Morgunblaðið - 19.10.1930, Side 6

Morgunblaðið - 19.10.1930, Side 6
/ 6 MORGUNBLAÐIÐ Egill Blgeröin Skallagrfmsson Símar: 390 og 1303. Símnefni: M J ö Ð U R. EOILS: SIRIUS: r Pilsner , Bajer Maltextrakt Gosdrykkir Sódavatn Saftir Líkjörar Biðjið nm: E6ILS-0L og SIRIUS-GOSDRYKKI að hvetja menn til að eignast hana. Reykvíkingum hefir oft, og ekki að ástæðulausu, verið hrósað fyrir þaTi, hve fljótt þeir hafi brugðið við og .rjet.t hjálpar- hönd, þar sem þess þurft.i með, •og eins, þó að launin væri ekki önnur en meðvitundin um að hafa breytt vel. Og talii nú slík iofsverð hjálpfýsi höndum saman við íslenska fróðleiksfýsn, þá er jeg vongóður um að það muni duga, til þess að margur góður ■drengur, bæði menn og konur, ■eignist Ennýal, sjálfum sjer til mikils gagns, og manni, sem, ó- maklegur á við örðugleika að stríða, til nauðsynlegrar hjálpar. Mundi það vera mjer mikil hjálp, fyrst um sinn, ef menn brygðu nú við og keyptu svo sem 300 eintök af Ennýal. Mun það reyn- ast gæfusamlegt að greiða fyrir því erindi, sem verið er að flytja í ritgerðum þeim, sem um ræðir, og því fyr, sem fleiri eru saman. En ef einhver oftekur sig á því fjár- hagslega, að eignast bókina, þá mnn jeg kaupa hana af honum aft- ui, með sama verði, þegar ástæður mínar leyfa, aðeins að hún sje í heilu lagi og ekki mjög óhrein. Og því betur sem menn reynast injer í þessum vanda, því fyr geta farið að koma út Framlífssögurnar, sem jeg hefi minst á í Ennýal. Verður þar sagt frá því, skemtilega' og þannig að treysta má, hvernig, ■eftir dauðann fer fyrir ýmiskonar fflönnum, góðum mönnum og vond- um, og þeim sem þar eru á milli. Fræðimaðurinn sem gefið hefir .Ennýal svo góðan vitnisburð, er Mr. Dag Strömbáek, sem margir hjer munu kannast við, og nú starfar við hina miklu orðabók vís- indafjelagsins sænska. En að dr. Strömbáck er ágætur vísindamað- ur, geta menn sannfærst nm, ef þeir lesa t. d. ritgerð eftir liann sem heitir: Att Helga Land. Stud- íer i Landnáma och det áldsta rituella Besittningstagandet. Aths. Það sem misprentast hefir svo illa í Ennýal, ofarlega á bls. 208, er rjett þannig: Tilrauninni tál að skapa fullkomið mannfjelag er haldið áfram í hinum endur- sköpuðu líkömum, og tilrauninni til að líkamirnir sjálfir verði full- komnir. ^ 9. október. Helgi Pjéturss. | Prestafíeiagsrit 9. Tímarit fyrir kristin- dóms og kirkjumál. Rit stjóri: Sig. P. Sivertsen. Tólfta ár, 1930. ! Ilið góðkunna og vinsæla ársrit íslenskra presta er út komið ekki alls fyrir löngu. Allir þeir, sem átt hafa kost á að kynnast fyrri ár- göngum þess, munu fagna, er svo prúðan gest ber að garði, sem Prestafjelagsritið er. Því er ekki að leyna, að sumir bíða með talsverðri óþreyju sumar livert eftir útkomu þess, og' er jeg einn meðal þeirra. Ritið hefir ætíð verið mjer til gagns og g'Ieði, yndis og andlegrar uppbyggingar. -—• Snemma sumars frjetti jeg að það myndi nú í ár verða bæði stærra og fjölbreyttara en nokkru sinni fyr. Ritstjórinn, prófessor Sigurður Sivertsen, sagði mjer og sitt af hverju um það, sem í því ætti að birtast; jók sá for- smekkur eigi lítið á eftirvæntingu mína. Sem sagt, jeg beið sem aðrir fleiri með óþreyju. Og er ritið barst mjer í hendur. varð jeg ek'ki fvrir vonbrigðum. Jeg las það alt frá upphafi til enda með óbland- inni ánægju, svo smekklega er frá því gengið í alla staði og efni þess hugnæmt og fræðandi. Er lokið var lestri þess, gat jeg ekki annað | en viðurkent, að það uppfylti þær vonir, sem eftirvænting mín hafði Ivakið og þær kröfur sem fyrri I kynni mín af því höfðu skapað. Um Prestafjelagsritið er óhætt að ! segja, að það hafi frá upphafi ver- • ið gott rit og ávalt batnandi. Það yrði oflangt mál að rekja efni ritsins alt nákvæmlega, því að ekki er af neinum smámunum að taka, en