Morgunblaðið - 13.10.1929, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.10.1929, Qupperneq 3
MÖRGUNBLAÐIÐ 3 Eiga verkameim að vera sósialistar? Þessa spurningu gerði Magnús Jónsson alþm, að umræðuefni í erindi, sem hann flutti á fundi Varðarfjelagsins síðastliðið fimtu- Jagskvöld. Ræðumaður mintist fyrst á þá firru, sem sósíalistar hjer og ann- arsstaðar innrættu verkamönnum, að sjálfsagt væri, að þeir væri sósíalistar. Sósíalismimi, sem *tjórnmálastefna ætti ekki fremur ■e'rindi til verkamanna en hverra annara borgara þjpðfjelagsins. — Hitt væri það, að þegar sósíalism- inn hefði fyrst komið fram, þá hefði ást.andið verið á þá leið, að annarsvegar hefðu staðið um- komulitlir og ómannaðir verka- menn, en hinsvegar skammsýnir ug harðvítugir atvinnurekendur. Sósíalistastefnan hefði lofað verka- mönnum gulli og grænum skógum, ei’ slík loforð, hvaðan sem þau he'fðu komið, hefðu hlotið að ná 6yrum þeirra eins og á stóð. Verkalýðsfjelög þyrftu alls ekki -að vera pólitísk. Gg þótt þau væri pólitísk, væri engan veginn þar með sagt, að þau þyrftu að vera sósíalistisk. Sumstaðar hefði það líka verið svo, að verkalýðsfjelög- hi hefði náð miklum þroska, án þess að játast undir ákveðnar póli- tiskar kenningar sósíalista. Mætti behda á ýmsar aðrar miklar hreyf- ingar, sem borist hefðu um heim allan, án þess að gera starfsemi sína pólitíska. Svo vseri um bind- in dishreyf inguna, kvenr j ettinda- hreyfinguna og samvinnuhreyfing- una. Væri trúlegt að verklýðsfjelögin væru engu síður öflug, þótt þau hefðu aldrei við pólitík fengist. Þegar svara skyldi spurningunni nm það, hvort ve'rkamönnum væri betur borgið með því að vera só- síalistar, geti svarið á því, hvor' aðferðin í atvinnumálum væri happadrýgri, hið frjálsa framtak einstaklinganna, eða þjóðnýtingin. Sósíalistar hjeldu því fram, að JÚt væri komið undir skiftingu arðsins og að hin mesta hætta staf- ■aði af auðsöfnun einstaklinganna. Tók ræðumaður síðan dæmi af ^ogarafjelagi. Hvað verður af gróðanum þegar llPP er gert og allur kostnaður greiddur? Venjulega fer arðurinn til eflingar fyrirtækisins sjálfs — tii skuldalúkningar eða aukningar framleiðslutækjanna. — Af })essu leiddi svo aftur aukin atvinna fyrir verkamenn. En ef gert væri ráð fyrir að ^rðurinn væri lagður á vöxtu í banka, þá yrði fjeð aftur lánað út th annara fyrirtækja eða til að stofna nv. • Oft, væri kvartað yfir því, að stjórnendnr fyrirtækja eyddu fje íófi f.,nn. En fyrirtæki með hundruð starfsmanna munaði það sárhtlu hvort stjórnarkostnaður- mn yrði, nokkrum þúsund krónum meiri eða minni. Ef skifta ætti því upp meðal þeárra hundraða, sem við fyrirtækin ynnu, yrði það að eins örlítið á hvern einstakan. þæri það og svo, að yfirleitt væri gert of mikið úr óánægju verka- manna yfir eyðslu stjórnendanna, -ef um velstjórnuð fyrirtæki væri að ræða. Hjer á landi hefði reynslan verið sú, að síðan fyriPtækin tóku að færast í aukana, hefði kaupgjaldið hæltkað stórlega, ekki einungis að krónutali, heldur og ef miðað væri við skilyrði verkamanna til að afla sjer lífsnauðsynja. Þrátt fyrir fólksfjölgunina, væri ástandið svo, að altaf væri úóg atvinna til. Ef rannsökuð væri saga útgerð- arinnar hjer á landi, mundi sá verða uppi, að verkamenn mundu fremur hafa skaðað sig en hitt, með því að fara