Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 1
Sunmidag 1. argangr 13. sept. 1914 MORGDNBLADID 309. tðlublad Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 140 Dín 1 Biograíteater DIU | Reykjavíkur. Bio Tals. 475 Sæmd herforingjans. Þýzkur leikur í 3 þáttum, leikið af ágætum þýzkum leikurum. Áhrifamikil mynd. [ Bio-Kafé er bezt [ Slmi 349. Hartvig Nielsen. ' - - -- -g* Nýja verzlunin — Hverfisgðtu 4 D. — Flestalt (ntast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góðar vörurl — Odýrar vörurl Kjólasaumastofa byrjaði 1. sept. Skrifstofa Eimskipafétags ístands Landsbankanum (uppi). Opin kl. j—7. Tals. 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 1.2 */>—2 og 4—S1/*. Notið sendisvein frá Sendisvelnastöðlnnl (Söluturninum). Sími 444. Hjálpræðisherinn. Stabskapteinn Grauslund stjórnar samkomu í dag kl. 11 f. h. óg 8V2 síðd. — Fjölmenniðl verður i förum milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar í dag. Farmiðar seldir á sama stað og Aður, Reykjavikur Conditori, Austur- stræti 10. Þrátt fyrir stríðið hefir okkur hepnast að fá hin viðurkendu hollenzku karlmanna-, unglinga- og drengjaföt, aftur; yfir 300 klæðnuðum úr að velja. Einnig nokkuð af kven-regnkápum með e.s. Pollux. Komið i tímal Asg. G. Gunnlaugsson & Austurstræti 1. Erlendar símfregnir- London 11. sept. kl. 11.6 síðd. Það er opinberlega tilkynt að allur þýzki herinn hafi haldið áfram að hörfa undan í gær. Bretar tóku yfir 1500 fanga, þar með særða menn, nokkrar fallbyssur og Maximbyssur. Þjóðverjar hörfa óðfluga undan fyrir austan Soissons, að nokkru leyti á ringulreið. Ennfremur rákust Bretar á allmikið fótgöngulið, sem hafði falið sig í skógi. Þetta, og það, að menn hafa orðið varir við að Þjóð- verjar væru druknir, virðist benda til þess að spilling sé komin í flóttamannaherinn. I opinberu skeyti frá Þýzkalandi er það játað, að Þjóðverjar hörfi undan, og því bætt við að þeir berjist nú sífelt fyrir vestan Verdun. — Joachim Prússaprins hefir særst af sprengikúluflis. Opinbert skeyti frá Rússlandi segir að Rússarghafl unnið sigur á her Austurríkismanna og Þjóðverja við Krasnik, en í Austur Prússlandi hörfi þeir undan austur á við, fyrir þýzkum her, sem fengið hefir hjálparlið. Serbar hafa eftir blóðuga orustu tekið Semlin.j JgBretar hafa rekið þýzkan herafla á flótta í Nyassalandi í Af- ríku. — R e u t e r. Soisson er bær vestur norðvestur af Reims, miðja vegu milli Par- isar og landamæra Belgíu. Krasnik er í rússneska Póllandi og hefir 8ooo íbúa. Austurrikismenn þóttust hafa unnið þar sigur fyrir nokkru. NYJA BIO Sonur þjófsins. Gull-fallegur sjónleikur um sak- laust barn og hverju það fær áorkað Aðalhlutv. leikur: M. Costello. Ást og afbrýði. Aðalhlutverkin Ieika: Robert Dinesen og Elsa Fröhlich. Biðjið ætíð um hina heimsfrægu Mustad öngla. Búnir til ai 0. Mustad & Sön. Kristjaniu. Gonsul missus. ViOtal við Mr. E. G. Cable. Óhætt mun að fullyrða að mörg ár muni vera liðin siðan komu nokkurs farþega á póstskipi hingað til lands hefir verið beðið með jafn mikilli óþreygju — og ef til vill forvitni — sem komu hins útsenda ræðismanns Breta, Mr. Cables, á Botniu í gær. Ótal sögur höfðu verið sagðar meðal manna um erindi hans hingað. Á kaffihúsunum var hann aðalumtals- efhið frá þeim degi að Botnia kom til Vestmannaeyja. Og í laumi stungu menn saman nefjum um það, að nú væri þess eigi langt að bíða að Danmörk — og þar með ísland að einhverju leyti — mundi sogast inn i hinn brennandi Norðurálfueld. Botnia tafðist í Eyjunum og forvitn- in jókst með hverri stundu. Og í fyrrinótt, um það leyti sem Botnia varpaði akkerum á höfninni, stóðu menn á bryggjunni og töluðu um komu »konsúlsins« og hið áríðandi erindi hans hingað — eins og hann væri einhver annar »Jörundurc —, NU ER ALT I STANDL Flutningnum er nú Iókið óg i nýju búðinni er nóg af vörum, sem seldar eru með jafnlágu verði og áður. Komið og litið á nýju búðina og vaminginn. Th. Th. AUSTURSTR. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.