Morgunblaðið - 27.10.1929, Síða 12

Morgunblaðið - 27.10.1929, Síða 12
12 MORGUNBLAPlt> Verðlanu 225 kr. Sendihu ra Bolsiedk. Haupi hið agæta Li iu Gerduft og Lillu iggja- duft og tat'ið þáit i Vt*rðlauria sainkepninn Sendið okkur einar umbúði' al hvorri tegund, a>amt meðmæiur; hversu vel yður reymst hið góða ULLU-bökunarefni. þjor getið blotið ha vertM un. H.f. Efnagerð Reykjav kur kemisk verksmiðjn. Jrigi si íts nan geisf Nú sparaöi jeg mjer drjng- bh skildlng með þvi að nota tækifærið og kanpa gleraagn iyrir 3,50 á útsölunni hjá F. A. TfllELE Bukastrali 4. i r'.rls ofsóttur af rússnesku ríkis- lögreglunni. Sendiherra Bolsjevikka í París, Bessedovski, hefir undanfarið orð- ið fyrir miklum ofsóknum af hendi tjekunnar (G. P. U., ríkislögregl- unnar rússnesku). Hann vakti at- hygli á sjer með því að tala frjáls- lega og með skarpskygni um rúss- ncsk stjórnmál. Auk þess að vera prýðilega gáfaður maður, er hann íþróttamaður mikill og hraustur, enda kom þetta honum í góðar þarfir, svo sem skýrt skal frá. Einn daginn, þegar hann var fara að heiman, rjeðst að honum vopnaður maður. Maðurinn var staddur fyrir utan bústað hans. Hann miðaði á hann skammbyssu, og skipaði honum að fara inn aft- ur og halda þar kyrru fyrir. — Bessedovski bar kensl á manninn. Þetta var enginn annar en Roise- mann, foringi tjekunnar alræmdu. Hann gerði enga tilraun til að setja sig upp á móti honum, heldur gekk hann til herbergja sinna, og ljest mundu halda þar kyrru fyr- ir. Hann skreið síðan út um glugg- ann, og tókst honum með fimleik að klifra niður í garðinn og yfir 4 metra háan vegg, sen/ er á milli húss hans og næsta búss. — Pór hann síðan rakleitt til lög- reglunnar og kærði árásina. Vegna þess, að hann var forseti sendi- sveitarinnar rússnesku, gat hann sagt upp ákvæðinu um friðhelgi SlXlFVIRKT '■■■■■r’ Bezti eiginleiki ^ W FLIK=FLAKS |[? er, aö það bleikir þvottinn a|"j við suðuna, án þess að / t| skemma hann á nokk- /M ■SSi urn hátt . /■* ■■». 'I ■ Ábyrgzt, að laustlm sé við klór. hússins, og gat því lögreglan ráð- ist inn í húsið til að bjarga konu hans og dóttur frá Bolsjevikk- unum. Það vakti athygli, að það var enginn annar en sjálfur voldugasti maðurinn í Rússlandi, sem gerð- ist til þess að neyða Bessedovski til að koma heim til Moskva. — Rússum stendur uggur af því, að þessi maður skuli opinberlega tala niðrandi um stjórnmál þeirra, enda er hann þektnr að andríki og því að bera gott skyn á stjórnmál, auk þess sem hann er sendiherra þeirra. Síðan þetta gerðist hefir Besse- dovski farið huldu höfði, vegna þess að erindrekar rússnesku tjekunnar eru sífelt á hælunum a honum. Þeim mistókst að ná honum heim til Rússlands, til að geta liflátið hann þar, og eru nú launmorðingjar þeirra að gera til- raunir til að framkvæma líflátið án dóms og laga. Til allrar hamingju nýtur sendi- herrann verndar frönsku lögregl- unnar. Það fyrsta sem hún gerðL var að senda Roisemann heim til Rússlands hið fyrsta, og fór hann þangað með hinni mestu leynd. En eftir er að losna við hina laun- morðingjana. Þetta er lögreglunni í París erfiðara, vegna þess, að stjórnmálasamband er við Rússa, og þcssir menn eru embættismenn rússneska ríkisins. Aslin sigrar. -* Já, bölvaðan svikara, ansaði Feyersbam. ,í þessu opnuðust dyrnar, og inn kom foringinn með flokk manna við alvæpni. —- Ágætt, kallaði Peversham. Þj^r gerið svo vel að taka þessa meiin fásta, imdirforingi. Og þessa .konú—hann báhdaðí hendinni að Rti,th. — Þjer getið farið með þaú beiút r fangelsi. Bíðið þjer aúgnabHk, herra lávarður, sagði Rieliard nú snögg- lega. — Jeg á eftir að sanna yður, að jeg er okkj svikari. — Á morgun, herra, minn, ansaði Feversham letilega. Hann var nú farið að langa fyrir alvöru til að fá sjer ofurlitinn blund fyrir sól- aruþprás. — Á morgun ve“rður það of seiöt, svaraði Riehard ákveðinn. 