Morgunblaðið - 27.09.1931, Side 4

Morgunblaðið - 27.09.1931, Side 4
4 M 0 R G U N B L A Ð 1 t) Heit svið fást á Uppsölum í clag. Lágt verð. BLÓM & ÁVEXTIR, Hafnarstræti 5. Sími 2017. Blómlauka.r. Melónur og græn- meti frá Reykjum. Ýmislegt til tækifærisgjafa. Niðursuðudósir með smeltu loki fást smíðaðar í blikksmiðju Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Sími 492. Pjölritun. Daníel Halldórsson. Hafnarstræti 15, sími 2280. Fæði, gott, sanngjarnt verð. — Kristjana Ó. Benediktsdóttir, Laufásveg 2 J» Steinhúsið. Kenni ensku. Heba Geirsdóttir, Hverfisgötu 21. Sími 226. Verkstæðispláss til leigu á Ný- lendugötu 4. Helaarspension Melbygaard Ka- lundborg, Sjselland ved Skov og Strand. Behagelig for Hvile og Rekrea- tion. 1. Kl’s Pension fra 5 Kr. pr. Dag. Bedste Referencer. Fru Harriet Brohm. Notið ávalt ZEBo > Liquid f/pte Poli.d> 'Jú iTívft eða gefur fagran dimman gljáa Heiðruðu húsmæður Munið að kaupa bestu og þektustu kryddvörurnar í baustmatinn, en þær eru frá H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Þórhallur Olafsson smjörgerðar- maður, Skólavörðustíg 16, verður 50 ára 28. þ. m. Bæjarverkfræðmgur hefir beðið Mbl. að geta þess, að eftirlitsmað- uj' vatnsveitunnar, Kristinn Valdi- marsson, Norðurstíg 5, hafi síma 600. Sjómannasítofan. Samkoma í kvöld kl. 6. Allir velkomnir. Landlæknisembættið. Þessir hafa sctt um embættið: Jónas Kristjáns son, Ingólfur Gíslason, Steingr. Matthíasson, Georg Georgsson og Vilmundur Jónsson. Fullyrt er, að Vilmundur eigi að fá embættið, og að. það hafi verið með í kaupsamn- ingnum mdli Afturhaldsins og Jóns Baldvinssonar á sumarþing- inu síðasta. Samgönguspjöll. Nýlega gerði stórrigningu undir Eyjafjölliim og í Mýrdal, og varð þá vatnavöxtur mikill. Hljóp þá Bakkakotsá undir Eyjafjöllum úr farvegi sínum og tók sjer farveg nokkru austar, en brúin er á þurru landi, eða því sem næst. Hefir þetta orðið til stór- baga bílaumferð á leið þessari, og má búast við að leiðin teppist al- veg í haust, ef ekkert verður að gert. Stór kartafla er til sýnis í glugga Morgunblaðsins í dag. Hún er ræktuð að Miðdal í Kjós og komin af íslensku útsæði þaðan. Vegur liún 950 grömm. Frá Akureyri. Slátrnn sauðfjár alment byrjuð. Kjötverð 1. fl. 80 —85 aura kg., 2. fl. 65—70 aura, 3. fl. 50 aura kg. Jafnaðarverð- lækkun á fyrsta flokks kjöti 30 aurar á kg. Sláturverð kr. 1.00 ■1.80 . (FB.). Almennur kvennafundur verður baklinn í Iðnó annag kvöld kl. 8y^. Fund þenna boða í sameirdngu Bandalag kvenna o'g Verkakvenna fjel. Framsókn. Rætt verður um vínveitingaleyfið á Hótel Borg; sjá augl. í blaðinu. Útvarpið í dag: Kl. 10 Prests- vígsla í dómkirkjunni. Kl. 19 30 Veðurfregnir. Kl. 20.00 Grammó- íónhljómleikar. Kl. 20.30 Samleik- ur: Kunningjar eftir Peter Hansen (Leikendur: Brynjólfur JÖhannes- son og Þóra Borg). Ki. 20.55 Óá- kveðið. Kl. 21.00 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Dansmúsík. Útvarpið á morgun: Kl. 19.30 Hljómleikar (Þór. Guðmundsson, K. Matthíasson, Þórh. Árnason, Emil Thoroddsen). Kl. 20.50 