Morgunblaðið - 07.12.1930, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1930, Blaðsíða 3
MOTJGUNRLAÐTÐ s awMuumniiniiiitimiiiimiimiiimiimimimmimminii TtlarQnnblaMð | Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík £ Ritatjórar: Jón KjartariHMon. Valtýr Sletá.iiaaon. = Ritstjórn og ar^reióala: ' Austursiræii «. — Sfmi 500. : | Auglýsingastjórl: E. Hafberg. ~ | AuglýKinfeíHHk rifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 700. =. : Heimasfmar: E Jón Kjartansson nr. 742. = Valtýr StefAnsson nr. 1220. E E. Hafberg nr. 770. E | Áskriftatíjald: E § Innanlands kr. 2.00 A mánutSi. = s Utanlands kr. 2.50 á mánuói. = 5 í lausasölu 10 aura elntakift. 20 aura meft Lesbók. E Lmmmiiiiiiiiiiiimiimimiiimiiimiimimmimmmim^ Eær brennnr. Akureyri, 5. des. PB. Meðt. 6. des. Bærínn Syðrihóll í Kaupangs- sveit brann í dag kl. 3—5. Var það nýbygt steinhús,. en innan- þiljur, loft og gólf úr trje. — Nokkm var bjargað af innan- stokksmunum og litlu af matvæl- um. Kviknaði iit frá pípu. Bónd- inn, Sigurður Sigurgeirsson, hefir orðið fyrir miklu tjóni, enda þótt bærinn væri vátrygður. R 101-slysið. Rannsókn lokið. London, 5 des. Mótt. 6. des. United Press. — PB. Rannsókn á þvr, hverjar orsakir lágn til R 101-slyssins, er nú lokið. Porseti rannsóknarnefndarinnar, Sir .Tohn Simon, hefir tilkynt að hann geti eigi að svo stöddu sagt hvenær skýrsla nefndarinnar verði tilbúin, en kvað nefndina sann- færða um, að yfirforingjar á R 101 hefði í engu átt sök á hvernig fór, — Kolaverkfallinu lokið. Glasgow, 5. des. Mótt. 6. des. United Press. — PB. Skoskir námumenn hafa sam- þykt að hefja vinnu á mánndag. la'jmkjör starfsmanna bæ^arins Á síðasta bæjarstjórnarfundi tal aði Ágúst Jósefsson um að starfs- menn bæjarins hefðu orðið fyrir vonbrigðum er þeir sáu, að á frum varpi fjárhagsnefndar til fjárhags- áætlunar fyrir næsta ár, var ekki gert ráð fyrir neinum breytingum á launakjörunum. Nú hefði starfsmannafjelagið gengist fyrir því, að gerðar hefðu verið ákveðnar tillögur um nýja tilhögun á launaflokkun starfs- mannanna. Myndi fjelagið leggja tillögur þessar fyrir fjárhagsnefnd næstu daga, ásamt ýmsum upplýs- ingum um launakjör fólks í þjón- ustu einkafyrirtækja hjer í bæn- um. Samanburður hefði og verið gerður á.launakjörum starfsmanna hæjarins og launakjörum meðal annara þjóða., og horin saman dýr- tíðin hjer og þar. Fyrir hönd starfsmannafjelags- íns vænti Ágúst þess, að fjárhags- nefnd tækí þessar tillögur til at- hugunar ,áður en gengið væri frá fjárhagsáætlunínni. Þýsknr togari strandar, óvíat hvar skipið er; sennilega er það austast á Mýrdalssandi, nálægt Álftaveri. Mannbjörg. (Eft!r símtali við Vík). Á laugardaginn (6. þ. m.) urðu menn í Vík í Mýrdal þes3 varir, að bál var kynt á Hjör- leifshöfða á Mýrdalssandi, og rjeðu menn strax, að þar myndu vera strandmenn, því að engin l>ygð er á höfðanum. — Gísli Sveinsson sýslumaður bað bónd ann í Fagradal að fara austur. til að skygnast eftir hverjir þarna voru. Þegar sendimaður er kominn nokkuð austur á sandinn, sjer hann, að hópur manna er að leggja frá Hjörleifshöfða, vest- ur sandinn. Fer hann til mann- anna, og eru þetta þýskir strand menn, 13 talsins. Hann fylgir svrandmönnunum heim að Fagradal og fá þeir þar að- hlynningu og hressingu. Eftir því, sem Gísli Sveins- son sýslumaður skýrði blaðinu frá, veit skipstjóri ekki með vissu, hvar skipið hefir strand- að, efl sennilega er það austar- lega á Mýrdalssandi, eða jafn- vel suður af Álftaveri. Sagði skipstjóri, að strandið væri ná- lægt