Morgunblaðið - 24.03.1929, Síða 6
6
MORGUNBLAfíIÐ
»-
byrgð á því, að einstakir miður
beppilegir menn, hafa valið sjer
þessa tegund sjórána sem atvinnu-
veg.
Þótt frjett þessi sje með endem-
trn vitlaus og sagan augljós upp-
spuni (sbr það að vjelbátur stelur
trawli aftan úr skipi), þá er á-
.stæða til þess, að þetta mál sje
rækilega athugað. Slíkar iygasög-
ur, ef þróast og ganga mann frá
manni, geta orðið oss til mikils
ills. Hefir margt óþarfara verið
gert heldur en þó reynt væri aó
grafast fyrir það, hver sögu-
maður er, og láta hann bera á-
byrgð orða. sinna. Ætti það að
vera vandalaust fyrir íslensku
stjórnina og ensku stjórnina í sam
einingu. Vjer megum ekki liggja
undir því nje þola bótalaust, að ó-
vandir lygalaupar fái erlend blöð
til þess að bera á oss allskonar
svívirðingar, því að svo lengi má
ljúga, að flestir trúi.
íslendingsr og Danir.
Samtal við prðf. östrnp nm stjórnmál
á víö og dreif.
ÍMgbl. hafði nýlega tal af hinum
danska fræðimanni prófessor J.
Qgtrup, sem undanfarnar vikur
hefir haldið hjer fyrirlestra um|
Austurlönd og menningu Múham-
medstrúarmanna, við góða aðsókn.
Östrup prófessor er maður víð-
förull og margfróður, skarpskygn
og í miklu áliti meðal landa sinna
og víðar. Hann fæst allmikið við ;
blaðamensku jafnframt kennara-
starfinu. Vinnur hann nú aðallega
við „Morgenbladet“ í Höfn (áður
Köbenhavn). Hann er meðal þeirra
rithöfunda danskra, sem einna
mestan kunnugleik hefir á stjórn-
málum heimsins.
TTa.nn spáði því, að Vinstrimanna-
stjómin í Danmörku ætti skamt
„fiftir ólifað. Fregnin um þingrof
kom tveim dögum seinna.
unda ykkur íslendinga blátt á-
fram af öllum ykkar óunnu verk-
efnum.
í blaðagrein, sem jeg sknfaði
hjer um daginn og sendi heim,
sagði jeg svo frá, að íslendingar
hefðu fyrir nokltrum árum verið
sií. Evrópuþjóð, sem lifði mest við
hugann í fortíðinni. En nú hefðu
þeir snúið við blaðinu. Nú myndu
þeir vera sú þjóðin, sem lifði mest
með hugann í framtíðinni, og við
verkefni þau, er framundan væru.
Við Danir gleðjumst yfir fram-
förum ykkar. Við erum ánægðir
yfir því, að þið hafið nú tekið mál
ykkar í eigin hendur, hafið allan
heiðurinn af framförunum og alla
ábyrgð á framtíðinni.
Við skoðum ykkur fyrst og
fremst sem jafningja hinna Norð-
urlandaþjóðanna.
Jeg hefi þegar haft mikla á-
nægju af komu minni hingað, seg-
ir prófessor Östrup, og dvöl minni
hjer. Jeg þykist fylgjast sæmilega
vel með því, sem gerst hefir í um-
heiminum síðustu áratugina. En
satt að segja gerði jeg mjer ram-
.skakkar eða e. t. v. rjettara sagt
-enga hugmynd um þær framfarir,
sem hjer hafa orðið á hartnær öll-
,um sviðum.
Það er hreinasta nýnæmi fyrir
•okkur Dani að koma til lands
*ins og íslands, þar sem framtak
manna í framfaraátt er eins vak-
andi og eins augsýnilegt og það er
hjer á öllum sviðum.
Þrent er framfaraþjóðum nauð-
synlegt: Framtak, verkleg þekk-
ing og fje. Framtakið hafið þið
íslendingar. Verkleg þekking virð-
ist hjer komin í sæmilegt lag. Það
aem ykkur vantar, er fjármagnið.
Jeg get ekki skilið, að ykkur
þurfi að verða skotaskuld úr því,
að handsama það. Á hvern hátt
það verður gert, verðið þið að
segja ykkur sjálfir — hvort þið
viljið veita þvl inn í landið smátt
•og smátt — viðhafa smáskamta-
lækningar — ellegar þið takið við
því í stórum upphæðum í einu.
