Morgunblaðið - 20.11.1927, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1927, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGÍTNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. Útgefandi: Fjelag 1 Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Kafberg:. Skrifstofa Austurstræti 8. Sími nr. 500 Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimasímar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald innanlands kr. 2.00 á mánuöi. Utanlanda kr. 2.50. I iausasðlu 10 aura eintaklO. ifstiiiltfur ThorsielnssiD 70 ára. íslensk listasýning i Höfn og Þýskalandi. Frá því í sumar hefir það ver- ið á döfinni, að haldin yrði ís- lensk listsýning í ýmsum borg- um Þýskalands. Er það „Nor- rænafjelagið í Liibeck", sem gengst fyrir þessu; en aðalfram kvæmdarmaður er þýskur blaða- maður, Georg Gretor að nafni. — Auk þess er ætlunin að halda &ýningu í Höfn áður en lista- verkin verða send til Þýska- iands. Georg Gretor er nú hingað kominn til þess að safna lista- værkum þeim saman, sem hæf eru fyrir sýningu þessa. Hann i'er hjeðan með þau þ. 27. þ. m. með Gullfossi. Auk málverka og teikninga ú að vera listasmíði á sýning- unni, útskurður og gullsmíði. Nefnd er hjer á rökstólum ■Gretor tii stuðnings, til þess að koma þessu í kring. í henni eiga sæti Matthías Þórðarson forn- minjavörður (formaður), Th. Krabbe, Kn. Zimsen, Sigríður Hjörnsdóttir, Eggert Claessen, Kjartan Thors, Ásgrímur Jóns- son. Þeim til aðstoðar verður framkvæmdarnefnd. I henni er ■.m.a. Alexander Jóhannesson. I Höfn er og fjölmenn nefnd ;sem veitir sýningunni forstöðu. Aðalmenn hennar eru þeir: By- skov kenslumálaráðherra og Bveinn Björnsson sendiherra. Ritstjórar helstu Hafnarblað- •anna eru og í nefndinni. Sýn- fngin verður haldin í sýningar- sölum Charlottenborgar. Hún verður opnuð 10. des. Mjög er það áríðandi að ekk- •ert slæðist á sýningu þessa nema það sem er meðal þess besta í íslenskri list og listasmíði. — Er hjer alveg einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn að koma verkum sínum áframfæri. Vegna þess hve undirbúnings- tími er stuttur er nauðsynlegt »ð fá margt lánað sem er í •eigu ýmsra bæjarbúa. Er von- andi að Reykvíkingar sjái al- ment hve mikilsvarðandi það er að það besta komi fram á sjónarsviðið, og þeir sem það eiga sýni höfundum svo mikla greiðasemi að lána það á sýn- ÚTJgar þessar. Unglingastúkan Byigja heldur fund í dag kl. 1 e. h. í nýja saln- um við Bröttugötu. Stóri olíudunkurinn við Skerja- fjörð, 4000 tonna, varð fyltur í gær, laust fyrir hádegi. Þolir liann vatns þiuigann vel, og er ekki sjá- anlegt, að hann hafi sígið hið minsta. Ekki hefir heldur sjest, að hann leki nokkrum dropa. Eft- ir helgina vei’ður byrjað að prófa ;hina dunkana. ém Á miðvikudaginn þ. 16. nóv. var 70 ára fæðingardagur frú Ásthildar Thorsteinson. Var gestkvæmt daginn þann á heim- ili þeirra hjóna í ,,Gerðinu“ í Hafnarfirði. Fyrir tilmæli frú Ásthildar var þessa að engu getið hjer í blaðinu þann dag. En svo náði það loforð ekki lengra — og nú ætlar Mgbl. að leyfa sjer að flytja mynd henn- ar, ásamt heillaóskum m. a. fyr- | ir hönd hinna fjölmörgu vina hennar, er ékki gátu heimsótt hana, og ekki vissu um afmæli hennar fyr en eftir dúk og disk. Þrátt fyrir áratugina sjö, er frú Ásthildur enn með óbilaðan lífskjark og glaðværa viðmótið sitt á hún enn. Engin jeljadrög ! nndangenginna ára hafa getað dregið fyrir viðsýni hennar. ! Frú Ásthildur ólst upp í ís- lensku andrúmslofti eins og það jer best, en í jarðvegi „vökvuð- | um eldregni tára“. — Mörg voru systkini hennar að Kvenna brekku. Náðu þrjú fullorðinsár- um. — Sjö dóu þau eitt sinn sömu vikuna. í lífi hennar hafa j verið glögg skúraskil og yrði bjer of langt mál upp að telja. i Á sjötugsafmælinu sínu mun | hún hafa horft yfir liðna tím- ann, yfir sólskins þættina mörgu, sem vermdu sál hennar og sorg- arstundirnar, sem kendu henni svo margt — en aldrei yfir- buguðu hina þrekmiklu konu.