Alþýðublaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 6
6
Alþýðublaði®
Fimmtudagur 29. maí 1958
( Utan úr heimi )
UPP ÍJR heimsstyrjoldinni
síðari var fjórða franska lýð-
veldið sett á laggirnar. Til þessa
dag's hefur það siitið út tuttugu
og fjórum ríkisstjórnum,------
stjórn Pijmlins er hin tuttug-
asta og fimmita. Hver ríkisstjórn
hefur setið að jafnaði sex til
sjö míánuði, þá hefur henni ver-
ið steypt af stóli, og eftir nokk.
urra vhkna þjark verið mynduð
ný stjórn, skipuð að m'estu sömu
mönnum og voru í fráfarandi
stjórn, en skipt um forsætis-
ráðíherra.
Þetta gefur strax til kynna,
að allar ríkisstjórnirnar hafi
að mestu stuðzt við sömu
flokka eða. flokkssamsteypur.
Segja má, að á franska þing
inu séu hér um. bil tvö hundruð
þingmenn ólýðræðislegra
flokka til hægri og vinstri. —
Stjórnin hefur því orðið að fá !
meirihluta hjá þrjú hundruð af ,
hinum fjögur hundruð þing-!
mönnumi lýðveldisflokkanna, —'
en þetr skiptast í fimm stórar
flokkasamsteypur og marga
smáihópa. Þetta hefur leitt til
þess að sérhver ríkisstjórn hef-
ur orðið að halda sér fast við
eihhverskonar miðstefnu, og lítt
getað sveigzt til hægri eða
vfinstri. Allar ríkisstjórnirnar
hafa þannig stuðzt við hinn
tvpiska miðflokk, róttæka eða
vinstri-radikala.
Tvær ástæður hafa einkum
valdið því, að franskar ríkis-
stjórnir hafa yfirleitt ekki set-
ið nema rúmt misseri. í fyrsta
lagi hafa flokkasamsteypurnar
mjög mlismunandi afstöðu til
þjóðmálanna. Þær geta komið
sér saman um lausn knýjandi
vandamiála, en þegar ný vanda-
mál svo skapast þá springur
venjulega samstarfið. Þá verð-.
ur að leita samninga á ný um |
Maurice Thorez.
aðra samsetningu þingmeiri-
hluta, — og þannig hefur þetta
gengið koll af kolii.
í öðru lagi: Flokkasamsteyp-
urnar og þingflokkarnir eru
mjög sundurlaus'.r og enginn
agi innan þeirra. — Meðlimir
þeirra eru sammála um viss
grundlvallaratriði, en þegar
greidd eru atkvæði um tiltekin
mál, þá hefur hver og einn
René Coty.
frjáisar hendur um hvernig
hann notar atkvæði sitt. Fyrir .
u.tan kommunista og fasista, —j
bá e::u jafnaðarmenn eini flokk
uiinn, sem í flestum tilfellum I
koma fram sem heild við mikils |
verðar atkvæðagreiðslur. 1
Flestir þingflokkarinir eru svo ’
lauslega tengdir ínnbyrðis, að
þingmenn eru stöðugt að fær-
ast milli þeirra og er því alltaf
um nýja og nýja möguleika að
ræða. Margir þingmenn eru
ekki kosn'.r af listum flokkanna,
heldur eru þeir valdir eftir af-
stöðu sinni til bæjarmála á
hverium stað. Fjöldi beirra eru
„ciháðí.r“ frambjóðendur og erf-
itt að segja hvar þeir skipa sér
í fylkingu á þingi. Þeir ganga
að vísu flestir í einhvern h’nna
stærri þing.flokka, en eru þar
ótryggir og óútreiknanlegir. —
Þetta á einkum við um þá f.mm
tíu og tvo þingmenn, sem kosn-
ir eru af landssvæðum Frakka
í Afríiku.
