Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ I44S Sjðl með I5í afslæHi I verða seld fyrst um sinr hjá fóni Björnssyni & Co. I Bankasíræíi 8. T»e British Dominions« tar»e co. m. ——.......... ....... London. .......■■■■■ hefir yfir 1 million króna höfuðstól, og er ódýrasta brunabóta- félag, er vátryggir hér á landi. Því má þakka breytingar þær, er orðið hafa hér á landi á iðgjalda- töxtum nokkurra annara félaga í seinni tíð. Hjá þvi ættu sem flestir að vátryggja: ---- hús, innbú og verzlunarvörur. ----------- Aðalumboðsmaður félagsins á íslandi: Garðar Gíslason, Reykjavík. KvikmyndaleikhúsÍD. Nýja Bíó. Þar eru sýndar tvær myndir núna, báðar góðar og vel leiknar. »Sonur þjófsins« segir frá því, hvernig ungu barni lánast að snúa íöður sínum frá glæpsam- legu líferni. Er myndin fögur og átakanleg og hlutverk litla drengs- ins svo vel leikið, að fáir fullorðnir myndu gera betur. Þjófinn leikur Vitagraph leikarinn alkunni, Costellov »Ást og afbrýði* er gott dæmi þess, hvernig ástin getur blindað augu manna og gert að verkum, að þeir hlaupi hroðalega á sig. Liggur nærri, að slys hljótist af afbrýðinni hér sem oftar og víst er það, að ekki eru leikslokin altaf jafn ákjós- anleg eins og í þessari sögu. Að- alhlutverkin leika Elsa Frölich og Robert Dinesen. Z. Gamla Bio. »Sæmd liðsfor- ingjans« heitir nýjasta myndin. Það er þýzkur liðsforingjasjónleikur í þrem þáttum. Efnið er gott og myndin vel og snoturlega úr garði ger. Meðal annars er þar sýnd danslist 7 hispursmeyja og glæfra- listir manns nokkurs, sem riður bif- hjóli. Er ákaflega »spennandi« að horfa á það. Myndin endar þó vel, þvi elskendurnir ná saman og fög- ur framtíð blasir við þeim. Herfang Þjóðverja. Bylow hershöfðingi Þjóðverja segir að herdeildir hans hafi tekið i ágústmánuði 240 fallbyssur, 79 maximbyssur, 166 vagna og 12,934 fanga. Um herfang annara herdeilda eru ekki neinar skýrslur komnar, því Þjóðverjar skeyta ekki um að safna herfanginu saman. Bretar missa beitiskip. Fréttastofan brezka tilkynti 4. þ. m., að beitiskipið »Speedy« hefði rekist á tundurdufl og sokkið. Þetta er þriðja beitiskipið sem Bretar missa. Tvö hafa rekist á tundurdufl, þetta og Amphion, en einu (Pathfinder) sökti neðansjávar- bátur þýzkur. Þjóðverjar taka enska botnvörpunga. 28. f. m. sökti þýzkt beitiskip 2 enskum botnvörpungum á Doggers- bank, og tók 11 með sér til Ham- borgar. Skipið fór með botnvörp- ungana fram hjá Jótlandsskaga og suður Stórabelti. Frétt þessa hafa norsk blöð eftir vélameistara, sem var á einu af ensku skipunum. Hann lét vel yfir meðferð Þjóðverja á skipshöfnunum. Ofriðarsmælki. Belgadrotning hefir flutt börn sín þrjú til Bretlands. Þykir þeim hjón- unum sem þau muni þar öruggari en i Belgíu. 225 skip hafa Bretar tekið her- fangi af óvinum sínum. Áttu Aust- urríkismenn ellefu þeirra, en Þjóð- verjar 214. Skipin eru geymd á höfnum Bretlands og í Port Said, Gibraltar, Melbourne, Nigeria, Malta, Colombo, Calcutta, Sydney, Brisbane og Suður-Afriku. Petrograd. Astæðan til þess að ' Rússakeisari hefir skirt St. Peters- burg upp og nefnt hana Petrograd, er sú, að Rússar mega ekki heyra neitt eða sjá sem þýzkt er. »Burg« er »grad« á máli Slava (sbr. Belgrad). Sýningin í Leipzig. Ferðamenn, sem koma til Ítalíu frá Þýzkalandi, segja að brezka, rússneska og franska deildin á bókagerðarsýningunni í Leipzig séu brunnar. Þeir segja að brunalið borgarinnar hafi ekkert gert til þess að slökkva eldinn. Bretar segjast hafa átt þar ómetanlega sýn- isgripi. Engin tundurdufl. Brezka stjórnin hefir lýst yfir þvi að hún hafi hvergi látið leggja út tundurdufl. Keisaraskegg. Breskir menn, sem hafa snúið efrivararskegg sitt að sið Þýzkalandskeisara, eru nú hættir því. Það þykir ekki »fínt« lengur. Frakkneskur flugmaöur flaug ný- lega norður til Brússel og stráði yfir borgina spjöldum, sem á var letrað: » Verið huqrakkir. Bráðum verðið pið k\stir«. Þjóðverjar skutu á hann en fengu ekki grandað honum. Hjöfseyði nýsoðið, afbragðs gott, ómissandi til matar, í sósur o. fl. Fæst nú fyrir lægra verð en dæmi eru til, / JTlatardeiíd Státurfétagsins Ttafnarstræti. ~ LUX Öllum ber saman um, að LUX-sápuspænir séu beztir til að þvo úr ullarfatnað; fatnaðurinn hleypur aldrei ef LUX-sápuspænir ern notaðir. Fylgið leiðarvísinum. Gætið þess, að LUX standi á hverjum pakka. Fæst hjá öllum kaupmönnum. Fyrir húsmæður. m Hvaða rjðmi er beztur? Rjömi D. M. C. á fleskum er sá langbezti kaffirjómi sem markaður- inn hefir að bjðða, laus við ell annarleg efni, heldur sér bezt, er drýgstur. Biðjið því ávalt um D. M. C.; fæst hjá kaupmönnum. Borðið að eins ,Queen Maud' Sardinur ,Præsident‘ Fiskbollur frá A|s. United Sardine Factories, Bergen. Betri matur fæst ekki. — Aðalumboðsm. fyrir ísland Nathan & Olsen. BERGENS NOTFORRETNING. Nætur, Sildarnætur, Tilbúnar Stangarnætur, Snerpe- nætur fyrir kópsíld, sild, makril. Fisknetjagarn, úr rússneskum, frönskum og itölskum hampi. Færi, Lóðarfæri, Kaðlar. Öngultaumar, Segldúkar, Presenningsdúkar — tilbúnar Presenningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.