Morgunblaðið - 18.07.1915, Side 2

Morgunblaðið - 18.07.1915, Side 2
2 'MORGUNBLAÐIÐ oss gat orðið þetta stórhættulegt, var þegar undirbúin önnqr árás. Sjó- liðaherdeild og franskt stórskotalið með 7í mm. fallbyssur, var sent fram og tók aftur skotgrafirnar. Meðan þessu fór fram höfðu Frakkar teygt úr hægra herarmi sin- um niður að ósi árinnar Kerevas Dere. Þessum stöðvum héldu þeir nóttina milli 13. og 14. júlí eins og ekkert væri. Tyrkir gerðu þó gagnáhlaup eins og nóttina áður, en nnnu ekkert á. Þannig unnum vér á á ðllu þessu svæði og náðum öllum þeim stöðv- um, sem vér höfðum ætlað oss að ná, nema á litlu svæði, svo sem 300 metra löngu, sem Tyrkir hafa enn á sínu valdi. 422 menn tókum vér höndum og af þeim handtóku Frakkar 200 I fyrsta áhlaupinu. Frá alþingi. Dagskrá á rnorgnn. Efri deild. 1. Frv. til Iaga um bann á út- flutningi frá íslandi á vörum, inn- fluttum frá Bretlandseyjum o. fl. (Sí); Þ umr- 2. Frv. til laga um mat á lóðum og löndum í Reykjavík (stj.frv. n. 47); 2. umr. 3. Frv. til laga um rafveitur (stj,- frv. n. 46, 48); 2. umr. 4. Frv. til laga um ullarmat (stj.- frv. n. 49, 50); 2. umr. Neðri deild. 1. Frv. til laga um harðindatrygg- ing búfjár (34); 1. umr. 2. Frv. til laga um forkaupsrétt landssjóðs á jörðum (45); 1. umr. 3. Tillaga til þingsályktunar um landhelgisvarnirnar (42); hvernig ræða skuli. 4. Tillaga til þingsályktunar út af staðfestingu stjórnarskrárinnar (3 5); ein umr. Þingnefndir: í Efri deild. Sjávarútvegsnejnd: Hákon Kristó- fersson, Kristinn Daníelsson (skrif- ari), Sigurður Stefánsson (formaður). í Neðri deild: Forðagazlunefnd: Eggert Pálsson (formaður), Jóhann Eyjólfsson, Guðm. Eggerz, Þorleifur Jónsson (skrifari), Sigurður Gunnarsson. Fraðslunejnd: Björn Kristjánsson (skrifari), Matth. Ólafsson (formaður), Einar Jónsson, Jón Jónsson, Guðm. Hannesson. Þegnskyldunejnd: Bjarni fónsson, Matth. Ólafsson (skrifari), Jóhann Eyjólfsson, Þorieifur Jónsson, Sveinn Björnsson (formaður). Ný plága á vígstöðvunum. Maður nokkur, sem hefir verið á vígstöðvunum í Frakklandi ritar »Daily Mail« í öndverðum þessum mánuði um nýju pláguna á herstöðv- unum — flugurnar. Akaflegir hitar hafa gengið þar syðra I alt vor Og sumar — logn og sólskin nær altaf. Af þessu leið- ir aftur það, að óhemju ósköp af flugum hefir kviknað. Og þær valda hermönnunum svo mikilla rauna að ósköp*eru að heyra. Flugnavargurinn er auðvitað mest- ur i skotgröfunum. Þangað sækir hann heizt og lifir þar eins og blóm i eggi á blóði og kjöttætlum her- mannanna. Særðir hermenn hafa engan frið fyrir flugunum og eykur það á kvalir þeirra um allan helm- ing. Eigi fá menn heldur notið svefns fyrir þessu illþýði. Segja hermennirnir að þetta sé einhver hin mesta raun sem þeir hafa kom- ist i síðan ófriðurinn hófst. Fréttaritarinn segist sjálfur hafa farið út i skotgrafirnar og séð þetta með eigin augum. Segir -hann til dæmis um það hve mikið var