Morgunblaðið - 13.09.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 13.09.1931, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 ^ammniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii^1 S H.1. jLrrakor, K*yhj»Tl>i = = Hltatjðrjir: Jön Kjartanaaon. Valtýr StfilAnaaon. = Rltatjðrn oc alKraiBala: ▲uatnratrastl >. — fllaol 100. H A.UKltalnKaatjörl: JL Hafbara. § AuKl?alniaakrlfatota: Auaturatrntl 17. Blml 700. S Halaoaalatar: Jðn Kjartanaaon nr. 741. Valtýr Stefánaaon nr. 1110. H. Hafberc nr. 770. = 4akrlftaajald: = Innanlanda kr. 2.00 á aaánuBl. = Utanlanda kr. 1.50 á atánuBl. = f lauaaaðlu 10 aura alntaklB. 10 aura ataB Laabðk ÍVIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Meðferð ð embættum. Það hefir oft verið bent á undarlega meðferð stjórnarinn- ar á embættum og veitingum Jþeirra. Hjer skulu nú nefnd nokkur dæmi, sem lítt eða ekki befir áður verið minst á. 1. Er Lárus H. Bjarnason hæsta- rjettardómari varð 65 ára síð- astl. vetur, ljet stjórnin hann fá lausn, án þess hann sækti am, og vitaskuld með fullum launum, því að svo er fyrir mælt í lögum. L. H. B. er sem ungur maður, og eflaust hefir hann ekki tapað sjer enn and- lega hið allra minsta. Það kostar ríkissjóð um 10000 kr. á ári að spyrna honum úr rjettinum, en það þykir stjórninni lítils um vert. Á 10 árum verða þetta samt 100000 krónur, og er þá ótalinn sá skaði, sem því er samfara, að svifta rjettinn á- gætum, þaulreyndum dómara. 2. Allir vita, að landlæknisem- bættið er lofað Vilmundi Jóns- syni lækni og alþm. á ísafirði. Samt er því slegið upp, en lang- líklegast er, að enginn sæki, vegna þess, að þeir sem hug kynnu á því að hafa, vita um loforðið. Það er nú orðið all- títt að embættum sje lofað fyr- irfram, rjett eins og um versl- unarvöru væri að ræða. Það var svo sem auðvitað, að ekki liði á löngu, þangað til að Vilm. væri rjettur feitur biti, enda á hann það skilið fyrir þægðina á þingi í sumar. 3. Sýslumannsembættið í Snæ- fells- og Hnappadalssýslu hefir ekki verið auglýst laust, en þó er sagt og mun satt vera, að það sje veitt jafnaðarmanninum fyrverandi, Jóni Steingrímssyni frá Akureyri, en svo undarlega brá við, að við síðustu kosning- ar lýsti hann því yfir, að hann væri stjórnarsinni. Hefir því far- ið um hann svipað og Berg Barðastrandarsýslum. og Svein- björn Högnason Breiðabólsstað- arklerk og Steingrím skólastjóra á Hólum, að embættin hafa stjak að við sósíalistasannfæringunni og ýtt henni yfir í Afturhaldið, nema alt eigi að teljast ein hjörð með einum hirði. Morgunblaðið er 12 síður í dag. Auglýsingar kvikmyndahúsanna eru á 5. síðu. £ AUt með (slensknm skipnm! tfj| Há fsárs gálgafrestur. Skýrsla Layton-nefndarinnar. Á Lundúnafundinum í sumar var skipuð nefnd til þess að at- huga fjárhag Þjóðverja. Nefndin hefir nú lokið störfum. Skýrsla hennar var nýlega birt. Sir Walter Layton, útgefandi „Eeonomist' ‘ hefir samið skýrsluna, og allir nefndarmenn, 10 merkir fjármála- menn, hafa skrifag undir hana. 1 skýrslunni er fyrst gerð grein fyrir skuldum Þjóðverja. Á árun- um 1924—1930 jukust skuldir þeirra um 18,2 milja.rða marka. Á sama tímabili greiddu Þjóðverjar 10,3 miljarða í kernaðarskaðabæt- ur. Þær voru aðallega greiddar með erlendum lánum. í árslok 1930 voru erlendar skuldir Þjóð- verja samtals 25,5 miljarðir marka. En Þjóðverjar áttu 9,7 miljarða erlendis, hreinar erlendar skuldir námu því 15.8 miljörðum. 