Morgunblaðið - 27.04.1930, Síða 2

Morgunblaðið - 27.04.1930, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Gerií pantanir ytíar á öllu ykkar girðingarefni hjá okkur, það borgar sig áreiðanlega. Höfum ávalt fyrirliggjandi gaddavír, sljettan vír, vírnet til fjárgirðinga, margar teg. hænsnanet, refanet, net til að girða með smábletti og lóðir. Net til að hafa í húsum til að múrsljetta á. — Ennfremur allar tegundir af girð- ingastólpum úr trje og járni, lykkjur og annað er þarf til girðinga. * • Hafið það ávalt hugfast, að krónan, sem fer í óhag stæð innkaup, er að óþörfu töpuð. ffliólknrfjelag Reyijavíknr. Byggingar- elnl: Við seljum eftirleiðis flestar tegundir af bygg- ingarefni svo sem: Sement. Timbur. Þakjárn. Þakpappa. Saum, allar tegundir. Steypustyrktar j ár n. Vatnsleiðslurör o. fl. Gerið svo vel að tala við okkur og athuga verð og skilmála áður en þjer festið kaup á byggingar- efni. Mjðlkurfjelag Reykjavfkur. International flutningakílar. eru þeir vönduðustu og bestu, sem nú eru á mark- aðinum: SIX SPEED SPECIAL (4-Cylinder) CHASSIS124” burðarmagn 1250 kg., með batteríkveikjum, hjólrimum úr málmi, með loftslöngum og sexföldu gúmmí 30x5” að framan og aftan, frambretti með stuttu renniborði og rykhlífum, rafljósum að framan og aftan, rafmagnsræsi, straumvaka, rafgeymi, rafmagnshorni, verkfærum, hraða mæli, nikkelhúðuðum vatnsgeymi og hemlum á öllum hjól- um. — Verð hjer á staðnum kr. 4650.00. — Fást einnig með Americán Bosch (ZR—4) eða Robert Bosch (FÚ—4) segulkveikju. MODEL S-26” (6-Cylinder) CHASSIS, 130” burðarmagn 1500 kg., loftslöngur og sexfalt gúmmí 30 X5” að framan, en áttfalt 32x6” að aftan (fást einnig, ef óskað er, með 32x6“ gúmmí að framan, én eru þá dá- lítið dýrari). Annar útbúnaður eins og að ofan segir. — Verð hjer á staðnum kr. 6400.00. Myndlistar og nánari lýsing á vjel og öllum útbúnaði fæst hjá okkur. Mjög aðgengilegir borgunar skilmálar. — Ef þjer þurfið að kaupa flutningabíl, ættuð þjer ekki að láta hjá líða að tala við okkur og líta á bílana sem komnir eru. EINKASALAR Á ÍSLANDI. Mjðlbarfislag Reykjavíknr. Ámnndi Ámnndason iiskimatsmaðnr f. 10. febr. 1850 d. 20. apríl 1930. Góður Reykvíkingur, sæmdar- maður í hvívetna, er til moldar genginn, öllum bæjarbúum að góðu kunnur. Dvalið hefir Á- mundi hjer í bæ frá æskuárum, en fæddur var hann á Sandlæk í Eystrihrepp, og voru foreldrar hans Ámundi Guðmundsson frá Syðra Langholti og Guðríður Guðmundsdóttir frá Sandlæk. — Ungur kom Ámundi hingað, og er æfi hans og æfistarf bundið við sama blettinn, þar sem hann hefir átt sitt eigið heimili rúma hálfa öld. Árið 1876 flutti hann til Reykjavíkur, en hafði áður verið hjer við og við og stundað sjóróðra. Hann átti því láni að fagna þegar í æsku, að hlýða forustu hinna gömlu, góðu Reyk víkinga, er tóku daginn snemma og voru framarlega í flokki hinna starfsömu og bjartsýnu manna. Meðal þeirra var einn hinn merkasti borgari Reykja- víkur um og eftir miðbik síð- ustu aldar, Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum, einn hinna rösku „Borgarabæjarbræðra". — Varð Ámundi á vegum Jóns, og varð lærisveinn hans í ötulleik og vandvirkni, og má með sanni segja, að í Hlíðarhúsum hafi verið lagður grundvöllur undir giftudrjúga framtíð Ámunda. — Þangað sótti hann gæfu sína og gleði; þar gekk hann að eiga Jó- dísi, dóttur Jóns f Hlíðarhús- um, hina ágætustu konu, og margir eru þeir Reykvíkingar, sem muna heimili þeirra hjóna, muna þann myndarbrag, er þar var yfir öllu heimilislífi. Áttu þau hjónin eina dóttur, Jónínu Jódísi, er gift var Geir Sigurðssyni skipstjóra, en hún andaðist 20. nóv. 1918, og var við fráfall hennar mikill harmur kveðinn að föður hennar, manni hennar og börnum. Konu sína misti Ámundi 5. ágúst 1914 eft- ir 34 farsæl hjúskaparár. Er þeirra hjóna minst með þakk- læti og hlýjum huga, ekki síst af þeim, er hjá þeim hlutu fóst- ur, og áttu á æskuárunum skjól hjá þeim