Morgunblaðið - 27.10.1929, Side 3

Morgunblaðið - 27.10.1929, Side 3
3 •totnand!: Vtlh. Fln»en. KJelag 1 ReykJaTfk. S.iv»i.Jðrar: Jðn KJartaneeon Valtjr títefánaaon. iuelíelng'aatjðri: S. Hat&erE. •knfatofa Au*tttr»tr«etl S. Ua! nr. 50». i.c«!ý»lnKa»krtf«tofa nr. 708. .tí*í maalmar: Jðn KJartan»aon ar. 74*. Valf.ýr Stefán»»on nr. ISÍ9. E. ^tafbere nr. 770. VaSrtfVkRjálð: Xaaanlanð* kr. í.t'® á asánuB! ~ alanðx kr. í,8ð - —— •ölu 1« aura elntak!fl. Irlendar slmfregnir. PB. 26. okt. Stjónx&rmyridun í Frakklandi. Prá París er símað: Forseti Frakklands hefir falið Daladier, formanni radikala flokksins, að mynda nýja stjórn. Kauphallarbrask. Frá New York er éímað: Feikna verðfall á hlutabrjefum varð í kauphöllinni hjer í fyrradag, setn «r mesti verðfalls- og œsingadag- ur, er menn muna eftir í kaup- höHinni síðan árið 1907. Alt var í uppnámi á kauphöllinni um skeið. 19 milj. hlutabrjefa voru seldar <og er talið að tapið vegna gengis- Salls þeirra hafi numið miljörðxxm idollara. Fjöldi gróðabrallara, stóðu 'dyppír og snauðir eftir. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan kauphöllina, svo jðll umferð stöðvaðist. Loks heppnaðist bönkunum að •döðva fallið, se*m virðiét vera af- leiðing gróðabralls á undanförnum vikum, þ. e. gróðabrallið hefir valdið óeðlilegri verðhækkun, sem «vkkt gat haldist til lengdar. Ráðberra refsað. Frá Washington er símað: Fall, fyrverandi ínnanríkLsráðherra, hef- ii' fengið sektardóm fyrir að hafa þegið í mátur af olíukónginum Doheny 100 þíis. dollara, en Fall, hafði leigt Doheny nokkur af olíu- svseðum ríkisins. ítölsk blöð ræða banatilræðið. Prá Rómaborg er símað: ítölsk- Um blöðum verður tíðrætt um það, að italski stúdentinn, sem sýndi •talska krónprinsinum banatilrseði, hafði komið frá París. Fascista- blöðin eru afar gröm í garð Prakka og segja, að erlendir flótta nxenn, þeirra meðal andstæðingar faseista, fái. stöðngt griðastað í Prakklandi. Sum faseistablöðin halla París „skóla fyrir konungs- axox-ðingja". Uppreisn gegn Rússastjórn. Prá Moskva er símað: Frjetta ^tofa Rússlands tillcynnir, að rúss- ne'slj yfirvþld hafi komist að því, að stofnaður hafði verið fjelags- skapnr súður í Kaxxkasus, til þ<jss vinna að uppreist gegn ráð- djórninni. Leiðtogarnir höfðu ver- yfirforingjar í hvíta hernum og v'ldu gera Riissland að keisara- vMdi að nýju. Pjórtán leiðtogaixna v°ru dæmdir til lífláts og voru ^ómnrnir þegap framkvæmdir. Sjóslys á Michiganvatni. Frá Milwaukee* 1 er símað: Ferja ^órst á Michiganvatni og drukkn- u®n 52 menn. 2ÍORGUNBLAÐIÐ Verslunarsknldir bænda. Hvers vegna standa Tímasósíaiistar í vegi fyrir útrýming verslun&r- skuldanna í sveitum? I. Sennilega er margur bóndinn kominn á þá skoðun, að láns- og vöruskiftaverslun sú, sem ríkjandi er í sveitunum, sjé stærsta böl landbúnaðarins. Skuldirnar þróast og dafna vel í skjóli þessa óheil- brigða verslunarfyx-irkomulags. — Þessar skuldir hvíla nú sem mara á bændum. Versluuarskuldir bænda eny víða meiri nú, en þær hafa verið nokkru sinni áður. Margur bónd- inn hefir orðið að veðsetja alt sitt, fast og laust, til