Morgunblaðið - 27.09.1931, Page 7
M©KGU NBLAÐIÐ
7
isgjóði árlega og kallar það
„laun“ enda þótt hann sje svo
önnum kafinn við níðskældni
og skemtiferðir að honum vinn-
ist hreint enginn tími til em-
bættisverka, manninn, sem nú
einmitt áður en blekið þomaði
í sparnaðarhugvekjunni til þjóð
arinnar steig á danska skips-
fjöl og lagði í rándýra skemti-
íör til þess að hlusta á lof Dana
um „Islands stærke Mand“!
Jú, það verður ekki um vilst,
á þennan mann er ritstjórinn
að ráðast, og það sem meira
er, ritstjórinn lætur sem ráð-
herrann sjálfur hafi verið hinn
hjáróma forsöngvari og verið
svo blygðunarlaus að ætla að
telja þjóðinni trú um, að það
væri einhverjir aðrir af þegnum
landsins sem eyddu í slíku ó-
hófi að ef þeir spöruðu, gæti
það jafngilt þeim miljóna tug-
um sem verðfall afurðanna
skaðar þjóðina um.
Það er nú í sjálfu sjer mak-
legt að námfýsi lærisveinsins
bitni á sjálfum meistaranum.
Það er engin skylda að hjer i
blaðinu sje haldið uppi vörn
fyrir árásum ritstjórans á
læriföður hans í meðferð sann-
leikans. Þó skal á það bent,
að svona herfilega hafði ráð-
herranum þó ekki tekist fjár-
málahomopatian. Það er að
vísu rjett að hugsun hans var
óskýr, en þó ekkert óskýrari
en venja er til þegar hann talar
um hin flóknari málin. En
góðgjarnir menn skildu hvað
hann átti við, og hjer í blað-
inu var aðeins skopast að þeirri
einfeldni, sem hafði lýst sjer
í því að halda að sú „lífsvenju-
breyting“ sem leiddi af verð-
fallinu væri engum örðugleik-
um bundin. Að öðru leyti er
það rjett sem fyrir ráðherran-
um vakti að kaupniðurfærslan
verður að vera almenn. Að
þetta hefir vakað fyrir honum
og sjest meðal annars á þess-
um orðum úr grein hans:
„Verkefnið framundan er
því þetta; að laga eyðsluna
eftir framleiðslunni, þó að
það þýði ef til vill allt að
40% lækkun frá því sem
verið hefir .. . þurfa laun
öll og persónuleg eyðsla að
komast í samræmi við verð-
lagið“.
Þessi skoðun er auðvitað á
•eínhverju viti bygð, enda þótt
það sje óskammfeilni af mesta
óhófs eyðslusegg landsins að
krefjast 40% kauplækkunar
öllum almenningi til handa, því
kauplækkun, sem nemur 40
aurum af hverri krónu, er þeim
þungbær, sem eins og ritstjór-
inn segir lifa í „loftlitlum og
.sólarlausum kjöllurum, og geta
ekki keypt nema þriðjung af
þeirri mjólk, sem börnin þeirra
þurfa til að geta lifað“.
Það er framan í þetta fólk,
sem ráðherrann brosir og segir
að „laun öll og persónuleg
oyðsla“ verði að minka um
„40% frá því sem verið hefir“
og svo bætir ráðherrann við:
„þetta er enginn voði, ekki einu
sinni erfiðleikar, það er ein-
•göngu „lífsvenjubreyting“.
„Það er ekki öll vitleysan
<eins“, sagði kerlingin.
r.
Reykjavikurbrjef.
Laugardaginn 26. sept.
Stórtíðindum þeim, sem bor-
ist hafa utan úr heimi undan-
farna viku, um fjárþröng Breta
stjórnar og gengisfall punds-
ins, lokun kauphalla, forvaxta-
hækkuna, gengisfall á Norð-
urlandamyntum og gersamlegri
truflun á viðskiftalífi heimsins,
hafa Reykvíkingar tekið með
hinni mestu rósemi. Menn hafa
viðurkent með sjálfum sjer, að
i raun og veru vissum við hjer
úti á íslandi varla nema undan
og ofan af um undirrætur allra
þeirra skelfinga sem dunið hafa
yfir í fjármálaheiminum. Og
bankarnir hjerna hafa tekið
þann kostinn, að hætta að skrá
gengi erlendrar myntar, hætta
yfirleitt að mestu viðskiftum við
útlönd þessa dagana. Svo lítið
þjóðakríli erum við, að þetta
er framkvæmanlegt nokkra
daga, án þess að út af því rísi
nokkur verulegur hvellur.
