Morgunblaðið - 11.10.1914, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
1576
Sparar vinnu! $46^6
cr
2. CO
rT n>
S- s
O* w
c o
-k cro
2. o
»-♦ c»-*
■r'S
o s
• ^3
H
►—
«2,
fD
sa’
<
c
xr
<
o
50-* £■
a>.
Horn og bein
kaupa
ŒGíslasondsH y.
3 ómerktir pokar
Vefjargarn, (tvistur)
hvítt og mislitt fæst í
Verzluninni Edinborg.
JTlunið
að fá ykkur góðan
Sæng urfafn að
hjá
Tf). Tf).,
ÓsMlakindur.
Aðfaranótt föstudagsins hirti eg í blómgarðinum hjá
mér fjóra garðvarga, sem eg get lýst þannig:
Veturgamall hrútur, brennimark: G. J. S.
Mórauð ær, brennimark: S. Jónsson.
Móbotnótt, veturg. gimbur, brennimark: Þór. Þ.
Hvít, vaninhyrnt ær, brennimark: Þór. Þ.
Kindur þessar fóðra eg fyrst um sinn, þangað til réttir
eigendur vitja þeirra, gegn greiðslu fyrir fóður og hirðingu,
skemdir á trjám og plöntum, og kostnaði þessarar auglýsingar.
Tf)or Jensen.
Austurstræti 14.
Nýr rússneskur her
Frá Rómaborg er símað til enskra
blaða 1. þ. m. að eftir viku muni
miðher Rússa ráðast inn í Posen og
Schlesiu. Her þenna hafa Rússar
verið að draga saman síðastliðna tvo
mánuði. í her þessum er 1 milj.
manna og hefir það lið ekki tekið
þátt í þessum ófriði fyr.
Lið Rússa á vígvöllunum verður
þá orðið alls um 4 miljónir manna.
af matvöru komu með Iugólfi Arnar-
syni frá Akureyri þegar hann kom
frá síldveiðum í sunjar. Réttur eig-
andi vitji pokanna innan 14 daga
til Jóns Magnússonar Holtsgötu 16.
Að öðrum kosti verða þeir seldir.
Skiðafél. Roykjavíkur
Munið eftir aðalfundinum annað
kvöld kl. 9 í Báruhúsinu.
Tiður og dúnn
fjreinf og fgkfarfausf.
Ódýrasf f)já Tf). Tf).
Skipun keisarans.
Lundúnablaðið >Times« birti 1.
þ. m. skipun sem keisarinn hafði
gefið út 19. ág. i sumar. Skipar
keisarinn liðsmönnum sínum að hugsa
um það mest af öllu að strádrepa
hina svikulu Englendinga og trampa
niður hinn auðvirðilega her French
hershöfðingja.
Tlfram
eftir
O. Sweíf JTJarcfen.
Framh.
XXI. kapítuli.
Verðlaun þolinmæðinnar.
iSérlwert stórvh'Tci viðrist í öndverðu 6Meyft«.. — Carlyle.
Ein óvættur er til í heimi hér: Latur maður.
»Börnin mín«, mælti bóndi einn gamall, sem kominn var í dauð-
ann, »mikill fjársjóður er grafinn í jörð hérna í túninu og hann eigið
þið að erfa«. »Hvar er hann grafinn«, spurðu allir synirnir i einu
með ákafa miklum. »Það er einmitt það sem eg ætla nú að segja
ykkur. — Þið verðið að grafa hann upp . . .«, sagði bóndinn með
andköfum. Lengra komst hann ekki, heldur gaf upp öndina. Synir
hans rifu alt túnið upp, en fundu ekki fjársjóðinn. En með þessu
verki juku þeir svo mjög gróða jarðarinnar, að fjársjóðurinn kom
í ljós.
Vinnan verður ætíð það verð, sem greiða verður fyrir hvaðjfeina,
sem nokkurs er vert.
