Morgunblaðið - 16.12.1928, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1928, Blaðsíða 16
-32- lftO*-Ifee»U,.N B L A Ðrf Ð Enginn má láta hjá líða, að líta (glugga a hiá okkur í dag. Sjáið hvað gerist kl. S og kl. 9 í kvðld. Eiríkur Leifsson, Laugaveg 25. •• Colnmbia ferðafónar, standa framar öllum öðrum tég- undum fóna að gæðum. Kosta þó minna en aðrar sambærilegar teg. Afarmikið úrval af „Golumbia“- ferða- borð og skápfónum — fyrirliggjandi. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Fálkinn. Sími 670. KJöt og ilskmeti niöursoöið, best og ðdýrast hjá Jes Zimsen. x Hvar eru bæjarins bestu vörur? ,;í Huivitað í verslun Horv. Helga Iðnssonar, Bragagttn 29. Síml 1767.1 g Jólakerti á 75 aura, 40 stk. í kassa, 4 litir, spil frá 50 aurum, Skósverta 20 aura dósin. Hveiti 25 og 30 aura. Gerhveiti 35 aura. Suu Maid rúsínur 85 aura pakkinn. Súkkulaði margar tegundir, góðar og ódýrar. Epli 75 aura % kg., besta tegund. Appelsínur, Jaffa, Vínber, Sælgæti og Vindlar, margar tegundir o. m. fl. Munið að það besta verður jafnan ódýrast. Viiðingarfyllst, Þorv. Helgi Jönsson. Hðfnm fyrirliggjandi: Strausykur, molasykur, haframjöl, hveiti HHH og HH. Fáum með e/s. „GulIfoss“: Epli, margar tegundir, Vínber og Súkkulaði. Kaupið þar sem verðið er best og vörugæðin mest. mjólknrfjelag Reykjavíknr. heldur til að fá sjer' arvænlega stöðu og er slíkt landsiður hjer. Jeg kyntist ýmsum þeirra manna, sem hæst ber á innan þjóð- arbrotsins og á um þá ljúfustu endurminningar. Margir þeirra eru vel þektir heima. Allir Kan- ada-íslendingar, sem nokkur veig- uf er í, eru fyrst og fremst góðir íslendingar, — trúir tungu sinni, þjóðemi og menningu. Rögnvald- ur Pjetursson er einhver sá ramm- íslenskasti maður, sem jeg hefi fyrir hitt, enda sístarfandi að þjóðernismálum; hann er lærdóms maður mikill. Árni Eggertsson e'r þjóðkunnur maður á Islandi fyr- ir störf sín í þágu stjórnarinnar, höfðingi mikill og gleðskaparmað- ur. Ásmundnr Jóhannsson er mik- ib byggingarmaður og þjóðrækinn vel. Sigurður Júl. Jóhannesson er löngu þjóðkunnur sem skáld, orð- lagður læknir, fræðimaður mikill og áhugasamur um alt, er snertir mannlega velferð, enda stórvin- sæll. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson og Guttormur J. Guttormsson eru skáld góð og skaði mikill um þessa þrjá menn, að þeir skyldu hafa alið _al^ur sinn svo fjærri miðstöðvum íslenskrar menningar, úr því að þeir lögðu ekki fyrir sig að yrkja á ensku. Ragnar E. Kvaran og Sigfús Halldórsson fri Höfnum, eru báðir uppaldir og mentaðir á íslandi og manna best ritfærir. Skrítilega kom mjer fyrir sjón- ir, live mjög Islendingar í Kan- ada hafa hneigst að trúarveseni og er slíkt til marlcs um áhrif breska heimsveldisins, sem hrúk- ar trú allmikið á sitt fólk. Undantekningarlaust var mjer mætavel tekið af íslendingum í Kanada. Menn opnuð'u mjer yfir- leitt dyr sínar af fádæma gest- risni, sem jeg verð aldrei maður til að fullþakka og eignaðist jeg þar vini, sem jeg tel meðal minna ágætustu. Dvöl mín í þessu sljetta, víða landi, þar sem svo margur íslenskur blóðdropinn er dæmdur til að týnast inn í breska heims- veldið, var mjer einkar lærdóms- rík. Jeg ferðaðist allmikið um ís- lcndingabygðir í Manitoba og las sumstaðar kafla úr sögum mínum, en ekki veit jeg hvor hlustaði af einlægari. áhnga — jeg á fólkið eða fólkið á mig. Hitt veit jeg fyrir víst, að meira lærð'i jeg af fólkinu en fólkið af mjer. Ýmsir smáskrítnir atburðir komu þó fyrir, sem jeg fjekk al- drei fulla ráðningu á og hefi jeg oft sagt frá þeim síðan í sam- kvæmum, og margur brosað. Nú skal jeg segja þjer tvær af þess- um skrítlum. Þær eru veruleikinn sjálfur og þú getur sparað þjer að fara til Kanada, ef þú veltir þeim fyrir þjer. Eitt septemberkvöld kom jeg ásamt kunningja mínum til Ri- verton við íslendingafljót. Það stóð til að jeg hefði þar upplestr- arkvöld. Jeg las þar upp söguna mína um Nýja-fsland, þá sý- samda. Er það sú besta saga, sem jeg befi