Morgunblaðið - 27.09.1931, Síða 10

Morgunblaðið - 27.09.1931, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Ffú Rríet Bjainhieðinsdðttir. Sjötíu og fimm ára afmæli 27. september 1931. Eitt af stórmálum síðustu ára tuga 19. aldarinnar og fyrstu áratuga 20. aldarinnar um allan hinn mentaða heim var barátt- an fyrir rjettindum kvenna. — Forvfgiskonur og forvígismenn kvehrjettindamálanna áttu á því tímabili í stríði við rót- gróna hreypidóina og skilnings ieysi, sem aðeins þokuðu hægt og hægt fyrir röksemdum og einbeittu fylgi þeirra, sem fyr- Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. ir þeim málum börðust. Margar konur hafa orðið heimsfrægar fyrir forgöngu sína í þeirri bar áttu, og nú má heita, að fullur sigur sje fenginn í þeim málum meðal hinna vestrænu menning- arþjóða. Hjer á landi gekk mál- ið fram með meiri hægð en víða annars staðar, og átti þó við töluverða örðugleika að stríða. — En kunnasta forgöngukona þessa máls hjer á landi er frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, sem nú í dag á 75 ára afmæli. Hún er fædd 27. september 1856 á Gilá í Vatnsdal, og bjuggu þar þá foreldrar henn- ar, Bjarnhjeðinn Sæmundsson Ólafssonar frá Einifelli 1 Þver- árhlíð og Kolfinna Snæbjarn- ardóttir Snæbjarnarsonar sí'ðast prests í Grímstungu Halldórs- sonar biskups á Hólum. Móðir Bjarnhjeðins var Ragnheiður Bjarnadóttir Bjarnasonar prests á Mælifelli, en móðir Kolfinnu var Kolfinna Bjarnadóttir Stein dórssonar óðalsbónda í Þórorms tungu. Foreldrar frú Bríetar flutt- ust 1860 að Böðvarshólum í Vesturhópi og bjuggu þar lengi. Þar dó Bjarnhjeðinn 1876, en Kolfinna bjó þar áfram til 1878. Þá brá hún búi og Bríet fór þá ti' frænda síns, sjera Arnljóts Ólafssonar á Bægisá, en þau Kolfinna voru systkinabörn. — Þar var Bríet í tvö ár, en fór haustið 1880 á kvennaskólann á Laugalandi og var þar næsta vetur. Síðan var hún við barna- kenslu til og frá næstu arin, eða við sauma, en fór til Reykja víkur haustið 1884, og var þar fram á næsta sumar. Þá skrif- aði hún fyrstu blaðagrein sína í ,,Fjallkonuna“, undir dulnefn inu Æsa. Fyrirsögn greinarinn- ar var: „Um mentun og rjett- indi kvenna“, og með því að þetta var þá nýtt umræðuefni í blöðum hjer, vakti greinin tölu verða athygli, og voru margar getgáturnar um það, hver mundi hafa skrifað hana. Sum- arið 1885 fór Bríet norður aftur og var næsta vetur heimilis- kennari hjá Þórði Guðjohnsen verslunarstjóra á Húsavík, en annan vetur var hún í Múla, hjá síra Benedikt Kristjáns- syni og frú Elínborgu frænd- konu sinni, og svo við kenslu á Arnarvatni í Mývatnssveit. Þar kyntist hún ýmsum þeim Þing- eyingum, sem síðar urðu þjóð- kunnir menn, svo sem Pjetri á Gautlöndum, Jóni í Múla, Bene- dikt 4 Auðnum og Þorgilsi gjallanda. Haustið 1887 fór hún aftur til Reykjavíkur, og milli jóla og nýjárs það ár hjelt hún hjer fyrsta fyrirlestur sinn, sem vera mun fyrsti fyrirlesturinn, sem haldinn er af kvenmanni hjer á landi. Hann var um kjör og mentun kvenna og var mikið um hann talað hjer í bænum á þeim tímum. Hann var flutt- ur í Góðtemplarahúsinu og var það fult. Jón Ólafsson ritstjóri talaði fyrst nokkur orð og kynti áheyrendum fyrirlesarann. Seg- ir frú Bríet, að tilefnið til þess, að hún rjeðst í að halda þennan fyrirlestur, hafi verið samtal sem hún átti við Grím skáld