Morgunblaðið - 18.07.1915, Side 7

Morgunblaðið - 18.07.1915, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 ÖAOGÓFflN. Afmæ.li f dag: ^°rst. Júl. Sveinsson hafnsögum. Sólaruppras kl. 2.51 t'. h. Sólarlag — 10.12 síEd. Háflóð í dag kl. 9.0 og < nótt — 9.21 Guðrúnu Zoega, dóttir Geirs rektors. Veizla á heimili brúðurinnar. Laxveiði. Tómas Jónsson og Arni Sigfússon kaupmenn dvelja nú uppi í Borgarfirði við laxveiðar í Grímsá, Þingsetningarræða síra Eggerts Pálssonar hefir verið prentuð í Bjarma. A Laugavegi 19 fæst ræðan sórprent- uð. Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 10.0 Rv. logn, hiti 10.0 íf- logn, hiti 6.2 Ak. n.ti.v. andv., þoka, hiti 2.0 Hr. n. andvari, hiti 4.0 logn, þoka, 5.1 Þh.F. n. andvari, hiti 8.5. Guðsþjónnstur í dag, 7. e. trin. (Guðspj. Jesús mettar 4000 manns, Mark. 8, Matt. 10, 24—31. Matt. 16, 5—12.). Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Náttúrugripasafnið er opið kl. 1V2-2V2- Jarðarför Ágústs Pálssonar fór fram í gær. Aðalstræti. Viðgerðinni á þeirri götu er nú lokið og er nú sem stofu- gólf < þurkinum. Eru verkamenn farn- Ir að grafa upp Suðurgötu, sem og verður »asfalteruð« í sumar. Þá þarf ®kki lengur að kvarta yfir for og illri feerð á þessum strætum Miðbæjarins. En nóg er eftir samt. Þingvallaferðir. Margt Reykvík- •nga er þar nú, bæði í Valhöll, í Kon- 'ingshúsinu og hjá sr. Jóni. Bifreiðar halda uppi reglubundnum ferðum þang- að á hverjum degi og er verðið sama °g < fyrra — 5 kr. hvora leið. Hafísinn. Þegar Botnia sneri við a Eyjafirði hólt hún út að Grimsey og komst þaðan vestur eftir alla leið að Horni. Þar var ísspöng beint i norður °g ekki fært skipum. Hljómleika hólt Haraldur Sigurðs- ®on frá Kallaðarnesi í Bárubúð í fyrra- ^völd, fyrir nær fullu húsi. Fólk dáð- 18t að leik Haraldar og klappaði hon- um óspart lof í lófa eftir hvert lag. í kvöld endurtekur Haraldur leikinn, með nokkrum breytingum þó. i ---- Hotnia kom hingað í gærmorgun Snemma. Farþegar voru Ben. Þórar- **lsson kaupm. og frú hans og börn, _ órarinn B. Guðmundsson kaupm. á eyðisfirði, Þorsteinn Scheving og Páll "ttormsson frá Norðfirði. Skipið hólt ^ðan aftur til ísafjarðar eftir nokkra 8tnnda dvöl hór- há>sað í dómkirkjunni kl. 12 á , ,, eg> (B. J.). Engin síðdegisguðs- pl°nusta. Ijjj., ^Hng. í gær gaf sr, Jóhann dóm- þ0 iuPreatur saman í hjónaband þau .t ** Þorsteinsson cand. polit. for- a Hagstofu íslands, og ungfrú Skemtiför. Flóabáturinn Ingólfur fer í dag skemtiferð að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Fjöldi manns hefir pantað far með skipinu. Jul. Schou steinhöggvari hefir ný- lega höggvið mynd, sem sýnir tölu- verða listamannshæfileika, þó gerð só hún af manni sem kominn er yfir bernskuárin. Myndin er höggvin í ís- lenzkan grástein og er af Mariu mey sem liggur á hnjánum og biðst fyrir. Óvenju fagrir og mjúkir drættir eru í andliti og innileiki og auðmýkt skýn úr hverjum drætti. Myndin er ein- stök i sinni röð og Schou til mikils sóma. Dómkirkjan. Nú er verið að mála hana að utan — og var það ekki van- þörf, því að hún var bænum til skamm- ar í því ástandi, sem hún var. Kvæðið »Móðir«, sem birúst í blað- inu i dag, er eftir Sigurð Sigurðsson lyfsala í Vestmannaeyjum. Koparsmyglar i Noregi. Allra hugsanlegra ráða leita Þjóð- verjar til þess að ná i kopar, sem mikið er farinn að þverra á Þýzka- landi. Ótal sögur hafa verið sagðar af tilraunum sem gerðar hafa verið í Danmörku, Hollandi, Svíþjóð og Noregi til þess að smygla kopar úr landinu. Ein sagan er þessi og bar hún við fyrst í þessum mánuði í Noregi: Járnbrautarlest kom að litlum bæ í nánd við Kristiania hlaðin ýmsurn varningi. Tveir vagnar urðu þar eftir og áttu þrir þýzkir menn inni- haldið, sem var kopar. Þeir létu af- ferma vagnana og sendu koparinn til Kristianiu. í stað þess voru vagnarnir fyltir með tilbúnum glugg- um og þeir ennfremur sendir til Kristianiu. Þegar yfirvöldin fóru að gá i vagnana fundu þau um io smálestir af kopar, sem voru faldar í gluggagrindunum sem allar áttu að fara til Ltlbeck. Er talið víst að einhverjir Norðmenn hafi verið í vitorði við Þjóðverjunum þremur sem allir hafa verið teknir fastir. Ofriðarsmæfki. Lloyd George, hergagnaráðherrann brezki hefir boðið út 6o þús. verk- fræðinga til þess að sjá um her- gagnagerð i verksmiðjum á Bretlandi. ÞjóBverjar