Grammófónhljómleikar. Kl. 21.00 Veðurspá og frjettir. Kl. 21.25 Grammófónhljómleikar. Hver er skólastjórinn? í Tím- anum síðasta birtist auglýsing um það, að Samvinnuskólinn verði settur 1. okt. næstkomanda. Undir auglýsingunni stendur að eins: „Skólastjórinn". Vafalanst mun mörgum forvitni á að vita, hver „skólastjórinn“ er. Varla getur það verið Jónas frá Hriflu, eftir að hann er orðinn dómsmálaxáð- herra aftnr. Um Þorkel Jóhannes- son getnr heldur varla verið að ræða, nema að sú tilgáta þessa blaðs reynist rjett, að að Þorkell fái Iausn frá „embætti“ sínu við ur í vetur, verða tilbúið til notk- unar nú um mánaðamótin. Verður þarna eitthvert besta skólahús hæj arins, riimgóðar og bjariar skóla- stofur og gaugar, sjerstakar fata- geymslur fyrir hvora hæð og í sam bandi við þær þvottaherbergi og vatnssalemi, einnig eitt á hvorri liæg og sömuleiðis sams konar út- búnaður sjerstakur fyrir kennara. Stór kennarastofa er á fyrstn hæð hússins og þar er einnig sjerstakt, stórt herbergi fyrir söfn skólans, vömsýnishornasafn og bókasafn og skrifstofuvjelar og verður senni lega lokið vig að koma þeim söfn- um upp í næsta mánuði. Skólinn fær nú einnig talsveri af nýjum kensluáhöldum, sem notuð eru við nýtísku verslunai'skóla erlendis. Kennarar við skólann verða margir hinir siimu og áður, og einnig nýir menn, einkum í námsgreinum þeim, sem við verður bætt. Nú ríkir þögn um búafjeð. I „Austfirðingi“ frá 19. þ. m. segir svo: „Jónas Jónsson hef- ir notað mál Þórðar Flygen- rings til árása á andstæðinga sína. — En Jónas hefir ekki skýrt frá því hvernig hinn skip aði skiftaráðandi búsins, Þórð- ur Eyjólfsson — sá hinn sami, sem Ijet siga sjer á læknana — hefir beitt valdi sínu. Jón- as hefir ekki sagt frá því, að Þórður Eyjólfsson seldi úti- standandi skuldir búsins, um 24 þúsund krónur, fjelaga Stef- áns Jóhanns fyrir 15 hundruð krónur. Og hann hefir ekki skýrt frá því, að þessi fjelagi Stefáns Jóhanns innheimti sam stundis eina kröfu með 18 hundruð krónum. Hann fjekk með öðrum orðum allar hinar kröfurnar gefins og 300 krón ur í viðbót, Hann hefir enn fremur undanfelt að segja frá því, að Barði Guðmundsson fjekk 15 þúsund króna innbú Þórðar Flygenrings fyrir 2800 kiónur. — Er þetta ekki dá samleg meðferð búafjár?" — í sambandi við frásögn þessa má geta þess, að „Bláa bókin' minnist ekki einu orði á þetta mál. UTSALA befst á mánudaginu. AUar vðrar verða seldar með ófteyrilega Iágu verði. ------— Lítið í gluggana í dag.- Giisfeinii Eviðifsson. ÚTSALA! Laugaveg 34. ÚTSALAt Verkamannaforingi verkfallsbrjótur. AJII með fslensknm skipnm! jfi Kennaraskólann frá þeim degi nú haust, sem skólinn tekur til starfa aftur. Þorkell var, eins og kunnugt, er, settur kennari yið Kennaraskólann frá þeim degi í vor, er skólinn liættí störfum. Verslunarskólinn verður settur 1, október og hefjast síðan inn- tökupróf og standa yfir fyrstu daga mánaðarins. Aðsókn a_ð skólanum hefir orðið mikil og munu þegar vera komnar rúmlega hálft annað hundrað umsóknir. Breytingunum á hinu nýja skólahúsi við Grund- arstíg er nú að verða lokið og mun það af húsinu, sem notað verð Það er víst sjaldgæft að verka mannaforingjar sje kærðir fyrir það að vera verkfallsbrjótar, en þó kom þetta fyrir í Berger Vestfold í Noregi nú nýlega. Fossekleven-verksmiðju var verið að taka niður nokkrar vjelar, sem seldar höfðu verið Solberg tóvinnu veiksmiðju. í Fossekleven var elckert verkfall, en í Solberg var verkfall. Solberg .