Morgunblaðið - 24.12.1928, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Karlakór K- F. U. M.
Samsöngur
26. þ. m. (annan jóladag) kl. 3. e. h. í Gamla Bíó.
Breytt söngskrá.
Aðgöngnmiðar seldir í Gamla Bíó sama dag kl. 1—3 e. h.
Ódýi' bæjarkeyrsla.
Aðeius kr. 0,50 lægsta gjald.
Mnnið, að gjaldmælírinn byrjar að telja, þegar bílstjórinn
hefir geiið hljððmerki.
Tíminn er peningar.
(Allir tU Steindórs).
Árin og eilfifðin II.
Þegar hinar fyrri prjedikanir
Haralds prófessors Níelssonar
komu út árið 1920, þá vöktu
þær aðdáun víða um land og
studdu að því, að meir var far-
ið að lesa húslestur á helgum
dögum. En margir söknuðu
þess, að vanta skyldi ræður
ýmsa daga kirkjuársins, og
vökt sumir þeirra máls á því
við höfundinn. Nú er bætt úr
þeirr' þörf. Nú eiga íslensk
heimili kost á því hvern dag
stórhátíðanna og alla sunnu-
daga að hlusta á prjedikun eftir
einhvern mesta kennimann þjóð
arinnar síðustu aldirnar og njóta
leiðsögu hans til Krists.
Það er hið sama um þessar
ræður sem góð kvæði, að betra
er að lesa þær hægt og eina og
eina í senn en margar sam-
fleytt. Þær eru líkar að gæðum
fyrri ræðunum, þrungnar af
þekkingu og andagift, sannleiks-
ást og brennandi áhuga að boða
trú á Krist. Þó dylst ekki nokk-
ur breyting: enn meiri þroski
þess manns, er lætur alla kosti
sína fara í vöxt með árunum en
engan þverra, berari bardaga-
hugur við það, sem hann telur
eiga að falla, og samstilling og
samlíf hans við áheyrendurna
veldur því, að hann gerir fyllri
kröfur en áður til skilnings
þeirra, þekkingar og víðsýni,
fyllri að líkindum en nokkur
prestur hefir fyr gert hjer á
landi til safnaðar síns.
Afburðaþekking síra Haralds
kemur þar fram, er hann út-
skýrir texta sína og færir hugs-
anirnar í búning vorra tíma.
Margra ára vísindastörf liggja
að baki. Hann tekur efnið svo
föstum tökum, að kjarninn verð-
ur að koma í ljós. Slíkar skýr-
ingar í ræðum presta ]>yrftu að
vera miklu algengari en nú eru
' þær. Heilar prjedikanir hjá síra
! Haraldi miða að því, t. d. „Þeg-
jarJesús vakti dóttur Jairusar“.
i Skýringar hans frá sjónarmiði
; píritista munu að sjálfsögðu
! orka tvímælis, en getur þó heim-
i urinn gengið þegjandi fram hjá
sálarrannsóknum þeirra ? Og
hver sem afstaða manna er til
spíritismans, þá mega þeir vera
síra Haraldi þakklátir fyrir
þann straum göfugra og háleitra
hugsana úr menningarheiminum
enska, sem hann leiðir með prje-
dikunum sínum inn í þjóðlíf
vort. Einnig þar er þekking
hans mikil.
Enn meiri aðdáun vekur þó
andagift hans. Hann er skáld,
mikið skáld. Hann á innsæisgáfu
í ríkum mæli og kann að bregða
upp mynd þess, er hann sjer, svo
að standi lesendunum lifandi
fyrir hugarsjónum. Ef til vill
kemur það hvergi skýrar fram
en í ræðunni á pálmasunnudag,
„Grænar greinar og grátin á-
sjóna“. Samfara er djúp þekk-
ing á spámannsástandi ýamla
sáttmálans. Hann er að lýsa því,
þegar Jesús kemur þar á Olíu-
fjallinu, sem Jerúsalem blasir
við: „Fyrst hefir hann sjeð Jerú-
salemborg í allri fegurð hennar
í glampandi sólskininu þennan
morgun. Sú sýn hlýtur að hafa
fylt brjóst hans fögnuði. En
hugsum oss því næst, að þá hafi
eitt vitrana-augnablikið komið
yfir hann. Hann starir inn yfir
borgina; en nú er hin vanalega
mynd hennar horfin; hann sjer
að vísu borgina, en hún er um-
kringd af óvinaliði og hjer og
hvar eru hervirki kringum hana.
