Morgunblaðið - 13.09.1931, Side 9

Morgunblaðið - 13.09.1931, Side 9
Sunnudaginn 13. september 1931. ^011-il-^v H- j MHVUIV'IV Verkin tala Frh.. ---- A f engi smálin. Ef heiðarlegur maður hefði skrifað þennan kafla ritsins, hefði liann birt útdrátt úr þeim lögum og regiugerðum, sem sett hafa verið um innflutning og út- lát áfengis, tolla, tolleftirlitið, sektir fyrir kbrot í þessum efn- um o. s. frv. Og svo þær opin- berar tölur, er sýna innflutning og útlát áfengis árlega um til - tekið árabil, hverjir það afhentu á hverjum tíma, og fyrir hvaða upphæðir. Þetta mátti draga saman úr stjórnartíðindunum og skýrslum hagstofunnar. Og þegar það var komið á einn stað, rjett og skipulega niður, raðað, var al- menningur einfær um að draga af því rjettar ályktanir, bæði um það, hvert stefndi um með- ferð þjóðarinnar á þessum mál- um, og hver áhrif breytt lög og breyttar reglur hafi haft. Ef svona hefði verið að farið, hefði þetta kannske mátt heita „skýrslur um nokkrar fram- kvæmdir ríkisins“, og jafnvel getað komið til mála, að stjórn- ir. fengi eitthvert fje úr ríkis- sjóði til útgáfunnar. En höfundurinn hefir aðrar skoðanir á þessu máli, eða ann- an tilgang, en þann, að gefa al- menningi rjettar og hlutlausar skýrslur. Nokkur dæmi skufu tekin hjer, að eins af handa hófi, um ráðvendni höf.: Á blas. 154 er talað um ólög- leg útlát lyfjabúða á áfengi. Kemst höf. svo að orði: ,,að þær úthlutuðu drjúgum meira áfengi en þær gátu sýnt heim- ild fyrir með innkomnum lyf- sfeðlum“. Telur hann lyfjabúð- ina á Seyðisfirði hafa gengið lengst í þessu, því að hún hafi „samkvæmt skýrslu er dóms- málaráðuneytið Ijet gefa út“, talið úthlutað áfengi 168S lítra, en ekki haft áfengisseðla fyrir meira en 81,5 lítra. Hj'er eru ótvírætt bornar þær sakir á lyfsalann, að hann hafi selt ólöglega meginhluta þess áfengis, er hann lét af hendi. — En sannleikurinn í málinu er sá, og mun höf. hann vel kunnur, að læknirinn á Seyðisfirði (þar ▼ar að eins einn læknir, hjer- aðslæknirinn), ritaði aldrei á- fengislyfseðla á tölusett eyðu- blöð, og taldi ekki að svo bæri að gera samkvæmt lögum. — „Laugavegs- og Reykjavíkur- „apótek“ munu hafa slagað í áttina á eftir“, þ. e.: um ólög- lega sölu áfengis, segir höf. Sá, sem þjetta skrifar, spurði lyfsala Reykjavíkur-lyfjabúðar, hvernig á því stæði, að hann væri í þessu riti sakaður um það samkv. skýrslu þeirri, er dómsmáliaráðuneytið ljet gera, að hafa afhent meira áfengi, en htann hafði áfengisseðla fyrir. Sagjði hann, að útlát lyfjabúðar- innar og innkomnir og sýndir áfengisseðlar hefðu sýnt ná- kvæmlega sama áfengismagn. En stjórnin hefði fengið fram skekkju á þann hátt, að hún hefði talið eðlisþyngd spir. cons. sömu og vatns: 1 lítr. == 1000 gr. Mundi sá skýrsluhöf. ekki hafa vitað betur. — En þessa ,-kekkju sagðist hann hafa bent honum á, svo að í þessari seinni ,,skýrslu“ hlýtur að vera far- :ð með vísvitandi ósannindi. Á bls. 155 birtir höf. tölur, er eiga að sanna, að lyfjabúðir og lteknar hafi „fyrir strangari