Morgunblaðið - 11.10.1914, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1914, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Caura Tinsett kennir söng. Tíiííisí vmjulega M. 3-5 síðd. í Tjarnargöfu 11. S.s. „Aserðen" er fáanlegt til leigu undir farm frá Reykjavík til Bretlands. Skipið verður tilbúið kringnm 1. novem- ber. Tilboðnm veitir móttöku Gapt. C. Trolle Talsimi 235. 1574 um það að lítið beitiskip, Aug . . . Augs .... Augsburg 'nnfi evðilagt rússneskt herskip og skotið á Libau. Ritstjórinn : Augs . . . Augsburg. Það getur ekki átt sér stað. Það hlýtur að vera Níirnberg. Segið að frönsk loftför hafi sprengt Kölnar- dómkirkjuna í Núrnberg í loft upp. Segið að io rússneskar höfuðdeildir, tólf franskar höfuðdeildir og enskur floti hafi tekið Berlin. — Segið annars hvað sem yður sýnist, bara að það sé andþýzkt. Eggert og mjólkin. Herra Eggert Guðmundsson (á Hólmi) hefir í Bunnudagsblaði MorgunblaSsins reynt aS hrekja það sem eg hafði ritað um mjólkursöluna 27. f. m. í sama blaði. Og jafnframt vill hann vófengja það, að eg hafi nokkuð fengist við kúabúskap. Hvað síðasta atriði snert- ir, get eg fært lögfulla sönnun á það, að þótt í smáum stíl só hefi eg átt og fóðrað kýr 7 ár, þar af 2 ár í Reykjavík. Það er sú reynsla, sem eg hefi á að byggja. Og 8 v o mikla reynslu hefi eg af þessu fengið, að ekki dettur mór í hug að vilja ala og fóðra kú, sem ekki mjólkar meira en 2500 pt. árlangt. Fyrst vil eg leyfa mér að endurskoða dáh'tið reikning hr. Eggerts. Eg hafði sagt, að eg hefðí keypt útlent hey á 7 og 8 aura. Nokkuð af því var skozkt hey á 7 aura, en nokknð bol- lepzkt hey á 8 anra. (Auðvitað keypti eg líka íslenzkt hey hér í Reykjavík, miklu ódýrara; en eg tek ekki tillit til þess). Hr. E. G. hefir nú tekið þann kost, að reikna a 11 heyið á 8 aura til að gera það sem dýrast. Eg get nú ekki gert hr. E. það til þægðar, að reikna eins og hann; held- ur skal eg reikna heyið á þann hátt, sem það varð mór allra dýrast (og dýrara þó, þar sem n o k k u ð af mínu heyi var íslenzkt og mun ódýrara). Hr. Eggert ætlar kúnni 20 pd. af heyi á dag. Eg legg betur í og reikna 22 pd. á da^g. Þriðjungurinn af því (hollenzka heyið) á 8 aura pd. en 2/3 (skozka heyið) á 7 aura pd, Hr. E. reiknar styzta gjaftíma 265 daga, en lengstan 290 daga. í fyrra tilfellinu eyðir kýrin 5830 pd. (Y3 á 8 aura, 2/3 á 7 aura), verður 427,54 aura. í síð ara tilfelli eyðir kýrin 6380 pd. (Y3 á 8 aura, 2/3 á 7 aura), verður kr. 468,36. Kraftfóðrið reikna eg: 1 salta síld á dag (jafngildi 2 pd. af heyi) hana reikna eg 5 au. Ennfremur reikna eg 2 pd. af kornfóðri, klíi (b r a u), klí- blöndu, sem er klí, gróft mjöl (s h o t s) og maísmjöl. Kornfóðrið reikna eg til uppjafnaðar 12^/j eyrir pd., eða 25 au. á dag, og verður það ásamt síldinni 30 au. á dag. Kraftíóðrið verður þá um styzta gjaftíma kr. 79,50; en um lengsta gjaftíma kr. 87,00. Leggi eg þetta saman við heyverðið þá verður allur gjafkostnaður kýrinnar 507—555 krónur, eftir því hvort reiknaður er stysti eða lengsti gjaftími. Eg vil taka það fram, að só fóðrað með íslenzku heyi, eins og Moskóvítar selja það, eða Kjalnesingar og Borgfirðingar, þá verð- ur fóðurkostnaðurinn stórum mun minni, enda er það vitanlegt, að það kostar stórum minna að fóðia kú uppi í sveit, heldur en hór í Rvík. Góðri mjólkurkú (og annað en góð- ar mjólkurkýr er óvit að ala og halda) er ætlandi að mjólka með þessu fóðri 3600 pt. um árið, ef vel er með hana farið, bjart og hóflega hlýtt í fjósi o. s. frv. En þessi mjólk gefur með 18 aura verði 648 kr. tekjur á ári, og á það að hrökkva fyrir vöxtum og fyrn- ingu á kúnni, fjósleigu, hirðing og hagagöngu. Eg veit, að hr. E. G. muni svara því, að kýr bænda séu alment ekki svona mjólkurháar. Vera má að svo bó, en sjálfskaparvíti er það að vera að ala og hagnýta lélegar kýr. Hins- vegar býst eg við að br. E. G. sé kunnugt um, að margar kýr hór á landi eru til, sem mjólka allmikið meira en eg hefi gert kúnni. En víki maður til bænda í sveit, og geri að kýr þeirra mjólki alt að J/é nainna, en eg hefi gert ráð fyrir, má aftur minna á það, að kýrfóðrið kostar sveitabónd- ann J/3 til a/2 minna. en hór var reikn- að kýrfóðrið í Rvik, sem