Það er blátt áfram hressandi að
koma hingað frá Danmörku. Hjá
okkur er atvinnulífið komið í fast-
ar skorður. Þar er fátt um ný-
breytni, og allar breytingar eru
tiltölulega hægfara.
Hjer er alt á fleygiferð. Fram-
farir reknar áfram með einlægri
trú og ást 4 landinu. Hjer setja
menn sjer auðsjáanlega háleit tak-
mörk. Það líkar mjer vel. Jeg öf-
Ef við eigi höfum sameiginlegva
hagsmuna að gæta, þá skilja leiðir.
Við erum því hlyntir, að sam-
band það, sem er milli ftlendinga
og Dana, haldist í framtíðinni. En
jeg fyrir mitt leyti álít, að skil-
yrðið til þess að svo verði, sje, að
þjóðirnar eigi einhverja samleið á
sviði viðskiftanna. Ef þessar tvær
þjóðir hafa engra sameiginlegra
hagsmuna að gæta í framtíðinni,
þá sje jeg ekki betur en að því
muni draga, að hvor fari sína
leið.
Jeg vil um leið taka það fram,
að þegar hjeðan heyrast óánægju-
raddir út af núverandi sambandi
þjóðanna, þá tekur almenningur í
Danmörku það ekki sjerlega há-
tíðlega, vegna þess, að ef það er
vilji íslendinga að slíta núverandi
sambandi, þá mun engin fyrir-
staða vera fyrir því í Danmörku.
Við getum svo óendanlega vel kom
ist af án alls sambands við ís-
land.
En það færi vel á því, að á
meðan núverandi samband er á
milli þjóðanna, að öll viðskifti
þeiwa í milli færi fram með kurt-
eisi og vinsemd, enda hefir sjaldan
út af því brugðið.
Jeg tala vitanlega hjer út frá
mínu eigin sjónarmiði, en ekki sem
fulltrúi neins flokks. En jeg er
þess fullviss, að fjöldinn allur
meðal Dana er á líkri skoðun.
Allir stjórnmálaflokkar í Dan-
mörku líta velvildaraugum til ís-
lands, og gleðjast yfir framförum
ykkar. Frá okkar hlið mun afstaða
þjóðanna ekkert breytast, þó að
stjómarskifti verði, og jafnaðar-
menn t. d. komist nú aftur til
valda.
— Eigið þjer von á því á næst-
unni ?
Andstæðumar tvær — bændur
og jafnaðannenn.
— Eftir nýafstöðnum bæjar-
stjórnarkosningum að dæma, má
búast við því, að jafnaðarmenn
myndi stjórn við næstu kosningar.
Stjórn vinstrimanna með Mad-
sen-iMygdal í broddi fylkingar hef-
ir aldrei náð miklum vinsældum.
Sparnaðurinn hefir verið efstur
á stefnuskrá þeirra. Þeir hafa
gengið að því að reyna að spara
á sem flestum sviðum. En þótt
sparnaðurinn sje góður og ákjós-
anlegur, þá á hann takmörkuðum
vinsældum að fagna. Og við hann
eru ekki tengdar aðlaðandi hug-
sjónir, er heilla kjósendur til fylg-
is við stjórnina.
Atvinnuleysið, sem ríkt hefir í
Danmörku, hefir verið og er stjórn
mni erfitt viðfangsefni. Jafnaðar-
menn heimta, að úr því sje bætt.
Þeir verða að vísu að viðurkenna,
að atvinnuleysið var eins mikið
meðan jafnaðarmannastjórnin var
við völd.
Og þegar jafnaðarmenn kvarta
við stjórnina um atvinnuleysið og
böl það, sem af því leiðir, þá vísar
stjóirnin frá sjer og segir: Talið
þið um málið við verkalýðsfjelög-
in, góðir hálsar. Það eru verka-
lýðsfjelögin, sem ákveða kaupið.
En kaupgjaldið er svo hátt, að
framleiðslan getur eigi borið það,
verkafólkið fær ekki atvinnu
vegna þess, hvað það heimtar mik-
ið fyrír vinnu sína.
Meðan verkakaupið er svona
hátt, þá verða framleiðsluvörum-
ar svo dýrar, að þær standast ekki
samkepni við vörur frá öðrum
þjóðum.
Stefnumálin sofna.