Hver torfæra, sem vér yfirstígum, gerir oss hæfari til að kom-
ast yfir hina næstu.
Villimenn trúa því, að andi þess manns, sem þeir vinna sigur
á, fari í þá sjálfa og berjist síðan ætíð með þeim. Svo er og um
anda allra þeirra verka, sem unnin eru, að hann hjálpar oss til að
komast yfir næsta verkið.
C. C. Coffin segir frá því, að árið 1492 hafi gamall, fátækur
maður riðið út um borgarhlið Alhambra, niðurlútur og sorgmæddur.
Þegar í æsku hafði hann verið fastur á því, að jörðin væri hnöttótt.
Hann hélt, að trébútur einn útskorinn, sem fundist hafði fjögur
hundruð milur frá landi og lík af tveim mönnum, ólíkum öllum
kunnum þjóðum, sem rekið höfðu að ströndum Portúgals, mundu
komin úr ókunnum löndum í vesturátt. Honum hafði nú brugðist
síðasta vonin um styrk til að sigla í vestur. John Portúgalskonung-
ur hafði látið líklega um að styrkja hann til fararinnar, en í þess
stað gert út leiðangur sjálfur.
Betlað hafði hann og teíknað landabréf, til að verjast hungri.
Konu sína var hann búinn að missa. Vinir hans höfðu brigzlað
honum um heimsku og yfirgefið hann. Vitringarnir við hirð þeirra
Ferdinands og isabellu höfðu dregið dár að kenningum hans um, að
komast mætti til Austurlanda með því að sigla i vesturátt.
»En sólin og tunglið eru kringlótt«, sagði Columbus, »og því þá
ekki jörðin líka.
»Ef jörðin er kúla, hvað er það þá sem heldur henni uppi í
loftinu«, spurðu vitringarnir.
»Hvað heldur sólinni og tunglinu uppi?« spurði þá Columbus.
»En hvernig geta menn þá gengið á hausnum, eins og flugur á
lofti, hvernig geta tré vaxið með ræturnar upp í loftið ?« spurðieinn
stórvitur læknir.
«Vatnið mundi renna úr tunnunum og við sjálfir hendast út í
himingeyminn», sagði heimspekingurinn. »Kenning þessi er í mótsögn
við biflíuna, er segir: »Himinininn hvelfist eins og tjald«. Vitaskuld
er jörðin flöt. Það er villulærdómur að segja að hún sé kringlótt»,
sagði presturinn.
Columbus var fullur örvæntingar er hann reið út úr Alhambra.
En þá heyrði hann kallað á sig. Það var vinur hans einn, er hafði
sýnt Isabellu drotningu fram á, að kostnaður við hinn fyrirhugaða
leiðangur mundi lítill, en sóminn fyrir stjórn hennar afarmikill, ef
rétt reyndist, það sem Columbus hélt fram.
«Gott og vel», sagði Isabella, «við styrkjum manninn. Hann
skal komast, þótt eg verði að veðsetja kjörgripi mína til þess að
hjálpa honum». •
Nú fekst enginn háseti á skipið. Konungshjónin urðu að kúga
menn til að fara með. Eftir 3 daga var neyðarmerki dregið upp á
Pintu (skipinu). Stýrið hafði brotnað. Skipverjar urðu dauðhræddir,
en Columbus fékk sefað þá með loforðum um gull og önnur fríðindi
frá Indlandi. Tvö hundruð mílur vestur af kanarisku eyjunum hætti
áttavitinn að benda á pólstjörnuna. Skipshöfnin hótar uppreisn, en
hann segir þeim að pólstjarnan sé ekki beint í norðri. Þegar þeir
höfðu farið tvö þúsund og þrjú hundruð mílur sjá þeir hvar berja-
runnur flýtur á sjónum. Þeir sjá ennfremur landfugla og veiða upp
furðulegan trébút. Þann 12. október dró Columbus upp fána Kastilíu
i vesturlöndum.