Morgunblaðið - 21.07.1929, Side 8
8
MORGUNBLAfHÐ
HISIE Rlfinnur álfakóngur. &&&
PEfintýri með 120 mýnðum eftir (5. TH. ROTmR H.
49. En allt í einu glaðvaknaði hann,
því hann hafði heyrt lága kveinandi
rödd og andvörp. Hann neri stýrurnar
úr augunum, renndi sér niður úr rúm-
inu, tók kerti í hönd sér og gekk á
hljóðið. Nú var herbergið, sem hann
hafði sofið í, langt frá aðalstofunni.
Eftir löngum og krókóttum göngum
komst hann samt inn í annað, smáher-
bergi, og hvað haldið þið, að hann hafi
þá séð?
50. Bak við járngrindur sat lítil
svala. „Æ, góði, bjargaðu mér,“ kvak-
aði hún. „Hann Bangsi lokaði mig
hérna inni tijí þess að fita mig, svo að
hann geti seinna étið mig. 0g aumingja
litlu börnin mín eru alein í hreiðrinu
-----æ, æ, þau hljóta að deyja, aum-
ingjarnir litlu“. „Jæja, ég skal hjálpa
þér,“ sagði Trítill. „Lykillinn hangir
við rúmið hans Bangsa!“ sagði svalan.
„Það gerir ekkert til,“ svaraði Trítill.
51. Hann læddist á tánum inn í
svefnherbergi Bangsa, Jú, þar^hékk
lykillinn rétt við fótagaflinn á rúminu.
Þetta var hættuferð! Ef hann skyldi
nú vekja Bangsa! En hann hélt ótrauð-
ur áfram og náði lyklinum. Hann lædd-
ist því næst ofur-hljóðlega aftur til
svölunnar. Síðan opnaði hann búrið
hennar og nú var hún aftur frjáls.
„Eg skal segja þér nokkuð,“ sagði
svalan.
52. „Þú ættir að koma með mér,
því að þegar Bangsi kemst að því á
morgun, að þú hefir sleppt mér, þá
öfunda ég þig ekki af að vera nærri
honum“. Trítill fylgdist með svölunni
og þau gengu saman eftir hinum löngu
göngum, þangað til þau komu að hol-
unni, sem Trítill hafði fyrst komið inn
í um kvöldið. Úti hamaðist regnið og
Trítill litli þrýsti sér upp að heitum
líkama svölunnar.
53. Skjálfandi af bleytu og kulda
sagði Trítill svölunni frá öllu því, sem
á daga hans hafði drifið. Þau voru bú-
in að ganga dálítinn spöl, þegar þau
komu að stórri hlöðu. Svalan fór með
Trítil að lítilli holu við hlöðudyrnar,
og þar skriðu þau inn. „Hérna á ég nú
heima,“ sagði svalan. „Aumingja litlu
ungarnir mínir, hvað þeir verða fegn-
ir að sjá mig aftur! Það er verst, að
ég get ekki látið þig í hreiðrið."
54. Svalan bjó um Trítil í heyinu
og hann sofnaði vært. Morguninn eftir,
þegar hann vaknaði, stóð hún fyrir
framan hann með stóran maðk í nef-
inu. „Sko til! Hérna kem ég með eitt-
hvað handa þér í svanginn.“ „Æ-nei,
þakká þér fyrir, ég hefi ekki lyst á
því,“ svaraði Trítill út úr vandræðum,
af því að álfar borða aldrei maðka.
„Jæja! Hver hefir sinn smekk,“ sagði
svalan og borðaði maðkinn sjálf.
55. Það er víst réttast, að fara
strax til Alvíss læknis,“ hélt svalan
áfram. „En ég get ekki gengið langt,
til þess er ég of fótaveik. En hérna er
þráðarspotti; bittu hann við fótinn á
mér.“ Trítill gerði eins og honum var
sagt. Svo fóru þau af stað. Svalan
flaug spottakorn, og Trítill kom trítl-
andi á eftir og hélt í spottann. Þannig
héldu þau áfram, alla leið til Alvíss
læknis.
56. Dr. Alvíss bjó í efri hlutanum
á stórum trjábol. Svalan tók í klukku-
strenginn og læknirinn kom út á sval-
irnar. „Hvað er þetta, ósköp er að
sjá, hvað þú ert stuttur, lambið mitt,“
sagði hann við Trítil. „Hérna! Klifraðu
upp eftir skegginu mínu,“ hélt hann
áfram og kastaði skegginu fram af
svölunum, og náði það alveg niður á
jörð. — í þá daga þótti enginn lærð-
ur maður, nema hann hefði sítt skegg.
Ástin sigrar.
nokkurn veginn rólegur. '
Bak við þá fjelaga stóðu verð-
irnir steini lostnir. Díana hafði
staðið upp, en Ruth horfði á at-
burðinn með opnum munninum og
dró andann ótt og títt. Jafnvel
Blake gat ekki bundist þess "að
dást að rólyndi Wildings, aftur á
móti hugsaði Richard ekki um
annað en það, hvernig mundi fara
fyrir sjer, ef þeir Wilding og
Trenchard slyppu.
— Nick!, sagði Wilding. Viltu
biðja þessa menn, sem standa á
t«ak við okkur að ganga til hlið-
ar? Ef yðar hágöfgi leyfir sjer að
kalla á hjálp, þá verð jeg að full-
vissa yður um, að það verður í
síðasta skifti á æfinni. Opnaðu
dyrnar Trenehard og sjáðu til
þess, að lykillinn standi í að utan-
verðu.