átti að greiða kostnaðinn við þessa vinnu, og einn af þeim, sem vann að því að taka vjelarnar niður, var formað- ur verklýðsflokksins þar á staðn- n m, og tók þannig laun lijá fyrir- tæki, sem verkbann hafði verið lagt á. Enginn liafði neitt á mótí ]jví, en svo varð. honum það á, að Iiann ýtti á eftir bíl, sem átti að aka tíl Solberg naeð vjelar, og þá var liann orðmn verkfallsbrjótur, og fjelagar hans neituðu honum um að greiða atkvæði við próf- kosningn fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar. Hann kom samt. sem áður á fundinn, en þá gerðu hinir sjer hægt um hönd og slitu fundinum þegar í stað. Hðal-sauðflðrslðtrBn ársins er nú í fullum gangi. Höfum vjer því dáglega á boð- stólum aíls konar sláturfjárafurðir. Verð afurðanna er, fyrst um sinn, ákveðið sem hjer segir: Dilkakjöt, í heilum kroppum...kr. 0.70—0.95 hv. kg. Kjöt af fullorðnu f je, í heilum kroppum kr. 0.60—1.00 hv. kg. Mör ..............................kr..0t90 hv. kg,. Dilkaslátur, hreinsuð............... kr. 2.25 hvert Sauðaslátur, hreinsuð .............kr. 4.00 hvert Slátrin send heim, ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. Svið, sviðin og ósviðin, ristlar, lifrar og hjörtu, alt. með mikið lækkuðu verði frá því sem var s.l. ár. Sviðapönt- unum er auðveld'ast að fullnægja í byrjun sláturtíðar. Næstu daga koma dilkar úr Grafningi, Hvalfjarðar- strönd, Skorradal, Lundarreykjadal, og fleiri ágætis fjár- sveitum. Mun varla völ á betra kjöti til söltunar. Tökum að oss að spaðsalta kjöt fyrir þá er þess óska. Dragið ekki að senda oss pantanir yðar meðan nógu er úr að velja, oft reynist erfiðara að gera öllum til hæfis þegar líður á sláturtíðina. Sjerstök vildarkjör til þeirra, sem kaupa slátur á laugardögum. Slátnrfjelag Snðnrlands. Sími 249 (3 línur). Uppboö. Opinbert nppboð verður haldið í Aðalstrætí 8, fimtudaginn 1. október næstkomandi kl. 10 árd. og verða þar seldar alls konar bækur, íslenskar og útlendar, mikið af reikningsfrærslubókum,. svo og pappírsvörum og ritföngum og mörgu fleiru. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík, 26. sept. 1931. Bjfiru Þórðarson. Miólkbfbúðin i Þingholtsstræti 21. Að gefnu tilefni leyfum við okkur að tilkynna, að efth'leiðis verður mjólkurbúð okkar í Þingholtsstræti 21 að eins seld mjólk og mjólk- urafurðir frá okkur sjálfum (sem áður hafa verið mistök á, án okkar vitundar). Enn fremur viljum við iýsa því yfir, að mjólkursala sú, sem nú fer fram í Versluninni Þingholt, er oklcur alveg óviðkomandi, og í þá aúð verður ekki látin mjólk nje mjólkurafurðir frá okkur. mjólkurijelag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.