var reiknað eins og það er í allra dýrasta lagi. Það veit eg, einn hinn búhyggnasti bóndi hór austan fjals, í bezta rjóma- bús-plássi, heldur því fram, að þrátt fyrir háa smjörverðið, sem rjómabúin fá, myndi hann þó alls ekki leggja mjólk sína í rjómabú, ef hann gæti selt hana nýja fyrir 10, hvað þá held- ur 12 aura pottinn. Þetta sýnir, hvað mjólkurframleiðlan kostar i raun og veru. En það er nógu garnan að líta á mjólkurframleiðslukostnað hr. E. G. frá annari hlið. Hann segir oss, að þótt mjólkin sé seld á 22 au., þá gangi 2 au. af pottinum til útsölu- manns og aðrir 2 au. hrökkvi ekki til að borga flutningskostnað á mjólkur- pottinum 12 klm. veg eða þar yfir, svo að bóndinn fái ekki nema 17—18 au. pr. pt. En áður hefir hann hald- ið því fram, að það só 80—140 kr. t a p á hverri kú ef seljandi fái að eins 18 au. fyrir pottinn. Hann og allir sveitungar hans, setn nú selja daglega mjólk tii Rvíkur, hjóta því að gera það í guðsþakkarskyni, að stór skaðast svona á sölunni. Sá sem sannar of mikið, sannar ekki neitt — og stundum miklu minna en ekki neitt, jafnvel það gagnsteeða við það sem hann ætlaði að sanna. H u g u 11. Abukir, Hogue, Cressy. Hvað þýzku blöðunum varð að orði þegar fregnin kom um það að brezku beitiskipunuui hafði verið sökt. Þessa síðustu daga höfum vér fengið margar og góðar fregnir um starfsemi flota vors. Fyrst koma fregnirnar um sigurvinninga skipa vorra í öðrum heimshöfum og svo bætist við fregnin um afreksverk neðansjévarbátanna. Mörg hundruð milur á brautu frá bækistöð sinni hitta þeir óvinina og ráðast þegar á þá eins og þýzku skipin eru vön að gera. Tundurskeytum þeirra var vel beint og hin risavöxnu skip sukku í sæ. Árása Englendinga á smáskip vor er hefnt — rækilega hefnt, því tap þriggja bryndreka er auðvitað til- finnanlegra heldur en tap þriggja smá beytiskipa. Hjá okkur Þjóðver- jum hlýtur þessi hetjudáð litlu köf- unarbátanna að vekja fögnuð og aðdáun. En Englendingum mnu bregða í brún, því næstum hver dag- ur flytur þeim einhverja slysasögu af flota þeirra. Og hvert óhapp Kaupið Morgunblaðið. Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálaflutningsmaður, er fluttur í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—i og 4—5. Talsími 250. þeirra er til þess að minni stærðar munur verður á flota þeirra og vor- um flota. Auðvitað hefir það engin áhrif á yfir- ráð Breta á sjónum þótt þeir hafi mist þessi þrjú skip. Yfirráð þeirra eru fólgin i því að þeir geta sent ótölu- legan skipagrúa út um höfin. En það sem Bretlandi gremst mest, er það, að nú sem stendur getur það ekki neytt yfirráða sinna á sjónum og að hinn litli floti Þjóðverja er farinn að vaxa ægiflota þeirra í aug- um. Það er ekki nema örskamt síðan að »Times« sagði að England hygði ekki á það að leggja til sjóorustu við Þjóðverja. en léti sér þeim mun betur nægja með að vinna smám saman. En þessir smávinningar þeirra hafa til þessa orðið »smáir«. Floti vor hefir nú sýnt það, að oft vinst meira með því að fara gætilega og ef til vill mun þetta atvik verða til þess að flotamálastjórnin brezka ráði það af að senda flotann til Þýzkalands. En er skip þeirra hefja sýrenusöng sinn fyrir framan Helgo- land, þá höfum vér ekki mikla þörf fyrir flota vorn. Blástakkar vorir munu þá leika fyrir þau danzlagið og hr. Vindhana frá Englandi mun ekki iáta sá þýzki söngur vel í eyrum. Ófriðarsmælki. ‘Sendiherra Tyrkja í Wa- shington hefir verið kvaddur heim. Er sagt að Tyrkjastjórn hafi gert það að beiðni stjórnarinnar 1 Washington. Sendiherrann hafði látið amerísk blöð hafa eftir sér ýms ókvæðisorð um Bandaríkjamenn. ítalskir sjálfboðaliðar. Sonur Garibalda hefir gerst sjálfboða- liði í her Frakka, svo sem faðir hans gerði 1870. Segir hann að 10.000 ítalskir sjálfboðaliðar berjist nú með Frökkum. Fleiri mundu koma, en ítalska stjórnin gerir vopnfærum mönnum erfitt fyrir um að komast úr landi. Enn eitt skip. Brezkt beiti- skip tók um miðjan september far- þegaskip Hamburg-Ameríku línunnar, sem Spreewald heitir. Það var útbúið með fallbyssum. Um það leyti tóku Bretar og tvö kolaskip, sem áttu að færa þýzkum beitiskipum kol og vistir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.