Morgunblaðið - 27.04.1930, Síða 5

Morgunblaðið - 27.04.1930, Síða 5
Sunnudaginn 27. apríl 1930. Vika&u 20.—26. t príl. Næstu viku á undan voru hlýindi um land alt með hæg- viðri. Hjelst sú veðrátta fram til 21. apríl (2. páskadags). — Þá snerist til norðanáttar og varð úr hinn versti norðan- garður, með fannkomu á Norð ur- og Austurlandi svo og Vest- fjörðum. Frost var þó lítið sem ekkert í lágsveitum, en á Vest- fjörðum var nokkurra stiga frost. — Á Austur. og Suðurlandi hjelst norðangarðurinn fram á fimtudag (sumardaginn fyrsta) en á Vestfjörðum alt þangað til A aðfaranótt laugardags. Margir óttuðust að í þessu páska- og sumarmálahreti mundi ísinn koma upp að land- inu. En engar fsfregnir fjekk Veðurstofan á laugardag.. Þá var þó bjartviðri og hefði átt að sjást til íssins, ef hann væri einhversstaðar nærri landí Illviðri þetta, sem geysaði yf- ir landið, náði iekki yfir langt svæði. Á Jan Mayen var t. d. hJý austanátt, og eins var gott veður í Grænlandi. En vegna þess hve garðurinn náði lítið yfir Norðuríshafið, hefir hann minni áhrif haft á ísrek. Storm- ur var og austlægur, og því minni hætta á að ísinn ræki upp að landinu. Enn helst uppgripaaflinn á Selvogsbanka. þar eru nú togar- ar allir að veiðum — við Hraun- ið. Eftir illviðrin í vikunpi hefir þar verið stórfeld aflahrota. T. d. fjekk „Skallagrímur“ 30 „poka“ á þrem klukkustundum, botnvarpan full eftir svo sejn 15 mín. tog. Fiskur er þar nú með allra vænsta móti — en ekki lifrarmikill. Aflinn á öllu landinu var um miðjan apríl talinn 197.000 sk- pd. En fyrir 6 árum voru 200 þús. skippund talin meðal áfs- afli. — Þegar 4 mánuðir ársins eru liðnir, verður aflinn nálægt % milj. skpd. Um verðlag er ekkert hægt að fullyrða, en verður engu góðu spáð. Afli Norðmanna í ár eins og hjer meiri en nokkru sinni fyr. Nú eru þingmenn flestir horfn ir heim; og þingi frestað. Og þjóðin lí'tur yfir þessi 50 lög sem þegar eru afgreidd á af- mælishátíðar-þinginu. Þau eru þar ekki mörg stór- málin. Mest ber þar á lítilfjör- logum lagabreytingum og laga- smíðakáki. Helst staðnæmast menn við lögin um sveitabanka, sem náð hafa fram að ganga fyrir eindregna sókn stjórnar- andstæðinga. Fiskiveiðasjóður- inn komst á; en þau lög skemdi stjórnarfylkingin stórlega, með því að fella burtu rekstrarlán- in. Það er gamla sagan. Rekstr- arlán má stjórnarklíkan helst ekki heyra nefnd, því þeir sem hafa sósíalistiskt hugarfar ótt- ast að upp af þeim jarðvegi spretti efnalegt sjálfstæði ein- staklinga. Frumvarp Halldórs Steinssonar um aukna landhelg- isgæslu náði fram að ganga, og frumvarp Flugfjelagsins um! M Flugmálasjóð. Styrkinn til Flug- fjelagsins reyndi Jónas frá Hriflu að drepa á síðustu stundu en tókst ekki. Hin endanlega lausn hins norðlenska skólamáls er og tengd við þetta þing, með því að samþykt voru lögin um Mentaskóla á Akureyri. En eins og kunnugt er, hefir þetta þing ekki átt nema lítinn þátt í fram- gangi þessa máls, er nú um ára tugi hefir þokast að því fyrir- sjáanlega marki — stofnun Mentaskóla nyrðra. 1 þinglokin komu fram tvær skemtilegar ályktanir, um að losna við sæsímann og koma upp talsambandi við útlönd, og um endurheimt íslenskra hand- rita. En frumkvæðið) að því kom ekki frá stjóminni, frekar en að öðru nýtilegu á þessu þingi. Ekkert framfara, þjóð- nytja- eða menningarmál, sem nokkuð kveður að hefir núver- andi landsstjórn borið fram og barist fyrir á þessu þingi. En hún getur aftur á móti „hælt sjer“ af því að hafa svæft nokk- ur merk mál fyrir andstæðing- um, eða komið þeim fyrir katt- arnef. Drepið var rafmagnsmál- iS enn — þetta langstærsta vel- f rðarmál sveitanna, svæfður var samskólinn og tillagið til sundhallarinnar. Á sömu leið fór með heimavistir við Menta- skólann. Enn brá stjórnarliðið fæti fyrir rekstrarlánin handa bátaútvegi og smáiðju. Og framtíðarmöguleikar út- varpsins voru stórskemdir með því að útrýma sjerþekkingu úr rekstri þess fyrirtækis, og smeygja einokunarhöftum á verslun útvarpstækja. Væntau lega tekst áður en langt um líð- ur að lækna þessa barnasjúk dóma með því að færa útvarpið í það form, sem fyrirhugað var í fyrstu. Tekið var upp það vinnulag hjer við höfnina á þessari ver- tíð,tíð, að vinna ekki að upp- skipun á næturna. Komið hefir fyrir að skip hafa tafist óeðli- lega við þetta, eins og t. d. er nokkur handtök voru óunnin á tilsettum tíma við Esju, og sósíalistabroddarnir komu í veg