tryggingar þess- um skuldum. Honum gagnar það iítið, þótt hagfeldar lánsstofnan- ir rísi upp landbúnaðinum til lianda. Þessar stofnanir verða lok- aðar fyrir bóndanum, se.m flæktur t er í verslunarskuldum, því hann hefir ekkert veð til. Þetta ástand er gel-samlega ó- þolandi. Bændur standa ráðþrota og geta ekki risið undir hinu þunga fargi. Ofan á skuldahrúg- una safnast árlega okurvextir (7 —8%). Innlegg fátæks bónda gei-- ir oft lítið betur en að greiða vextina af súpunni. Þegar bændasynirnir ætla að byrja búskap á föðurleifð sinni, sjá þeir frámundan aðeins basl og Vonlevsi. Skuldirnar, sem hvíla á búunum, eru svo miklar, að þeir sjá engÍB ráð til þess að geta orð- ið sjálfstæðir borgarar í þjóðfje- laginu. Vonleysið verður svo til þess, að margur efnilegur bónda- sonurinn gefst alveg^upp. Hann flýr föðurleifðina og leitar til kaupstaðanna í von um að fá þar eitthvað betra. n. Verslunarólag það, sem enn er rSkjandi í sveitunum, er leifar löngu úrelts vérelunarfyrirkomu- lags. En sorglegast er, að ýmsir þeir menn, sem gerst hafa leiðtog- ar bænda í verelunar- og viðskifta- málum, hafa ekki aðeins orðið til j>ess að viðhalda }>essu úrelta og óheilbrigða ástandi, heldur hafa þeir stórum aukið vandræðin. Hinir pólítísku forkólfar kaup- fjelaganna eiga mesta sök á ástand inu. Þessir menn eru gerðir út af sósíalistum, til þess að reyna að vinna bændur til fylgis við sósí- alista-stefnuna. Markmið þessara grímuklæddu sósíalista var fyrst, og fremst uið stofna pólitísk kaupfjelög út um bygðir landsins. Þeir lögðu aðal- áhersluna á að ná sem flestum bændum inn í kaupfjelögin og ríg- binda þá þar á skuldaklafann. Um hitt var minna hirt, hvort fjelagið væri rekið á heilbrigðum grund- velli sem verslxmarfjelag. Og nú eru bændur farnir að súpa seyðið af ráðsmetisku Tíma- sósíalista og þeirra sendisveina. Nú vildu þeir gjarnan fá frelsi sitt aftur. En það er hægara sagt en gert. Fjöldi bænda er rígbund- inn á skuldaklafann og fá sig hvergi hreyft. Og yfir þeim vofir pólitískur refsivöndur ef þeir ætla sig að hræra. hi. Þessi pólitíski skuldaklafi kaup ■ f jelaganna er ávöxtur hinnar ! hneysklanlegu sambxiðar bænda og sósíalista. Með honum á að kúga íslenska bændur til fylgis við só- síalistastefnuna. En þegar þetta er orðið ljóst fyrir mönnum, ætti hitt einnig að skýrast: hvers vegna svo erfið- lega gengur að fá samþykt lög á Alþingi, sem miða að því að losa bændur1 * * * * af skuldaklafanixm. A tveimur undanförnum þing- um hafa Sjáifstæðismenn i*eynt að fá samþykt frumvarp urn atvinnu- rekstrarlán lianda bæiidum. Sje slíkum lánum haganlega fyrir kom ið, ættu J>au fljótlega að geta út- rýmt skuldavCrsluninni að fullu og öllu. Þetta hafa sósíalistar og afleggj ari þeirra, Tímamenn, sjeð, og þess vegna hafa )>eir búugðið fœti fyrir þetta mikla velferðarmál bændanna. Þegar bóndinn er laus af hinum pólitíska skulda-klafa, er hann crðinn frjáls maður. En þá er líka hætt við, að sósíalista stefnan eigi erfitt uppdráttar \ sveitum lands- ins. IV. Brondur verða að skilja það, að viðrdsnarstarfið í sveitunum bygg ist