'Þjóðverjar hafa á undanförnum árum fengið mörg erlend lán með stuttum uppsagnarfresti. Lánar- drottnarnir sögðu mörgum af þess- um lánum upp, þegar menn fóru að efast um borgunargetu Þjóð- verja. Á fyrstu 7 mánuðunum á þessu ári, fluttu útlendingar 3% miljarð marka heim frá Þýska- landi og var það orsök greiðslu- vandræðanna í Þýskalandi. Litnd- únafundurinn skoraði á erlenda. banka, að segja ekki upp lánum, sem þeir hefðu veitt Þjóðverjum. Bankarnir hafa nú lofað, að stuttu lánunum, 5—6 miljörðum marka, verði ekki sagt upp fyrsta hálfa árið frá 19. þ. m. að telja. Layton nefndin álítur nauðsyn- legt að stuttu lánunum verði breytt í lán til langs tíma. Enn fremur telur nefndin nauðsynlegt að Þjóðverjar fái erlent lán til langs tírna, til þess að bæta upp það blóðtap, sem þýskt atvinnulíf varð fyrir í suma.r, þegar pening- arnir streymdu burt frá Þýska- landi. En nefndin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að ekki sje hægt sem stendur að útvega Þjóðverjum erlent lán til langs tíma. Ástæð- urnar til þess eru aðallega tvær, segir Layton. í fyrsta lagi geta. Þjóðverjar ekki fengið lán á með- an óvissar horfur í utanríkismál- um valda stöðugri ókyrð og erfið- leikum í innanlandsmálum Þjóð- verja. „Sambúð Þjóðverja við aðr- ar þjóðir verður að byggjast á vingjarnlegri samvinnu og gagn- kvæmu trausti“. En á hvaða grundvelli á samvinnan að byggj- ast? Á grundvelli Versalasamn- ingsins, segja Frakkar. En flestir utan Frakklands munu þó efast um að það sje rjettur grundvöllur. „Mjer er ekki um að segja það“, sagði Briining nýlega, „en það kemur aftur og aftur fram, a.ð Versalasamningurinn er viðreisnar starfinu í álfunni til fyrirstöðu“. I öðru lagi, segir Layton nefnd- in, eru liinar miklu byrðar, sem hvíla á Þjóðverjum, því til fyrir- stöðu, að þeir geti fengið lán. Enn fremur verða menn að gæta þess, a.ð viðskiftakreppan og fjár- hágsvandræðin í öðrum löndum hljóta að aukast, ef Þjóðverjar neyðast til að auka vöruútflutning og takmarka vöruinnflutning að miklum mun, til þess að geta sta.ð- ið í skilum við aðrar þjóðir. „Allar þjóðir varðar það miklu, ag Þjóðverjar þurfi ekki að grípa til slíkra ráða“ segir Layton- nefndin. Hún segir þannig óbein- línis, að endurskoðun á Young- samþyktinni um hemaðarskaðabæt urnar sje nauðsynleg. Eftirtekt vekur að fulltrúi Frakka í nefnd- iuni hefir skrifað undir þetta at- hugasemdalaust. Nefndin kemst þannig að þeirri niðurstöðu, að efnahagslegar og fjárha.gslegar horfur í Þýskalandi sjeu svo óvissar, að ekki sje hægt að útvega Þjóðverjum lán til langs tíma. Stuttu lánin hafa þó verið framlengd