Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 2
1410 MORGUNBLAÐIÐ » 1 0 llM 1 Kven-iegnkápur. Vér fljúgum langt fram úr öllum öðrum hvað gæði og verð snertir. Birgðir fyrirliggjandi og með næstu skipsferð frá Bretlandi koma allir nýtízku litir — tangolitaðar regnkápur, fjólulitaðar, Cer- ise-litaðar, Royal-bláar, Pistaze-grænar, svartar og dökkbláai. Allar kápurnar eru handsaumaðar. Hvergi betri kaup. Egill Jacobsen. m alc í\i 1 m □IBj Ferraingarkjóll til sölu Hverf- isgötu 15, 2. lofti. í nafni Stór-Bretalands og írlands og i nafni alls Bretaveldis lýsi eg yfir því í dag, að þeir mega reiða sig á hugheila og óbrigðula hjálp vora þar til yfir lýkur með oss og óvinunum. -------- I Kaiser Grosse »Sakir kvenna og barna, sem eru í skipi yðar, munum vér ekki sökkva því. Þér eruð látinn laus. Góða ferð.c Þannig hljóðaði skeyti, sem skip- stjórinn á brezka farþegaskipinu *Galician« fekk frá Kaiser Grosse sunnudagsmorguninn 16. ágást. Til þessa skeytis liggur svo feld saga: Galician fór frá Höfða-nýlendunni 28. júlí á leið til Englands. Þá var enn friður milli Þjóðverj og Breta, en þýzkt herskip var að taka kol þegar Galician lét út. Eftir nokkra daga fekk skipstjórinn á Galician loftskeyti um það að friðnum væri slitið milli Þjóðverja og Breta, Skömmu síðar fekk hann svo lát- látandi skeyti: »Vegna ófriðarins eru farþegar beðnir að draga tjald fyrir káetu- glugga um nætur og láta ekki Ijós loga að óþörfu.* „8. O. S.« Um miðjan dag laugardaginn 15. ágúst sáu menn á Galician svartan díl út í sjóndeildarhringnum. Skipið var þá skamt frá Ferro, 19 mílur frá Tenerriffa. Díll þessi stækkaði óðum og inn- an lítillar stundar var skipið komið á móts við Galician og hafði uppi þýzkan fána. Þýzka skipið gaf þeim merki um að nema staðar og bann- aði að nota loftskeytaáhöld skipsins. Loftskeytamaðurinn á Galican sendi þó þegar út S. O. S. merkið (neyðarmerkið) og hafði þegar sent út þrjá fyrstu stafina i nafni skips- ins, þegar þýzka skipið gaf merki um að skotið yrði á stjórnpall skips- ins ef frekari merki væru send út. Farþegar þektu að þýzka skipið var Kaiser Wilhelm ckr Grosse; kom nú nýtt merki: »Haldið á eftir oss«. Galician sneri þegar við og hélt á eftir þýzka skipinu suður á bóg- inn. I»jóðverjar kom um borð. Næst var skotið út báti frá Kaiser Grosse, og tveir þýzkir fyrirliðar komu út í Galician. Skipstjóri tók á móti þeim við stiganni og bauð þeim til káetu sinnar. Fyrirliðarnir beiddust að fá að sjá skipsskjölin, tóku þau síðan, og gáfu kvittun fyrir þeim. Könnuðu þeir síðan hverjir voru farþegar og hvaða vör- ur skipið hefði meðferðis, stóð það alf heima við skipsskjölin. Þessu næst spurðu þeir hvört nokkurir brezkir hermenn eða sjóliðsmenn væru i skipinu. Var þeim sagt að þar væru engir sjóliðsmenn, en á farþegaskrá voru tveir brezkir fyrir- liðar. Þjóðverjar tóku þá báða og fluttu yfir í sitt skip. Síðan spurðu þeir hvort nokkur brezk herskip væru í nánd og kváðn skipsmenn nei við því. Næst brutu Þjóðverjar loftskeyta- áhöld skipsins og vörpuðu fyrir borð. Nú var komið kvöld og var því Galician skipað að halda beint i suður og hafa hvergi ljós uppi nema í siglu. Farþegunum var sagt að vera búnir til brottferðar næsta morgun í býtið. Fyrirliðarnir þýzku komu vel fram, heilsuðu