á- kvæði og bætt eftirlit“, minkað hina ólöglegu áfengissölu. Að því er lyfjabúðirnar snertir, er skýrslan svona: Afhent lyfjabúðum frá áfeng- isver^lun ríkisins: Árið 1922 — 1923 — 1924 — 1925 — 1926 — 1927 — 1928 — 1929, — 1930 25159 kg. spir. 23302 — — 24629 — — 23030 — — 18366 — - 15685 — — 14694 — - 702.8 — — 6959 — — um þetta er á bls. 152. Þar segir hann, að hið röggsamlega oileftiriit í tíð núverandi stjórnar hafi „fækkað mjög til- raunum til að tollsvíkja vörur“. „Bendir eftirfarandi skýrsla um toll af vörum er tollþjónarnir í Reykjavík fundu og tollsvíkja átti, nokkuð í þá átt“, segir höf. -Skýrslan er svona: Árið 1926 — 1927 — 1928 — 1929 — 1930 kr. 11056.21 — 12853.37 — 18941.22 — 31764.00 — 24808.27 Ef þessi skýrsla sannar nokk- uð, þá sannar hún það, að tollsvikatilraunir hafi farið mjög í vöxt á þessu árabili. í fljótu bragði virðist hjer um mikla lækkun að ræða, og er ekki von að ókunnugir átti sig á að öðruvísi sje. En hjer er að eins um vel útreiknaða blekk ingu að ræða. Svo er mál með vexti, að áð- ur blönduðu lyfjabúðirnar sjálf- ar svo að segja öll þau lyf, sem vínandi er í, og keyptu vínand- an ómengaðan, fyrrum frá út- löndum, en hjá Áfengisverslun- inni, eftir að hún tók í sínar hendur innflutning alls vínanda. Þegar nú farið var að takmarka það áfengi, sem lyfjabúðirnar máttu fá, hætta þær að meátu að búa til þessi lyf, og í stað þess að panta efnin í þau, panta þær þau nú tilbáin. Er því sá vinandi, sem í þeim er, nú ekki talinn með því áfengi, sem lyfja búðh-nar fá. Greiðist og enginn áfengi'stollur af þessum vín- anda. Hjer við bætist það, að allur iðnspíritus o,g spíritus á átta vita var áður tekinn í lyfjabúð- um samkvæmt áfengisbókum og ávísunum. En nú er þetta alt af- hent beint frá Áfengisverslun- inni. Af þessu stafar það, að á- fengisútlát lyfjabúðanna fara smáminkandi til ársloka 1928, en þá snöggminka þau. En ein- mitt þá um áramótin, hverfur afhending á spíritus til iðnaðar og áttavita béint undir Áfengis- verslunina. Afhenti og Áfengis- verslanin spíritus í þessu skyni árið 1928, fyrir kr. 8198.00, en árið 1929 fyrir kr. 26941.00. Áfengi það, sem lyfjabúðirn- ar nú afhenda og á skýrslur kemur, er mestmegnis eftir lyfseðlum um ómengað áfengi og í lyfjaskrínur skipa. Þau dæmi sem hjer hafa ver- ið tilfærð sýna ekki aðeins, að höf. þessa kafla er ófyrirleit- inn rógberi, heldur einnig á- ræðinn rökfalsari af skýrslu- gjafa að vera. Kemur fram í því allmikið klækjavit, og því er það dálítið einkennilegt, að sumstaðar notar hann tölur svo fábjánalega, að þær afsanna gjörsamlega, það sem hann ætl- ar að sanna rneð þeim. Dæmi Það er einkenni á þessum ,,skýrslu“-höfundi, að hann fell- ir sjálfur allar ályktanir af skýrslum sínum, í stað þess að láta lesandann sjálfan álykta. Er það auðvelt hverjum manni, ef skýrslur eru rjettar og glögg- ar. En höf. treystir því sýnil. ekki að lesandinn, ef hann er þar einn um, muni komast að þeirri niðurstöðu, sem hann vill vera láta, sem sje þeirri, að