Morgunblaðið - 20.06.1915, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Iþróttabókin.
í. s. í.
Lög, leikreglur og önnur
ákvæði um íþróttir inn-
an sambandsins. Yerð 50
aurar. Útg. Iþróttasam-
band íslands. Fæst hjá
llestum bóksölum.
Motto:
Alt gott endurfœðist.
Þá er hér loksins komin bók á
markaðinn, sem aliir íþróttamenn
og íþróttavinir geta fagnað. Það
heíir vanalega verið skortur á
leiðbeiningum í þessum efnum —
þessvegna eru íþróttir okkar enn-
þá á byrjunarstigi. Með góðrí
kenslu og leiðbeiningum skapast
íþróttamenn. Þessi bók — sem
er dálítil byrjun á safni til
»íþróttabókar« — er þess verð að
henni sé veitt athygli, og ekki
siður þar sem reglur allar og
leiðbeiningarnar eru ágætar, einn-
ig málið og allur frágangur bók-
arinnar góður. Þarna hafa
líka þeir menn haft umsjón með
verkinu, sem kunnað hafa, og
má segja að í mikið er ráðist af
í. S. í. að gefa út slíka bók
(bækur), þar sem það hefir að
eins litinn styrk (500 kr.) af lands-
fé. Hér vantar fé, eins og í flest
góð fyrirtæki, sem þetta. Efni
bókarinnar er vel niður raðað,
og flestar íþróttagreinar nefndar
sem við nú iðkum, nema knatt-
spyrna, skauta- og skíðafarir, en
vegna stærðar bókarinnar, komst
það eigi fyrir — en sannfrétt hefi
eg, að eigi líði langt á rnilli þar
til einnig koma góðar reglur um
þessar iþróttir.
íþróttakenslubækurnar verða
alt af bezti kennarinn — ekki
sízt hjá okkur, þar sem er svo
strjálbygt.
Að eins tvær meinlausar prent-
villur hefi eg rekist á í bókinni, á
bls. 9, neðstu línu: atvinumaður f.
atvinnumaður, og á bls. 38, 2. línu
að neðan: allla f. alla. Og má
sjá af þessu, að góður er próf-
arkalestur bókarinnar. A bls. 48
‘i’ getið um »Fimtarþraut« (Penta-
nlon), og hafa þeir gjört þar góða
reytingu; að í staðinn fyrir
500 stiku hlaup skal koma is-
mzk glíma, og er það ágætt eins
'jg allir sjá á því, að 200 stiku
hlaup er áður komið í »Fimta,r-
1 rautinni*.
Vel á það líka við, að ekki
latist þessi eina þjóðariþrótt
»Kkar — menn verða að muna,
að þessi fagra íþrótt okkar má
“kki glatast eða gleymast.
T bók þessari er fjöldi af ný-
’ðum, sem við eigum að inn-
iða í staðinn fyrir þau mörgu
úilendu orðskrípi, sem nú tíðkast
meðal íþróttamanna.
Að síðustu vil eg þakka stjórn
í. S, í. fyrir þann dugnað, að
koma þessari bók á prent, og
vona að fleiri munu á eftir fara;
sérstaklega á formaður í. S. I.
(Axel Tulinius) þakkir skyldar
fyrir sinn mikla dugnað og áhuga
í þarfir íþróttanna, vonandi eig-
um við íþróttamenn því láni að
fagna, að hans njóti lengi við.
Heill þeim, sem vinna að við-
reisn þjóðar vorrar.
Bennó.
t—"> i .1 a « u Ö H I Ív cr=3
Afmæli í dag:
GuSrún Eymundsdóttir húsfrú
Bjarni Johnson cand. jur.
Emil Jensen bakari
Friðrik P. Welding skósm.
Friðþjófur Nielseu umboðsm.
Herbert Sigmundsson prentari
H. J. Hansen vélsmiður
Jens Jónsson trósmiður
Pórður Jóti83on úrsmiður.
Tungl f. kv. kl. 1.24 e. h.
S Ó 1 a r u p p r á s kl. 2.2 f. h.
S ó 1 a r 1 a g — 10.56 sfðd.
Háflóð í dag kl. 10.17
og — 10.49
Veðrið í gær:
Vm. logn, hiti 10.0.