of igeyst í kröfum sínum. Þeir yrðu að reisa allar vonir sínar á þvi, að atvinnuveg- irnir væru arðvænlegir. En ef atvinnuvegunum væri hnekt, skertu ve'rkamenn þar með vara- sjóð sinn. Reynslan væri ólýgnust í þess- um efnum sem öðrum. Hjer á landi hefðum við reynt einokunina gömlu. Þar hefði alt verið rígskorðað með reglugerðum, fororðningum og verðskrám. Alt hefði þetta litið nógu vel út á pappírnum. En reynslan hefði orð- ið sú, að þjóðinni he'fði legið við tortímimgu. Hefðu menn hangið á horriminni þegar best ljet, en fallið úr sulti þegar misjafnt gerði árferðið. Sósíalistar seg'ðu altaf, að ekk- ert væri að marka reynslu þjóð- nýtingarinnar í ríkjum með kapí- talistisku þjóðskipulagi. Yairi því i'jett að slcygnast í „rauðu Para- dísina“ — Rússland. Þar hefði boðskapur Haralds orðið að veru- leika, jarðirnar teknar af bændum. Og árangurinn hefði ekki orðið glæsilegri en það, að „kornforða- búr Evrópu“, væri nú svo vist.um þrotið, að það hefði tæplega nægi- legt korn til innanlandsnotkunar. Sama hefði orðið uppi á ten- ingnum með iðnaðinn þar í landi. En þó væri þess að <gæta að öll framleiðsla hefði farið í ólestri í Rússlandi áður en Bolsar tóku þar stjórn. Ef þjóðnýtingin megnaði ekki að bæta atvinnuvegina í landi, þar sem svo væri ástatt, hvers mundi hún þá megnug, móts við e'instak- lingsframtakið í öndvegislöndum á framleiðslusviðum, svo sem Eng- landi eða Þýskalandi. G-allar þjóðnýtingarinnar lægu í því, að með henni væri menn sviftir þeim sporanum, sem knúið hefði þá áfram frá villimensku til æðstu siðmenningar — sjálfsbjarg- arhvötinni. Auk þess væru síðan lagðar þær hömlur á framleiðsl- una, að mjög stæði henni fyrir' þrifum. Reynslan skæri úr um það, að þar sem þjóðnýting hefði komist á, minkaði framle'iðslan, lækkaði kaupgjaldið — vegnaði verka- niönnum ver. Þjóðnýtingin kæmi fyrst og fremst niðnr á verkamönnum og þess vegna væri sárgrætilegt að vita til þess, að þeir ljetu ginnast til að halda fram fyrirkomulagi, sem óhjákvæmilega yrði þeim til ills eins, ef það kæmist á. Erindi þessu var tekið með mikl- um fögnuði af fjölme'nnum hóp áheyrenda og mun það eiga að birtast, á prenti áður en langt um líður. siuinmiuiimiiiiimmimmmmiHiiimiiimiimHimiimmiiiimimniiiHiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiitiiiiiiiiiii!<umuiHiHwufluinflmmiiwHnmuiuiiiimiiiiiiiiHHig s Velðarfæri fyrir Linubáta, lKótorbáta og Róðrabáta i beildsóln og smásðln: Fiskilínur Belgískar, Norskar, Hollenskar, Enskar, frá 1—8 punda, 30—36 þættar. öngultaumar no. 3/4—4/4—41/2/4-5/4—4/3—16”—18”—20”—22”. Lóðarönglar Mustads no. 7—8—9 ex. ex. long. \ Netjagarn ítalskt, 10/3—10/4—11/4—12/4 — 10/5 — 10/6. Þorskanet 16 — 18 — 20 — 22 möskva. Netakúlur 5”. Netakúlupokar bikaðir. Manilla, allar stærðár. Lóðir uppsettar 4—41/2—5 punda. Lóðarbelgir no. 2 — 1 — 0 — 00. Bambusstengur, allar stærðir. Síldarnet (Reknet og Lagnet). Snurrevaader. Handfæraönglar — Skötulóðarönglar. Verðlð taefnr lækfeað. Allar þessar vörur eru keyptar frá fyrsta flokks verslunarhús- um erlendis, sem eru þekt gegnum fjölda mörg ár fyrir sjerstak- lega vandaðar og góðar vörur. Þar eð við kaupum þessar vörur í mjög stórum stíl og kom- umst því að sjerstaklega hagfeldum kaupum, þá getum við í flest- um tilfellum boðið viðskiftavinum okkar