, og laun þeirra muni vera um 250 milj. kr. Fyrir 6 árum síðan höfðu að eins 1000 manns atvinnu við sama starf. í Ameríku telur Reed 42 milj. manna fara í Bíó á viku. Margar horgir, er hafa 300 þús. íbúa, hafi 70 kvikm.- hús, og mörg þeirra afarstór. í Kína og Japan segir hann Breta eiga mörg kvikmyndahús og jafnvel í Jerúsalem só nú verið að koma á kvikmyndaleik- húsi. Flestar myndirnar eru búnar til l Ameríku, en á Bretlandi eru þær keypt- ar og seldar. Arið 1913 voru stofnuð 350 ný kvikmyndafólög, er höfðu 38 milj. kr. hlutafó. En hann nefnir ekki hve mörg þeirra hafi »farið á haus- inn« vegna þess hve dýrt er orðið að taka kvikmyndir, einkum sögulegs efn- is, hafa kostað fólögin fleiri hundruð þús. kr. Hepnist þær illa, eru aðeins fá fólög, er geta staðið fjártjónið, en hepnist myndin vel, geta fólögin oft og einatt grætt afarmikið á skömmum tíma. Mestan gróða telur Reed muni hafa verið af »Quo Vadis«, en það voru frekar 2 milj. kr. — Reed spáir því, að gróðatími kvikmyndafó- laga só brátt á enda, þareð útbúnaður allur, er kvikmyndalistinni fylgja, sé 'orðinn svo dýr. —------- Bréfaskrfna. Ingimundur svarar fyrirspurnum. Kjósandi: Hvern eða hverja og hvernig þér eigið að kjósa? Yður til leiðbeiningar prentum vér hérna kjörseðilinn. Hann litur svona út: J o$ J = Járnbraut 0% Járnbrautir. L = Landsjáni. S o? S = Sjáljstaði og Stjórnarskrá. í kjörherberginu er afhellir dimm- ur og í honum stimpill og kjörseð- ill og blekpúði. Þér setjið stimpil- inn á púðann, stingið honum síðan upp í yður, látið svo aftur augun og smeilið stimplinum einhversstað- ar á kjörseðilinn, látið hann í vas- ann og farið út. Þegar þér eruð búnir að þessu, eruð þér búnir að kasta allri ábyrgðinni yfir á forsjón- ina og getið sofið rólega hvað sem á bjátar. Hún á þá sökina og hvorki ísafold, Ingólfur né Lögrétta geta skammað yður á eftir. Er það ekki gott? Forvitinn: Hvort sami grammófónninn sé í kjöri í —sýslu og áður. Já — og sömu hólkarnir í honuro. Reiður borgari: Þér segið að lagt hafi verið 50 kr. útsvar á bláfátæka móður yðar, sem dó í hitteðfyrra og kvartið um að það sé alt of hátt. Yður er bezt að kæra og bera hana saman við hana langaömmu mína. Hún var efnuð en á hana var ekkert lagt. Kæran verður efa- laust tekin til greina. Ung jómfrú: Yður er betra að spurja yfirsetu- konura um þetta. »15 árac Nei — hann er ótrúlofaður. Er hann ekki sætur? Ó.----------- Sjómaður: Þér spyrjið um hvort allur afli trollara sé geiður upptækur þegar þeir eru að veiðum i landhelgi. Nei — ekki bjór og whisky. i. H. Auglýsingi;. um að menn gætu fengið að læra mjaltir og bródéring- ar í Briemsfjósi stóð í »Vísi«. Mjalt- irnar veit eg ekki hver kennir, en bródéringarnar kennir séra Eiríkur (25 aur. um tímann). Fröken Sigríður. Er það »fínt« af karlmanni að snúa sér við í »Bíó* til að horfa á mann ? Ekki ef hann sest öfugur á bekkinn. Hversvegna væntum vér komu mannkyns- fræðarans? Fyrirlestur eftir Annie Besant. Frh. 4 Hver þjóðstofn lifir á sínu meg- inlandi, elur af sér hverja öndvegis- þjóðina á fætur annari unz hann tekur að úrættast og landið sígur aftur í sjó. Ef þér hafið kynst skoðunum hins mikla náttúrufræðings meðal þjóð- verja, prófessor Ernst Háckels, þá vitið þér, að hann hyggur, að hinir upphafiegu átthagar mannkynsins hafi verið nefnt »Lemúría* og liggi nú á botni Kyrrahafsins. Þá er Lem- úría sökk í sjó, kom upp annað víð- áttumikið meginland »Atlandis«. Þar rann upp nýr þjóðstofn, fjórði þjóð- stofninn, er lagði undir sig því nær öll lönd, sem þá voru bygð. Att- hagar fimta þjóðstofnsins, ariska þjóðstofnsins, er hið víðáttumikla meginland er vér nefnum Austur- Suður- og Norðurálfu, eða með öðr- um orðum, »hinn forni heimur* því Vesturheim ber að skoða sem ný- lendu »hins forna heims«. Kyrra- hafið liggur nú yfir »Lemuríu« og Atlantshafið þar sem Atlantsríkin stóðu í blóma, endur fyrir iöngu. Það er minst á öll þessi megin- lönd í fornritum Indverja. Og í hin- um svo nefndu Púranabókum er sagt, að meginlöndin eigi að verða sjö. Þær skýra oss frá því, að mann- kynið hafi nú