að miklu eða mestu leyti á þvi, hvort það tekst að útrýma hinni illræmdu skuldaverslun og skapa heilbrigt viðskiftalíf í sveit unum. Takist það, mun nýtt blóm- legt tímabil renna upp í sveitun- um. En takist það ekki, og fái hinn pólitíski skixldaklafi áfram að halda bændum í fjötrum, er hætt við að viðreisnarstarfið verði unnið fyrir gíg. Farsóttir og manndauði í Reykjavík. Vikan 13,—19. okt. (í svigum tölur næstu viku á undan)j Hálsbólga 98 (78). Kvefsótt, 76 (48). Kveflungnabclga 2 (4). — Barnaveiki 1 (?) (0). Gigtsótt 1 (2). Taugaveiki 0 (2). Iði*akvef 34 (26). Hettusótt 17 (11). Taksótt 1 (5). Rauðir hundar 2 (0). Umferð- argula 2 (1). Erythema nodosum 2 (1). Impetigo 4 (0). Hlaupabóla 0 (1). Munnbólga 0 (1). Mannslát 9 (8). C4. B. Maður druknar. FB. 26. okt. Frá Vestmannaeyjum er símað: í gær fjell maður útbyrðis af vjel- bátnum Hax*pan og drukknaði. — Báturinn var að koma undan Eyja- fjöllum og var á leið hingað, er slysið vildi til. Maðurinn hjet Guð- jón Ólafsson og var um þrítugt. Bæjarstjórn Aknreyrar hefir samþykt að leyfa Olíuverslun ls- lands að reisa olíugeyma á Akur- eyri. Tveim börnnm bjargaö úr lffsháska. Klukkan rúmlega hálftólf í gœr urðu menn á Slökkvistöðinni varir við, að tveir drengir höfðu dottið niður um ís á miðri Tjöminni, um 70 metrum fyrir sunnan hólm- ann. Svo er ís háttað þar, að rximur helmingur Tjamarinnar er lagður heldum ís, en mikið af syðri hluta hennar var ekki lagður í fj7rradag. Var þar krap mikið þegar lygndi í fyrrakvöld, og mun það hafa frosið um nóttina. Dreng- irair tveir, Egill Pálsson, 6 ára að aldri, til heimilis á Nönnugötu 14, pg Erlendur Sigurgeirsson, 5 ára, til heimilis á Óðinsgötu 28 B, höfðu farið að heiman um kl. llj^- Þeir munu hafa farið beint niður á Tjörn til að prófa ísinn. Þegar brunaverðirnir urðu varir við slysið, tóku þeir til að reyna að bjarga, en það var Crfitt mjög, vegna jxess, að drengirnir voru tölu vert fyrir framan fasta ísspöng, um 16 metra. Voru um 8 metrar á milli þeirra. Um leið og bruna- verðirnir þustu út til að bjarga, bar þar að Egil Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra B. S. R. Hann tók við stiga, er einn þeirra hjelt á en sá fór aftur inn til að ná í bjarghring. Fóru síðan síðan nokkr ir skemstu leið út að vökinni, en aðrir fóru suður að íshúsi til að ná í bát þann, sem hefir verið not- aður á Tjörninni. Settu þeir bát- inn fram á ísinn, en er þeir vom skamt frá landi, brotnaði ísinn und an bátnum, og skipaði því Pjetur Ingimundarson slökkviliðsstjóri svo fyrir, að einn skyldi fara rneð bátinn, og var jjað x-eynt. En ís- inn hjelt ekki að heldur, og kom því báturinn ekki að notum. Nú víkur sögunni til Egils. — Hann hljóp raeð stigann fram að skörinni og lagði hann út á ís- hroðann. En stiginn náði ekki nógu langt, enda seig hann þegar niður úr ísnum. Egill varð því að vaða gegn um íshroðann. Leðja cr mikil í botninum, og því sein- legt að komast áfram. En þó fór svo, að hann komst brátt að yngi*i drengnum, Agli. Var þá Karl Bjamason brunavörður kominn fram á spöngina me'ð bjarghring. Hann kastaði