'Nú, jæja, ansaði lávarðurinn. Hvað er þaSí — Þjer skuluð vita það með sddiyrði. — Jeg sem ekki við svikara. Wilding fór nú að renna grun i, hvað Richard vildi selja, og hann sagði fljótt í áminningarróm við hann: —' Nei, Richard, þú mátt Úkki koma upp um Meira þórði hann ekki að segja, en hann 'voúaðist til að geta liindrað Rio- hard í að koma upp um fyrirætl- anir hertoga. Feversham tók þegar eftir þessu óg fóru nú að renna á hann tvær grímur, með tilliti til þess, hvort hann ætti að semja við þorparann. Eftir nokkra vafnina tókust, þeir samningar með þeim Richard og Feversham, að þau Ruth og Rie- hard skyldu frjáls, ef frásögn Ric- kards skyldi reynast rjútt. Ekki þarf að lýsa orðaskiftum hjerna, en nóg er að geta þess, að þau gengu eins seint og jafnvel Stirðar en áður, en þó iauk með því, að Richard gat sannfært lá- varðinn um, að hann færi rjett með frásögnina af fyrirætlun he'r- toga. Lávarðurinn sendi nú út njósnara, og komu þeir von bráðar aftur og sögðu frá því, að óvina- herinii væri að nálgast. Alt lenti nú í fumi. Lávarðurinn átti eftir að klæða sig, og skipáði hann her- bergisþjóni sínum að hjálpa sjer til að gera það fljótt og vel, en gaf á meðán skipun um að sleppa þeim Ruth, Richard og Blake, en skjóta Wilding hið fyrsta. Síðan hjelt hann áfram að klæða sig- i I 22. kapítuli. Líflátið. Weritworth herforingi heilsaði að hermannasið, er hann fekk skip- unina um að láta skjóta Wilding. Blake varpaði öndinni ljettilega yfir því að vera nú . óhultur um líf sitt. Ruth sat fyrst um stund náfol, en reis síðan upp með hend- ina á brjóstinu og rak upp lágt vein. Wilding var fremur hissa e«n hræddur, og hann nálgaðist borð- ið, sem Peversham stóð við, til að fá einhverja skýringu á því, fyrir hvað hann væri dæmdur til dauða. — Þjer heyrðuð hvað sagt var herra minn, sagði Wentworth. — Jú, jeg heýrði það, svaraði Wilding rólega. — En jeg er hræddur um, að mjer hafi mis- heyrst. Afsakið þjer augnablik, sagði hann við kapteininn, og þrátt fyrir skipunina hikaði hann við að taka hann fastan, því að málrómur Wildings var svo ákveð- inn, að honum fanst ekki nema sjálfsagt ' að leyfa honum að tala dálítið við lávarðinn. Peversham eheri sjer hissa að Wilding, þegar hann ávarpaði hann og heimtaði, að hætt væri við að clrepa hann án dóms og laga. Það er o£ þreytandi að taka upp öll þau orðaskifti hjer, því að það var eins og mælt væri við steinrim, jægar átti að fára að sannfæra Peversham um, að hon- um hefði skjátlast. Við þennan dóm sat, og á síðustu stundu gat Rutli sært hann til að leyfa sjer að tala við mann sinn í fimm mín- útur. Hann hafði þegar samþykt þetta, eti þegar skot heyrðist úti á mýrunum, var honum öllum lok- ið, og hann sneri nú við blaðinu, og gaf skipun um að skjóta Wild- ing strax, með því að ekki væri tími til að bíða í fimm mínútur. Síðan setti hann á sig hárkolluna, leit einu sinn enn í spegilinn og rauk síðan út og skildi dyrnar eftir opnar á eftir ,sjer. — Jæja, herra minn, sagði kap- tcininn við Wilding. Það er best að þjer komið. — Jeg er reiðubúinn, svaraði Wilding fast og ákveðið. Hann sneri sjer við