skipstjónarmönnum með handabandi og báðu velvirðingar á ónæði þvi er þeir hefðu gert. Galician hélt suður á bóginn alla nóttina og fylgdi Kaiser Grosse því á eftir. Þýzka skipið hafði engin Ijós uppi. Klukkan 5, á sunnudags- morgun kom alt í einu ofannefnt skeyti og sneri Galician þá við. Nokkrum dögum síðar hitti enskt beitiskip Kaiser Grosse við Afríku- strendur og sökti skipinu. Beiti- skipið heitir Highflyer, og er eitt af lakari herskipum Englendinga, og hefir verið notað á síðari árum, sem æfingaskip handa liðsforingjaefnum. Skáldiö á akrinum. Hamilton Fyfe, fréttaritari »Daily Mail« hitti belgiska skáldið Maurice Maeterlinck nýlega á Norður-Frakk- landi. Maeterlink býr venjulega síðari part sumars í gömlu klaustri skamt frá Rúðuborg. Þegar Mr. Fyfe hitti hann var hann úti á akri að hjálpa gamalmennum og konum við uppskeruna. Allir vopn- færir menn þar um slóðir höfðu verið kallaðir í herinn. »Fyrst eg gat ekki gengið í bar- dagann«, sagði Maeterlink, »fanst mér eg þurfa að gera eitthvað og það lá næst að koma korninu í hús. Eg ætlaði norður til Belgíu strax og hún lenti i ófriðnum vegna brjál- semi og mikilmensku-æðis keisarans. Eg ætlaði að ganga í þjóðliðið (Civil guard). En það var svo mikið umstang við að fá vegabréf, að eg komst ekki af stað. Eg fekk vega- bréfið fyrir tveim dögum, en þá var það um seinan. Þá hafði þjóðlið- inu verið sagt að leggja niður vopn. Fimtugir menn, óvanir vopnaburði, gátu ekki barist við her Þjóðverja. Nú eru böðlarnir komnir til Brflssel. Veslings landið mitt. Eg verð að vera hér kyr. Eg hefi reynt Faiaefni Stærst og bezt úrval af alls konar fataefnum er óefað í Með næstu skipum kemur mikið af efnum i Vetrarfrakka og Ulstera. Gegn bcrgun út í hönd gefum ’ vér 10~20°jo afslátt. Allur fatnaður ódýrastur í Vöruhúsinu. að skrifa, en mér er það ómögulegt. Eg byrjaði á grein um ófriðinn, en gat ekki haldið áfram. Eg er eirð- arlaus og sífelt að snapa eftir frétt- um heimanað. Við sóttumst ekki eftir þessum ófriði, við vorum dregnir inn í hann með því að skyndilega og sviksamlega var á okkur ráðist. Og líti menn nú á framkomu þessará svokölluðu mentuðu Þjóðverja. Undir hinni þunnu húð nýrri tíma siða bera þeir hugarfar og hjartalag villumanna. Þeir voru villumenn 1870 þegar þeir komu til Rúðu og frömdu þar alskonar svivirðingar. Þeir eru villumenn enn þá. Hug- prýði þeirra, listir og vísindi, detta af þeim eins og hreistur. Þeir sýna nú sinn innra mann. Hver verða endalokin? Þau gela ekki orðið nema á einn veg. Það verður að reka þá heim aftur. Ef það er ekki gert er úti um alla siðmenningu. Þeir brjóta í bága við alt sem skilur manninn frá villi- dýrinu — sæmd, samninga og hern- aðarreglur. Eruð þér- í vafa um endalokin ? Eg hefi séð hermenn yðrar Englend- inga koma upp Signu. Þeir munu berjast hraustlega, þeir vita fyrir hverju þeir berjast. í Belgíu vita menn það. Við berjumst fyrir heirr.- ili okkar og þjóðarsjálfstæði. Frakk- ar vita það. Vér hljótum að sigra þegar vér stöndum allir saman og Rússar hjálpa oss. Ef við gerum það ekki þá . . .« Maetlinck lauk ekki við setning- una, en látbragð hans lýsti betur en orð hvað hann átti við. Hver belgískur maður hugsar nút og talar eins og Maeterlinck.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.