Rv. logn, hiti 9.3.
ísaf. logn, hiti 7.7.
Ak. n.a. andv. hiti 9.0.
Gr. logn, hiti 10.3.
Sf. logn, hiti 8.1.
Þórsh., F. logn, hiti 11.0.
Þjóðmenjasafnið opið kl.
12—2.
Náttúrugripasafnið er opið
kl. 1V.-2V,.
Ingólfur fer til Borgarness á morg-
un með norðan- og vestanpóst.
Hestur drapst fyrir vagni hérna
ofan við bæinn í fyrradag. Átti hann
sveitarmaður, sem var á leið hingað.
Sennilegt er að ofþreyta hafi valdið,
því eigi verða hestar bráðkvaddir áð
jafnaði.
Gifting. Nýlega voru þau jungfrú
Elisabet Einarsdóttir í Laugarnesi og
Ben. G. Waage verzlunarmaður gefin
samati í borgarlegt hjónaband.
Messur í dag, 3. s. e. trinitatis.
(Guðspj. Hinn týndi sauður, Lúk. 15,
11—32. Matth. 9, 9—13.). í Frf-
kirkjunni í Rvík kl. 12 á hád. síra
Ól. Ólafsson, kl. 5 síra Har. Níelsson.
í dómkirkjunni kl. 12 á hád. síraJóh.
Þork., kl. 5 síra Bjarni Jónsson.
Gullfoss er nú f Leith. Skipið er
fullfermt af vörum hingað — meira
pantað, en hægt var að flytja.
BifreiðarsJysið. Mikið var um það
talað í gær. Eru allir sammála um,
að Jessen vólfræðiskennara sé það að
þakka, að ekki varð slysið enn voða-
legra en raun varð á. Og þá eru
menn eigi síður sammála um, að brýrn-
ar á Elliðaánum sóu mesta ómynd.
Þar hlýtur að ske stórkostlegt slys fy.r
eða síðar. Vór vöktum máls á því í
fyrra hér í blaðinu, að nauðsyn bæri
til þess að gera breiðari og traustari
brýr yfir árnar, þar sem umferðin
mun vera meiri en á nokkrum öðrtím
þjóðvegi í landinu. Bifreiðar, hest-
vagnar og ríðandi menn eru á stöð-
ugri ferð yfir árnar, og það þarf vissu-
lega sterkar brýr, sem þola eiga þá
umferð. Það er ekki óhugsandi að
réttir hlutaðeigendur rumski eitthvað
við Blys það, sem ef til vill kostar
Magnús Bjarnason lífið og komi skriði
á það mál, að byggja betri og breið-
ari brýr yfir Elliðaárnar. Það er
venja hór í þessu landi að byrgja
a 1 d r e i brunninn fyr en barnið er
dottið í hann — en það væri hart, ef
mörg börn þyrftu að detta í brunn-
inn, áður hann yrði byrgður.
Sigfús Sveinbjarnarson biður oss
geta þess, að f gær hafi fallið úrskurð-
ur stjórnarráðsins um það, að saka-
mál skuli hafið gegn honum út af
eldsvoðanum á Arnarstapa 31. marz
þetta ár.
í gær var farið að rífa niður bruna-
veggina, sem staðið hafa milli húsa
Gunnars Gunnarssonar og Edinborgar-
hússins við Austurstræti síðan bruna-
nóttina. Vonandi er það fyrirboði
þess, að bráðum verði gerð gangskör
að því að hreinsa rústirnar, svo eigi
verði þær bænum til stórskammar í
marga mánuði enn.
Ceres mun halda beint frá Akur-
eyri til útlanda. Skipið hefir engan
póst og engar vörur meðferðis til Vest-
fjarða eða Reykjavíkur.
Stúdentspróf stendur nú sem hæðst
í Mentaskólanum.
Guðfræðispróflnu
við Háskólann lauk i fyrradag.
Kandidatarnir, sem útskrifuðust, fengu
þessar einkunnir:
Asg. Asgeirsson i. eink. 1272/3 stig.
Friðrik Jónasson 2. betri eink. 86l/s st.
Herm.Hjartarson 2. betri eink. 982/8st.
