Morgunblaðið - 21.09.1930, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.09.1930, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Hugl9itii!gBdagbðk BlaSplöntur, fjölbreytt og stórt úrval nýkomið á Amtmannsstíg 5. Þeir sem óska eftir að koma hest um sínum fyrir í gott fóður í vet- ur, ættu að tala við Þorgils Guð- mundsson, Reykholti í Reykholts- dal ('þar er sími), eða Óskar Gísla- son hjá Eimskip. Niðursuðudósir af mismunandi stærðum og gerðum frá 35 aura pr. stk. fást í Blikksmiðju Guðmundar J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. — Buffet, matborð og fjórir stólar tii sölu. Upplýsingar á Laufásveg 57, niðri, kl. 3—5. Skrifstofuherbergi til ieigu í miðbænum fyrsta október. Upplýs ingar í Aðalstræti 9B (uppi). í_____________ . Húsnæði. Heil hæð (þrjú her- bergi og eldhús) með öllum ný- tísku þægindum, til leigu frá 20 okt., í nýju húsi í Hafnarfirði. Einnig gæti komið til mála eitt herbergi á lofti. Upplýsingar í síma 10. Tapað^^^midið. Blágrár regnfrakki hefir verið tekinn í misgripum, en annar svip- aður skilinn eftir. Sá, sem kynni að hafa þann frakka í sinni vörslu er beðinn að koma honum í Tjarn- argötu 4 og fær hann þá sinn frakka í staðinn. Viima. > Stúlka vön jakkasaum óskast, ast Andersen og Lauth. Austur- stræti 6. fiskinum þar væri að „grotna niður á reitunum“ vegna óþurk- anna. Þetta er orðum aukið, að því er blaðinu var skýrt frá í gær. — Mun láta nærri, að 2/5 af fiski Eyjarskeggja sje enn ó- þurkað, en mikið af þeim fiski er hálíþurkað, og er nú sem óð- ast verið að taka hann inn af reitunum og verður hann senni- lega seldur hálfþurkaður. Stórfrjett. Sjerkennilegan fugl sá maður í þrjár vikur áður en hann náði honum og hafði fugl- inn jafnan verið mjög spakur. (Alþýðublaðið í gær). Kristileg samkoma á Njálsg. 1 kl. 8 í kvöld. Allir velkomnir. Dómnefnd í veitingu prófes- sorsembættisins í sögu við há- skóla íslands skipa prófessor- arnir: Einar Arnórsson, Ólafur Lárusson, Sig. Nordal, Magnús Jónsson (guðfræðispróf.) og Páll E. Ólason bankastjóri. Bíóin. Enn er tækifæri til að sjá hina glæsilegu Vínarmynd „Töframáttur tónanna". Gamla Bíó sýnir þögla mynd, eina af þessum vinsælu ,Litla og Stóra* myndum. I dag gefst bæjar- búum einnig kostur á að sjá Alþingishátíðarmynd Lofts í Nýja Bíó. Verða þrjár sýning- ar um miðjan daginn. 3 nýja snjóbíla hefir lands- stjórnin pantað fyrir veturinn. Einn á að vera á Hellisheiði til viðbótar við þann, sem fyrir er, annay verður á Holtavörðu- heiði og sá þriðji í Fagradal eystra. Sýning Eggert Guðmundsson- ar listmálara á graphik og mál- verkum verður opin í dag frá kl. 11—8 í húsi K. F. U. M., og er það síðasta tækifæri til þess að sjá þessa sýningu. — Hefir Eggert hlotið lof allra, er kom- ið hafa til hans í K.F.U.M., og hefir hann selt fjölda mynda. Vjelbátsstuldurinn. — Engar fregnir eru enn komnar um manninn, sem stal vjelbátnum Sleipni fyrir viku. Símað hefir verið út um alt land, til yfir- valda á hverri hþ-fn, þar sem ætla má, að hann komi fram, og beðið um að maðurinn sje kyrsettur. Jarðarför Áslaugar Stephen- sen frá Viðey fer fram á morg- un kl. 2 frá dómkirkjunni. Alþingishátíðarmyndin hans Lofts verður sýnd í Nýja' Bíó í dag. Eins og áður er getið, verða þrjár sýningar í dag, um miðjan daginn (sbr. auglýs- ingu) því að fólk sækist svo eft- ir talmyndunum í Nýja Bíó, að engu tali tekur, og verður Loft- ur því að láta sjer nægja tím- ann frá kl. 1 %—6 til að sýna myndir sínar frá Alþingishátíð- inni. Þetta eru þöglar myndir, en undir leika þeir bræðurnir Þórarinn og Eggert Guðmunds- synir. 