Morgunblaðið - 11.10.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
1571
*3}cyRié
Spacial Sunripa
Qicjarcíiur.
Sannar sag-nir af
Titanic.
Eftir
Archibald Gracie ofursta.
^ Frh. 24
Þessir þrír menn sem við bjcrg-
uðum, sögðu okkur gleggst af því,
hve hratt skipið sökk, og báðum
við ræðarana þá að róa eins hratt
frá borði og þeim væri unt, svo við
lentum ekki í iðusoginu sem yrði
þegar skipið sykki.
Ljósin á skipinu loguðu þangað
til það sökk. En er kallað var að
skipið sykki, fól eg andlitið i hönd-
um mér. Heyrði eg þá að einhver
sagði: »það er hálfnað*. Löngu síð-
ar, eftir því er mér virtist, ieit eg
upp, en sá þá að eins stafn skipsins
sem stóð nærri þráðbeint upp i
loftið, enda báru þá skrúfublöðin
við loft. Svo harf það í sæ, en
loftið hvað við af neyðarópi. Við
snerum við og björguðum enn 5
mönnum. Þeir voru mjög þjakaðir
af kuida og tveir þeirra dóu.
Eftir að við höfðum bjargað þess-
um mönnum, hittum við nokkura
björgunarbáta og skipun var okkur
gefin um að skilja ekki við þá, og
var þeim hlýtt.
I sama mund barst það frá ein-
um bátnum að hann gæti bjargað
fleirum, mætti hann losna við nokk-
ur börn og konur. Var þá nokkuð
af þeim flutt í okkar bát. Litlu
síðar heyrðum við kallað að skip
væri í sýni og fyrirliði nokkur, sem
var á einum bátnum, skipaði okkur
hinum að fylgja sér eftir. Umsjón-
armaðurinn og bátsmaðurinn hlýddu
skipuninni þegar. Var nú bátnum
róið þangað er annar bátur sást, en
sá var á hvolfi og ofhlaðinn fólki.
Urðum við þvt að fara að honum
með mestu varkárni, svo boðaföllin
af okkar báti skoluðu ekki rnönnun-
um lausum. Við tókum að eins
tvo eða þrjá og var þeim þó ærinn
vandi að komast á bátinn til okkar.
Næsti bátur (12. bátur) tók flesta
þeirra cg rerum við síðan þaðan.
Þessi frásögn frú Stephensson er
ritin um það sem gerðist í dagrenn-
ing, en nú skal horfið lengra fram
í timann eftir því sem henni segist
sjálfri frá.
Logn var á og heiðskirt og hefi
eg aldrei séð stjörnuberra loft
en þá.
Endrum og eins sáum við bregða
fyrir grænu ljósi. Va£ þau frá
björgunarbátum, enda vissu allir á
okkar báti að svo mundi vera. Öll
þráðum við dagsljósið. Menn voru
þögulir, óhamingjan lamaði hug
allra og kuldinn var óþolandi.
‘ft Vöruhúsið
hefir óefað stærst og smekklegast úrval i bænum af alfataefnum, yfirfrakka- og buxnaefnum
margar tegundir af bláum og svörtum efnum, mislitum og hvítum vestisefnum
10—20°|o afsláttur
gegn peningum út í hönd. Frágangur allur hinn vandaðasti.
Pantanir afgreiddar á 1—2 dögum.
Reynið og þið munuð sannfærast um, að hvergi er betra að fá sér föt en í
Vöruhúsinu.
Hinir alþektu Iðunnardúkar seljast með verksmíðjuverði frá kr. 3.80—8.00 pr. meter
$ í Vöruhúsinu. $
10&1 n—=^=ir^^^5ii=s 11 ^ir^ll
JOHS. HARTVEDT
BERGEN, NORGE.
Selur tunnur salt og niðursoðnar vörur lægsta verði.
Kaupir síld og allar íslenzkar afurðir bæði í reikning og umboðssölu.
Símnefni: ,Brisling‘.
cfieyfiið
Spcciaí Sunripc
Qiyarcitur.
Um dagmál tók að hvessa og leið
ei á löngu áður en komin var kvika.
En er dagur reis, sáum við ljós
við sjónarrönd og vissum að þar
mundi skip veia. Þó leið það á
löngu áður en umsjónarmaðurinn
Vtldi kannast við að svo væri. Stóð
hann á því fastara en fótunum að
þar væri tunglið., En við létum það
ekki á okkur fá og bjuggumst við að
þar mundi Carpathia vera, þareð við
vissum að hún .hafði með loftskeyt-
um lofað Titanic hjálp.
Enaelhardtbátur »D«.
C. H. Lightoller:
Þegar eg setti seinasta bátinn á
flot — seinasta bátinn sem lét frá
borði, átti eg fult i fangi með að
finna nokkurt kvenfólk. Þegar við
höfðum skotið á flot öllum björg-
unarbátunum gengum við að því að
losa Engelhardtbátana. Eg kallaði
þá hvort fleiri konur væru eftir, en
einhver svaraði: »Hér eru engar
fleiri konurc. Mennirnir fóru þá að
tínast á bátinn, en þá kallaði ein-
hver aftur: »Hér eru fleiri konur«,
og er þær gerðu vart við sig, viku
mennirnir þegar sæti í bátnum. Eg
sé þar að lokum engan karlmann en
eg held að tveir Kínverjar hafi falið
sig þar.
Þegar þessi bátur lagði frá borði
voru engar konur eftir og þá leizt
okkur það ráð að bíða ekki lengur,
en reyna að komast eins fljótt frá
skipinu og unt væri. En ógjarna
vildi eg að menn rifust um bátinn
og það varð heldur eigi og var beztu
reglu gætt.
Meðan við skipuðum þennan bát
sá eg að sjórinn var kominn upp í
stigann. Eftir því, sem eg frekast