M'eð þ^ssar staðreyndir í
huga er flokkaskiptingin í
franska þinginu eins og hér fer
á eftir. F'lokkarnir eru taldir
upp með tilliti til afstöðu sinn-
ar, þanríig að byrjað er á flokk-
unum lengst til vinstri.
Konamúnistar, 150 þing-
menn. — Jafnaðarmenn, 100
þingmenn. ■— Kaþólski flobk-
urinn (MRP), ca. 80 þingmenn.
— Róttæk*r og. skyldir flokk-
ar, ca. 95 þingmenn. — Sósíal-
republikanar (áður flokkur de
Gaulles), 20 þingmenn. — Ó-
háðir (hægrimenn), ca. 100
þingmenn. — Poujadistar og
aðrir flokkar lengst til hægn,
ca. 45 þingmenn. — Loks eru
nokkrir þingmenn, sem standa
utan við alla flokka og flokks-
brot. En alls eiga 595 menn
sæti á þinglnu.
RÍKISSTJÓRN PFLIMLINS |
hefur, r aunar á mjög hæversk- ,
an hátt, sett þeim æðstu mönn-
um í Alsír úrslitakosti, þeim
Salan herforingja og hernaðar-
aðstoðarmönnum hans. Þeir
verði að brjóta á bak aftur vald
og áhrif þeirra öfgamanna, sem
halda vilja áfram línuna frá
Alsír og krefjast valdatöku D.e
Gaulle í Frakklandi. Til endur
■gjalds heitir stjórnin því að
síyðja herinn og yfirmenn hans
í Alsír unz. styrjöldinni lýkur.
Ríki.sstjórnin hefur enn taum
hald á öllu, heima fyrir að
minnsta kosti, og Gaulle hers-
höfðingi bíður bolinmóður þess
að sér bjóðist tækifærið. Og nú
nálgast óðum sá tími að tjaldið
verði dregið upp að þriðja og
síðasta þætti í þessum sögu-
lega lieik, — og sviðið verður
sama og í fyrsta þætti, —
Alsír. Spurningin er hvort vfir-
xnenn hersins þar muni viður-
kenna vald stjónarinnar, eða
halda; fast við kröfu stjórn-
málaleiðtoganna í Alsír um það
að De Gaulle taki við stjórnar-
taumunura.
Atburðimir í Alsír, þegar
kröfumenn réðust á stjórnar-
bygginguna og útnefndu örygg-
isnefndina sem æðstu stjórn í
Alsír, áttu beinlínis því hlut-
verki að gegna að hræða þjóð-
Jþingið frá að viðurkenna stiórn
ipflimlins. Evrópumenn í Alsír
hafa lengi verið þeirrar trúar
' að þeir ættu úrslitaorðið í öll-
um hernaðarmálum og gætu
fellt hvern forsætisráðherra og
ríkisstjórn, sem ekki vildi á-
byrgjast framhald miskunnar-
Jausra- styrjaldar í Alsír. Þeir
jbvinguðu. stjóm Mollets til að
! breyta um stefnu í febrúar
1956, þegar þeir tóku á móti
honum með grjótkasti, og þeir
hafa síðar sýnt að þeir hika
ekki við að beita slíkum ráð-
um.
j Hingað til hafa þeir ekki hik
að við að gera opinbera upp-
reisn gegn lýðveldinu. Á með-
an það lét að vilja þeirra þótt-
ust þeir geta hangið í mála-
myndahjónabandi við ríkis-
stjórnina í París. Þeir voru á
móti írumvarpi Mollets um
heimastjórn í Alsír. Þeir voru
líka á móti hinu útvatnaða
frumvarpi sem að lokum var
samþykkt, þar sem það gerði
of lítinn greinarmun á rétti
Araba og Evrópumanna. Þeir
voru ekki heldur sérlega fylgj-
andi Lacoste, sem átti að koma
því í framkvæmd. En Lacoste
gerðist skilyrðislaust fylgjandi
styrjöldinni, og þeir sáu sjálfir
um það að samþykkt frumvarps
ins hefði engin áhrif. Uppreisn-
armennirnir í Alsír samþykktu
það ekki hvort eð var, og sjálf-
ir létust þeir geta breytt því
þegar styrjöldinni væri lokið.
