Morgunblaðið - 22.10.1916, Síða 3

Morgunblaðið - 22.10.1916, Síða 3
22. okt. 349. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 I 1 [e^=jE]G 3E 30[ EGILL )ACOBSEN [' Landsins fjölbreyttasta vefnaðarvöruverzlun. Nýkomið með es. Islandi og Gullfossi: dtecjnfiápur svartar, mislitar. Komið fljótt, áður en þær beztu seljast. cfiegnfíljfar með nýtýzku skafti Dwanteppi SorðéMa ^Plyós 'Kiœéi, cfiúmteppi. Ssaróinuíau f^| Sœnguróúfi. - - JSéroft * - cTvisttau. - - <Æorgunfijolaafni. dóéurafni. Silfíi, ftSSÆ ^^vunfuefni £j£ €ff&trarkápur. *ffairarfíaftar. SCattasfíraut. ^airarfíansfíar skinn og ullar. • Svunfur. - - SFlauel, og ótal margt fleira. 1 Msil^nsv Með e.s. íslandi kom mjög stórt úrval at Myndum og Myndarommum. Komift og skoðið! h þrengslin séu mikil þá borgar það sig samt að biða! I DESE nr □u □□0 mk Þýzk menning og ensk frá íslenzku sjónarmiði. Grein með þessari fyrirsögn birt- ist í »Visi« fyrir nokkru, rituð af fröken Th. Friðriksson. . í niðurlagi greinarinnar eru þessi orð: »Að enúingu skal bent á, að þrátt fyrir »hugvitið«, sem Þjóðverjar að sögn hafa í svo miklu rikari mæli en aðrar þjóðir, þá vill svo til, að mannkynið á þeim sáralítið að þakka hvað nýjar uppgötvanir snertir.« Á eftir þessum orðum telur fröken Th. Friðriksson upp nokkra vis- inda- og hugvitsmenn »bandamanna«, en tekst þó ekki betur en svo, að nokkrir þeir sem þektastir eru, svo sem Galilei, Faraday, Davy og lord Kelvin hafa gleymst. Jafnvel jafn nafnkunnur maður og Watt hefir ekki fengið að vera með, en á hans snjöllu uppgötvun, gufuvélinni, byggj- ast þó uppgötvanir Stephensons og Fultons. En af því að fröken Th.; F. man ekki eftir neinum þýzkum vísinda- eða hugvitsmanni nema Zeppelin, þá ætla eg að telja upp nokkra þeirra, þá er þektastir eru og eg man eftir i bili: Otto v. Guericke fann upp loft- dæluna. Josep Fraunhofer mældi fyrstur sveiflulengd ljóssins. Hann mældi einnig fyrstur manna brot dimmu línanna í litabandi sólar- 1 jóssins, og lagði með því undir- stöðuna að sjónauka- og smásjár- smíðum seinni tíma; en sjónaukar og smásjár hafa mikið hjáipað mann- kyninu til að skygnast inn í leyndar- dóma náttúrunnar. Ruhmkoiff fann upp Riihmkorff- súluna. Sú uppgötvun var »sára lítils« virði, að Volta fekk Napoleon III til þess að veita honum 50.000 franka verðlaun fyrir hana. G. S. Ohm fann lögmál það í rafmagnsfræðinni, sem við hann er kent, og hlaut að verðlaunum Copley- Medalíu konunglega vísindafélagsins brezka. N. A. Otto er talinn að hafa þýðingu fyrir gasmótorinn og Watt fyrir gufuvélina; hann fékk 1. verð- laun fyrir þá uppgötvun á Parísar- sýningunni 1867. A uppgötvun Werner von Siems byggist það, að síðan er hægt að smíða margfalt aflmeiri rafmagns- vélar. Bunsen fann upp Bunsens-brenn- arann, en á honum byggjast gaslýs- ingar- og hitunar-tæki nútimans. Auer v. Welsbach fann um gas- glóðarnetið; sú uppgötvun hefir þá þýðingu, að síðan fá menn þá gas- ljósbirtu fyrir 2 aura, sem áður kostaði 18—24 aura. Hann, og fleiri Þjóðverjar, fundu einnig upp málmþráðarlampana, en þeir eyða ekki nema ^/3 afrafmagni móts við gömlu kolþráðarlampana. Á Þýzkri uppgötvun byggist Röntgenstofnun Háskólans islenzka. Diesel uppgötvaði Dieselvélina. Kirchhoff og Buosen lögðu undir- stöðu undir þá grein efnafræðinnar, sem nefnd er litsjárkönnun. Aloys Senefelder fann upp stein- prentunina. König fann upp hraðpressuna. I henni var Times fyrst prentaður 28. nóv. 1814. Mergenthal fann upp setjaravélina »Linotype«, sem mestri útbreiðslu hefir náð meðal enskumælandi þjóða. H. Herz sannaði fyrstur manna með tilraunum, að rafmagnsöldur breiðast út í ljósvakanum á líkan hátt og ljóssveiflur, og lagði undir- stöðu að loftskeyta-sendingum. Hann dó skömmu síðar. Enda kalla Eng- lendingar og Amerikumenn loft- skeytaöldurnar »Herz-öldur«. Óliklegt þykir mér og að fröken Th. F. muni ekki eftir þvi, að það var Þjóðverjinn Jóhann Gutenberg, fann upp prentlistina. Hann steypti fyrstur manna prentstíl. Sú upp- götvun er enn í dag, eftir hér um bil 500 ár, i sinu fulla gildi. Rýninn. Aths. Vér höfum eigi viljað neita grein þessari upptöku, þó vér hinsvegar skoðum hana næsta óþarfa. Sjálfsagt mætti fylla heilt Mo<"gunblað með nöfnum frægra vísinda- og hug- vitsmanna af bandamannaþjóðerni — og það án þess að nokkrum kæmi til hugar með þvi að gera lítið úr visindum og hugviti Þjóðverja. Það er fásinna ein að ætla að sá hafi verið tilgangur ungfrú Th. F. með greininni í »Vísi«. Ritstj. Stóru skipi sökt Hinn 4. þessa mán. sökti kaf- bátur Cunard-linuskipinu »Franconia« suður í Miðjarðarhafi. Skip þetta bar 18.150 smálestir og mátti heita nýtt; smíðað árið 1911. Þegarófrið- urinn hófst lagði brezka stjórnin hald á skipið og hafði það til her- flutninga siðan. Þegar því var sökt, hafði það þó engar hersveitir innan- borðs. Tólf af skipverjum fórust, en 302 var bjargað. Morgunblaðinu barst sú fregn fyrir fáum dögum að stóru herflutninga- skipi hefði verið sökt suður i Mið- jarðarhafi og 600 menn farist. Er liklegast að þar sé átt við annað skip en »Franconia«.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.