vitanum (á Hádegisskeri, austan við Alviðruhamra). Skip ið strandaði kl. um 9 á föstu- dagsmorgun (5. þ. m.). Skip- verjar biðu í 3 klukkustundir í skipinu, því að ekki var viðlit að komast í land. Síðan fór einn skipverjanna með línu í land, og hinir á eftir, á lín- unni; gekk þeim vel að komast í land; sumir flumbruðust eitt- hvað. Biðu þeir nú nokkrar klukkustundir í fjörunni, en fóru síðan að leita bygða. í stað þess, að leita til vitans, lögðu þeir vestur sandinn og stefndu á Hjörleifshöfða. Þeir komu í Hjörleifshöfða kl. 10 á föstu- dagskvöld, þreyttir og þjakað- ir eftir langa og stranga göngu, yfir margskonar torfærur. Eng- in bygð er á Hjörleifshöfða, en skipverjar komust í mannlaust íbúðarhús þar, og þjuggu þar um sig yfir nóttina. Þeir höfðu luktir með og eldfæri, og gátu því gert vart við sig næsta morg un. — Skipið heitir „Harvestehude“ frá Cuxhaven. Skipbrotsmönn- um leið vel eftir volkið, og eru nokkrir þeirra komnir til Vík- ur. Voru þeir heppnir, að kom- ast að mestu ómeiddir úr hinn’ erfiðu og hættulegu ferð yfir Mýrdalssand. Skipstjóri fer í dag austur, til að leita að skipinu, og at- huga, hvernig þar er umhorfs. IV Skipbrotsmenn verða innan skamms fluttir hingað til Rvík- ur. — Það voru skipsmenn á „Har- vestehude“, sem í október síð- astliðnum björguðu skipverjum á m.s. Ameta; reyndu Þjóð- verjar einnig að bjarga Ametu, en mistu skipið og fórust með því þrír skipsmanna af „Har- vestehude“. Væri vel við eig- ðkeypls snðnsAkknlaði til iölanna. „Renommée“ er eitt af því besta suðusúkkulaði sem til andsins hefir flutst, „Renommée“ er aðeins búið til úr bestu efnum. „Renommée“ er jafngott til átu sem suðu. Þeir sem einu sinni hafa reynt „Renommée“ taka það fram yfir alt annað suðu- súkkulaði. ' Til að kynna þetta góða súkkulaði verður til jóla hver pakki’ af „Renommée“ suðusúkkulaði með álímdu númeri. Út á 100. hvern pakka varða afhentir ókeypis 5 pakkar af „Renommée“ suðusúkkulaði. Á aðfangadag jólá verður dregið út hjá lögmanninum, 1 númer af 100, sem svo gildir fyrir hvert hundrað af þeim númerum sem í umferð eru. Þafi númer sem upp koma verða auglýst í dagblöðunum á aðfangadag og geta þá þeir, sem rjett númer hafa, fengið hjá kaupmanni sínum 5 pakka af þessu góða súkkulaði algerlega ókeypis, gegn því að afhenda númerið. Kaupið því einn pakka af „Renommée“ suðusúkkulaði í dag og geymið númerið, Ef heppnin er með getið þjer á aðfangadag fengið ókeypis 5 pk. af þessu góða súkku- laði hjá kaupmanni yðar. Biðjið kaupmann yðar um tölusetta súkkulaðið. Heildsölubirgðir: Gnðm. Gnðmnndsson, Hafnarstræti 15. Sími 1430. Slærri og betri en þó ódýrarif. . . . STUDEBAKER Studebaker sex, með eldra verðinu var sjerstaklega ódýr eftir gæðum. Nú, með hinu nýlækkaða verði, er hann lang- samlega bestu bílakaupin, sem gera hefir mátt í síðastliðin 78 ár, sem Studebaker (hefir starfað. Með þessum bíl hefir Stude- baker sett nýtt met í ódýrum bílum. Þessi nýi Studebaker bíll hefir að bjóða meiri þægindi af mýkt, en algengt er, og er end- ingarbetri og stærri. Hefir 70 H.K. Sex cylindra vjel sem knýr bílinn með undra- verðum hraða. Reynið hversu gott er að aka í þessum nýja fyrirmyndar Stude- bakerbíl. Nokkrir vörubílar, V/2 tonn, koma með Goðafossi. Komið og talið við mig sem fyrst. Egill Vilhjálmsson. Grettisgötu 16—18. Sími 1717. andi, að hinum þýsku skipbrots mönnum yrði nú einhver sómi sýndur, og þeim þakkað fyrir hreystiverkið á dögunum. Drifanda kaffið er drýgst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.