Thomsen á Bessastöðum. Hún fór suður þangað með þeim Oddasystrum, Þuríði og Ingi- björgu, og frænku sinni Óvínu Arnljótsdóttur, sá þá Grím Thomsen í fyrsta sinn og tal- aði mikíð við hann. Sagði hann m. a. að hún ætti heldur að leggja fyrir sig að skrifa og halda fyrirlestra en að vera að troða í vitlausa krakka, og ljet hún sjer þetta að kenningu verða. Hún var þá trúlofuð Valdimar Ásmundssyni ritstjóra þótt ekki væri það opinberað fyr en 6. febrúar um vetur- inn, og vildu ýmsir halda því á lofti, að hann hefði auðvitað samið fyrirlesturinn. En sann- leikurinn var sá, að hann hafði engin afskifti haft af honum. Aðeins einn maður hafði í flýti lesið hann yfir áður en hann var fluttur, og sá maður var Hannes Hafstein, og ljet hann mjög vel yfir honum. En samt segist frú Bríet hafa verið mjög kvíðafull og uppburðalítil, er hún byrjaði að halda fyrir- lesturinn. Þetta kvöld var veisla hjá landshöíðingja og þar voru ýmsar heldri konur bæjarins, sem þar af leiðandi gátu ekki sótt fyrirlesturinn. Frú Anna Þórarinsdóttir, kona Kristjáns Jónssonar síðar dómstjóra, sagði frú Bríet á eftir, að þar í veislunni' hefði verið drukkin skál hennar með þeirri ósk, að alt gengi henni vel. Þau Valdimar og Bríet gift- ust 14. september 1888. Bjuggu þau fyrst 3 ár í húsi Magnúsar Benjamínssonar við Veltusund, en keyptu sumarið 1891 húsið í Þingholtsstræti 18, sem síðar hefir verið bústaður frú Bríet- ar. Valdimar andaðist 1902 og voru þau tvö börn, sem þau höfðu eignast, Laufey og Hjeð- inn, þá á ungurn aldri og kjör ekkjunnar án efa nokkuð erfið á því árabili, sem þá fór í' höna. Blað Valdimars, „Fjallkonan”, sem var mjög vinsælt hjá al- menningi, komst þá í annara hendur, en frú Bríet hafði þá í nokkur ár gefið út „Kvenna- blaðið“, og hjelt því áfram. Kvennablaðið var stofnað 1895. Það var fyrst prentað í 2500 eintaka upplagi. En við- tökurnar voru svo góðar, að brátt varð að stækka upplagið og prenta upp nokkur fyrstu tölublöðin. Um líkt leyti fór að koma út annað kvennablað á Seyðisfirði, „Framsókn“, sem þær gáfu út mæðgurnar frú Sigríður, kona Skafta Jósefsson ar ritstjóra, og frk. Ingibjörg dóttir hennar. Það blað ræddi einkum bindindismál og kven- rjettindamál, en Kvennablaðið Sinnti meira fræðslumálum og heimilismálum. „Framsókn“ hætti að koma út skömmu eftir aldamótin og var að síðustu gefin út í Reykjavík. En Kvennablaðið kom út í 25 ár, til ársloka 1919. Altaf öðru hvoru hafði Kvennablaðið flutt greinar um kvenrjettindi, þótt það ætti vinsældir sínar miklu meira öðrum málum að þakka. Árið 1904 dvaldi frú Bríet 5 mánuði erlendis, til þess að kynnast þar barnaskólum og vinnustofum sænskra barna, sem þá þóttu mjög til fyrirmyndar. Kyntist hún þá mörgum merkum konum erlendis, og varð það til þess, að hún var boðin á alþjóða- kvennafund, sem haldinn var í Kaupmannahöfn nokkru síð- ar, og hafði sá fundur mikil á- hrif. Alþjóðakvenrjettindasam- bandið hafði verið stofnað i Berlín 1904 af konum frá 10 löndum og kom með því ný hreyfing á kvenrjettindabarátt- una. Upp frá því tók frú Brí- et að beita Kvennablaðinu með miklu meiri einbeitni en áður fyrir kvenrjettindamálunum, og segist hún þó hafa gengið út frá því vísu, að það mundi spilla fyrir útbreiðslu blaðsins og vin- sældum, eins og líka reyndist rjett. Kvenrjettindafjelagið íslenska