— Hvað munu jafnaðarmenn
taka sjer fyrir hendur, ef þeir
komast aftur í stjórn?
— Þessi tvö ár, sem þeir voru
við völd, gerðu þeir í raun og veru
ákaflega lítið. Alt var með kyrð og
spekt. Þeir tóku ýms áberandi
stefnumál á dagskrá, báru þau
fram í þinginu — og settu þau í
nefndir. í nefndunum sofnuðu svo
stefnumálin hvert af öðru. Sami
leikur mun verða leikinn aftur, að
jeg hygg.
Eeitthva'ð verða þeir þó að ger!a til
þess að bæta úr atvinnuleysinu. Og
það er mitt álit, að þeir muni
verða að fara inn á verndartolla-
leiðina.
Vemdartollar og brennivín.
— Eru jafnaðarmenn ekki and-
vígir verndartollum?
—Að vissu leyti hafa þeir verið
það, en þó ekki eins ákveðnir eins
og vinstrim. (bændurnir). Bændur
hafa fyrst og fremst bitið sig fasta
í það, að þeir vilja enga verndar-
tolla hafa. Og úr því verður þeim
ekki þokað. En auk þess kemur
hjer fram rígurinn á nfilli sveita
og borga. Sveitamennirnir segja,
að verndartollarnir sjeu aðeins til
hagsmuna fyrir borgalýðinn. Sveii
iroar fái að borga brúsann með
því að greiða hærra verð fyrir iðn-
aðarvörumar, en annars hefði
þurft.
Hægrimenn vilja verndartoll-
ana. Þeir líta svo á, að þeir sjeu
nauðsynlegir á þessum atvinnu-
leysistímum. Þeir sjeu að vísu
neyðar- og bráðabirgðaráðstöfun,
nauðsynleg örfun fyrir atvinnulíf-
ið, þó þeir sjeu skaðlegir sje þeim
beitt í óhófi.
Ferðlúinn maður í stórhríð hef-
ir gagn af brennivínstári til að
örfa kraftana. Hressingin getur
blátt áfram bjargað honum til
bygða. En of mikið af öllu má þó
gera.
Og eins er með verndartolla.
Þeir eru til örfunar, svo verka-
lýður þjóðanna verði ekki úti í
harðviðrum samkepninnar.
Danskir' verkamenn heimta þessa
örfun. Og leiðtogarnir verða að
láta undan.
Brjef úr Pinjeyiarsýslu.
Tíminn gott blað!
Þess var getið í blöðum sl. haust,
að bóndi skaut sig í Köldukinn,
fekk svöðusár á kviðinn og hljóp
skotið um leið gegnum upphand-
legg. Ekki var þess getið, hvað
honum bjargaði frá því að blæða
út, stöddum uppi á háfjalli langt
frá lækni. Honum hjálpaði Tíminn.
Bóndi hafði haft hann að forhlaði
í skothylkin. og tugga Tímans
settist að í sárinu og stýflaði
benina. Það er svona gott að hafa
í húsum sínum gott blað, að í því
getur lífið bjargast. Og ekki er
þetta undarlegt, ,-tgnr að er gætt.
Hafi t. d. í þessari tuggu verið
óhlutdrægni J. Þ., sannleiksást
J. J., spekðin Tr. Þ. og stílgáfa
og hagmælska Guðbr. Magn. —
var eigi ltyn, þó Tíma-tuggan væri
mikillar náttúru.
Það er haft eftir bónda, að hann
hafi sagt við lækni, þegar hann
kom og leit á sárið, að vonandi
rættist úr þessu líkum betur, af
því að Tíminn væri í handleggnum
— og brosti þá bóndi um leið.
Jeg drep á þetta Alþingi til at-
hugunar, ef því kynni að sýnast
heppilegt áð setja þá skipun í lög,
að allir menn í landinu skuli hafa
Tímann í húsum sínum, segjum
tvöfaldan, annað blaðið til hús-
lestrar —- sjá jólablaðið rneð Sól-
liallargrein J. Þ. og dr.... greín
Brands — og liitt eintakið í for-
hlað.
Yaldimar sál. Ásmundsson rit-
aði eitt sinn grein í Fjallkonu
sína er hjet: „Landstjórnin í hvers
manns koppi“. Hún, landsstjórnin,
hefir síðan drjúgum fært nasirnar
niður í þá kyrnu og væri ekki
undarlegra en sumt annað, þó að
löggjöf kæmi um þetta: hvað
kaupa skuli til lestrar og skot-
hylkja.