25 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun frú Sigurlaug Sig- valdadóttir og Eggert Theodórs son kaupm., Njálsgötu 12. Iþróttaf jelag Reykjavíkur heldur hlutaveltu í íþróttahúsi K. R. við Vonarstræti í .dag — eins og auglýsing í blaðinu ber með sjer. Þetta er bæði stór og góð hlutavelta, því að þar er urmull góðra drátta og nyt- samra, og sjaldan hefir meira úrval sjest á einni hlutaveltu. Hinir mörgu vinir í. R. hafa enn einu sinni sýnt með rausn sinni, hversu ant þeim er um fjelagið og starfsemi þess. — Margir munu koma í dag í K. R. húsið og freista hamingj- unnar, því auk hlutaveltunnar eru 12 happdrættisnúmer, sem dregin verða út hjá lögmanni á morgun, og eru vinningarnir 12 grammófónar, sem fjelagið hef- ir sjerstaklega pantað frá Eng- landi í þessum tilgangi. í. R. stúlkur eru beðnar að koma í K. R. húsið kl. 3V2> til aðstoðar á hlutaveltunni. Fisksalan hefir verið fremur dauf undanfarið og verðið að mestu leyti óbreytt. Stórfiskur nr. I, venjuleg stærð, hefir ver- ið seldur fyrir Í23 kr. skpd., en smærri fiskur 5—6 krónum lægra; hefir hann farið til Portúgal. Talsvert er enn óselt ■af stórfiski. Eftirspurn á stór- fiski hefir verið fremur dræm. Labra-fiskur er að mestu seld- ur; verðið alment 75 kr. skpd. Vegna óþurkanna undanfarið er enn mikið óþurkað af fiski. En nú eru fiskhúsin tekin til starfa af fullum krafti. — Útlit er fyrir að mikið verði flutt út af fiski í þessum mánuði. — Birgð- ir í markaðslöndunum eru ekki taldar miklar, eftir því sem venja er um þetta leyti árs. Hjálpræðisberinn. Samkomur í dag: Helgunarsamkoma kl. 101/2 árd., sunnudagaskóli kl. 2, útisamkoma á Lækjartorgi kl. 4, og við Steinbryggjuna kl. 7, hjálpræðissamkoma kl. 8 síðd. Árni M. Jóhannesson stabskapt. stjórnar. Hornaflokkurinn og strengjasveitin aðstoða. Allir velkomnir. Ríkiserfinginn japanski, Takamalsu og eigin- kona hans hafa undanfarið verið á ferðalagi um Evrópu. 70 böm eru nú dáin, vegna hinnar ó- happasælu bólusetningar í Lúbeck. Tókmn npp margar sendingar af nýjnm lömpnm í gaer. Postnlin-skálarnar þykja afbragðs-fallegar og ódýrar. Júlíns BjSrnsson, raitækjaverslun, Anstnrstræti 12. Byrd pólfari vinnur nú að samning skýrslu ium Suðurpólsferð sína og á skýrsl- an að innihalda allar landfræði- legar upplýsingar o. fl. sem Byrd og fjelagar hans náðu í leiðangrin- um. Skýrslan verður notuð til sluðnings kröfum Bandaríkja- stjórnar um einkarjett á Marie Byrd’s Land og öðrum löndum, sem leiðangursmennirnir fundu. — Bandaríkjastjórnin ætlar að fara venjulegar stjórnmálaleiðir til þess að fá þessar kröfur sínar viður- kendar. Búist er við, að Byrd verði alt að því eitt ár að vinna að skýrslugerð sinni, en bráða- birgðaskýrsla hefir verið afhent stjórninni. Byrd vinnur að landa- brjefagerð frá þessum slóðum og yerða landabrjefin afhent stjórn- inni og flotamálaráðuneytinu. — Kröfur þær, sem Bandaríkin gera til umræddra landa, byggjast að nokkru leyti á landfundum ame- rískra flotaforingja árin 1820 og 1840. Nathaniel Palmer kapteinn fann 1820 svokallað Palmer Land, en síðar gerði Bretland kröfu til þess lands. Tuttugu árum síðar fann Charles Wilkes flota-yfirfor- 'ingi Wilkes Land, sem BretlandL I gerði kröfu til fyrir hönd Astralíu. 1— Er búist við að eignarrjetturinn yfir ýmsum löndum á Suðurpóls- svæðinu verði Bretum og Banda- jríkjamönnum ágreiningsefni. (Úr- UP-frjettaftrjefi). Aftaka án dóms og laga. 200 grímuklæddir menn rjeðust fyrir mánuði inn í fangelsið í Ta- boro -í Norður-Carolinafylkinu í Bandaríkjum og tóku þaðan með valdi ungan Svertingja, sem grun- ur ljek á að liefði svívirt tvær ungar hvítar stúlkur. Drógu grímu menn liann með sjer út á þjóð- braut, bundu hann þar við trje og skutu svo á hann ótal riffilskotum og skammbyssuskotum, svo að livert kúlufarið var við annað uim allan líkamann. Skeljar eftir Sigurbjörn Sveinsson er besta barna- bókin. Kostar aðeins 1.5(L Mff a Saðunah. Þá tók Laroche rifna borðann upp úr vasa sínum. — Jeg fann þetta hjerna á vegi mínum upp að húsinu, Júlía. Jeg er hissa á að garðyrkjumennirnir skuli ekki hafa fundið hann; það lítur svo út, sem þeir sjeu hirðulausir um það sem þeir eiga að gera. — Þeir hafa engan húsbónda geri jeg ráð fyrir. Það má ætla að þetta sje dýr borði. Haldið þjer að frúin eigi hann? — Stúlkan hrópaði upp yfir sig. — Jeg þekki hann strax. Þetta er borði af kjólnum, sem hún var í nóttina, sem garnli maðurinn var myrtur. Hún var.