merkishjónum. Eins og kunnugt er, var aðal starf Ámunda fiskimatsstarfið, og má með sanni segja, að hann hefir gegnt því með heiðri og sóma í hálfa öld. Það starf styður að sannri þjóðarheill. Sje það vanrækt, veldur sú van- ræksla þjóðarböli. En fyrirvand virkni og samviskusemi fiski- matsmannanna græðir landið stórfje. Er það áríðandi, að til þessa starfs veljist hinir hæf- ustu menn. Á því er enginn vafi, að Ámundi gekk ávalt með ó- slciftum huga að þessu starfi og leysti það af hendi með hinni mestu kostgæfni. Kom það skýrt í ljós á 80 ára afmæli Ámunda á liðnum vetri, hve hann var elskaður og virtur af stjettar- bræðrum sínum, enda varð af- mælisdagur hans hátíðisdagu- starfsbræðranna, sem glöddust með afmælisbarninu á heimilinu í Hlíðarhúsum, þar sem Ámundi hofir um áratugi. veitt heimili forstöðu og hin síðustu æfiár átt heima Kjá tengdasyni sínum. Ámundi var vel kyntur mað- ur, dagfarsgóður, grandvar og prúður í umgengni allri. Áður fyr var hann oft á sumrum í fylgd með útlendingum, er ferð- uðust hjer um land, og luku þeir lofsorði á dugnað og hag- sýni Ámunda. Var hann t. d. fylgdarmaður dr. Ehlers, er rannsakaði holdsveikina og kynti sjer hag holdsveikra manna víðsvegar hjer á landi. Sömuleiðis var hann fylgdarmað ur Daníels Bruun, og hafði Bruun hinar mestu mætur á Á- munda, og lýsir honum svo í ferðabók sinni „Tværs over Kö- len“: „Ámundi var rólegur mað- ur og áreiðanlegur; hjá honum var alt í bestu röð og reglu; altaf var hægt á honum að byggja“. Glögt er gestsaugað, og út- lendingurinn kom fljótt auga á hina góðu kosti Ámunda, og þessa kosti í fari hans kannast Reykvíkingar svo vel við. Margir eru þeir, sém muna hinn skyldurrækna og trúa mann, sem stundaði starf sitt með gleði og alúð, til sæmdar stjett sinni, og til heilla bæjar- fjelagi, landi og þjóð. Minning Ámunda í Hlíðarhús- um geymist og mun seint fyrn- ast. B. Fermingarbirn 1 Dómkirkjnnui. P i 11 a r : Haraldur Biríksson. Gunnlaugur Jónatansson. Jón Guðm. Þorst. Jóhannsson. Skúli Ólafsson. Hartvig Nielsen. Ólafur Ólafsson. Haukur Jóhannsson. Egill Gestsson. Kristinn Hafliðason. Erlendur Jónasson. Sigurður Kr. Hjaltested. Jóhann Kr. Hannesson. Sigurgeir Steinsson. Sigurjón Guðmundsson. Ögmundur Jóh. Guðmundsson. Hörður Markan . Sigurður Sigurðsson. Arent Haukur Óskarsson. Friðþjófur Aðólf Óskarsson. S t ú 1 k u r Ingveldur S. Filippusdóttir. Sólrún Anna Jónsdóttir. Bergljót Ólafsdóttir. Sigríður Magnea Jakobsdóttir. GuðlaUg Ágústa Ágústsdóttir. Ásta G. Guðbrandsdóttir. Gerður Jónasdóttir. Guðríður M. Helgadóttir. Ragnheiður Magnúsdóttir. Gunnþórunn Hannesdóttir. Sigríður M. Sigurðardóttir. Fjóla Laufdal. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Svana I. Þorbergsdóttir. Áslaug Hrefna Sigurðardóttir. Ólafía S. Sigurbjömsdóttir. Sigurlaug A. Jóhannesdóttir. Fanney Þórðardóttir. Jóna S. Karvelsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. Helga H. Andersen . Sigríður Hansdóttir. Guðný Þ. Árnadóttir. Karlotta Ólöf Gissursdóttir. Alda Rannveig Hannah. HjeraðsskóUnn að Reykjum í Hrfitafirðl Úr Hrútafirði er blaðinu skrif að: Strandasýsla hefir lagt 20 þús. kr. til hjeraðsskólans að Reykjum, en V.-Húnavatnssýsla 15 þús. kr. Ófrjett enn hve ríf Austur-Húnavatnssýsla verður á fje til skólans. En eftir því sem frjettist þaðan, eru menn skól- anum hlyntir. Ráðgert er að byggja nú í sum ar fyrir 40—50 þús. kr. og bæta við síðar. Sýslunefnd Strandasýslu kaus þá Halldór Júlíus . sýslumann og Krist- mund Jónsson kaupfjelagsstj. í byggingarnefnd, en sýslunefnd V.-Húnavatnssýslu hefir kosið þá Þorstein Einarsson að Reykj um og Eggert Levý að Ósum í nefndina. Ráðuneytið skipaði t' rtnann nefndarinnar Hannes Jónsson alþm., en Þorstein Ein- arsson varaformann. Til þess að standa fyrir skóla smíðinni hefir nefndin ráðið ó- laf Jónsson á Borðeyri. Efnið er pantað í bygginguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.