fyr- ir áhrif núverandi stjórnar hafi vínnautn minkað í landinu, og menn öðlast meiri virðingu fyrir lögum og því orðið löghlýðnari en áður var, meðan Sjálfstæðis- mannastjórn var við völd. Þess vegna eru ,,skýrsiur“ hans sum- part blekkingar og rökfalsanir, og ályktanirnar rangar og vill- andi. T. d. segir hann á bls. 152 að síðan 1927 hafi vín- nautn í landinu yfirl. minkað. Á sumum stöðum um Yg eða alt að %“. Þessi fáránlega staðhæf- ing er ekki rökstudd með öðru en því, að útsala vína frá Á- fengisversluninni hefir mikið aukist (Samkv. skýrslum Hag- stofunnar seldi Áfengisverslun ríkisins Spánarvín fyrir 673.931 kr. meira árið 1929 heldur en árið 1928) og á sama tíma hafa sektir fyrir ólöglega innflutt áfengi hækkað úr kr. 37775.00 i kr. 82915.19. Virðist þetta ó- neitanlega benda í þá átt, að vínneyslan hafi aukist en ekki minkað. Einhvers staðar í þessu riti er talað um það, að ræktun hafi stóraukist í tíð núverandi stjórn ar. Er um þetta talað, eins og öll ræktun sje beinlínis verk stjórnarinnar. En þess er ekki getið, sem þó er vissulega um ræðuvert, að engri ræktun hefir fleygt jafn stórkostlega fram á þessu tímabili og ræktun áfeng- isgerilsins. Getur það varla verið tilviljun að höf minnist ekki á heimabruggunina, þegar hann talar um áfengisnautnina og áhrif og framkvæmd bann-. laganna, svo mikið sem af þeim iðnaði er látið. Er af mörgum talið, að þessi iðnaður hafi far- ið svo í vöxt í tíð núverandi stjórnar, að áfengi sje nú brugg að á öðru hverju heimili eða jafnvel hverju heimili í sumum sveitum landsins, og sje jafnvel hafin fullkomin samkeppni um vörugæði. Þá hefði ekki verið ófróðlegt að fá skýrslu um eitrunarstarf- semi stjórnarinnar. Þar hefir þó orðið sú uppskera, að vel Fegurstu kvikmyndaleikkonur heimsins halda húðinni mjúkri með hinni ágætu LUX handsápu. Lux handsápan er skilyrði til þess að fá mjúka og fíngerða húð. Kvikmyndaleikkonur nota hana til að viðhalda fegnrð sinni. Lnx sápan gefnr frá sjer indælan ilm, freyðir vel og hefir mýkjandi ákrif á húðina, og gerir hana hvíta og fallega. Lnx handsápan, hvít sem mjöll, og ilmar af angandi blómum. „Stúlka sem hefir sljetta og fal- lega húð, þarf ekki að óttast kið livassa auga ljósmyndavjelar- íin-ar. Jafnvp1 hin minsta mis- fella í húðinni fær ekki dnlkt fyrir hinum næmu augum ljcp- mynda Mersins. Lux handsápan er nauðsynleg hjálp til þess áð lialda húðinni sljettri og fal- legri“, segir kin heimsfræga tal- myndaleikkona Úts-öluverð 65 aurar. Yiand SAPA vJ! X l T 47 - IO 1% LEVER BROTHERS LIMITED. PÖRT SLINLIGHT. ENGLAND. Dilkaslátnr fást hjer eftir daglega, og verða send heim til kaupenda ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. Enn fremur fást svið, mör, ristlar og lifur. Dragið ekki að senda oss pantanir yðar, því oft er ómögulegt að fullnægja eftirspurninni, þegar líður á slát- urtíðina. Verðið mikið lækkað frá því sem var síðast liðið ár. SlðtuiUelag Suðurlands. Sími 249 (3 línur).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.