um % ár, eins og þegar hefír verið sagt. En hinn 19. febrúar falla stuttu lánin í gjalddaga. Fyrir þann tíma þarf því að útvega Þjóðverjum lán eða framlengja stuttu lánin að nýju. Nokkrum mánuðum seinna, þ. 1. júlí, er Hoover-greiðslufresturinn á enda. Þjóðverjar verða þá aftur að greiða hernaða.rskaðabætumar, nema Youngsamþyktin verði end- urskoðuð áður eða greiðslufrestur- inn framlengdur. -Og nii stendur veturinn fyrir dyrum. Alment er búist við að komandi vetur verði hinn mesti kreppu- og neyðar- vetur á síðustu 100 áram. í Þýska- landi er búist við að 7 miljónir Þjóðverja verði atvinnulausir, þegar kemur fra.m á veturinn. Layton nefndin leggur mikla áherslu á það, að ríkisstjómirnar verði innan fárra mánaða að skapa skilyrði fyrir fjárhagslegri hjálp td Þjóðverja. Þær verði a.ð ljetta af þeim þyngstu byrðunum og skapa gagnkvæmt traust í stjórn- mála- og viðskiftalífi þjóðanna. Og hjálp sje nauðsynleg innan skamms, ekki eingöngu vegna vandræða-nna í Þýskalandi, heldur líka vegna kreppunnar í öðram löndum. Khöfn í sept. 1931. P. Hlutaveltuskemtun K. R. verður víst mjög glæsileg. Feikna fjöldi ágætra muna, verður þar á boðstólum fyrir 50 aura, því fjelagar K. R. hafa gengið vel fram í því að útvega og gefa góða muni á hlutaveltuna. Þar eru birgðir af nauðsynja- vörum, kolum, olíu, vefnaðar- vörum og ótal mörgum gagn- legum hlutum. Einn drátturinn bar þó af öðrum. Er það sá er gildir sem farmiði hjeðan til bústaðar hins margumtalaða breska forsætisráðherra í Down- ing Street í London. Ekki er þess getið hvort K. R. útvegar þeim er dráttinn hreppir samtal við ráðherrann. Amast við MacDonald. London 12. sept. United Press. FB. Fulltrúaráðsfundur verka- manna í Seaham-harbour, kjör- dæmi Mac-Donalds, hefir sam- þykkt yfirlýsingu þess efnis, að fundarmenn sje samþykkir þeirri áskorun fulltrúaráðsins, að skora á Mac-Donald að segja af sjer þingmennsku. EVERYpDAY dósamjólkin hefir áunnið sjer almenna hylli fyrir framúrskarandi gæði. Kappkostið að nota dósamjólkina, sem ber nafnið NESTLÉ. VERÐIÐ STÓRLÆKKAÐ, Nú geta allir hlegið! Sjö skopsögur heitir b6h, sem komin er á markaBinn. Hún er eftir MAEK T W AIN, hiB heimsfræga skopsagnaskáld og sennilega fyndnasta mann, er uppi hefir veriS. Hann hefir skrifaB skemtilegri sögur en nokkur annar rithöfundur, enda hafa bækur hans náö ótrúlegri út- breiðslu, — veriö þýddar 4 flest tungumál veraidar og selst I tugum eöa hundruðum miljóna eintaka. — Þessi bók er ágætt sýnishorn af sögum hans, og hefir inni atS halda sjö sprenghlægilegar sögur. — Þýöingin er eftir PÁL, SKÚLASON ritstjóra Spegilsins, sem sagöur er fyndnastur allra núlifandi íslendinga — og er hún afbragös góö. Svo þunglyndur maður er ekki til, að hann ekki veltist um af hlátri, er hann les „Sjö skopsögur“. PALMOLIVE Fæst alls staðar. Það kemur ölltun saman um að þessi handsápa hefir öll þau efni sem best hafa reynsit til blönd- unar á góðrd handsápu. þess vegna nota allir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.