Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 2
1442 MORGUNBLAÐIÐ ! verða í sepfember öíí B Æftw og undatifariti ár Sjöí ötmur etí cacfjemiresjöf — seíd með 15% afsfætfi. Verzíunin Björn Jirisfjánsson. Kálmeti og Kartðilur nýtt í Liverpool. og bjuggust við að hann mundi þeg- ar leggja undir sig landið. En kon- súllinn svaf svefni hinna réttlátu til morguns, því honum lá ekkert á í land. Oss veittist sá heiður f gær, að eiga viðtal við Mr. Cable, skömmu eftir komu hans á land. Hann er ungur maður, grannnr, svarthærður og hinn prúðmannlegasti i allri fram- komu — enskur gentlemaður í húð og hár. — Hvernig lízt yður á Reykja- vík?« spurjum vér til þess að byija ekki undir eins á aðalerindi voru. — Þökk, »very well«, segir kon- súllinn og brosir. Það er ætíð skemtilegt að kynnast nýjum lönd- um og nýjum þjóðum — og hér er alt nýtt fyrir mér. . — Haldið þér að yður finnist ekki lifið dauflegt og tilbreytingar- lítið hér í vetur? — — Það er ætið tilbreyting í því fólgin að koma til ókunnra landa, svarar mr. Cable, og þótti oss það eigi óræðismannlega svarað. — — Hvert er erindi yðar hingað? Er það í sambandi við ófriðinn ? — För mín hingað er í sambandi við ófriðinn að svo miklu leyti sem Exports-kaffl (Kaffikvörnin) komið aftur í Liverpool. allflestar stjórnarráðstafanir á þessum tímum að einhverju leyti eru afleið- ingar styrjaldarinnar. — Þetta var kænlega svarað og þótti oss bezt að fara sem minst út í þá sálma. — Fjöldi brezkra ræðismanna hefir verið kallaður heim frá Þýzkalandi og Austurriki og af þeirri ástæðu hefir stjórnin nógum mönnum á að skipa til annara landa. Eg var i Hamborg þegar ófriðurinn hófst en var þá sendur til Rotterdam. Þaðan kem eg hingað. Farþegaskipið »Oceanic« var sent með mig til Færeyja, og strandaði það, eins og þér vitið á norðurströnd Skotlands á leið frá Færeyjum. Hafði það fall- byssur og var rúmar 17 þús. smá- lestir. — Hve lengi búist þér við að dvelja hér? — Vér vitum aldrei hvert vér verðum sendir og hve lengi vér dveljum á hverjum stað. Það er undir mcrgu öðru komið. En eg býzt við að dvelja hér meðan ófriður- inn stendur og ef til vill lengur. Eg hefi heyrt margar sögur um komu mína hingað í dag. En eg get fullvissað yður um, að hún er að engu leyti í sambandi við stríðshættu fyrir Danmörku eða yðar land. — Hvar hafið þér áður verið sem ræðismaður? — í Helsingfors, Hamborg og í Rotterdam. — — Hve lengi hyggið þér að ófriðurinn muni standa. — Það getur enginn sagt. En Bretland er reiðubúið til þess að heyja ófrið í mörg ár ef þess gerist þörf. Og vér hættum ekki fyr en vér höfum sigrað. — Samtalið barst nú að siðasta afreksverki Þjóðverja i Norðursjón- um — um beitiskipið »Speedyc, sem getið er um í blaðinu i dag að hafi rekist á tundurdufl. Hafði Mr. Cable'ekkert um það heyrt. — — Speedyc var ekki beitiskip, segir konsúllinn og flettir upp lítilli bók sem hann hefir í vasanum. Eru þar nöfn allra herskipanna brezku. Speedy var tundurbátur, 810 smálestir að stærð, bygður árið 1894 og flutti að eins fáar fallbyss- ur. — — Mr. Cable er óvanalega mikill málamaður af Breta að vera. Hann talar þýzku, frönsku, sænsku, finsku og dálitið rússnesku og hollenzku. Kvaðst hann nú mundi hefja ís- lenzkunám, meðan