þegar lifað á fimm meginlöndum, og að enn þá muni skjóta upp tveimur. Annað þeirra verði heimkynni sjötta þjóðstofnsins, en hitt, sem kemur upp löngu siðar, verði átthagar hins sjöunda. Og vér sjáum nú, að það eru all- miklar líkur til, að nýtt meginland sé að rísa úr sjó. Eg vil taka það fram, að fregnin um þetta nýja meginland er ekki komin frá oss, guðspekingum, heldur frá jarðfræð- ingunum. Þér, sem hafið kynt yð- ur myndarit jarðfræðinga, hafið vafa- laust tekið eftir myndum af nýjum eyjum, sem risið hafa úr sæ hin síð- ustu árin. Þær rísa smámsaman upp frá hinum svo nefnda »Eldhring« íKyrrahafinu. »Eldhringurinn« er all- stórt svæði, þar sem verður mjög vart við eldsumbrot, sem hafa lyft eyjum þessum upp yfir hafflöti.nn. Þær eru vitanlega ekki annað en gróðurlausar klettaeyjar, sem liggja langt út í hafi og bíða eftir kom- anda gróðri. Nýjar eyjar koma upp öðru hvoru og jarðfræðingarnir skýra oss frá því, að mestur hluti Kyrra- hafsbotnsins muni stíga og verða að þurlendi. Menn hafa spurt, hvort vér mætt- um ekki búast við, að hafið muni / flæða inn yfir löndin og drekkja því nær öllum íbúum jarðarinnar. Sumir halda að það séu allmiklar líkur til þess, að meginlöndum jarðarinnar sé hætta búin, ef hafsbotninn stigi á mjög stuttum tíma. En frá sjónar- miði guðspekinga er hér engin stór- kostleg hætta á ferðum. Þetta hefir áður átt sér stað, og hafsbotninn mun stlga á mjög löngu tímabilL Og jafnvel þótt vér getum búist við að flóðöldur renni yfir löndin á stöku stað, þá yrði allri jörðinni engin hætta búin. Og nú, þegar þetta framtíðarland, sem verður að myndast árþúsund eftir árþúsund, — tekur að rísa úr sjó, þykjumst vér sjá hin fyrstu merki nýrra framfara meðal mann- kynsins. Nýr þjóðstofn á að þroskast og dafna á meðal vor og taka sér ból- festu á þessu framtíðar- eða fyrir- heitna landi, er það verður byggi- legt. En þegar vér sjáum taerki þess, að nýtt meginland sé að myndast, verður oss eðlilega að spyrja: Hvað verður af ariska þjóðstofninum ? — Hann hefir að eins fimm greinar; sjötta greinin verður að vaxa áður en nýr þjóðstofn kemur til sögunn- ar. Samkvæmt skoðun guðspekinga á sjötti þjóðstofninn að fæðast út af sjötta kynþætti hins fimta. Og lit- um nú yfir heiminn og athugum, hvort vér sjáum nokkur merki þess, að ný grein sé að vaxa á hinum ar- iska þjóðstofni, hvort nýr kynþáttur sé að fæðast, sem sé ólikur þeim, sem hann fæðist út af. Og svarið kemur til vor frá Vesturheimi. Þjóð- kynjafræðisstofnuninni í Vesturheimi hafa borist margar skýrslur frá ýms- um mikilsmetnum þjóðkynjafræðing- um vestanhafs, er hafa bæði sýnt og sannað, að smámsaman fjölgar þeim mönnum í Bandaríkjunum, sem hafa alveg ný þjóðerniseinkenni og líkjast engum þjóðflokki sem nú er uppi. Og vér mundum segja, að hér sé að ræða um upphaf hins nýja kynþáttar, sem er eins ólíkur germönsku þjóðunum, eins og þær eru ólikar keltum. Þau leyna sér ekki, einkenni kynþáttanna og eru allajafna svo glögg, að ekki er utn að villast. Vér þekkjum t. d. undir eins þá, sem eru af hreinu, róm- versku bergi brotnir frá hinum, sem eru af germönskum ættum. Og ættareinkennin eru ekki að eins fólg- in í hörunds- og háralit, heldur og einnig í sálarhæfileikum, tilfinninga- lífi og hugsanahætti. Og vér kom- umst að raun um að nýr kynþáttur vex nú upp með frændum vorum fyrir vestan haf. Og þessi kynþátt- ur er svo frábrugðinn öllum öðrum, bæði í sjón og reynd, að hann hlýt- ur að vekja athygli manna. Vér, sem eigurn kost á að sjá og athuga fortíð mannkynsins, og getum því að nokkru leyti séð fram í tímann með því að bera nútímann saman við liðnar aldir — vér segjum hik- laust að hér sé frjóangi, sem á fyrir sér að verða fögur grein á fimbul- viði mannkynsins. Vér erum sann- færð um, að þessi kynþáttur muni aukast og margfaldast eftir því sem aldir liða, að einhverntíma komi út af honum ættbálkur, sem nær að verða öndvegis-þjóðstofn hnattarins, að sinu leyti eins og ariski þjóð- stofninn nú á vorum dögum, Frh. ----- !■ -ggÍgi I I " ----------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.