Veðrátta og skepnuhöld.
„Gott er blessað veðrið“ enn.
Öðru hverju hefir rignt á þorr-
anum og það sem liðið er af góu
og hefir regnið komið jafnt að
norðan sem sunnan að. Vel viðraði
sl. vetur, en þó enn betur nú. —
Veturinn 1923—’24 var fágætlega
góður, þá festi aldrei hjelu á
glugga hjer í sveit á þorra. Nú
festi þó hrímu á rúðu tvisvar—
þrisvar á þorra. Þó að vel viðri
og auð sje jörðin, sparast minna
hey í flestum sveitum en ætla
mætti. Víðast eru lömb á gjöf all-
an veturinn þó auð sje jörð. Ótti
við lungnaorma o. þ. h. veldur því,
að þeim er haldið inni. Það er
sannreynt, að misfellulaus vellíðan
fjárins hamlar móti ormunum þ. e.
a. s. líffæri vel fóðraða kinda
halda í skefjum þessum óvinum,
sem hósti lambanna ber vott um,
að lifir í lungum þeirra. Svo
virðist, sem þeir falli í valinn á
sumrin. Annars er þetta orma-
fargan órannsakað að mestu, nema
að því leyti, sem athygli alþýðu
óreifar á og giskar.
Bílum fjölgar
hjer jafnt og þjett. í norðursýsl-
unni er farið að flytja hey af
engjum á bílum. Hjer í suðursýsl-
unni eru þeir 6—8 komnir í eign
sveitabænda. Þar að auki eru við-
líka margir á Húsavík. Ekki verð-
ur sjeð, að þessi fjöldi hafi að
starfa, nema svo fari og falli að
þeim verði stefnt út á engjarnar.
Það er mikið meira, hve bílarnir
eru dýrir. Ef svo færi, að þeir
fengjust helmingi ódýrari en nú
eru þeir, mætti gera ráð fyrir, að
hagur verði að því, að fækba
hestum og nota bíla við heyskap
og heyflutning og fólksflutning á
engjar og af þeim, þar sem langt
er til dráttar. Morgundagurinn
leysir úr þessu eins og öðrum vafa-
málum. En þá fer að verða fýsi-
legra að fara á engjar og ljettnri
heimferðin af þeim, ef bílum yrði
við komið, til þess flýta fyrir og
ljetta erfiði.
Kýr kafna.
Það bar til á einum bæ hjer í
sýslu nýlega, að kýr 2—3 köfnuðu
í reyk, að degi. Aska hafði verið
borin í fjóströðina með eldi í og
lieypold látinn nærri henni, svo
að í lionum kviknaði.
Missýning í Mývatnssveit,
Skall hurð nærri hælum.
Tveir menn voru á tófuveiðum
nýlega í einni sveit hjer í sýslu
og var tekið að rökkva. Annar
þeirra hafði á höfði loðhúfu mó-
rauða. Nú bar svo til, að sá skreið
við jörð, líklega verið að læðast
að tófu. Hinn þóttist sjá mórauðan
ref, eða virtist sem lionum brygði
fyrir og skaut á manninn. Hiifan
hlífði svo, að eigi varð að stér-
slysi, en þó lentu högl í manninum
og veit jeg eigi enn hve nærri
hefir stappað bana. Nú heyri jeg
að lítið liafi úr orðið, högl lent í
nefi ein 2—3, sem læknir gat náð
ao skaðlitlu. En nærri liefir þarna
skollið hurð hælum.
Úr dýraríkmu.
Það sætir nýlundu hve rjúpna-
laust er hjer í sýslu, því margt var
af þeim sl. sumar og lítið skotið,
við vana. Ef til vill er rjúpan á
öræfum. Svartfugl hefir beðið
bana við sjóinn eða á honum. —
Mikill fjöldi hans hefir legið í
fjörunum, eftir norðan garra sem
kom eftir nýárið. Hann var ekki
svo grimmur að frosti nje bál-
v’iðri, að líklegt sje, að banað gæti
heilbrigðum fugli. Jeg man eftir
því, að fjöldi svartfugla lá dauður
við sjóinn fyrir svo sem 45 árum.
Svo er að sjá, sem þessi fugl fái
í sig óáran öðru hverju.