hafa látið flytja ógrynni af glerbrotum, bæði rúðugleri og brotnum flöskum til vestri vigstöðv- anna og ætla að ncta það til þess að hindra framsókn bandamanna- fótgönguliðsins. Er það dðferð, sem sem eigi hefir áður verið notuð i áhlaupum. Þjóðverjar gera við byssur. Það er mælt að í Bevertoo Camp séu Þjóðverjar að gera við 30 fallbyssur, sem þeir hafa tekið herfangi af Frökkum. Adriahafið lokað. ítálska stjórnin hefir gefið út yfirlýsingu um það, að Adriahafið sé algerlega lokað og fái engin verzlunarskip að sigla þar nema því að eins að itölsk herskip séu þeim til fylgdar. Þýzkur landstjóri i Rússlandi. Þjóðverjar hafa skipað sérstakan land- stjóra yfir héruð þau i Rússlandi, sem þeir hafa nú á sinu valdi. Heitir sá von Gossler og hefir bæki- stöð sina i Tilsit. Tyrkir og Þjóðverjar. ítölsk blöð kunna margar sögur af þvi, hve ilt sé nú að verða samkomulag með Þjóðverjum og Tyrkjum. Segja þau að Tyrkir hafi myrt hundrað þýzka liðsforingja og marga stjórnmálamenn sina. Skotfæri séu þrotin í landinu og hersveitirnar, sem sendar séu til Gallipoliskaga, fari grátandi af stað. Itaiskir flugmenn hafa nýlega varpað sprengikúlum niður á borgina Triest og eyðilagt þar stóra skipasmíðastöð og mörg mannvirki við höfnina. Landamæri Belgiu. Þjóðverjar hafa nú sett vírgirðingar á landamærum Hollands og Belgiu, sem þeir veita rafmagnsstraum eftir. Er hverjum manni bráður bani búinn sem snert- ir á virunum. Gjafir til Belga. Ástralia og Nýja- Sjáland hafa gefið 298 þús sterl.pd. til liknar Belgum. Rússar hafa unnið mikið i Svarta- hafinu með þeim fáu kafbátum sem þeir eiga þar. A einum degi sökti kafbátur 6 skipum, sem voru á leið til tyrkneska liðsins með skotfæri og vistir. Þá eru brezkir kafbátar komn- ir inn i Marmarahaf og hafa þeir gert Tyrkjum mikið tjón þar. Er sagt að flutningar til liðsins á Galli- polisskaganum séu orðnir svo erfiðir að eins vel geti farið svo, að þeir verði alveg teptir. En þá verða Tyrkir í vanda staddir á skaganum. Austurrikismenn hafa pantað þrjú stór Zeppelinsloftför frá verksmiðj unr.i í Friedrichshafen. Er þau eru fullsmíðuð á að nota þau gegn ítölum. Maður nokkur f London lét draga úr sér allar tennur, skeia sig upp við hálsveiki og rétta á sér eina tána, sem var skökk — alt til þess að verða tekinn sem hermaður. Hafði hann boðið sig til herþjónustu, en læknar fundið þetta að honum.. Vonandi er hann nú fær í stríðið.. Lestrarsalur Alþingis. Erindi frá E. Kristjánssyni á Sauð- árkróki um sútun skinna. Bréf oddvita bæjarstjórnarinnar á. ísafirði um að kvenfél. »Ósk« verði veittur 2000 kr. árlegur styrkur til húsmæðraskólahalds. Askorun frá bæjarstjórn ísafjarðar um styrkveitingu til sjómannakenslu og vélfræðikenslu á ísafirði. Umsókn frá Hólmgeiri Jenssyni um styrk til að stunda dýralækn- ingar. Erindi frá heimilis-iðnaðarfélagi Norðurlands um 500 kr. styrk á næstu fjárlögum. Erindi frá Hannesi Þorsteinssyni skjalaverði viðvikjandi styrk til að rita æfisögur merkra manna íslenzkra. Skrá fylgir yfir heimildarrit þau, sem hann hefir notað og er hún til sýnis á skrifstofu þingsins. Erindi frá Christen Havsteen á Akureyri, þar sem hann mótmælir fyrirhugaðri stækkun á verzlunarlóð Siglufjarðarkauptúns. Erindi frá íbúum Grunnavíkur og Sléttuhrepps í ísafjarðarsýslu um hvalveiðar. Erindi frá Gísla Jónssyni um 1500 kr. utanfararstyrk til að framast í málaralist. Erindi frá Eggert Davíðssyni um að fá hálfa jörðina Möðruvelli í Hörg- árdal keypta. Skýrsla um teikni og skurðarbók Stefáns Eirikssonar veturna 1913—14 og 1914—15 Erindi frá stjórn Fiskifélags Norð- urlands um vitabyggingar á Eyja- firði. Erindi frá Fiskifélagi Norðurlands um fjárveitingu til að halda uppi landhelgisvörnum fyrir Norðurlandi. Erindi frá Finni Jónssyni á Hjörs- eyri um 400 kr. styrk hvort ár næsta fjárhagstímabils, til að safna og gefa út ýmiskonar sögulegan fróðleik. Tilboð frá E. Kristjánssyni á Sauð- árkróki um að ferðast um landið til að »agitera« fyrir sútunarverksmiðju — gegn því þó að landið kosti för hans. Umsókn til alþingis frá hrepps- nefnd Húsavíkurhrepps um lán til raflýsingar í Húsavíkurþorpi. Erindi frá Jakobi Björnssyni sildar- matsmanni á Siglufirði, um að hon- um verði borgaðar eftirstöðvar ’af ferðakostnaði frá árinu 1910. Frh.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.