Hún er í hræðilegri umsát og
hungrið farið að sverfa að.
Nýrri mynd bregður fyrir, eins
og hinni fyrri hafi verið kipt
burt. Hann sjer borgina í rúst-
um, og jafnvel blóðug barhslík-
in innan um fallin húsin. Og enn
kemur önnur mynd: dauðaþögn
eyðingarinnar liggur yfir öllu;
alt er í auðn; þar stendur ekki
steinn yfir steini lengur. Þessar
sýnir bera fyrir hann sem leift-
ur. .. Jerúsalem liggur aftur í
blikandi sólskininu fyrir augum
hans eins og fagnandi fjöldans“.
Líkingarnar, sem síra Haraldur
notar í þjónustu boðskapar síns,
eru einnig mjög skáldlegar. Lík-
ingin um hraunfossana við Hvítá
í Gilsbakkalandi(bls. 48)gleymist
a. m. k. aldrei þeim; er litið hef-
ir þann yndislega stað. Jafnvel
heitin ein, sem hann velur ræð-
um sínum, sýna það, að hann
er skáld. Og hverjum myndi
koma til hugar að velja undrun-
arhæfileikann að ræðuefni, ef
hann þekti ekki í ríkum mæli
hrifningu skáldsins?
Þá birtist ekki síður í þessum
prjedikunum síra Haralds sann-
leiksást hans og það, sem hann
nefndi sjálfur vegsöguþor. Hon-
um er það ekki nóg út af fyrir
sig, að eitthvað friði menn og
styrki. Alt veltur á þessu: Er
pað satt? (bls. 16). Sannfæring-
arkrafturinn í orðum hans gagn-
tók marga, sem hlýddu á hann.
og svo mun einnig fara, er menn
lesa ræður hans. Sá þróttur er
jafnan mestur, þegar hann talar
um það,{ hversu þekking sú, er
af sálarránnsóknunum leiði, viss-
an um framhaldslíf muni valda
því, að kristindómurinn endur-
fæðist í hjörtum manna í
hreinni og upphaflegri mynd
sinni. Til dæmis um það má
nefna páslcaræðuna: „Er.giliinn
á steinum“. Hann sjer í anda,
að þótt seint gangi, þá muni
súrdeigið gagnsýra alt deigið
— mustarðskornið verða að
stóru trje. Það hefir verið sagt
um síra Harald, að spíritisminn
hafi svift hann mætti („er ble-
vet magtstjaalen af Spiritismens
Blændværk“), og jafnvel það,
að spíritisminn hafi tekið hann
frá kristindóminum.
Jeg get trauðla hugsað
íTljer öllu hrapallegri mis-
skilning á manni. Því að hvemig
sem menn vilja dæma um spír-
itismann í sjálfu sjer, þá er það
víst, að síra Haraldi óx megin
við það að verða spíritisti, og
er enginn bærari að dæma um
það en hann sjálfur (sjá t. d.
hvítasunnuræðu hans: „Kraftur-
inn af hæðum“). Baráttan, sem
hann háði fyrir hann, albúinn
þess að fórna öllu, er krafist
kynni að verða, fyrir það
mál, átti sinn þátt í því, að
hann varð svo mikill maður,
sem hann var. Hann átti öðrum
fremur spámannlegan þrótt og
sumstaðar í þessum prjedikun-
um bregður fyrir tungutaki spá-
manna gamla testamentisins, er
fiekk fólkið til að hrökkva við.