hann dveldi hér og áður langt um líður spáum vér að hann tali mál vort lýtalítið. Og með ósk um að honum megi Hða sem bezt hér á landi, kvöddum vér þenna nýkomna brezka »gentleman«, sem oss er heiður að hafa á meðal vor. Carol. Útflutningur frá Bretlandi. Skip hingað með matvörur. ViOtal við Garðar kaupm. Gislason. Fyrir nokkrum dögum birtum vór símskeyti, sem stjórnarráðinu hafði borist frá ísl. skrifstofunni i Kaup- mannahöfn, þess efnis, að enn væri bannaður útflutningur á vissum vöru- tegundum frá Bretlandi, en að leyfi- legt væri að flytja nokkrar út. í sama blaði gátum vór og um að Garð- ar kaupmaöur Gislason ætti von á gufuskipi hingað frá Leith, að nokkru leyti hlöðnu matvörum. Þessar fregn- ir eru harla einkennilegar. Skrifstof- an í Kaupmannahöfn segir vöruútflutn- ingsbann enn vera á flestum vöruteg- undum, en þeir fólagar G. Gíslason & Hay hafa þó fenglö leyfi til að senda vörur út úr landinu. í tilefni af þessu fórum vér á fuud hr. Garðars Gíslasonar og báðum hann að segja oss nánar frá þessu skipi, sem hann ætti von á. — Eg fekk skeyti rótt áðan frá skrifstofu vorri í Leith og segir það skipið »Glen Tanar« vera farið áleiðis til íslands. Skipið flytur hingað 127 smálestir af matvörum og öðrum nauö- synjavörum [og töluvert af kolum að auk. Þegar eftir að Bretastjórn hafði bannað allan útflutning, sóttum vór um leyfi til stjórnarinnar um að mega senda vörur til Íslands. Leyfi þetta var veitt, fyrst í stað fyrir nokkrar vörutegundir, en síðar, þ. 8. þ. m., ▼ar oss tjáð af yfirvöldunum að vór gætum flutt allar vörur út úr Kornmatur allur kominn aftur í LIVERPOOL. landinu. Vór höfðum áður gert ráð- stafanir til þess að útvega skip til ís- landsfarar og tókum skipið Glen Tanar á leigu. Er það eign félags þess, sem á Glen Gelder, Liverpoolskipið. — Hvaða vörur eru það, sem þór aðaliega eigið von á. — Það eru alskonar matvörur. M. a. eru, um 800 pokar af haframjöli í skipinu. Eg býst við að eitthvað af þessum vörum hafi verið keypt eftir pöntun- um er oss hafði borist frá viðskifta- vinum vorum áður en útflutningur var bannaður. En mesta hlutann mun- um vór hafa keypt til að selja hór, Vörurnar eru fluttar hingað algerlega á vora ábyrgð og hafa verið borgaðar með peningum í Bretlandi. Vér seijum þá vörurnar hór eingöngu fyrir pen- ingaborgun við móttöku. — Hvenær búist þór við skipinu? — Eftir 4—5 daga ætti það að vera hér. Og að öllum líkindum munum vór leigja annað skip til íslandsferðar og halda áfram okkar innkaupum i Bretlandi, eins og enginn ófriður væri. En til þess að koma vörunum hingað verðum við sjálfir að leigja skip, þvf Sameinaðafélagið hefir tilkynt að það væri ófáanlegt til þess að láta skip sín koma viö í Leith. En það ætti ekki að þurfa að hindra verzlunarsam- band við Bretland, ef menn annars alment vilja fá vörur þaðan. — Vór þökkuðum Garðari kaupmanni fyrir þessar ágætu upplýsingar og óskuðum þeim fólögum Gislason & Hay góðs gengis f þessum þarflegu ráð- stöfunum. Bygg, Mais, Maismjöl, bezt og ódýrast í Liverpool. Allar konur Sjúkrasaml. Reykjavíkr eru beðnar að mæta á fundi í húsi K. F. U. M. annað kvöld, mánudag. 14. þ. m. kl. 9 síðdegis. Fjölmennið! Áríðandi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.