—. Þó heimili hennar sje nú fá- mennai'a en áður, er oft gest- kvæmt - í „Gerðinu“. Þangað kemur unga fólkið hópum sam- an, með gleði sína og sorgir, kemur til að læra af „ömmu að þekkja hvernig hugarþrek og bjartsýni geta snúið öllu til hins góða. AlþýðnMaðið. í fyrradag sakaði Alþbl. mig um lævísa lilutdrægni, yfirdreps- skap, hræsni, sagði að snara auð- Valdsins hertist að hálsi mjer o. s. frv, — alt út af stuttum frjetta- pisli í Verði 12. þ. m. um atkvæða- fölsunarmálið vestra. Nú hefir Vörður aldrei látið í ijós nokkra skoðun á því, hver væri valdur að atkvæðafölsuninni, ekki dregið taum nokkurs aðila, enl reynt að segja sem sannast frá þyí sem í málinu gerðist. Það datt mi í mig að gera Alþbl. dálítinn grikk. Jeg skrifaði ritstj. þess og mæltist til þess, að hann gerði mjer og lesendum sínum iþann greiða, að skýra frá þyí, lið fyrir1 lið, hver Ósannindi jeg hafi Þetta er nafnið á glólampanum, sem á hinni komandi rafmagnsöld mun lýsa yfir landið. P H I L I S er framtidar lampinn. Umboðsmaður fyrir ísland: JAlíns BJðrusson Raftækjaverslun. — Sími 837. — Rafvirkjaversl. REYKJAVÍK. V i v a-1 onal hinn lifandi fónn. C0LDMBIA. Hafa helmíngi stærra hljómsvið en eldri tegundir grammofóna. VERÐ MJOG LÁGT. Mikið úrval af ódýrari grammófónum, sem einnig fást með hinum svonefndu rafmagnshljóðdósum. Sennilega mest úrval á landinu af plBtum. t. d. allar eftir E. Caruso, John Mc. Corma ck, B. Gigli, J. Heifetz og Fritz Kreisler. F Á L K I N N ------------------------------- Simi 6 7 0. haft eftir Vesturlandi í Verði 12. þ. m. Brjef mitt birtist í gær í Alþbl., — sömuleiðis svar ritstjórans. —. Hann segir, að Alþbl. láti ekki \,ginnast“ til að verða, við tilmæi- um mínum. Það hafi ekki sakað mig um ósaimindi, heldur hræsni. Mjer hafði ekki dottið í hng, að ritstj. myndi velja mjer áður- nefnd lirakyrði fyrir grein, sem hvert orð var satt í. En þá er eft- ir að vita, í hverju hræsni mín hafi lýst sjer. Maður skyldi ætla, að ritstj. Alþbl. hefði verið ljiift að sýna hana með einhverjum til- vitnunum í grein mína. Hann gerir það ekki. En hann „bendir lesendunum á að lesa frásögnina í Verði, skeyti Vestnrlands um at- kvæðafölsunarmálið og hera alt saman við ummæli Alþhl. og spyrja síðan sjálfan sig, hvort ’hræsnin skíni ekki út íir Verði í umræddri frásögn Kr. A.“ Ritstj. ráðleggur m. ö. o. les- endunum að fletta upp í allmörg- ' um blöðum frá síðustu vikum — hlöðum, sem þeir eru löngu búnir að henda— og sannfærast sjálfir! ! Lævísleg lilutdrægni, yfirdreps- 'skapur, hræsni, snara auðvaldsins 'hert að hálsinum — alt er þetta stór orð. Jeg hefi lijer bent á eitt dæmi þess, hvernig Alþbl. rökstyður þungar sakargiftir á andstæðing- ana. Ritstj. Alþbl. lætur þess getið, að blað hans sje „heiðarlegt hlað.“ Er nokkur ástæða til þess að taka það fram .. .. ? Kristján Albertson. Rfj LEIKFJELAG • RCYKJAVÍKUR gerhver. Leikur um dauða hins ríka manns, verður leikinn í Iðnó í kvöld kl. 814 \ Hr. leikhússtjóri Adam Poulsen hefir sett leikinn á svið og leikur sjálfur hlutverk Sjerhvers. Aðgöngumiðar seldir í dag frá 10—12 og eftir kl. 2. Pantaðir aðgöngumiðar sækist fyrir kl. 4 daginn sem leikið er. Sími 12. Harmonium margar tegundir nýkomin. Fást með afborgunum. Katrín Viðar Hljóðfæraverslun, Lækjargötu 2. Sími 1815.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.