óákveðin í því, í hvaða kjól hún ætti að vera við kvöldverðinn og jeg mældi með þesáum kjól, »sem hún hafði ekki farið í vikum saman. Á jeg að taka við honum, herra Laroche, og vita hvort jeg get fest hann við? Frúin bað mig að fara með kjólinn ’í burtu; hún sagði að hún færi aldrei í hann framar. En það er fallegur kjóll, og síðar kynni hann að koma að notum. — Laroche brosti gletnislega. — Jeg vildi helst sjálfur afhenda frúnni hann, Jxilía, til þess að sýna henni, að athygli mín er skarpari en garðyrkjumanna henn- ai. Nú skuluð þjer ekki tefja leng- ur ,en hafda áfram skemtigöngu yðar. Til ánægju með hana. — Stúlkan brosti innilega og trítl- aði burtu. Henni fanst Laroche yndislegur maður. Já, örlögin höfðu snúist honum í vil. Á fáeinum mínútum hafði liann fengið að vita þýðingarmikið atriði. Nóttina, sem Clifton Judd hafði verið myrtur, hafði Sadunah farið í kjól, sem legið hafði ó- hreyfður í klæðaskáp hennar vik- um saman. Hann hafði fundið borða af þessum sama kjól í svefn- herbergi Judd. Það var þess vegna augljóst, að hún hafði verið í her- bergi Judds. Hann mintist þess, að hún hafði spilað á hljóðfæri um kvöldið, og farið síðan aftur inn í einkastofu sína með ges'tina, nema þá tvo, sem maður hennar hafði farið með inn í reykstofuna. Hversu skilnings- sljór, sem kviðdómurinn kynni að vera, þá mundi hann samt dæma Sadunah seka fyrir þær upplýsing- ar, sem Júlía gaf, og öll önnur kunn atriði í bessu máli. Sadunah tók á móti honum á tröppunum. Hann hafði komið á venjulegum te-tíma. Sandown og Editha, ungu elskhugarnir, voru stödd inni, og buðu hann velkom- inn, en eins og aðrir elskhugar voru þau svo liugfangin hvcrt af öðru, að þau veittu því sem frain fór í kring um þau aðeins litla at- hygli. Laroche hugsaði með sjer, og hlakkaði yfir því, að þessi sæla þeirra mundi ekki standa lengi, ef honum tækist að ljósta öllu upp á þann hátt, sem hann vonaði. Máltíðinni var lokið. Sadunah benti ungu elskhugunum að hverfa frá í bili', — því að hún þyrfti að tala við Laroche undir fjögur augu. Þau fóru, en brosið dó á vörum Sadunah. Hún sneri sjer að skrif- aranum. — Brjef yðar var mjög á huldu, herra Laroche, og það hefir valdið mjer allmikils kvíða. Eru nokkur ný vandræði fyrir hönd- um? — — Því ber ekki að neita, frú May, en ef við eigum að tala um Slílta hluti, þá er það ósk mín að við flytjum okkur hjeðan og inn á bókasafnið. — Það er dimt og drungalegt þar, við skulum þá heldur ganga inn í setstofuna. f minningu hennar var bóka- safnið altaf tengt við hinn ógur- lega dag þegar hún hafði komið að May þar sem hann lá í hnipri í stól sínum, náfölur og skjálfandi, en opið brjef frá Jaffray lá á borð- inu fyrir framan hann. Hún var búin að ná sjer eftir þá sjón, en þó ofsóttu gömlu minningarnar hana við og við. Þau tóku sjer sæti. Sadunah stilt og róleg að sjá, en í raun og veru var hún mjög kvíðafull, og Lar- oche harður og ákveðinn. Samtal hans við Júlíu, þjónustustúlkuna, hafði hert hann upp.. Innan fárra augnablika skyldi hann gjörsam- lega beygja þessa stoltu, auðugu konu. — Jæja þá, herra Laroche, segið þjer mjer nú í skyndi hvað yður er á höndum. Það er sjálfsagt eitt- hvað í sambandi við hina óheilla- vænlegu fortíð mannsins míns, geri jeg ráð fyrir ? Laroche horfði rannsóknaraug- um á hana. — Það er elckert í sambandi við fjárhaginn, sem jeg ætla. að ræða við yður að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.