ekki get jeg samt gengið fram hjá að geta þess sem eitthvhð er athyglisvert, svo almenningtir geti sjeð, hvað um er að ræða, ef ske kynni að einhverjir væri þeir, er afla vildi sjer frekari fróðleiks og ánægju, sem af því mætti fá að eignast ritið. Þeim, sem áður þekkja til þess þarf ekki að benda á það. TJm þau tvö málin, sem nú eru efst á döf innan kirkjunnar um all- an heim, annarsvegar afstöðu kirkj nnnar til þjóðf jelagsvandamála nú- tímans og hinsvegar samvinnu og sameining einstakra kirkjudeilda, rita þeir sína greinina hvor, Krist inn Stefánsson eand. theol. og síra Helgi Konráðsson; nefnist grein Kristins Kirkjan og þjóðfjelags- málin og er sögulegt yfirlit um af- skifti kirkjunnar af þjóðfjelags- málum frá fyrstu kristni og fram til vorra daga og sýnir „að kirkjan hefir ekki verið andvaralaus um vandamál þjóðfjelaganna“ þótt svo sje alment álitið af andstæðingum hennar, einkum þeim, sem ætlast til að kirkjan styðji ákveðinn stjórnmálaflokk og eigi sjer engan tilverurjett ella. Um þetta mál hef ir fátt eða ekkert verið ritað á ís- lensku áður, nema þá á þeim grund velli, sem er fjarri kristindómi og kirkju. En gaman væri að fá sem framhald af þessu sögulega yfirliti skýra greinargerð á kristilegum og kirkjulegum grundvelli fyrir því, hvers vegna, hvernig og að hve, miklu leyti kirkjunni beri að vinna a vettvangi þjóðfjelagsvandamál- anna. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að einhver lærður guðfræðingur taki sig til og leysi þetta verk af hendi, því að á þessu sviði eru hugmyndir manna, bæði presta og leikmanna, mjög á reiki eða þá svo öfgakendar, að ekkert jákvætt, kirkjulegt starf getur þró ast í skjóli þeirra. Grein síra Helga um eining kirkjunnar er og þess verð að hún sje lesin með athygli. Fátt eða ekkert hefir svo einkent kirkjusögu síðasta áratugs sem ein ingarviðleitnin, bæði út á við og inn á við. Um íslensku kirkjuna, framtíð hennar og fyrirhugað starf, fjalla tvö erindi, annað flutt á aðalfundi Prestafjelags Islands í ár um fram- tíð þjóðkirkjunnar, eftir Ásmund dósent Guðmundsson, og hitt synoduserindi síra Friðriks Hall- grímssonar, sem nefnist Þjóðin og kirkjan. Erindi síra Ásmundar verður að teljast mjög tímabært einmitt nú, þegar uppi hefir verið sú hreyfing hjá kirkjustjórninni (kirkjumálaráðherra) að fækka prestum allmjög frá því sem nú er orðið, en framtíð þjóðkirkjunnar telur hann fyrst og fremst byggj- ast á því, að prestaköll verði ekki stærri eða erfiðari en svo, að prest ar og söfnuðir geti haft náin per- sónuleg kynni livorir af öðrum og í öðru lagi, að prestar geti gefið sig við störfum sínum heilir og óskiftir, en nú er svo háttað launa- kjörum og starfsskilyrðum presta, að þeim er nauðugur einn kostur að ganga upp í búsorg og basli vilji þeir ekki flosna upp sakir fá- tæktar. — Líks efnis en þó á öðru sviði er erindi síra Friðriks, það fjallar aðallega um innri vanda- mál kirkjunnar, áhugaleysi kirkj- unnar manna og skoðanamun; hvet ur hann til sátta og gagnkvæms skilnings og samvinnu um það, að gróðursetja anda Jesú Krists í sál hinnar íslensku þjóðar. '■Eklci má gleyma því, sem rit- stjórhm sjálfur, prófessor Sigurð- ur P. Sivertsen leggur á borð fyrir Itsendur Prestafjelagsins. Fyrst er synoduserindi hans síðan í vor um bjartsýni ’á sigur hins góða, einstaklega fallegt og örfandi; sýnir hann þar fram á hvernig mikla trúin er máttug til góðra verka. En alveg sjerstök ástæða er til að benda mönnum á aðra grein hans, þótt ekki sje löng, en því efnisríkari: ,Að hverju beindist æfi- starf Jesú? Hver var lífshugsjón hans.