Morgunblaðið - 18.07.1915, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Svartfellingar taka
Skutari.
Serbar taka Durazzo.
(Eftir »Times«).
Eftirtektavert álitamál er það, að
Svartfellingar skyldu taka Skutari.
21. júní sendi stjórn Svartfellinga
ræðismönnum sínum erlendis til-
kynningu um það, að þeir mundi
eigi ráðast á Skutari, enda þótt her-
sveitir sínar væru skamt á brott það-
an, og áttu ræðismennirni að skýra
stórveldunum frá þessu. Skeyti þetta
tafðist á leiðinni og stjórnir Breta
og Frakka fengu eigi vitneskju um
það fyr en 26. jdní.
En 1. jiilí er svolátandi skeyti
frá stjórn Svartfellinga birt stjórnum
bandamanna:
Skutari tekin.
Hersveitir Svartfellinga, sem hafa
setið síðustu þrjár vikurnar á báðum
bökkum Boyána-ár, hafa náð þvi
vinfengi íbtianna að jafnvel Skutari-
biiar óskuðu þess að hersveitirnar
kæmu til borgarinnar til þess að koma
þar á reglu og friði.
I þessu skyni gerðu bæði kaþólskir
menn og Múhameðstriiarmenn sendi-
nefnd á fund Vechovitch hershöfð-
ingja og báðu hann að fá Svartfell-
ingakonung til þess að senda her-
sveitir sinar til Skutari. Eftir ræki-
lega yfirvegun afréð konungur og
stjórn að verða við þessar' beiðni.
Ef það nefði eigi verið gert, má bú-
ast við þvi að megn óánægja og
sundurlyndi hefði orðið i landinu.
Sendiherrum stórveldanna hefir
verið skýrt frá þessu og jafnframt
verið skýrt frá þvi að Svartfellingar
leggja málið alveg í þeirra dóm. Það
er því að eins um stundarsakir sem
vér höfum tekið yfirráð borgarinnar.
Skutaribúar hafa af sjáifsdáðum gef-
ið upp vopn sín, og hér eftir mun
eigi þurfa nema 2000 manna til
að gæta reglu og friðar i Albaníu.
Hinn hluti hers vors, sem til þessa
hefir verið hafður á landamærunum
til varnar gegn ránsmönnum frá Al-
baniu, verður nú sendur gegn Aust-
urríkismönnum.
Uppgjöfin.
Oss er skýrt svo frá, að Skutarí-
búar hafi afhent Svartfellingum 20
þús. kúlubyssur. Sendiherra Aust-
urríkis, sem reyndi að spana Albaníu
upp á móti Svartfeilingum, hefir
verið sendur til Cattaro.
Svartfellingar munu nú að mörgu
leyti hafa frjálsari hendur en áður,
eftir að Skutari hefir gefist upp. Frá
Skutari hafa Svartfellingar jafnan feng-
ið mestan hluta kornmatar síns,
og þvi hefir þeim verið mikill
bagi að samgöngubanni Austurríkis-
roanna og þeim fyrirmælum stór-
veldanna, að enginn mætti leggja
undir sig land það er Albaniu til-
heyrði. Verð á korni og matvælum
var orðið þrisvar sinnum hærra í
Svartfjallalandi heldur en i næstu
béruðum Austurríkis. Og farangurs-
skipum, sem hafa veriðáleið frá Skút-
ari til Svartfjallalands upp eftir
Boyana, hefir verið sökt af Austur-
ríkismönum.
Serbar taka Durazzo.
í sama mund og Svartfellingar
tóku Skutari túku Serbar Durazzo,
höfuðborg Albaníu. Þeir hafa þó
enn eigi gert grein fyrir því,hver|ar
ástæður hafi knúð sig til þess, en
ætla má að það sé eitthvað líkt og
um Svartfellinga. Þeir þurfa að fá
bættar samgöngurnar og fá það bezt
með því að ná sér í hafnarborg. —
Annars munu dýpri rætur til þessara
athafna, auðsæar þeim, sem fylgdust
með því sem gerðist í Balkanstyrj-
cldinni.
„Apríl“
kom til Siglufjarðar í gær. Skip-
stjóri simaði og kvaðst hafa feng-
ið þoku og séð mikinn is alla
leið frá Horni, og hafi það seink-
að ferðinni um 12 kl.stundir.
Emden.
—o—
Maður nokkur í Ástraliu, Darn-
ley að nafni, hefir boðið stjórn-
inni að gera tilraun til þess að
ná þýzka herskipinu fræga,
Emden, af grunni og koma því
til Sidney. Hefir stjórnin tekið
tilboði hans og er nú félag mynd-
að í þeim tilgangi. Ætlar fé-
lagið að búa út sérstakt skip með
sérstökum vélum til björgunar,
og er talið víst að tilraunin muni
hepnast.
Dacia.
Svo sem menn muna, var gufu-
skipið »Dacia« tekið af frönsku
herskipi í Atlantzhafinu 27. febr.
og flutt til Havre. Það var á leið
frá öalvestone til Rotterdam, hlað-
ið bómull. Þegar ófriðurinn hófst
var skipið eign Hamborg-Amer-
íkulínunnar, en var þá selt þýzk-
um manni, Breitung að nafni.
