Morgunblaðið - 20.11.1927, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1927, Blaðsíða 2
2 MOSGUNBfcAÐIfi j|!)) i Ol Þurkaöir ávextir Eiraldin, Alðinbland, Döðlur, €pli, Rúsinur, Fíkjur, Kirsuber, Kúrennur, Perur, Sveskjur, do. steinlausar Nýkomnir frá þýskalandi cg Danmörku. Góðir og ódýrir. Skemtun og bögglauppboð heldur Glímufjelagið Ármann í Bárunni í dag kl. 4 y2 síðd. Skemtiskrá: Trio: Þórarinn Guðmundsson, Axel Wold og Eggert Gilfer. Einsöngur: Sigurður Markan. Gamanvísur: Reinhold Richter. Einsöngur: Frú Elísabet Waage. Tvísöngur: Systkinin frú Elísabet Waage og Sigurður Markan. Þar næst hefst bögglauppboðið og verður þar á boðstólum margt gott og nauð- synlegt, svo sem: Farseðill með einhverju af skipum Eimskipafjeiags íslands, til Leith, Hamborg- ar eða Kaupm.h. á 1. farrými, farseðla til Vestmannaeyja og Borgarness, góð fataefni, nokkur skippund af kolum, saltfiskur, alskonar mjölvara, niðursuðuvörur, ávextir í dósum og nýir, skófatnaður, rafmagnslampar o. þ. h., leirvörur, barnaleikföng, bækur og tímarit, tóbak og sælgæti, alskonar, nauðsynjavörur, bílför, bíómiðar og margt og margt fleira. Aðgöngumiðar fyrir f jelagsmenn og gesti eru til sölu í Bárunni eftir kl. 1 í dag. Aðgöngumiðarnir kosta aðeins 1 kr., og er þetta því sjerstakt tækifæri til að fá ódýra skemtun, reyna hamingjuna og stvrkja gott málefni. . STJÓRNIN. Heisingbon ei*u besfar« Nýkomnar miklar birgðír. líerðið Inkkað. Snjóhlífar ótal tegundir. Verðið afar lágt. Gúmmistsgvjel oy skór handa fólki á öllum aldri. Lárns 6. Lúðrigsson. (Gúmmibúðin). Hðsstjðrnardeild Huennaskðians í Reykjavík. Síðara námsskeiðið hefst 1. mars n.k. og stendur yfir til 1. júlí. í hússtjórnardeildinni er kent alt það sem að hússtjórn lýtur, svo sem matargerð, þvottur, að sljetta lín og öll innanhússtörf; ennfremur fá námsmeyjar tilsögn í efnasamsetningu fœðunnar og næringargildi hennar. Hjúkrun sjiikra á heimilum er einnig kend o. fl. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti, reglusemi og nýtni. Heimavist hafa allar hússtjórnarnámsmeyjar í skólanum. Meðgjöf 85 kr. á mánuði, er greiðist fyrir fram. Stúlkur þær, sem enn hafa eigi sótt, en ætla sjer að sækja náms- skeið þetta, gefi sig sem fyrst fram við undirritaða, sem gefur allar nánari upplýsingar. Ingibjörg H. Bjarnason. Verslunín „Papls“ hefii* fengið mikið af nýjum vBrum t. d. draggardinur, rúmteppi, lampaskerma og margt fleira. INSO Hjartans þaldcir til allra fjœr og nœr sem sendu mjer = | hlýjan hug og heillaóskir d sjötugsafmœli mínu. Asthildur Thorsteinsson. iliillliilllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii Hðfnm ffrirliggjandi allar teg. af Kexi - Kaflibranði. H. Benediktsson & Co. Handavinnunámsskeið Við undirritaðar tökum stúlkur til kenslu seinni hluta dags í alls i:onar hannyrðum og kvennfatasaum. Kenslan byrjar 23. þ. m. Jórunn Þórðardóttir, Sigríður Briem, Laugaveg 58. Tjamargötu 28, sími 255. Gunnlaugur Bfðndal mélari Jjeldur sýningu í Goodtemplara- húsinu þessa daga. Sýningin verður ekki opin nema nokkra daga enn. Síðan í ársbyrjun 1923 hefir ! Gunnlaugur Blöndal verið er- lendis, mestmegnis í París, þangað til hann kom heim á áliðnu sumri. Hann hefir allan þennan tíma gefið sig óskiftan við málara- list; enda má sjá þess merki, að hann hefir tekið mildum framförum síðan hann fór að heiman. Enda þótt menn hafi engin ! persónuleg kynni af Gunnlaugi, sjást þau höfuðeinkenni manns- ins á myndum hans, að hann er maður sem gefur sig tilfinning- anmiiiiiimiimiiiiiiiiiimiimiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiminiiiiiniminniimiiunnHiiinimuimuiijiiMminninnnimiiiE um sínum á vald. Hann málar ^ g „eins og andinn inngefur hon- um“, eins og áhrif augnabliks- ins benda til. Mikill hluti af myndum hans á sýningu þessari eru kvenn- mannsmyndir (model) gerðar með næmri tilfinningu fyrir á- hrifum lita, glæsilegar myndir eins og t. d. mynd nr. 3 af kvennmanni í grænum kjól með ljóst hár. Sú mynd er máluð með lífi og sál. Mynd nr. 5, við hliðina á nr. 3, á austurvegg er og ágæt, litasamstilling meist araleg. Lengi mætti telja, og margt til tína, sem gott er, fag- urt og hugþekt fyrir listnæmt auga. Þarna er og myndin nafn- togaða, sem fór á sýninguna í Japan um árið. Síðan Gunnlaugur kom hemi hefir hann málað nokkrar mannamyndir. Þarna er m. a. mynd af Hannesi Blöndal föð- urbróður hans. Er sú mynd eft- irtektarverð. Þeir sem þekkja Hannes eiga auðvelt með að sjá, hve Gunnlaugur hefir glöggt auga fyrir sjereinkennum manna, getur málað myndir, sem ekki einasta eru andlits- myndir heldur sýna mehnina eíns og þeir í raun og veru eru. Pastel-mnydir eru þarna nokkrar og allmargar eiguleg- ar augnbliks teikningar. INSO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.