Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1443 Símfregnir. Isafirði í i’œr. Skipið, sem sagt var að hefði strandað dti í Djdpi, er komið hing- að óskaddað með öllu. — Var það Milly, eign Duusverzlunar í Reykja- vík. — Skipið var við innsiglingu til ísa- fjarðar og var komið inn fyrir Bol- ungarvík, að tanganum milli Bolung- arvikur og Hnífsdals. Misvindi var og stormur allmikill og tókst skip- inu ekki að venda. Var Milly nær komin upp á tangann þegar vélbát bar þar að, kom streng út í Milly og dró hana út. Litlu síðar bilaði strengurinn og lenti í skrúfu báts- ins. Milly var nú komin úr allri hættu og sigldi beint inn til ísa- fjarðar. En vélbátnum var siðan bjargað af öðru skipi. — Mörg þilskip hafa komið inn á Vestfirði þessa dagana undan óveðri. Veður hefir verið illt mjög. Skip- in hafa öll aflað ágætlega, frá 12—1 23 þús., og þykir það óvanalega góður afli. Sigríður hefir fengið 23 þús., Asa 21 þús., Ragnheiður 16 þús., Keflavikin 19 þús., Greta frá Þingeyri 15 þús. ,Standið fast og berjisf. Hér kemur ágrip af ávarpi Poin- caré til frönsku þjóðarinnar áður en stjórnin flutti frá París. í nokkrar vikur hafa nú staðið látlausir bardagar milli hers vors og óvinnanna. Sakir hreysti hermanna vorra höfum vér víða unnið á, en norður i landi hafa óvinirnir brot- ist fram með svo miklu liði að vér höfum orðið að hörfa undan. Þegar svo er komið, hefir forseti lýðveldisins og stjórnin orðið að hverfa að því ráði að flytja um stund sljórnarsetrið frá París, til þess að geta sem bezt vakað yfir heill föðurlandsins. Her vor er hugrakkur og vig- glaður. Hann mun verja höfuðborg- ina og þjóðina gegn óvinunum. Hann hefir engan verulegan hnekki beðið. Nýjir menn hafa kornið í stað þeirra sem fallið hafa. Standið fast og berjist, verða að vera einkunnarorð bandamanna. Standið fast og berjist meðan Bretar slita samgöngum á sjó við umheiminn. Standið fast og berjist meðan Rússar sækja fram inn í mitt Þýzka- land. Sú þjóð er viss um sigur, sem ekki horfir í að leggja líf og eignir i sölurnar og taka þeim þjáningum sem að höndum ber. Stjórn Frakklands situr nú í Bor- deaux og þangað eru farnir allir út- lendir sendiherrar, sem í Paris voru, nema sendiherra Bandaríkjanna. Hann situr enn í Paris og gætir þar nú hagsmuna sex þjóða: Breta, Rússa, Belgja, Þjóðverja, Austur- manna og svo auðvitað sinnar þjóðar. Bordeaux hefir áður verið stjórn- arsetur Frakklands. Það var árið 1870—71, þegar Þjóðverjar sátu um París. Bordeaux er fjórða stærst borg á Frakklandi með 260,000 ibúa. A miðöldunum áttu Englendingar þá borg um þriggja alda skeið. Gallieni hershöfðingja hefir verið falið að stýra vörn Parisar- borgar. Hann er talinn einn af beztu hershöfðingjum Frakka ; var í fransk- þýzka ófriðnum 1870—71 og hefir oft stjórnað her Frakka í nýlendum þeirra. Hann er kaldur og rólegur og er að þvi leyti ólikur sínum landsmönnum. flfram eftir 0. Swelf JTJarcfeti. Framh. XIX. kapítuli. Brjánn féll og hélt velli. -.Ósigur! Hvað er fiað? Uppelcli; fyrstu sporin upp á við til þess sem betta er«. — Wendell Philipps. 1 hinu mikla hringleikhúsi (Colosseum) i Rómaborg voru saman komnir um 100,000 Rómverjar til þess að horfa á pyndingar krist- inna manna, er þeim var varpað fyrir óargadýr. Þessi ferlegi sjón- leikur hófst með því, að skylmingamenn tveir háðu einvígi og hættu oftast eigi fyr en annar hafði gengið af hinum dauðum. Alt var þetta gert til að skemta fólkinu. Þegar skylmingamaðurinn kom höggi á andstæðing sinn leit hann í kring um sig 'og hrópaði »hoc habet!