Jón Guðnason 2. betri eiok. 84Y3 st
Jósef Jónsson 2. lakari eink. 563/3 st.
Verkefnin við skriflegn prófið voru
þessi:
I gamlatestamentisfrœðum: Hverjar
voru aðalhátíðir ísraelsmanna ? Hver
var hinn upphaflegi skilningur á
þeim og hvernig breyttist hann síð-
ar ? Hvað er sérstaklega að segja um
friðþægingardaginn ?
I samstaðilegri guðýraði: Eftir að
hafa í stuttu yfirliti lýst aðaltíma-
bilum siðgæðisþróunarinnar, sé gerð
grein fyrir sjálfsþroskunarskyldu ein-
staklingsins.
1 nýjatestamentisfrœðum: Að skýra
kaflann Matt. 16, ip—20.
I kirkjusögu: Innocentius III. páfi.
Prédikunartextar: Jóh. 8, 31.—36.
Jóh. 4, 39.— 42. Lúk. 15, 8. — 10.
Matt. 13, 33. Matt, 9, 35.—38.
Síðusfu
símfregmr.
í símskeyti frá brezku stjórninni
sem oss barst seint í gærkvöldi er
sagt:
Að 23 franskir og brezkir flug-
menn hafi flogið til Karlsruhe og
varpað þar niður 130 sprengikúlum
og gert mikið tjón.
Hji Souchez hefir Frökkum orðið
talsvert ágengt.
í Vogesa-fjöllum hafa Frakkarnáð
hæðunum hjá Fecht-dalnum.
í Elsass hafa þeir tekið Alterhof
Og Stensbruck og fleiri borgir.
^ *2finna
S t ú 1 k a óskast f vist á gott heimili
1. júli. R. v. á.
S t ú 1 k a getur fengið heyvinnn hjá
Petersen frá Viðey, Iðnskólanum.
S t ú k a óskaet mi þegar. R. v. á.
G ó ð a n kaupamann vantar sýslumann-
inn á Efra-Hvoli. Gott ka*p. Talið við
dýralækni Magnús Einarson.
Kaupakonu vantar á gott sveita-
heimili nálægt Reykjavik. R. v. á.
cJlaupsfiapur ^
H æ z t verð á ull og prjónatuskum i
»Hlif«. Hringið i sima 503.
Fjölbreyttur heitur matur fæst
allan daginn á Kaffi- og matsöluhúsinu
Laugavegi 23. Kristín Dahlsted.
R e i ð h j ó 1 ódýrust og vönduðust hjá
Jóh. Norðfjörð, Bankastræti 12.
Rúmstæði, vönduð og ódýr, og fleiri
húsgögn til sölu á trésmíðavinnustofunni
á Laugavegi 1.
A 1 f a-L a v a 1 skilvinda, divan, eikar-
borð og fjórir stólar, skrifpúlt, rúmstæði,
gramofón, karlm. reiðbjól, boxhanzkar,
kúluriffill o. fl. selst með sérstöku tæki-
færisverði 4 Laugavegi 22 (steinh.).
Til sýnis kl. 12 til 1 e. m.
Barnakerra litið notuð er til sölu
á Barónsstig 12.
Gott tveggjamannafar með seglum,
árum og stýri er til sölu. Uppl. Baróns-
stíg 12.
K v e n r e i ð h j ó 1 til sölu með lágu
verði. R. v. á.
Röskur dre ngur óskast nú þegar.
Björn Jónsson, Frakkastíg 14.
zŒunóié ^
Peningabudda með peningum í
fanst i gær. Vitjist á Skóvörðustíg 33.
Yfirlýsing-
Að gefnu tilefni lýsum vór undirrit-
aðir hér nieð yfir, að það var e k k 1
Knattspyrnufólag Reykjavíkur, heldur
»Fram« sem skoraðist undan að keppa
á íþróttavellinum 17. júní.
En þar eð tilkynningin kom svo
seint, var ekki hægt að breyta skemti-
skránni öðruvísi, en að láta yngri
deildir fólaganna keppa í stað þeirra
eldri, sem upphaflega höfðu tekið að
sór að gera það.
Reykjavík 19. júní 1915.
Framkvæmdanefndin.