Trenchard leið ákaflega vel,
meðan hann var að framkvæma
skipun vinar síns. Þegar hann
hafði gert það sem fyrir var lagt,
kallaði hann til Wildings og sagði
hopum frá því.
— Þjer afsakið herra hertogi,
að nú verð jeg að fara, sagði
Wilding mjög kurteislega. — En
jeg ætla mjer ekki þann dóna-
skap að snúa baki við yður, með-
an jeg geng út. Hann hjelt byss-
unni miðaðri og gekk aftur á bak
fram að dyrum. Þar stansaði hann,
hneigði sig djúpt. — Yðar auð-
mjúkur þjónn, sagði hann og gekk
út. Trenchard sneri lyklinum í
skránni, dró hann úr skráargatinu,
tylti sjer á tá og skaut honum upp
á syllu yfir dyrunum.
Köll og læti heyrðust inni í
salnum, en þeir fjelagar skeyttu
því ekki, heldur flýttu sjer út í
garðinn. Þar beið hestasveinn Ruth
með hest, hennar og Díönu og
lengra í burtu stóðu hestasveinar
liertogans og gættu hests Wild-
ings. Tveir eða þrír menn úr varn-
arliðinu í Somerset, stóðu í hlaðinu
og horfðu skeytingarlausir á þá
sem út komu.
Wilding gekk að hestasveini
konu sinnar. — Farðu af baki, jeg
þarf að brúka hestinn í erindi kon-
ungs. Parðu af baki bætti hann
við óþolinmóður, þegar knapinn
hlýddi ekki undir eins. Hann tók
í löppina á stráknum og hálf dró
haiiu af baki. — A bak með þlg,
Niek, sagði liann og Trenchard
va-tt sjer á bak. — 'Húsmóðir þín
kemur hingað bráðum, sagði Wild-
ing við knapann. Hann sneri sjer
á hæli, gekk að sínum hesti og
vatt sjer á bak. Skömmu seinna
voru komnir af stað hann og
Trenchard og í sömu andránni
komu þau í ljóst í dyrunum, lier-
toginn og meðdómendur hans,
Díana, Ruth og fangarnir.
Ruth ruddist fram. Hún vildi
sjá til þess, að hestarnir yrðu
ekki notaðir til að elta stroku-
mennina. Hún greip tauiinana og
vatt sjer á bak í þvt að Albemarle
kallaði: — Eltið þá!
Lögreglumennirnir ruku upp til
lianda og fóta, en komust ekki út
úr ltliðinu, því að hestur Ruth
sneri þvert, fyrir. Þegar þeir
þeystu að honum, hálffældist hann
og fór að prjóna, en hertoginn
kallaði hástöfum og bað menn að
stilla hestinn og koma honum
burtu.
Yið ópin í hertoganum varð
hesturinn enn óstiltari og virtist
nú Ruth hætta búin af stygð hans.
En þá stökk hestasveinninn fram,
greij) í taumana og liesturinn stilt-
ist. Ruth lá AÚð að slá piltinn með
svipu sinni, svo sárnaði henni þetta
því að þetta hafði hún alt gert
viljandi, en hún stilti sig, því að
hún sá að hann gerði aðeins slcyldu
sína, og hann hafði haldið að hún
vreri í hættu stödd.
Nú komust lögreglumennirnir
loks af stað, aðrir fóru í hestliúsið
til að ná sjer í hesta og alt var í
uppnámi í garðinum. Á meðan
riðu þeir Wilding og Trenchard
alt hvað af tók gegnum bæinn.
12. kapituli.
Á vegamótunum.
Þegar þeir Wilding og Trenc-
hard þeystu gegnum Taunton,
tóku þeir ekki eftir ríðandi manni,
sem var við dyrnar á kránni
„Rauða ljónið“. En það leit út fyr-
ir að maðurinn hefði tekið eftir
þeim, því hann leit upp þegar þeir
nálguðust og veifaði til þeirra, en
það reyndist árangurslaust, vegna
þess að þeir virtust ekki heyra til
hans. Hann blótaði þá hroðalega
og þeysti af stað á eftir þeim. —
Fyrsti æpti hann á þá, en síðæn,
ev þeir önsuðu því engu, reið hann
þegjandi á eftir þeim.
'Nú var það enn ætlunin hjá;
þeim fjelögum að stansa og sltja
fyrir brjefberanum, en þeir höfðu
alls ekki búist við því að fá þenn,-
an óvænta ofsóknarmann. Þeir
riðu því liratt áfram, en hikuðue
samt við staðinn þar sem þeir
ætluðu að ráðast á bi-jefberann.
Þeir ákváðu að bíða eftir mannin-
um, sem elti ])á og bjuggust við, að
þeir gætu sjeð fyrir honum, þar
sem liaun var einn á móti þeim
tveimur.
Maðurinn var nú kominn nær,
og þeir heyrðu hann kalla: — Hæ,
Wddirig, stansaðu manufjandi,
ásamt fleiri blótsyrðum.
— Hann bölvar þjer eins og
hann væri besti vinur þinn, sagði
Trenchard.
Þeir stönsuðu nú alveg og biðu
þessa manns, þegar hann kom nær,
fóru blótsyrðin að fækka, úr því
að þeir voru stansaðir.
— Bíddu, Wilding, jeg er með
skilaboð til þín, kallaði nú mað-
urinn.
Wilding bar hönd fyrir auga
og horfði á manninn.