Talið er líklegt, að þetta
millibils-ástand geti ekki stað-
ið nema rjett fram yfir helg-
ina, þá verði skráning á gengi
erlends gjaldeyris aftur að fara
fram, og viðskifti að hefjast
eins og áður.
Það er að segja, hvernig verð
ur gengið, gengi hinnar í'sl.
krónu, fylgir hún sterlingspund
inu, svo það verði hjer í sama
gildi og áður var 22.15
kr. íslenskar? Nú er sterlings-
pundið fallið um 25% í
New York þegar þetta
er skrifað. Og hvað verð-
ur gengi þess á morgun? Þeir
tveir stjórnarherrar Breta,
Mac-Donald og Snowden sögðu
umheiminum snemma í vikunni,
að gengisfallið yrði aldrei mik-
ið. Pundið fjelli lítið eitt og hækk
aði síðan brátt aftur.
Mac-Donald sagði um dag-
inn í útvarpið, að Bretar skyldu
hugsa þeim þegjandi þörfina,
sem ætluðu sjer að nota sjer
augnabliksvandræði Bretlands,
og fella fyrir þeim gengi punds
ins. Þá yrði gripið til ráða sem
dygðu!
Á að skella háum innflutn
ingstollum á allan innflutnimg
til Englands? Er það þessvegna,
sem danska krónan fellur nú?
Eiga menn von á, að enskur
innflutningstollur kom sem
reiðarslag á danskan landbún-
að, sem vitanlega er illa stadd-
ur fyrir?
í Italíu voru innflutnings-
tollar hækkaðir um 10—15%,
á fimtudaginn var. Hækkunin
kemur vitanlega niður á íslensku
framleiðslunni sem öðru.
Hvað um okkar gengi? Mað-
ur spyr mann, og flestir vita
jafnmikið. — Innfluttningur til
landsins hefir orðið óvenjulega
lítill það sem af er árinu, sem
betur fer; svo þrátt fyrir sölu-
tregðu, sem hjer hefir verið,
og lágt verð afurða, hefir út-
flutningurinn frá nýjári til 1.
sept. orðð 3—4 miljónum meiri.
Þó lí'tið verð fáist fyrir útflutn-
ingsvörur þær, sem eftir eru í
íandinu, ætti verð þeirra að
lirökkva fyrir innflutningnum
það sem eftir er.
1 En þessi mynd af ástandinu
er ekki rjett. Því ótalið er lánsfje
sem dregið hefir verið til lands-
ins. Það á að reiknast innflutn-
ingsmegin. Innflutningurinn
plús lánin, hefði ekki átt að
nema hærri upphæð en útflutn-
ingurinn, ef vel væri. Það sem
upp á vantar veikir mótstöðu-
afl krónunnar okkar. Geta
menn búist við að hún hækki
í hlutfalli við pundið? Skyldi
það ekki hafa verið frekar hitt
— að segja mætti um hana
eins og kerlinguna að „hún ætl-
aði ofan hvort sem var“.
Búnaðarbankastjórinn Páll E.
Ólason fór til Hollands um dag-
inn, í lántökuumleitun, að sögn.
Segir ekki af ferðum hans, fyr
en hann kom heim. Um árang-
ur er ekki kunnugt. En Hollend
ingur einn, sem hjer var á ferð-
inni í fyrra, ljet þess getið við
blaðið, að meðan stjórn ís-
lenskra búnaðarmála væri það
vanþroska, að söguprófessor
væri gerður að búnaðarbanka-
stjóra, maður, sem engan
kunnleik hefði sýnilega á bún-
aðarmálum, þá myndi erfið-
ara um fjárútveganir í Hol-
landi en nauðsyn bæri til —
Er þetta skiljanlegt, öllum nema
stjörnuglópum afturhaldsins.
Þeir ráðherrarnir Tryggvi
Þórhallsson og Jónas Jónsson
hafa verið í Kaupmannahöfn.
Ekkert hefir á því borið að
þeirra hafi verið saknað hjer.
Aftur á móti hefir þeim verið
vel fagnað í Höfn. Fer það að
vonum.
Forsætisráðherrann hefir
skýrt dönskum blaðamönnum
frá því, að Alþingi hafi bland-
að sjer í' Grænlandsmálið til
þess að frændir vorir, Norð-
menn, fengju síður að kasta
eign sinni á einhvern hluta
landsins. Þykir Dönum þetta
vel mælt, en Norðmönnum mið-
ur, og skilja ekki til fulls hin-
ar ,,diplomatisku“ leiðir hinnar
íslensku Framsóknar.
