Morgunblaðið - 11.10.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1914, Blaðsíða 2
1570 MORGUNBLAÐIÐ Jlíuíaveífa . Sjúkrasamíags Hetjkjavíkuf er í kvöld. í Iðnaðarmannahúsinu. Lesið göíuaugíýsingar. =3 D AGBÓRIN. 1=3 Afmæli í dag: Helga Torfason, húsfrú. Jón Þorsteinsson, söðlasmiður. Ólafur Þorkelsson, verzlunarmað\ir. Hannes Árnason, f. 1809. d. Þórður kakali 1256. Afmseliskort fást hjá Helga Arnasyni í Safnahúslnu. Sólarupprás kl. 7.6 S ó 1 a r 1 a g — 5.22. Háflóð kl. 9.31 f. m. og 10.4 e. h. V e ð r i ð í gær. Vm. v. andvari, hiti 4.5. R.v. a. kul, hiti 4.5. Íf. logn, hiti 3.9. Ak. s. gola, hiti 6.0. Gr. s. kul, regn, hiti 2.0. Sf. logn, hiti 6.6. Þh., F. logn, hiti 5.0. P ó s t a r í dag : Ingólfur frá Borgarnesi. Ceres á að fara vestur. Á m o r g u n : Ingólfur til og frá Garði. Austanpóstur kemur. Póstvagn frá Ægisíðu. Þjóðmenjasafnið opið 12—2. Náttúrugripasafnið opið ki. 17,-272- Guðsþjónustur í dag 18. sunnu- dag eftir trinitatis. (Guðspj. Hvers son er Kristur? Matth. 22. Jóh. 15, 1,—11. Mark. 10, 17.—27.). í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson. Kl. 5 síra Haraldur Níelsson. V e s t a kom norðan um land frá útlöndum í gær. Margt var farþega með skipinu, þar á meðal Friðrik ónasson, stúd. theol., Benedikt Jónas- son, verkfræðingur, frú Sveinbjörnsen, Sigurður Grímsson frá ísafirði, Páll Bjarnason, stúd. jur. frá Steinnesi, Herman Petersen, síldarkaupmaður, Friðrik Magnússon, umferðasali, frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir o. m. fl. F á 1 k i n n kom hingað í gær eftir tveggja daga útivist. Þ a n n 5. okt. seldi Elías Stefáns- son framkvæmdastjóri Vilhjálmi kaup- manni Þorvaldssyni frá Akranesi hús- eign sfna á Laugavegi nr. 44 fyrir 50 þúsund kr. Sama dag keypti Elías 1/10 hluta hotnvörpungsins »Eggert Ólafsson« af Vilhjálmi. Garðar kaupm. Gíslason fékk í gær símskeyti frá skrifstofu sinni í Leith þess efnis að útflutning- ur á rúgi og maismjöli væri á ný bann- aður frá Bretlandi, nema sértakt leyfi fengist til þess frá stjórninni brezku. Knattspyrnu kappleikur- i n n milli »Fram« og »Víkings«, sem fórst fyrir á sunnudaginn var, verður nú háður á íþróttavellinum. í dag kl. 4. F o r b e r g símstjóri kom hingað til bæjarins í gær með Vestu. Kom hann á skipið á Vopnafirði. Hann er nú mikið farinn að hressast eftir slysið, en þó dálítið haltur enn. H e s t u r fældist upp á Banka- stræti í gær. Var hann fyrir vagni, en vagninn valt um koll og meiddist ökumaðurinn dálítið. Menn komu þeg- ar til og fengu stöðvað klárinn áður en fleira gerðist sögulegt. Hjúskapur. I gærkvöldi voru þau gefin saman í hjónaband jungfrú Leopoldina DanielsBon og Guðmundur Eiríkss., umboðssali. C e r e s er væntanleg hingað í dag. Hlutavelta Sjúkrasamlagsins er { kvöld. ■ ■ ■ - - ■■■ ' Fangar I Kína. Ómannúðleg meðferð. Engar þjóðir fara ver með fanga sína heldur en Mongolar. Þeir hafa með hyggjuviti sínu uppgötvað hinar hræðilegustu pyndingar og þrautir til þess að láta bitna á þessum vesalingum. Og minstu yfirsjónum er hegnt þar jafnt sem hræðllegustu glæpum. Aigengust hegningaraðferð þeirra er sú, að byrgja fangana í þungum járnbentum kössum. Þessum kössum er komið fyrir í fangelsi, en þar er niðamyrkur og aðeins einar útgöngudyr. Umhverfis fangelsið er há girðing. A einni hlið kassans er dálítið gat og í gegnum það er föngunum rétt fæðan tvisvar á dag. Kassarnir eru svo þröngir, að þeir geta hvorki setið uppréttir né legið og aldrei er þeim leyfð útganga. Það er mælt a& margir kínverskir höfðingjar tærist upp í þessum hræðilegu vistarverum, aðeins vegna þess, að þeir hafa gert sig seka í smá-pólitiskum yfirsjónum. Og er rr.enn hafa gert sér í hugarlund hve voðaiegt líf þeirra manna ery sem dæmdir eru til hegningar í Kína, skilst mönnum betur sú hugdirfð þeirra, að þeir vilja heldur ganga í opinn dauðann heldur en lenda Iifandi í höndum réttvísinnar eða óvina sinna. Á myndinni hér að ofan sést eitt þessara fangelsa. Að ofan er það sýnt hvernig fangarnir eru mataðir, en að neðan sést einn fanginn »heima hjá sér«. , Karlmanna- og drengja- Fatnaður og yfirfrakkar verða þessa viku seldir með afarmiklum afslætti TH. TH. Austrstræti 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.