þarna af flugunum, að suðan i þeim var svo mikil, að oft og einatt heyrðu mennirnir ekki hvellina í byssum Þjóðverja, sem þó voru skamt það- an. Hann segir ennfremur að her- mennirnir geti tæpast matast nema með þvi móti að eta um leið marga tugi flugna. Þær setjast tugum saman á hvern matarbita og verða menn að þurka vandlega af bitunum á ermi sér — og flýta sér svo eins og þeir geta að stinga þeim upp í sig, svo þeir eti þó eigi nema sem minst af þessum eiturkvikindum. Fréttaritarinn byrjar grein sína og endar hana með áskorun til visinda- manna í Bretlandi um það að finna einhver ráð til þess að verja her- mennina fyrir þessari nýju og óvæntu plágu. Nýjasta uppgötun Þjóðverja. Þjóðverjar eru ekki af baki dottnir enn með það að gera ný- ar umbætur á vopnum sínum. Nýjasta uppgötvun þeirra — segir JameB Dunn, fréttaritari »Daily Mail« í Hollandi — er sjálfhleðslu- tæki, sem hleður fallbyssurnar jafnóðum og úr þeim er skotið. Með þessu móti geta þeir skotið mörgum sinnum fleiri skotum á hverri klukkustund en áður. Þessa nýju uppgötvun ætla þeir að reyna i fyrsta skifti þegar þeir gera næstu tilraun til þess að brjótast í gegn um fylkingar bandamanna á vestri vígatöðvun- um. Móðir. Helgað minningu frú Mariu Finsen. Draumahjúpur húms og friðar Heiminum skýlir enn í nótt. Sunnanblær og báran niðar, Blessaður fuglinn sefur rótt. Svífur ský, með svefnsins bróður Með sál í fangi’ í himininn. — Stari eg eftir mistrar móður Minningunni’ í annað sinn. é Móðir — hún er upphaf, endi Alls, sem græðir heimsins sár; Veröld styður veikri hendi, Von og trú, í þúsund ár. Manstu ekki móður blíða Mjúklega strjúka barnsins hár? Hugarstrið og harm og kviða Heilög þýða móðurtár. Brosi við þér gæfa’ og gengi, Gangi þér lífið alt í hag, öfundin mun ekki lengi Á sér sitja’ einn glaðan dag. En hvenær skyldi lánið leika Svo lausum taum’ við nokkurn mann, Að móðir hans, in milda og veika, Mundi ei faðma’ og kyssa hann? Sumir bera ástir ungar Eins og fríðan, stolinn sjóð. Stundum eru þær of þungar — Þögnin svíður eins og glóð. Ekki’ er vandi’ að velja sinni Von og óró griðastað: Manstu’ ei eftir móður þinni? Mundi’ hún ekki skilja það? Mörg eru brek og bernskusyndir — Bogna’ eða hrökkva skjóllaus strá. Við móðurhjartans ljúfu lindir Lækna alt og græða má. Grimdin telur hefndarhlutann, Heimurinn selur náðarspor. Fyrirgefur enginn utan Alviskan og móðir vor. önnur móðir — mannsins kona, Meistaraverkið hér á jörð, Móðir allra mannsins sona, Margföld sé þér þakkargjörð. Sækir alt til ástabrunna Upptök bæði’ og framhald sitt. Svo við ættum öll að kunna Að elska’ og meta gildi þitt. Blessuð sértu, milda móðir, Mér fer nú að kólna hér; En eg trúi’ að allir góðir Andar muni hlúa’ að þér. Blessuð vertu, enn og aftur, Umburðarlynd og hjartaþýð. — Þú ert blíða, þú ert kraftur, Þú ert prýði alla tíð. S. S. >■■■ %—=-s-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.