Annars hefir Tryggvi sagt,
að Grænlandsmálið hafi hann
falið hinum ágæta lögfræðingi
Einari Arnórssyni. Eru hin mak
legu ummæli um Einar prófess-
or nokkuð í aðra lund, en þau
sem tíðkast í Tímanum um
þann mæta mann.
Jónas Jónsson kjassa Danir
eins og við hann á, kalla hann
sem áður „þann sterka“. Þyk-
ir Jónasi mikið til þess viður-
nefnis koma, og gengst upp
við hrósið, eins og nafni hans
hjer „sterki“ Oddur Sigurgeirs-
son af Skaganum.
Sett var hjer í póst um helg-
ina var, hin svonefnda „bláa-
bók“ Framsóknar, sem miklar
sögur hafa farið af undanfar-
in missiri og prentuð hefir leg-
ið í vörslum stjórnarinnar. Er
hennar nánar getið hjer í blað-
inu. Bókin er blá, eins og nafn-
ið bendir til og mun leitun á, í
siðmenningarlandi jafn-,,blá-
um“ dómsmálaráðherra og
þeim, sem formálann skrifar,
um „vernd smáþjófanna“ o. fl.
Bókina hefir aðalútgefand-
inn, dómsmálaráðherrann, lát-
ið setja í póstinn, meðan hann
var fjarverandi, ef einhver ó-
Gólfmottur og gangadreglar
í mjög' fjölbreyttu úrvali.
„ G e y s 1 r
Höfum flutt lækningastofur okkar í hús Reykjavíkur
Apóteks, Pósthússtræti 7. III. hæð (þar sem Röntgen-
stofan var áður). Sími: 1066.
Viðtalstími:
Óskar Þórðarson, klukkan 1—3.
Kristinn Bjarnarson, klukkan 3—5.
BJörn Gunnlaugsson, klukkan 4—6.
Barnabæknr.
Kaupiö lesiö og lánlö bækur.
Sagan af Tuma þumli. — Þrautir
Heraklesar. — Gosi, æfíntýri gerfí-
pilts. — Ferðir Múnchhausens bar-
óns. — Refurinn hrekkvísi. —
Æfísaga asnans. — För Gúllívers
til Putalands.
Bðkav. Sigfúsar Eymundssonar.
Vanur skrifstofunaður
sem dvalið hefir langvistum í Norður-Ameríku og Skandinavíu, óskar
eftir atvinnu í Reykjavík. Er handgenginn öllum almennum skrif-
stofuvjelum, og talar og ritar Norðurlandamálin, þýsku og ensku.
Tilboð og eftirgrenslanir merkt „Efficient“, sendist A. S. 1.
F I LAPENSAR
HÚÐORMAR
hessnm hvimleitSn Ohreinindnm, sem
- allir vita nö eru störlýti á hverju nnd-
líti, er lnfhægt nð ná nf sjer með
nREI«!VISTBINS-MJÓI,KURSÁPU Uindcs
læknls. Þvolð yður eins ogr með ötSrum
súputegrundum, en gætið l»ess, nð íroð-
an núi yfir nlt nndlitiö; l»eprnr l»jer hnf-
ið skolaö hnna af, skuluö ]»jer bera
froöuna aftur ú rauöu blettina — en
skoliö nfi ekki fyr en eftir nokkrnr
mfnfitur. Aö ttrfúum dögum liönum sjest
g;reinilegr*ir l>ati, og andlitiö verður
brátt frfsklegrt og lýtalanst.
í sambandi viö súpu l»essn œtti nö
notn BRENIVISTEINSMJÓLKURSMYRSL
(ereme) Lindes læknis. Smyrslin eru
borin ú hiö sýktn hörund aö kvöldi (lags
og lútin vern alla nöttina. Þan eru svo
sótthreinsandi, nö þau eru nfar-sterkt
meöal viö fllnpensum. Þan eru smyrsl-
in sem allir liafn l»rúö, sem vilja fú
verulegrn hetlhrigöna og hreinan hör-
undslit og íngrn, bjarta búö.
Lindes læknis
Egta Brennisteinsmjólkur-smyrsl
Egta Brennisteinsmjólkur-sápa.
þægindi, sem honum væru ætl-
uð, kynnu að geta lent á vini
hans Ásgeir.
hh Allt með islenskmn Skipum!