til að líta á konu sína. Hún hallaði sje'r að honum, hjelt höridunum fram og leit á hann með augnai'áðið sem ætlaði að æra hann, svo mikil ást og blíða var í augum hennar. — Herra kapteinn, gerið mjer þann greiða að fresta líflátinu um eina mínútu, sagði liann við Went- wort í bænarróm. Wentworth var ekkert illmenni, en hann var hermaður, og því var honum ekki auðve'lt að brjóta í bág við gefna skipun. Hann hikaði því. En meðan hann var að hugsa sig um, heyrðist hófadynur, sem fjarlægðist. Það var Feversham, sem var að fara. Þetta var nóg til þess að hann gaf samþykki sitt. — Þjer skuluð fá þessa mínútu herra minn, en lengur get jeg ekki frestað þessu. — Jeg þakka yður af öllu hjarta drengskap yðar, svaraði Wilding, og meira þakklæti liefði ekki mátt lieju'a í röddinni, þótt kapteinn- inn liefði gefið honum lif. Kapteinninn hafði þegar snúið sjer að mönnum sínum og var að gcfa þeim skipanir. — Tveir ykk- ar fyrir utan gluggann, en hinir ,bíða í ganginum. — Gerið þjer allar ráðstafanir, herra kapteinn, en ef je'g gef yður æruorð mitt um að jeg skal ekki reyna að komast undan, sagði Wilding. Wentworth kinkaði kolli, en svaraði engu. Hann var farinn að bera milda virðingu fyrir þess- um manni, sem gekk óhræddur út í dauðann. — Það er best að þið farið, sagði hann við Richard og Sir Rowland. — Þjer herra Westmacott getið beðið í ganginum með möunum mínuin. Síðan fóru þe'ir allir út. Nú stóðu jiau Wilding og Ruth alein inni í herberginu, augliti til auglits. Hann geklc til móts við bana, og hún fleygði sjer grátandi í fang honum. Hann efaðist enn um tilfinningar þa;r, sem stjórnuðu gerðum hennar, hjelt að þær gætu máske stafað af meðaumkvun. — Hann klappaði Ijett á öxl hennar. — Svona blessað barn. Gráttu ekki mín vegna, se'm eklci á tár til fyrir sjálfan mig. Hvað er ljettari hegning fyrir öll þau axarsköft og ajlar þær háðungar, sem jeg liefi gert þjer? Hún svaraði honum engu, held- ur hjúfraði sig fastar upp að hon- um. Hann lijelt áfram: — Vertn ekki að aumkva mig, Rúth. Jeg er ánægður með þettá eins og það er. Je'g bæti þjer nú að fullu þaðf sem jeg hefi brotið gagnvart þjer.' Hún lyfti andlitinu og horfðí inn í augu hans. Augu hennar voru full af tárum. — Þetta er ekki meðaumkvun, sagði hún. Jeg þarfnast þín, Ant- hony, af því að jeg elslta þigl Iíann varð náfölur. — Er þetta. satt? Er það satt, sem þú sagðir við mig í gærkvöldi? Jeg sem hjelt að þú segðir þetta aðeins til að íe'fja mig. — Jú, það er satt, svaraði hún kjökrandi. Hann andvarpaði og losaði aðra- hendina til að strjúka um kinn henni. — Jeg er hamingjusamurf sagði hann og reyndi að brosa. Hefði jeg lifað, þá ........ Hver veit...? — Nei, nei, tók hún fram í fyrir lionum og þrýsti sjer fastar að honum. Hann beygði höfuðið og varir þeirra mættust í löngum kossi. f þessu var barið á dyrnar. Þau hrukku við, og Wilding reyndi að losa sig úr armlöguiu hennar. — Nú verð jeg að fara, elskan mín. — Guð hjálpi mje'r, stundi hún og hjúfraði sig enn fastar upp að honum. — Það er jeg, sem er að drepa þig — jeg og ást þ>n á mjer. Það var til að bjarga mjer, að þú komst hingað, án þess að setja það fyrir þig, að þú varst að tefla þínu eigin lífi í hættu. Mjer hefnist nú fyrir að liafa hlustað á allar raddirnar, sem rödd hjarta míns, sem eitt sagði mjer satt, því að hefði jeg e'lskað þig fyr, þá hefði alt farið betur. — Vertu hughraust, Ruth mín, sagði hann og Iosaði þig úr arm-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.