Bretar og bandamenn þeirra vildu
eigi viðurkenna þau kaup og létu
það boð út ganga, að þeir mundu
hertaka skipið, ef það færi frá
Galvestone, og láta skipatökurétt
dæma málið.
Máli þessu er nú lokið og var
farmur skipsins dæmdur upptæk-
ur og verður seldur á opinberu
uppboði í Havre.
Brezka ráðuneytið
kveður stjórnarforseta
Kanada á ráðstefnu
með sór.
Hálfrar annarar aldar
stjórnarvenju breytt.
Oft hefir verið um það rætt á
Bretlandi að fulltrúarnir frá nýlend-
unum ættu að eiga sæti í ráðuneyti
Breta þegar ákvarðanir væru teknar,
sem snerta alt Bretav. Kom Sir Wil-
fred Laurier fyrst fram með þessa upp-
ástungu*á 60 ára ríkisstjórnarafmæli
Viktoríu drotningar. Hann var þá
stjórnarforseti í Kanada og sat þá
fund með öðrum stjórnarforsetum
nýlendanna.
Eins og menn muna var þess
getið í Morgunblaðinu fyrir skömmu
að Sir Robert Borden stjórnarforseti
Kanada væri kominn til Lundúna í
mikilsverðum erindagjörðum. Nú
hefir forsætisráðherra Breta boðið
Borden að vera á fundum brezka
ráðaneytisins.
Með þessu hefir forsætisráðherrann
breytt út af stjórnarfarsvenju, sem
hefir verið i gildi á Bretlandi f meira
en hálfa aðra öld. Mun óhætt að
segja að upp úi þessu muni verða
gerbreyting á sambandi Bretlands og
nýlendna þess.
Aðalíundur
Slippfélagsins
verður haldinn í Iönó, uppi, mánu-
daginn 19. júlí þ. á. kl. 5 e. h.
Endurskoðaðir reikningar verða
framlagðir. Einn maður kosinn í
stjórn og tveir endurskoðunarmenn.
Tr. Gunnarsson.
Slátfumanti
vantar að Ási nú þegar. Sími 236.
I fjarveru minni um fárra
vikna tíma eru þeir, er mín vildu
leyta um lögfræðileg efni, beðnir að
snúa sér til Ólafs Lárussonar eða
lóns Asbjörnssonar, yfirdómslög-
manna.
Reykjavík 15. júli 1915.
Gísli Sveinsson.
Undirritaður útvegar:
allskonar Stimpla, Brennimörk, Numera-
tora, dyrasbilti, úr messing, gleri eða ema-
ille, He'tivélar, kontroltengur, merkiplötur
og allskonar lansa bókstafi og tölur, Per-
forervélar og Signe 0, fl. þar að lútandi
frá þektustn verksmiðju Norðnrlanda.
Ennfremur allskonar bréfmerki (bréfob-
látnr) og vörumerki úr pappir, nauðsyn-
legt hverri verzlun og gkrifstofu.
Sýnishorn og verðlistar til reiðu. Mjög
fljót afgreiðsla.
Yirðingarfylst
Engilbert Einarsson,
hjá Jes Zimsen eða Laugavegi 19, niðri.
Stór þægindi.
Bifreið fer til Þingvalla á hverjuiö
degi kl. 5 síðdegis. Verð sama og
í fyrra, 5 kr. aðra leiðina en i°
kr. báðar leiðir. Farmiðar og upp'
lýsingar fást á Hverfisgötu 56, niðri.
Þar verður opin afgreiðsla all.in dag-
inn. Pantið helzt deginum áður.
Bifreiðar eru til leigu allan daginn.
Bifreiðarstjórar eru Jón Sigmunds-
8on og Tryggvi Ásgrimsson.
Sími 533.
ftXaupsRapur
H æ z t verð á ull og prjónatusbum í
»HHf«. Hringið i síma 503.
R e i ð h j ó 1 ódýrust og vönduðust hjá
Jóh. Norðfjörð, Bankastræti 12.
Ullartnsknr, prjónaðar og ofnar,
keyptar hæzta verði í Aðalstræti 18.
Björn Ghiðmundsson.
F æ ð i fæst i Bankastræti 14.
Helga Jónsdóttir.
Ullar-prjónat,'iskur keyptar
hæBta verði gegn peningnm eða vörnm i
Vörnhúsiun.
Morgnnkjólar fást altaf i Doctors-
húsinn. Vandaðnr saumaskapnr.
Likkransar úr >pálmum< og »Blod-
hög«. Grænir kransar úr lifandi viði.
Gnðrún Clansen.
JBeiga ^
S t o f a með húsgögnum og á móti sól
er til leigu nú þegar. Uppl. Þignholts-
stræti 16.
^ ^ffinna
Þrifinn og myndarlegur eldri kven-
maður óskast til eldhúsverka nú þegar 1
kaffi og matsölnhúsinn Langavegi 23.
Lundi.
Nú um tíma verður seldúr lundi
á hverjum degi í
Bröttugötu 3
Simi 517.
Keyrsla
Tilboð óskast í keyrslu ó
kolum víðsvegar um b$'
inn. Meun snúi sér til
Lúðv. Hafliðasonar
Vesturgötu 11.