var stofnað fyrir forgöngu frú Bríetar 27. janúar 1907, og varð hún formaður þess, og hef- ir verið alla tíð síðan, þar til nú fyrir þremur árum, að frk. Laufey dóttir hennar tók þar við af henni. En sumarið 1905 hafði íslenska kvenfjelagið, sem frú Katrín Magnúsdóttir veitti for- stöðu, sent Alþingi áskorun um, að veita konum kosningarjett, og á næsta þingi, 1907, komu fram áskoranir um sama efni, undirskrifaðar af 12.000 kon- um víðs vegar um land, og höfðu fjelögin bæði, sem nefnd eru hjer á undan, gengist fyrir söfnun þeirra undirskrifta., — — Lögin um kosningarjett kvenna í sveita- og hjeraðamál- um vorú svo samþykt af Alþingi sumarið 1907, og eftir áramót- in gekst Kvenrjettindafjelagið fyrir almennum samtökum með al kvenna um, að bera fram sjerstakan kvennalista við bæj- arstjórnarkosningarnar, sem þá fóru fram í Reykjavík. Kvenna- listinn kom að 4 konum: Frú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur, frú Guðrúnu Björnsdóttur, frú Katr- ínu Magnúsdóttur og frú Þór- i£í slátnrtíðinni: RÚGMJ,ÖL. LAUKUR. SMJÖRSALT í smápokum. KRYDD alls konar. MATARLÍM. GRÆNAR BAUNIR. LUX handsápa. Þessi ágæta nýja sápa er þrungin þehn unaðslega ilm, sem dýrustu sápur einar hafa, en er þó seld sama verði og almenn sápa. Ber langt af öðrum sápum, bæði að ilmgæðum og mýktar- áhrifum á hörundið. Finnið hve silkimjúk hún er. Andið að yður hinum unaðslega ilm hennar. — LUX handsápan fæst í nætsu búð LUX Wtmd SÁPA ÍLTS 50-/0 LEVER BROTHERS LIMITED. P0RT SUNLIGHT. ENGLAN(?<== jScmisk fatahtcittsutt c$ íifutt 34 ^únt: |300 j^e^itjðvtit. Fullkomnar vjelar. Nýjustu og be stu efni. Þaulvant starfsfólk. — 10 ára reynsla. unni Jónassen, og hafa konur aldrei síðan átt jafn-marga full trúa í bæjarstjórninni. Sumarið eftir ferðaðist frú Bríet víða um land, flutti 12 fyrirlestra og stofnaði 5 ný kvenrjettindafjelög, og mynd- aðist úr þeim og Reykjavíkur- fjelaginu samband íslenskra kvenrjettindafjelaga. Málunum um rjettindi kvenna þokaði svo smátt og smátt áfram, þar til | Miðlkurba Flúamanna selur nýmjolk, rjóma, skyr. Týsgötu 1. Sími 1287. Vesturgötu 17. Sími 864. afmæli Alþjóða Kvenrjettinda- sambandsins, sem haldinn var í Berlín 1929, voru þær mæðgurn- ar báðar. Frú Bríet átti 10 ár sæti í konur fengu 1918 fullkomið j bæjarstjórn Reykjavíkur, og jafnrjetti við karlmenn. | var 10 ár í skólanefnd. Hún Erlendis hafði á þessu tíma-, var á fyrsta landskjörslista bili verið háð hart stríð um | Heimastjórnarmanna sumarið kvenr.jettindamálin, og margir 1916, og munaði litlu að hún alþjóðafundir höfðu verið haldn j fengi sæti á Alþingi, þegar ir til styrktar kröfum kvenna. Iiannes Hafstein sagði af sjer Þær mæðgurnar frú Bríet og þingmennsku, enda var hún án frk. Laufey höfðu sótt marga efa, vegna langrar og mikillar af þeim fundum sem fulltrúar þátttöku í almennum málum, íslenskra kvenna. Á alþjóða- flestum eða öllum íslenskum fund, sem haldinn var í Am- konum færari til þingstarfa. — sterdam 1908 gat frú Bríet ekki Hún er, eins og menn kannast farið. En frk. Laufey sótti fund, við, m.jög vel ritfær og vel máli sem haldinn var í Svíþjóð 1911, farin. frú Bríet sótti fund í Búda- Þ. G. Pest 1913 og einnig frk. Laufey, frk. Laufey sótti fund í Sviss; ----- 1920 og í París 1926. Á 25 ára'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.