fyrir að skipið kæmist úr höfn það kvöld, þó farþegar væru komnir á skipsfjöl. En yfirleitt má telja að tog- araútgerðinni hafi þetta verið hagur. Vinnan gengur greið ara í mörgum tilfellum en áður, og verður því minni kostnaður við afkast sömu vinnu en áður var. Verkamenn verða á hinn bóginn af hinu háa næturvinnu- ,k,aupi, en upptökin að nætur- vinnubanninu eru frá þeim. Ef þeir mega við því að missa háa kaupið að dómi þeirra sjálfra, þá ber það vott um betri hag þeirra en ýmsir hafa látið í veðri vaka. Kaupdeila gaus upp í Vest- mannaeyjum á dögunum, en er nú lokið. Verkamannaflokkur- inn þar klofnaði sem kunnugt er í vetur. Kommúnistar mynd- uðu þar sjerstakan flokk. For- ingi þeii-ra er Isleifur Högnason, er lengi hefir haft mikið sam- band við Tímaklíkuna. Nú vildi hann ákveða kaupið. En þá risu Með E.s. „Selfoss" íengum við mjög mikið af vörum. í gærkvöld voru teknar upp meðal annars: Úrval af Blúndvefnum, Georgette og Crepe de Chine í kjóla, einnig allskona önnur kjólaefni. — Gardinutau fjölda teg. — IVIatrosföt, Matroskragar og U^pslög. Prjónaföt, Golftreyjur og Peysur fyrir börn og unglinga. Hicjebuxur (Plusfour), Sportstakkar úr rúskinni, stormtaui og prjóni. — Karlmanna narfainaður allskonar. — Manchettskyrtur feikna úrval. Enskar húfur nýjustu gerðir. — Hattar í afar fjölbreyttu úrvali, o. m. m. fL Verslimin Eyill Jacobsen. II upp verkamenn í Eyjum undir | forystu Þorst. Víglundssonar og töldu ísleif ekkert umboð hafa s til þess að skifta sjer af verka- Hi kaupinu. Sömdu þeir síðan um §§§ kaupið vinnuveitendur og hinir ^ = svo nefndu „hægfara sósíalistar En ísleifur og kommúnistar = höfðu ekki annað upp úr krafs-j^§ inu en að sönnun fjekst fyrirjg því, að allur þorri verkamanna = í Eyjum vill ekki af ráðs- ^ mennsku þeirra vita. Enn situr Níels Dungal að Kleppjárnsreykjum í Borgar- firði og starfar að rannsóknum á lungnapestinni og bóluefnis-j gerð. Hefir hann undanfarnar vikur framleitt mikið af bólu- efni til varnar gegn þessan! skæðu veiki. Mestalt fje á sýk-j ingaraldri frá Kjós og vestur í Miklaholtshrepp hefir nú ver- ið bólusett. Hefir hann fram- leitt bóluefni í 50 þús. fjár. Tilraunir hans hafa allar bent til þess að bóluefni hans komi að góðu haldi. Hann sýkti t. d. einu sinni 53 kindur og voru 11 óbólusettar en 42 bólusettar. 5 d ápust af þessum 11 óbólusettu en aðeins 2 af þeim bólusettu., En til marks um það hve J veikin er skæð má m. a. getaj þess, að ekki alls fyrir löngu kom veikin upp í fjenu á Ána- brekku í Borgarhreppi og dráp- ust 30 kindur á tveim dögum. Bóluefnið segir Dungal að sje ekki hægt, að geyma lengi. — Verði að nota það mjög skömmu eftir að það er framleitt. En mikil nauðsyn er á því, að Dun- gal geti framvegis fengið sem besta aðstöðu til þess að fram- leiða þetta varnarmeðal sitt — undir eins og veikin fer að gera vart við sig aftur. Snmar- kjólaefni, margir fallegir litir, fallegt úrval, verð frá kr. 1,35 mtr. Morgunkjólaefni — fjöidi iita. Ullarkjólatau — margir litir. CHEVIOTIN þektu í karlmanna- unglinga- og dömufatnaði. Alt nýkomið í AUSTURSTRÆI1. I Asg. G. Gunnlaugsson & Go. Andamynd. Nýlega vakti mikla athygli mynd af Mussolini, er kunnur pólskur málari málaði í dái (trance). Myndin er öll mjög merkileg. Fyrst og fremst vegna þess að á henni kemur fram greinilegur svipur Caesars. Svipur þessi myndar nokkurskonar grunn undir Mussolini, og á hann, sam- kvæmt skýringum andatrúarmanna að tákna það, að Caesar sje ldið- beinandi einvaldsherrans. Mynd þessi er nú geymd í gripa- safni Mussolini, en það er fyrir löngu orðið auðugt af allskonar furðuverkum. Hýkomið: Fðtknettir allar stærðir. Ennfremur allskonar önnur fþróttaáhöld og íþróttaklæðnaðnr. 1 tyataJMu/ifánaóort Ahrenberg hemnr. Ahrenberg var staddur í Noregi nýlega, og skýrðu norslc blöð þá frá því, að hann væri nú að undir- búa aðra Atlantshafsferð og legði líklegast af stað í hana um miðjan maí. Hefir hann selt flugvje'l sína „Sverige“, sjálfsagt í þeim til- gangi að fá aðra nýja og stærri. Hann mun ætla sömu leið og í fyrra, eða máske fara eitthvað norðax á bóginn ennþá. Um frekari fyrirætlanir hans er ekki knnnugt, þar eð hann harðneitar að tala við biaðamenn. Nýkemið: Gardínutau í mörgum gerðum. Sumarkjólaefni. Kápuefni. Barnafatnaður allskonar. Nærfatnaður kvenna í miklu úrvali. llersl. Skðgafoss. Laugaveg 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.