‘ Tilefni hennar er bók síra Gunars í Saurbæ „Æfisaga Jesú frá Nasaret". Hefi jeg getið þeirr- ar bókar áður í Lesbók Morgun- blaðsins og gerist ekki þörf að endurtaka það sem þar er sagt um niðurstöður höf., en þess skal getið hjer, að prófessor Sivertsen segir í þessari grein sinný sem hjer ræðir um, að meðferð hans á viðfangs- efni sínu sje fjarri allri vísinda- rri' nsku, hann beiti aðferð skálds- ins, senr lætur hugmyndaflug sitt stjórna niðurstöðum sinum en láti sjer hitt í ljettu rúmi liggja „hvern ig þær staðreyndir eru sem sögu- legar heimildir skýra frá“. Og til þess að rökstyðja þann dóm sinn, setur prófessorinn fram í fáum dráttum, það sem rannsóknir' hans á guðspjallaheimildum vorum hafa kent honum að sannast sje og rjettast um þetta mál. — Sumir myndu kannske hafa kosið heldur að gengið væri beint til vígs að síra Gunnari og niðurstöður hans rifnar niður lið fyrir lið. Sú aðferð hefði að vísu getað verið góð, en hún er neikvæð. Hin jákvæða að- ferð sem hjer er beitt, er fagur vottur um prúðmensku og sann- leiksást prófessors Sivertsens, að honum er um það eitt ant, að sannleikurinn fái að njóta sín, en síður hitt, að sjá andstæðing sinn í skoðunum liggja rökþrota í valn- um. — En eftir á að hyggja, hvað gerir kirkjan ? Hversu lengi þolir hún þjónum sínum skýlausa krist- indómsafneitun ? Efasemdir ber að líta með itmburðarlyndi og mildi, en afneitun aldrei. Biskupinn, dr. theol. .Tón Helga- son, ritar langa og fróðlega grein til yfirlits um sögu rómversk-ka- þólskrar kirkju síðastliðna öld og fram til vorra daga. Mun hann með ritgerð þessari hafa lokið að rita sögu kristniiínar frá upphafi vega til vorra tírna. Ennfremur birtist minningarorð eftir biskup um þá Stóra-Núps- feðga, Valdimar vígslubiskup og soh hans síra Olaf Briem, er báðir voru til moldar bornir sama dag síðastliðinn vetur. Um síra Eirík Briem prófessor eru og minning- arorð eftir frænda hans síra Þor- stein Briem. Tvær merkilegar greinir eru um starfsemi sem unnin er í þágu og nafni kirkjunnar, þó ekki sje í þrengstum skilning í verkahring presta.. Síra Sigurður Einarsson ritar um kristindómsfræðslu í skól- um, snjalla grein og með nýja- bragði nokkru. Finnur hann nú- verandi fyrirkomulagi um kristin- dómskenslu það íil foráttu, að þar sje aðallega um fróðleiksnám að ræða en ekki uppeldi, trúlegt og siðferðilegt, og bendir á hvernig hann hugsar sjer að bætt yrði úr því. Hin greinin er um kirkjulegt starf meðal sjótuanna eftir -Jó- Hannes Sigurðsson, forstöðumann Sjómannastofunnar í Rvík. Er þar rakin saga sjómannastarfsins í stórum dráttum í ýmsum löndum og segir því næst. frá því sem hjer á landi hefir verið gert í þá átt. Það var konungur vor Kristján hinn tíundi er gerðist fyrsti hvata- maður þess að sett var á stofn sjómannastofa hjer í Reykjavík. Þótti honum, er hann var hjer á ferð árið 1921, furðulegt að engin slík stofnun skyldi finnast í sigl- inga- og fiskiveiðabæ sem Reykja- vík. En takmarkið telur höf þetta: Veglegt sjómannaheimili í Reykja- vík og sjómannastofa í hverri ver- stöð á landinu. Notið ávalt gefur fagran dimman gljáa Lækningastofa min í Hafnarstræti 8, verður opnuð aftur á mánudag Viðtalstími 11—12 og 5—6 e. m. Sími 1786. Friðrik Björns^on, læknir. Slátur úr fullorðnu, ódýrt og gott. Seinasta tækifærið. Slátrað verður á mánudag og þriðjudag. Upplýsingar á Afgr. Álafoss. ính tnMft. Burstasett frá 4,25—33.50. Naglasett frá 2.25—19.50. Saumasett frá 3.50—10.50. Skrifsett frá 2.75—8.50. Blekbyttur frá 2.75—24.00. Sjálfblekungar 14 karat kr. 10.00—18.00. Kventöskur frá kr. 5.00—14.50 Ilmvatnssprautur frá 1.50—12.50 Nálapúðar frá 1.00—12.50. Skrautskrín frá 2.00—1950. Seðlaveski — Púðurkvastar — Tedúkkur og ótal margt fleira nýkomið. I. Im 1 Mnssn Bankastræti 11. E66ERT CLAESSEN hæstarjettarmálaflutníngwnaður. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. 3imi 871. Viðtalatími 10—12 t |L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.