Og svo langt er frá því, að
spíritisminn hafi tekið síra Har-
ald frá kristindóminum, að hann
vildi einmitt helga hann að
fullu og öllu boðun Krists. Spír-
ij:isminn var ekki æðsta mið
hans, hann var meðal en ekki
mark. Kristur og guðsríkið, sem
hann boðaði, var takmarkið. Það
vottar ræðusafnið alt í heild
sinni, eins og segir svo vel í for-
mála þess. „Hver sem er nærri
mjer, hann er nærri eldinum,"
sagði Kristur forðum. Áheyrend
ur síra Haralds fundu það og
lesendur ræðna hans munu
finna, að hann hafði vermst
þeim eldi. „Lengi mun hans
lifa rödd“.
Útgáfa prjedikananna er hin
vandaðasta, og á útgefandinn,
frú Aðalbjörg Sigurðardóttir,
miklar þakkir skilið fyrir verk
sitt.
Sú villa hefir slæðst inn af
misgáningi, að Steingrímur Thor-
steinsson hafi þýtt sHminn „Jeg
heyrði' Jesú himneskt orð“.
Það gerði síra Stefán Thoraren-
sen.
Ásmundur Guðmundsson.
Haustkvöld við hafið.
Sögur eftir J. Magnús
Bjarnason. Bókaversl.
Ársæls Áransonar, Rvílc
1928. —
Alíir íslendingar kannast við
þennan höfund. Hann er lang-
fremsta sagnaskáld Islendinga
vestan liafs, hefir ritað mikið og
margt af því ágætt. Einkum varð
hann frægur fyrir sögur sínar
„Eirík Hansson“ (1899—1903) og
„Brasilíufarana“ (1905—1908).
Hlotnaðist þessum sögum hin
mesta hylli, bæði hjer á landi og
meðal Janda vestra. „Vornætur á
Elgsheiðum“ komu eftir hann
1910, smásögur fjörugar og skemti
lega ritaðar. Er hjer aðeins nefnt
þáð helsta, sem allir þekkja, en
fjöldan allan 'af smásögum hefir
Magnús ritað og eru þær sumar
frábærlega góðar.
Nú er Ársæll bóksali Árnason
að gefa út nýjar sögur eftir Magn-
ús og er fyrri hluti bókarirmar
kominn út, en hinn síðari kemur
að öllu forfallalausu fyrir jólin
eða eftir áramótin. Þetta eru alt
stuttar sögur. í fyrra hluta bók-
arinnar eru sjö sögur og nokkuð
af liinni áttundu, en framhald
hennar kemur í síðari hlutanum.
Að þessu sinni verður ekki
skýrt nákvæmlega frá sögum þess-
nm, ef til vill verður það gert
nokkuru nánara, þegar bókin er
öll komin. Efni þeirra allra snert-
ir meira eða minna íslendinga,
eða fólk af íslenskum ættum. Jeg
er í vafa um, að J. Magnús
Bjarnason liafi nokkurn tíma áð-
ur sýnt það jafn glögt í ritum
sínum, hvað þjóðrækinn hann er
og hvílíka trú hann hefir á ís-
lensku þjóðerni, hvar sem það
nemur land úti um heim. Meðal
annars vegna þess, hve fagurlega
þetta kemur fram í þessum sög-
um, mun þeim verða vel fagnað.
Jeg verð að játa það, að jeg gat
ekki annað en hrifist með höf-
undi, er jeg las sumar sögurnar.
Jeg held, að íslendingar þekki sig
betur eftir lestur bókarinnar,
arengilegur metnaður aukist þeim
Og glöggari skilningur á þjóðar-
einkennum sínum, en jafnframt
finni þeir betur, hver ábyrgð því
fylgir að vera af íslensku bergi
brotinn.
Jeg vil einlæglega ráða mönnum
til þess að kaupa þessa bók og
lesa. Allar hafa sögurnar eitthvað
gott að flytja, þœr eru skemtilegar
og yfirleitt vel ritaðar, — holl
dægrastytting.
Jólakveðjur sjómaima.
, FB. 23. des.
Fórum frá Hull á föstudag.
Óskum vinum og vandamönnum
gleðilegra jóla. Vellíðan. Kveðj-
ur. —
Skipshöfnin á Agli Skalla-
grímssyni.
Óskum kunningjum og vin-
um gleðilegra jóla. Kærar
kveðjur.
Skipverjar á Sviða.