Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 1447 Auglýsiö í Morgunblaðinu. Sjóvátrygging fyrir stríðshættu hjá H. Th. A. Thomsen. £siga Til leigu: sólrík stofa fyrir einhleypa 1. október. R. v. á. Til leigu: stofa móti sól og loftherbergi, fyrir einhleypa karlmenn, nálægt Miðbsen- um. Uppl. gefnr Tómas Jónsson Banka- stræti 10. Herbergi óskast yfir lengri tima, til undarhalda, sem næst Miðbænnm. R. v. á. Herbergi til leigu á Lanfásvegi 42. Työ góð herbergi með húsgögnnm óskast á góðnm stað i bænnm. Tilboð merkt: „brezka konsnlatið“ sendist Morg- unblaðinn. ^ cTunóié Silfurbúin svipa með merki fnndin. Vit- jist á Norðnrstig 5 nppi. Brjóstnál fundin. Vitjist til Morgunbl. Lyklakippa fundin. Vitjist á skrifstofuna. Peningabudda fundin. Vitj- ist á skrifstofu Morgunblaðsins gegn borgun auglýsingarinnar. cfíaupsfiapur Salonsábreiða, ný, er til söln. Til sýnis hjá Morgunblaðinu. Morgunkjólar ódýrir i Doktorsbúsi við Vestnrgötu. Mikið úrval. Barnavagn til söln á Klapparstig 1. Oömu-gullúr er af sérstökum ástæðnm til söln. Selst fyrir hálft verð. Til sýnis hjá Morgunbl. Ferðakoffort og klyfsöðlar til sölu. R. v. á. Gott fæði og hiisnæði fæst fyrir einhleypa menn frá 1. okt. Herbert Sigmundsson gefur upplýs- ingar. ........ Kanpið Morgnnblaðið. V Vefnaðarvöru- og Fataverzlun V Th. Thorsteinsson Austurstræti 14 eru nú báðar undir einu þaki og vonum við að okkar heiðruðu viðskifta- vinum muni það vel líka. Vér munum kappkosta að gera yður ánægða. PH Th. Th. Austurstræti 14. W c=a D AGBÓEflN. =a Afrnæli í dag: Anna HafliSadóttir, húsfrú. Björg Einarsaóttir, frú. Dagbjört Brandsdóttir, húsfrú. Árni Nikulásson, rakari. Árni Pálsson, bókavörður. Sólarupprás kl. 5.44. Sól arlag — 7.0 Háflóð kl. 11.3. f. h. og 11.49. e. h. Guðsþjónustur í dag, 14. s. e. trinitatis (Guðspj. Tíu líkþráir, Lúk. 17., Jóh. 5., 1—15., Mark. 1., 29.— 35.) í Fríkirkjunnl í Rvík kl. 12 síra Bj. Jónsson, kl. 5 síra Jóh. Þorkelsson. P ó s t a r í dag: Pollux á að fara norður um land til Noregs. P ó s t a r á morgun: Ingólfur til Borgarness og kemur þaðan aftur. Tuliniusarskip á að koma austan um land úr hringferð. Veðriðígær: Vm. n. st. kaldi, hiti 7.0. Rv. n.n.a. sn. vindur, hiti 6.8. íf. n. stormur, hiti 1.2. Ak. n. kaldi, hiti 5.8. Gr. n. kul, hiti 4.0. Sf. n.a. gola, hiti 7.9. Þh. F. v. st. gola, hiti 10.0. A 11 i r þ ý z k u farþegarnir, sem hóðan fóru með Botníu síðustu ferð til útlanda, nema einn, voru teknir fastir af Bretum f Norðursjónum. Brezkt beitiskip stöðvaði Botníu og spurði hvort nokkrir væru Þjóðverjar á skip- inu. Þeir voru alls 16 — flest sjó- menn af botnvörpuskipi f Hafnarfirðl — og allir herþjónustuskyldir menn nema einn. Voru þeir alllr teknir og fluttir um borð í beitiskipið. Að eins einn slapp, og var það Breyer, fólagi Isebarns, sem hór hefir dvalið við verzlunarstörf undanfarin ár. Hafði hann grátið og borið sig illa og kona hans einnig. Hann hafði lofað hátíð- lega að gerast ekki hermaður. En hinir höfðu verið kátir yfir því að vera teknir til fanga. H e r m o d leiguskip landsstjórnar- innar kom til St. Johns í New-Found- land í fyrradag. Stigu farþegarnir, þeir Ól. Johnson, Sv. Björnsson, Gísli J. Ólafsson og Jón Bergsveinsson