hringnum til Egils, og lyfti Egill drenghnokkanum upp á hringinn, og gátu þeir verð- irnir dregið hann í land. Hinn rírengurinn var sunnar í vökinni. Var hann mjög aðþrengd- ur og lcominn að drukknun. Eftir mikið erfiði náði Egill til hans. Var þá drengurinn alveg búinn að missa kjarkinn, og mátti ekki tæp- ara standa, að honum yrði bjarg- að. Egill lyfti honum á bak sjer og tók að bi*jótast gegnum íshroð- ann til lands. Var nú fleygt til hans káðli'og batt hann kaðlinum um sig. Voru þeir dregnir varlega að ísspönginni. En þegar að spöng- inni kom, reyndist mjög erfitt að ná þeirn upp, því að_ fætur Egils vom fastir í leðjunni, en spöngin ótrygg, svo hún hjelt illa manni. Slökkviliðsstjóri kallaði þá til Eg- ils og bað hann áð nota sjer borð, sem lá á ísnum. Gat hann skotið því undir sig, og dróu þeir slökkviliðsmenn hann þannig upp, með aðstoð tveggja lögregluþjóna, sem voru við björgunina. Herra Kamban og kveniólkið i Bvík. Ólafur Fríðríksson endurtekur fyrirlestur sinn i dag kl. 3 í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar 1 kr„ seldir við innganginn frá kl. 1 e. h. Egill var afar máttfarinn að björguninni lokinni. Hann hafði bruflað sig á höndum ríð að brjót- ast gegnum íshroðánn. Egill og drengirnir vorn færðir inn á Slökkvistöð. Þeir hrestust brátt. Foreldrar drengjanna voru sóttir; færðu þeir þeim þur föt. Var þeim síðan ekið heim í sjúkrabifreið- inni og þeir háttaðir. Egill var máttfarinn mjög, er hann kom upp xir vatninu, og hjelt kyrru fyrir á Slökkrístöðinni, þar til hann hafði náð sjer að fullu. Var hann þá fluttur heim. Honum leið ágætlega í gærkvöldi. Ekki er minsti vafi á því, að Egill Vilhjálmsson hefir' þaraa með snarræði og dugnaði bjargað lífi Erlendar litla. En þetta atvik ætti að verða til þess, að fram- vegis yrði höfð meiri aðgæsla við Tjöraina, en veríð hefir hingað tiL Er það stórfux'ða, að eigi hefir hlotist stórslys af háttalagi baraa á Tjörainni, þegar þau hafa í hóp- um þyrpst út á ótryggan ís. Lög- reglan þarf að festa spjöld um- hverfis Tjörnina og banna umferð um hana, þegar ís er ótryggur. — Hættuleg ferð. I færeyska blað- inu „Tingakrossurí ‘ er sagt frá því, að fiskiskipið Queen Victoria hafi nýlega komið úr íslandsferð. 1 óveðrinu þann 29. sept. misti það stýrið. Gerðu skipverjar neyðar- stýri ixr messanbómunni og sigldn með þrí áfram. Þegar þeir voru pkomnir á móts við Mykjunes í Færeyjum, fengu þeir hvassviðri á i-ióti, og mistu þeir þá alla stjcro. á skútunni. 4. okt. fann togari einn þá og dró þá til hafnar. — Þetta sama óveður gerði einnig ó- skunda í Miðvági. Rak fiskiskip þar upp á hafnargarð og laskaðist milcið. Það var nýkomið frá Is- iahdi og fult at' fiski. Tók það langan tíma, áður en fiskinum yrði bjargað undan veðrinn. Til Strandarkirkju frá N. N. 2 kr. H..S. 10 kr. H. J., Hafnarfirði 10 kr. Gamalli konu 20 kr. Ónefnd- um 20 kr. J. S, G. 5 kr. B. 5 kr. K. A. 10 krí. Ónefndum 25 kr. N. N. 20 kr. Óla 10 kr. Jónu 10 kr. Kormákí 5 kr. V. G. 5 kr. Morgunblaðið er 12 siður í dag auk Lesbókar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.