enn borið gæfu til að færa í letur, — að því er mjer' segja dómbærir menn. En þegar jeg hafði lokið lestrmum og var á leiðinni út og flestir áheyrendur farnir, þá hleypur krambúða'reig- andinn í plássinu upp á pallinn, kafrjóður af geðshræringu eins og ungmær. Hann hjelt því sem næst orðrjett ræðu þá er hjer fer á eftir: „Bíðið þið, fólk! Standið þið kyr svolitla stund, 'rjett á meðan jeg er að tala! Þetta er alvöru- mál! Jeg vona, að þið hafið tekið vel eftir því, sem hjer var flutt í kvöld, jeg vona, að ykkur hafi skilist, að það, sem þessi maður var að flytja, voru þær átakan- legustu svívirðingar, sem nokkru sinni hafa heyrst! Kanáda um Kanada síðan Göngu-Hrólfut nam land í Normandíi árið 1066* eftir Krists burð. Það sem þið hafið heyrt hjer í kvöld, er hið ókristi- legasta, sem nokkumtíma hefir heyrst í Kanada, Við erum sann- kristin hjer í Kanada, og þess vegna vil jeg leyfa mjer að segja, að H. K. L.: Niður með' þennan heiðingja, sem vogar sjer að tala' um fátækt í Kanada! — Að lok- um, leyfi jeg mjer að skora á sóknarprestinn að taka til máls og láta uppi álit sitt um þennan ófögnuð.“ En þegar ræðunni Iauk voru allir komnir út úr salnum, nema jeg, því jeg hefi það fyrri sið, að hlusta á allar ræður, uns þær eru á enda. — Mjer var síðar sagt, að kramari þessi væri það- an úr þorpinu, hjeti Sveinn og hefði önglað saman dálitlu af aur- um, — en á því fá þeir málið. Nú líður og híður í tvo eða þrjá daga. Þá átti jeg að lesa upp í Árborg, sem kölluð er Párís Nýja- íslands. Nú gengur alt eins og í sögu þangað til upplestrinum er lokið. Þá stendur maður einn upp úr áheyrendahópnum, Lárus að nafni og ílytur eftirfarandi ræðu: „Herra forseti! Háttvirtu tilheyrendur! Jeg get ekki stilt mig um að biðja um orðið til þess að láta þennan Mr. Halldór Kiljan Lax- ness vita, að hann hefir engan rj'ett til þess að skrifa sögu um Nýja-lsland. Svona ungir piltar, sem koma heiman frá íslandi, hafa engan rjett til þses að skrifa um Nýja-ísland. Til þess að skrifa um Nýja-ísland, þarf maður að liafa dvalið þar í fjörutíu ár eins og jeg. — Jeg hefi rjett til þess að' skrifa um Nýja-ísland! — Jeg veit hvernig á að skrifa. um það! Jeg ætle áð skora á þennan ves- lings pilt (H. K. L.) í Gfuðs bæn- um að gera. sjer það ekki til skammar að láta það sjást á prenti, sem hann hefir verið að lesa hjer í kvöld um Nýja-ísland.“ Eftir því sem jeg frjetti síðar, hafði kramarinn frá Riverton keypt þennan flugumarm, fyrir brennivín til að halda þessa ræðu, Hafði jeg mjög mikið gaman af öllu þessu; það var mjer einskon- ar kenslustund í Mark Twain. Mitt fyrsta verk, þegar jeg kom aftur til Winnipeg úr þessum leið- angri, var að láta Heimskringlu prenta söguna urn Nýja Tsland, svo að almenningi mætti verða opinn aðgangur að jreirri skelfi- legu ritsmíð.----- Annárs skal jeg ekki draga dul á það, að næst Svarta, dauða tel jeg engan sorgleik grátlegri í sögu isíensku þjóðarinnar en vestur- flutningana, á síðasta fjórðungi 19. aldar. Sá er munurinn, að þeir, sem dóu úr Svarta dauða, fóru til Himnaríkis, en hinir, sem vestur fluttu, hurfu inn í breska heimsveldið eða humbugs-menn- ingu Bandaríkjanna. Halldór K. L. * Jeg man þetta ártal eins og það hefði skeð í gær, svo komþað flatf upp á mig. H. K. L. Sjómannakveðjur. FB. 14. des. Farnir af stað til Englands. Vel* líðan. Kveðjur. Skipverjar á Gylfa. sýna sig í kvöld frá kl. 5 í gluggunum út að Austur- stræti. Vöruhúsið III líliin. Hveiti, besta teg., Dropar, allar teg. Gerpúlver, Kardemomraur, Florsyfcur, Hjartarsalt, Vanillestengur, Kokosmjöl, Möndlur, Egg. Kúrennur, Sultutau, Sýróp og alt til bökunar. lún Hjaitarson & Go. Sími 40. Hafnarstræti 4. Munlð að hentugasta jólagjöfin handa bóndanum er ekta Gillettevjel frá JARNVÖRUDEILD JE ZIMSEN. Biðjið nm ELITE- eldspýtur. Fást i öllnm verslunum. «21 Wifilsstada, Hafnapfjarðar, Keflavíkur og austur yfir fjall daglega frá Steindóri. Sfmi 581.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.