fyllilega eins góð kaup og þeir eiga kost á frá útlöndum. Látið okkur njóta viðskifta yðar, þá tryggið þjer yður: Bestu tegund af veiðarfærum. Lægsta verðið. Fljóta og lipra afgreiðslu. Fengsæl veiðarfæri. ariæraversluiin „GEYSin fi H11IUI11IIIIIIIIIIIII1IUIIIIII1IIIIIIIIIIIIIUI1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII illlllllllillllllllllllllllllllllllllllUIIIIIII!IIIIUIIIUIHUIIIIilllllllHIIIUIIIIIIIIIIIIIUIIIII)IIIMIHIIIIllllllllllllllilllllll!llllllllllllirH Glímuför Ármenninga um Þýskaland. í Berlín. Hinn 18. september lögðum við á stað frá Danzig snemma morg- uns og hje'ldum til Marienburg. Þar var skift um lest og fórum við nú miklu austar en áður yfir Pólland: Báðum megin við braut- ina var fólk önnum kafið við að taka upp karöflur, plægja og herfa akra. Kartöflurækt er afar rnikil í Póllandi og Norður-Þýskalandi, en ekki er hátt verðið, sem bændur fá fyrir uppskeruna, 2—3 pfennig fvrir pundið var mjer sagt. Þe'gar til landamæra, Þýskal. kom var sem fargi væri ljett af manni. því að meðan maður er í Póllandi getur maður átt von á öllu, að vera tekinn sem njósnari, eða för manns tafin með einhverjum „seremon- ium.“ Þó höfðum við ekki af því að segja. Vagninn, sem við vorum í var t. d. ekki lokaður og máttum [við fara um alla lestina eftir vild- Til Berlín komum við kl. 8 um lrvöldið. Fengum við kvöldverð í gistihúsi rjett hjá járnbrautarstöð- inni og var okkur mál á mat eftir 10 stunda fe'rð í járnbraut. Síðan var haldið til heimkynna okkar. Pimm mönnum var fengin gisting á heimilum í borginni, en 14 var fenginn samastaður í æskulýðshfisi (Jugendhaus) í útjaðri borgarinn- ar. Var það einhver sá ljelegasti gististaður, sem við höfum feng- ið. En það kom upp úr kafinu seinna að forgöngumenn sýning- arinnar höfðu ekki skoðað staðinn áður, og vissu ekki hvernig hann var. Morguninn eftir var komið að sækja okkur í býti. Var það ung stúlka Vera Lachmann, sem komin var til þess að fylgja okkur. Á heimili hetínar bjó einn glímu- mannanna. Jeg spurði stúlkuna livort langt væri lieim til hennar. „Ónei“, sagði hún, „það er svo sem klukkustundarferð í sporbraut og járnbraut." Þetta gefur nokkra hugmynd um vegalengdirnar í Berlín. Það er víst álíka leið eftir endilangri borginni eins og hjeðan og austur að Ölfusá, eða jafnvel lengri. Ein gata í horginni er t. d. 35 km. á lengd. Verður ekkert farið öðru vísi en akandi, en sam- göngur eru góðar, sporbrautir og járnbrautir um alt. Er einkenni- le'gt að ferðast með jámhrautun- um, því að ýmist stinga þær sjer djúpt í jörð niður, eða þær eru hátt í iofti, jafnhátt efstu trjá- toppunum. Umgfrú Vera Lachmann skilur íslensku vel og talar hana dálítið. Hefir hún lagt stund á norræn fræði, og sjerstaklega iesið Harðar sögu iog Hólmverja. Hún ferðaðist hjer um ísland í fyrra og hafði Upplýsingaskrifstofa Stúdetíta- ráðsins undirbúið för hennar. — Ferðaðist hún um Borgarfjörð og Hvaifjörð (sögustöðvarnar), síðan til Akurevrar og landveg til Reykjavíkur suðúr Kjöl. Hefir hún síðan miklar mætur á íslandi ■og Islendingum. Önnur kona í Berlin greiddi og mjög götu okk- ar. Það var frú dr. Kroner. Hún er gift nafnkunnum taugaveiklun- arlækni og er læknir sjálf. Hefir hún komið til íslands oftar en emp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.