« — Lá í hrópi þessu spurning til áhorfenda hvort hann ætti að ganga á lagið og drepa andstæðinginn eða hlífa honum. Ef áhorfendurnir bentu upp á við með þumalfingrinum þýddi það líf, en væri bent niður á við: Dreptu hann! Og léti »dauðans maturinn« nokkurn bilbug á sér finna að leggja hálsinn undir banalagið kváðu við fyrirlitningaróp: Recipe ferrum (Taktu við stálinu). Höfðingjar lýðsins gengu stundum inix á leiksviðið til þess að sjá sem bezt helstríð þeirra sem undir voru, eða bergja á volgu blóði fallinnar hetju. Þegar skylmingamennirnir komu inn á leiksviðið, hrópuðu þeir upp til keisarans í stúku hans: »Aoc. Cæsar, morituri te salutant« (Lifi keisarinn! Þeir sem í dauðann ganga heilsa þér). Þeir börð- ust siðan lengi og af miklum móði. Svitinn draup af þeim og andlit þeirra voru svört af ryki. Þá bar svo við, að gamall, ókunnur öld- ungur ruddist inn á leikvöllinn, berhöfðaður og berfættur. Hann gekk að skylmingamönnum og hrópaði: Hættið þið! Það hvæsti í áhorfendum og reiðióp gusu upp hringinn i kring, eins og reykur úr hver: »Burt með þig, burt með þig, gamli maður«. En öldungurinn stóð kyr eins og stytta. »Veitið honum bana- högg, drepið hann«, hrópuðu áhorfendur. Og skylmingamennirnir drápu friðarpostulann og héldu einviginu áfram yfir líki hans. Hverju máli skifti þessi atburður? Eins og dráp þessa gamla, ókunna einbúa væri annað en krækiber í ámu, borið saman við þau ógrynni mannslífa, sem fórnað hafði verið á þessum vettvangi? Öld- ungurinn lét líf sitt, en þessi atburður kom vitinu fyrir Rómverja. Engin skylmingamanna einvígi voru háð eftir þetta í Rómaborg og bann lagt fyrir þau í öllum skattlöndum Rómverjakeisai'a. Hinar stórfenglegu rústir hins mikla liringleikhúss standa fram á þennan dag sem sýnilegur minnisvarði sigursins í ósigri einsetumannsins — þessa Brjáns, sem féll og hélt velli. Lífi þess manns, sem ætíð gerir það sem hann getur, er aldrei spilt. Þótt heimurinn hossi honum ekki, verður starf hans vegið á vogaskálum réttlætisins, sem er allstaðar nálægt. Eins og afleið- ingin á sér jafnan orsök og orkan sí og æ gerir einhveruveginn vart við sig, svo fer og um samvizkusama þrautseigju, að hún fær sín laun að lokum. Eitt helzta boðorð lifsins er að læra að finna sigurinn í ósigrin- um. Þegar vér stöndum eftir leiðir og lúnir og höfum eigi komist að markinu, þarf hugrekki og dug til þess að rekja úr vonarrústum ósigurs vors þætti þá, er spunninn verði sigur úr síðar. En í þessu liggur einmitt munurinn á þeim, er láta undan síga og þeim er sigra að lokum. Það dugir ekki að dæma neinn mann, þótt honum hafi mishepnast og beðið ósigur í lifinu. Fyrst ber að gæta þess, hvernig hann notfærir sér ósigurinn. Hvernig tók hann honum? Hvað lærði hann af honum? Æskumanninum, sem er nýbúinn að bíða fyrsta ósigur lífsins, veiti eg ætíð nána athygli. Eg sé í hegðun hans vísbending um líf hans, hvað í honuni býr. Lét hann hugfallast? Veik hann til hlið- ar og faldi sig ? Hélt hann að hann hefði misskilið köllun sína og fór að káka við eitthvað annað? Eða rétti hann úr sér og byrjaði á nýjan leik að berjast að markinu með festu og hugprýði, sem eigi lætur yfirbuga sig? Vercingetorix Gallahershöfðingi gafst upp fyrir Júlíusi Cæsari þá er her hans hafþi barist af dæmafárri hreysti til þess að firra þjóðina frá járngreipum Rómverja. En hann gerði það að skil- yrði, að allur herinn fengi að halda heim til sin tálmalaust. Ver- cingetorix var í varðhaldi í Róm 6 ár, en síðan dreginn um stræti Rómaborgar í járnfjötrum og látinn prýða sigurfarar skrúðgöngu keis- arans og loks drepinn næstu nótt í fangelsinu. En engum mundi detta í hug að nefna annan en hann, ef spurt væri hver verið hefði hraustastur og göfgastur herforingi Galla. Það er hressandi og hugðnæmt að sjá æskumann, sem borið hefir lægra hlut í llfsbaráttunni, rétta sig við og leggja af nýju út í bai’- áttuna til að ná settu marki. Um þá ungu menn er eg ósmeikur, sem ekki leggja árar í bát, þótt fyrsta tilraunin mishepnist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.