Að þessu sinni hafa þei- grip
ið til aðgerða, sem jafngilda
uppreisn. Þeir hafa sett á lagg-
irnar öryggisnefnd, sem lýst
hefur yfi- því að hún mund.i
ekki hlýðnast fyrirskipunum
Pflimlinstjórnarinnar, og tjáð
sig fylgjandi valdatöku De
Gaulle. Orsaki- þess arna er
að rekja til þróunar málanna
á Frakklandi. Svo var að sjá
sem fólk þar heima væri orðið
þreytt á styrjöldinni og hægt
og rólega sigi í samkomulags-
átt. Það var kunnugt að Pfliml-
in var raunhæfur stjórnmála-
maður og höfðu þeir þegar ill-
an bifur á honum, sem harðast
stóðu móti öllu samkomulagi
og málamiðlun.
Framhald á 4. síðu.
Flokkarnir hafa nok.kurnveg-
inn þingnienn í hlutfalli við
atkvæðamagn sitt. Poújadistar
fengu þó fleíri atkvæði en þing-
mannatala þeirra bar vott um,
og MRP fékk mokkrú fleiri þing
sæti en vera átti samkvæmt at-
kvæðamagni.
Með kommúnistum eru tald-
ir þlngmenn Framsóknarflokks-
ins, en þeir hafa jafnan staðið
saman á þingi. Foringi þing-
flokks þtlrra er Jacques Duclos,
62 ára að ald.ri, en formaður
flokksins, Maurics Thorez hef-
ur sökum vanheilsu ekki getað
sinnt þingstörfum undanfaxin
ár.
ForingJ jafnaðarmanna er
Guy Mollet, 52 ára, —■ hann
er nú aðstoðarforsætisráðherra.
Aðrir ráðherrar flokksins eru
Jules Moch, innanríkisráðherra,
Albert Gazier, upplýsingamála-
ráðherra og Max Lejenne, fáð-
herra án sfjórnardeilda". Moch
og Gazer eru báðir miklir and-
stæðingar Lacost og stefnu hans
í Alsírmólunum. Lejenne er
hlynntur þjóðernisrembing;
Lacostes.
MRP, — lýðveMishreyfingin,
er flokkur, sem byggir á sömu
forsendum og hirí;r Kristilegu
Sósííalistaflokkar annars staðar
í álfunni, þar sem kaþólska
kirkjan á sterk ítök. Flokkur-
inn var upphafle.ga mjög hæg-
risinnaður, en hefur færzt mjög
ti] vinstr( á seinni árum. Hefur
það orðið jafnhliða því, að stofn
andi og fýrsti foringi flokksins
Georges B,Ldault hefur einangr-
azt og Pierre Pflimlin fengið
meiri völd í flokknum, og er
hann nú formaður hans. Varnar
málaráðherrann í stjórn Pflim-
Guy Mollet.
lins, de Chevigné, er úf MRP.
Rlnir 95 þingmenn rót,tækra,
eru klofnir í fjóra hópa. Meðal
forystumanna þeirra eru F’elix
Gaillard Maurice Bourjés-
Maunoury og Maurice F’aure,
| sem er ,,Evrópuráðherra“ í nú-
' verandi stjórn. Mendés ■í’rance,
fyrrum forsætisnáðlherra. kem-
ur nú lítt við sögu.
Stuttu eftir síðustu kosning-
ar klufu fjórtán þingmenn sig"
úr flokknum., foringi þeirra var
André Morice, sem var varn-
Framhald á 8. KiSu.
„Ertu viss um, að við höfum ekki gleymt neiiiu, elskan?“