þar af skipsfjöl og ætluðu þrír þeirra land- veg til New-York þaðan. Komast þeir þangað á 24 kl.stundum, en skipa- 'eið til New York er 3—4 daga. Qfsli J. Ólafsson fer beina leið til Chicago. Frú Laura Nielsen fókk mik- ið af nýjum vörum með Botníu. Eru það einkum lampar og eldhúsgögn sem hún hefir f verzlun sinni. Konsúll Klingenberg og frú hans komu hingað f gær með Pollux. Þorgrfmur Guðmundssen kennari er nýkominn hingað landveg frá Seyðisfirði. Hefir hann ferðast um Norðurland með hinni góðkunnu ís- landsvinu, Mrs. Disney Leith og tveim öðrum brezkum konum. Fóru þau frá Húsavík, um Mývatn, Dettifoss, As- byrgi og austur á Seyðisfjörð. Þaðan tóku þær sór fari með Vestu til út- landa, en Guðmundsen hélt landveg hingað syðri leiðina. Með Botnfu kom yfirliðþjálfi Hjálpræðishersins, Sessilja Sigvalda- dóttir. Hún hefir dvalið í Höfn tveggja mánaðatfma hjá ýmsum kunningjum sínum. Eflaust hefir þessi ferð hennar verið ánægjuleg mjög og ekki sízt þá er henni gafst færi á að vera með syni sínum, Eggert söngmanni Stefánssyni, A þriðjudagskvöldið ætlar hún að segja ferðasögu sína. Carnegie komst ekki á stað í gær eins og til var ætlast, vegna óveð- ursins Skipið bíður þess að betur blási og leggur á stað þegar er fært þykir. Vegna roks var ómögulegt að flytja vörur í land í gærdag úr skip- unum Botnfu og Pollux, sem komu hingað í fyrrinótt. Pollux átti að fara hóðan í kvöld áleiðis til Nftrðurlands og Noregs, en óvíst mjög að svo verði. Th. Thorsteinsson kaupmað- ur hefir nýlega flutt vefnaðarvöruverzl- un sfna úr Ingólfshvoli í Hafnarstræti f hið stóra hús á horninu á Pósthús- og Austurstræti. Hefir hann þar bæði' vefpaðarvöruverzlunina og fatabúðina,. og mun það vera þægilegra fyrir hina mörgu viðskiftamenn þessara verzlana. Það eru nú liðin 10 ár sfðan Thor- steinsson hóf vefnaðarverzlun hór í bæ og þá í fremur smáum stfl. En fyrir einstakan dugnað hans sjálfs og manna hans, hefir verzlunin nær árlega fært út kvíarnar að einhverju leyti — og er nú ein af stærstu verzlunum, af þeirri tegund, hór í bæ. Búð sú, sem nú er notuð fyrir vefn- aðarvöru, er mun stærri að ummáli, en hin var í Ingólfshvoli. Hefir hverri vörutegund fyrir sig verið haganlega fyrirkomið, og búðin er sórstaklega björt og skemtileg. Fatabúðin hefir verið flutt í næsta herbergi í sama húsi. Flutningnum var lokið á einum degi, og má það heita rösklega gert. S n j ó r fóll miklll í fjöll hór í grendinni í gær. Esjan varð grá niður í bygð, og mun það sjaldgæft á þess- um tíma árs. E 1 d u r kom upp í gær í húsi við Sellandsstíg, hjá Jóni Benediktssyni. Kviknaði í körfu, sem eitthvert rusl var í niðri í kjallara. Brunaliðið var kallað til hjálpar, en er það kom þang- að vestur eftir hafði eldurinn þegar verið slöktur. T v e i r enskir ferðamenn eru stadd- ir hór í bænum núna. Bíða þeir fyrstu skipsferðar til útlanda til þess að komast heim til ættlands síns — og vilja ólmir fara í strfðið. Ef ekki verður önnur Bkipsferð hentugri fara þeir hóðan með Botniu. D a n i r hafa gefið út krónu- og tveggjakrónu-seðla. Hefir Morgunblað- inu verið sendur einn krónuseðill og er hann til sýnis í glugga Morgunbl. í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.